Morgunblaðið - 12.03.2004, Síða 26
AUSTURLAND
26 FÖSTUDAGUR 12. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Vopnafjörður | Nokkrir víðsýnir
einstaklingar og Vopnafjarð-
arhreppur hafa tvö síðustu sumur
stundað tilraunir með að veiða
þorsk í botnlægar eldisgildrur innst
í Vopnafirði og ala hann þar áfram
í heppilega sláturstærð.
Guðmundur W. Stefánsson hjá
Vopnfiski ehf. hefur umsjón með
verkefninu og segir hann að eldið
lofi góðu þrátt fyrir að það hafið
ekki skilað eins miklu í fyrrasumar
og menn vonuðust til.
Guðmundur segir að verið sé að
þróa gildrurnar betur, því komið
hafi ljós að þær þurfi að styrkja til
að þola betur sjógang. Eins munu
menn vera að skoða ýmis atriði sem
varða veiðitæknina.
Fyrirhugað er að vera með fimm
til sex kvíar í sjó í sumar og er von-
ast til að hver þeirra gefi af sér um
átta tonn af þorski. Guðmundur
segir því menn vera bjartsýna á
framhaldið.
Búið er að fá starfsleyfi, kvóta og
fjármagn fyrir sumarið og heldur
því þróunarvinnan áfram í sumar.
Vopnfiskur hefur leyfi fyrir allt að
20 kvíum og 180 tonna ársfram-
leiðslu.
Morgunblaðið/Jón Sigurðarson
Bjartsýnir á þorskeldið: Guð-
mundur W. Stefánsson og Gísli Arn-
ar Gíslason vinna að áframeldi hjá
Vopnfiski í Vopnafirði.
Vopnfirðingar í
áframeldi á þorski
Neskaupstaður | Snjóleysi hefur
verulega háð notkun á skíðasvæð-
inu í Oddsskarði, milli Eskifjarðar
og Norðfjarðar, það sem af er þess-
um vetri. Stóra lyftan svokallaða,
sem flytur skíðaþyrsta í aðalbrekk-
urnar, hefur einungis verið opin
sex sinnum en sólskinsbrautin svo-
kallaða, sem er fyrst og fremst
barna- og byrjendabraut, hefur
verið opin aðeins oftar.
Þetta er annar veturinn í röð sem
snjóleysi háir mjög nýtingu á svæð-
inu. Skíðaiðkendur eru vonum
aumir yfir ástandinu og börn og
unglingar sem stunda skíðaæf-
ingar, hafa þurft að fara annað til
að sinna íþrótt sinni.
Aðspurður um mögulegar úrbæt-
ur á skíðasvæðinu til þess að auka
nýtinguna, sagði Rúnar Jóhanns-
son, forstöðumaður skíðamiðstöðv-
arinnar í Oddsskarði, að ekki hefði
slíkt komið til tals.
Ekki virðast íbúar í Fjarðabyggð
bjartsýnir á að úr rætist á þessum
vetri, en í könnun á heimasíðu
sveitarfélagsins telur ríflega helm-
ingur svarenda að skíðavertíðinni í
Oddsskarði sé lokið.
Afleitri
skíðaver-
tíð lokið?
Morgunblaðið/Kristín Ágústsdóttir
Í Oddsskarði: Snjóleysi veldur vonbrigðum meðal skíðaiðkenda og ung-
lingar sem stunda æfingar hafa þurft að fara annað til að sinna íþróttinni.
Leikskóladeild | Fundin hefur ver-
ið bráðabirgðalausn á húsnæð-
isvanda leikskólans í Neskaupstað.
Hefur fræðslunefnd Fjarðabyggð-
ar samþykkt að koma á stofn leik-
skóladeild á Kirkjumel í Norðfjarð-
arsveit og verður elsta deild
leikskólans þar til húsa uns varanleg
lausn á málefnum leikskólans er
fundin.
Stefnt er að því að deildin verði
tilbúin í vor.
Skaftfell | Sólveig Alda Halldórs-
dóttir hefur verið ráðin for-
stöðumaður Menningarmiðstöðv-
arinnar Skaftfells á Seyðisfirði.
Átta manns sóttu um starfið.
Sólveig er myndlistarmaður og
lauk námi við Listaháskóla Íslands
sl. vor. Hún starfaði hjá Skaftfelli
sl. ár að ýmsum verkefnum en tek-
ur nú til við að skipuleggja sýning-
arhald og viðburði í Skaftfelli, auk
þess að sjá um daglegan rekstur
þess.
1
w w w. g u l
VORIÐ ER
Vertu vel upplýstur með ljósum frá Ljósbæ
Faxafeni 14 s. 568 0850
Fyrir páska og fermingar
50% afsláttur
PERLU: JAKKAR, SJÖL
TOPPAR og BRJÓSTAHÖLD
Mikið úrval
fermingargjafa
Sigurstjarna
Bláu húsin v/Faxafen s. 588 4545
Kárahnjúkavirkjun | Útlit er fyrir að risaborvél-
in sem flutt var inn frá Bandaríkjunum seint á
síðasta ári og flutt í Kárahnjúka, verði gangsett í
mánaðarlok.
Unnið hefur verið að samsetningu borsins frá í
desember og er unnið í sérstakri upphitaðri
skemmu við aðgöng þrjú. Samsetningin mun
vera nokkuð flókin og hefur hópur manna unnið
að henni þessar vikur.
Borvélasamstæðan er alls um 130 tonn að
þyngd og var stærsta einstaka stykkið 75 tonn.
Samstæðan var flutt í hlutum frá höfninni í
Reyðarfirði upp í Glúmsstaðadal og verður notuð
í heilborun aðganga þrjú og síðar aðrennsl-
isganga í áttina að Fremri Kárahnjúk, en þau
verða alls 40 km löng og ríflega 7 metrar í þver-
mál.
Í samstæðunni eru bæði verkstæði og matsal-
ur og fylgist stjórnandi borsins með allri vinnslu
samstæðunnar á tölvuskjám úr stýrieiningu.
Lengd samstæðunnar er um 120 metrar og á
hún að geta brotið sér 24 metra vegalengd á sól-
arhring. Allt efni flyst aftur úr henni og áfram út
göngin að sérstöku haugstæði eftir færiböndum.
50 km heilborun
Borsamstæðan var tekin í sundur eftir heil-
borun jarðganga fyrir hraðbraut undir Queens-
hverfinu í New York og sett í skip í Cleveland til
flutnings upp til Íslands.
Tvær borvélasamstæður til viðbótar eru vænt-
anlegar til landsins á næstu vikum, önnur í lok
mars og hin að áliðnum aprílmánuði. Fyrri sam-
stæðan verður notuð við aðgöng tvö hjá Axará
en sú síðari fer í aðgöng eitt á Valþjófsstað-
arfjalli í Fljótsdal. Risaborarnir þrír eiga að heil-
bora 50 km af þeim 72 km sem jarðgangakerfi
Kárahnjúkavirkjunar nemur. Auk aðrennsl-
isganganna frá Kárahnjúkastíflu að Fljótsdal á
að heilbora 10 km vegalengd af ríflega 13 km
löngum aðrennslisgöngum úr svokölluðu Ufs-
arárlóni.
Heilborun að hefjast
Morgunblaðið/Þorkell
Risabor: Borhausinn einn og sér er mikill um sig.
Verið er að ljúka við samsetningu borsins við
Kárahnjúka. Tvær borvélasamstæður til viðbót-
ar eru væntanlegar til landsins á næstu vikum.