Morgunblaðið - 12.03.2004, Page 28
28 FÖSTUDAGUR 12. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Grétar Guðmundsson æfði sund og
frjálsar sem barn og unglingur. Mörgum
árum síðar var hann kominn í kyrrsetu-
vinnu og var hættur að geta hreyft sig að
vild vegna verkja í ökklum og hnjám.
“Ég var nánast hættur að
geta hreyft mig fyrir verkjum,
sat bara orðið fastur„
segir Grétar.
„Mér var ráðlagt að prófa Lið-Aktín
og þegar ég var búinn að nota það í
mánuð gat ég aftur farið að hreyfa mig
eðlilega. Tveim mánuðum síðar fór ég
að keppa í aflraunum og hef núna 2 ár
í röð verið í þriðja sæti í keppninni
Sterkasti maður Íslands“
„Ég ráðlegg öllum sem
eru slæmir í liðum að nota
Lið-Aktín. –Það virkar!“
Lið-Aktín kom mér í verðlaunasæti
Himnesk steik; mjúk ogbragðgóð var umsögnungs manns sem fórmeð fjölskyldunni út að
borða á Grillinu á Hótel Sögu um
daginn. Sósan var að hans mati sér-
lega ljúffeng, en hvorki var í henni
hveiti né smjör. „Hún var þynnri og
er eflaust mun hollari en þetta
danska sósugutl sem maður er van-
ur,“ sagði hann.
Blaðamaður hringdi um-
svifalaust í Bjarna Gunnar Krist-
insson, yfirkokk á Grillinu, og
spurði hann um galdurinn. „Sumum
viðskiptavinum finnst steik þung í
magann, en langar samt í hana.
Sumir sögðu að steikin yrði eins og
steinn í maganum, þannig að við
ákváðum að beita aðferðum til að
létta máltíðina,“ segir Bjarni Gunn-
ar.
Aðferðin fólst í því að nota nauta-
lund, humar og uxahala af nautinu í
léttum vökva. „Kjöt með fiskívafi
getur átt vel saman, það er fínn
millivegur,“ segir hann.
Sósan með þessu er líka vel upp
byggð. Hún er grænmetissoð.
„Grænmeti er hitað í potti, vatni
hellt á það og það látið liggja í sól-
arhring til að ná næringunni og
ferskleikanum í grænmetinu út í
vatnið, sem svo er notað í sósu með
fleiru,“ segir hann.
„Þetta er í raun léttur réttur,
byggður upp í hátíðar-galastíl og
upplagt að fá sér ef fólk ætlar að
kíkja á lífið,“ segir Bjarni Gunnar
og segist hafa fengið mjög góð við-
brögð við þessum rétti sem byggð-
ur er á frönskum grunni.
EFTIRLÆTISRÉTTUR|Mjúk og bragðgóð steik á Grillinu á Hótel Sögu
Morgunblaðið/Árni Sæberg
„Sumum fannst steikin of þung í magann þannig að við fundum milliveg-
inn,“ segir Bjarni Gunnar.
guhe@mbl.is
BJARNI Gunnar Kristinsson yfir-
matreiðslumaður á Grillinu gefur
lesendum Morgunblaðsins uppskrift
að nautalundum í humarhjúp með
uxahala. Hún er fyrir 4. Hráefnið er:
Nautalund og humar
600 g 4x 150 g nautalund
100 g humar
Aðferð:
Nautalundin er skorinn langsum
og í fjóra bita og lögð á plastfilmu
með humarfarsi, kryddað með salti
og pipar, plastfilmunni er rúllað upp
og bundið fyrir báða enda.
Nautalundin er lögð í 80°C heitt
vatn í 10 mín og látinn standa í 5 mín.
við stofuhita, tekin úr filmunni og
skorin í tvennt.
Humarinn er best að sjóða í sós-
unni rétt fyrir framreiðslu.
Humarfars
100 g humar
1 eggjahvíta
50 ml rjómi
Aðferð:
Allt sett í mat-
vinnsluvél og látið
saxast í 1 mín.
Kryddað með
salti.
Uxahalar
2 stk uxahalar
2 gulrætur skornar í teninga
2 laukar
1stk fennel
300 ml rauðvín
500 ml Nage (grænmetissoð)
Blandaður grænmetisafskurður
steiktur og soðinn í vatni, í 30 mín. og
látið standa yfir nótt í vökvanum.
Aðferð:
Uxahalarnir eru fituhreinsaðir og
brúnaðir í potti, grænmetinu er bætt
í, og síðan rauðvíni og grænmetis-
soði. Sett inn í ofn við 150°C í 2 tíma
(með álpappír yfir).
Þegar kjötið er klárt er það rifið af
beinunum og sett aftur út í vökvann.
Kryddað til með salti og pipar.
Rauðvínssósa
20 g laukur
2 g garðablóðberg
10 ml ólífuolía
200 ml rauðvín
200 ml nautasoð (vökvinn af
uxahölunum)
100 ml Nage (grænmetissoð)
Blandaður grænmetisafskurður
steiktur og soðinn í vatni í 30 mín. og
látinn standa yfir nótt í vökvanum.
(20 g smjör eða ólífuolía, má
sleppa)
Aðferð:
Laukurinn er léttsteiktur í ólífu-
olíunni og rauðvíni bætt í, rauðvínið
er soðið niður um helming, svo er
soðinu af uxahölunum og grænmet-
issoði bætt saman við. Sósan er látin
sjóða niður um helming og krydduð
til með salti og smá smjörklípu ef
fólk vill.
Borið fram með góðum kartöflum
og grænmeti.
Nautalundir
í humarhjúp
með uxahala
Nautasteikin vafin í
humarinn á Grillinu.
Þremur vikum eftir fæð-ingu ákvað ég að fara íverslunarleiðangur ogkaupa mér eitthvað af
nýjum fötum. Enn var ég ekki far-
in að komast í nema kannski
10% af gömlu fötunum.
Allt í skápunum
samanstóð af
óléttufötum
annars vegar
en of þröng-
um fötum
hins vegar.
Þetta þýddi
að alvarlegt
fataástand
var að skap-
ast og ég
ákvað því að
plata mömmu
með mér í Smára-
lind.
Mér leið eins og í út-
löndum. Arkandi inn í hverja búð-
ina á fætur annarri, skoðandi
hverja flík og alveg ákveðin í að
koma hlaðin pokum heim. Við
eyddum heilum degi og skemmt-
um okkur vel. Það eina skrýtna
var að þú varst ekki með. Reynd-
ar hringdi ég í pabba þinn og
stakk uppá að ég kæmi aftur heim
með bílinn, hann gæti skutlað
okkur í Smáralindina og ég tæki
þig bara með mér. Óþarfi að þú
sért bíllaus heima sagði ég.
Mamma sagði ja, reyndar getur
hann alveg tekið hana með, þau
gætu þess vegna farið á rúntinn
eða eitthvað, hún má nú alveg
fara út… Ég setti upp skrýtinn
svip. Auðvitað snerist símtalið
ekki um hvort pabbi þinn væri bíl-
laus, heldur fyrst og fremst þörf
mína að hafa þig alltaf hjá mér!
Nei, nei, þetta er nú alveg í góðu
lagi, svaraði pabbi þinn, vænt-
anlega eitthvað hissa á þessari
skyndilegu bíla-umhyggju minni.
Hún er bara sofandi og ég er að-
eins að taka til. Við héldum því
áfram að kíkja í búðir, mamma og
ég.
Langaði í gallabuxur
Mig langaði í gallabuxur og
skoðaði þær í öllum búðum sem
ég rak nefið inn í. Það versta var
að allar gallabuxur í dag eru
með mittissniði, sem
auðvitað henta mér
ekki alveg í
augnablikinu.
En af þrjósku
hélt ég nú
áfram að
skoða og í
einni búðinni
rákumst við
á úrval af
gallabuxum.
Nei, þessar
henta mér nú
kannski ekki al-
veg sagði ég við af-
greiðslustúlkuna þar
sem hún hvatti mig til að
máta eina tegundina. Ég nefni-
lega er bara rétt að jafna mig eft-
ir barnsburð bætti ég við til að út-
skýra hvers vegna mittisbuxurnar
sem hún hélt á kæmu ekki til
greina. Við héldum áfram að
skoða og eftir smá stund sagði af-
greiðslustúlkan hefurðu heyrt um
Thyme Iternity-búðina? Já, svar-
aði ég hálf glottandi. Auðvitað
hlaut ég að þekkja þá búð, nýbúin
að ganga í gegnum meðgöngu. Já,
ég hef nefnilega heyrt að þær séu
ekki bara með óléttuföt heldur
einnig smart föt fyrir feitar kon-
ur… Þögn. Feitar konur?! Var ég
komin í hóp feitra kvenna? Je-
minn einasti, hugsaði ég og mældi
ungu afgreiðslukonuna út. Hvers
konar óþroski er þetta að benda
konu sem er nýbúin að eignast
barn á að fara að versla í búð fyr-
ir feitar konur?
DAGBÓK MÓÐUR
Meira á morgun.
Á engin föt sem passa
Galdurinn var að létta máltíðina
DAGLEGT LÍF