Morgunblaðið - 12.03.2004, Page 32

Morgunblaðið - 12.03.2004, Page 32
32 FÖSTUDAGUR 12. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. Heldur dauflegri kosninga-baráttu lauk í gær áSpáni þegar höfuðborg-in, Madríd, varð skyndi- lega blóði drifinn vígvöllur hryllings og eyðileggingar í mannskæðasta hryðjuverki síðari tíma í Evrópu. Al- gjör ringulreið ríkti og þjóðin var sem lömuð en leiðtogar stjórnmála- flokka lýstu yfir því að þeir hefðu ákveðið að fresta frekari baráttu fyrir þingkosningarnar á sunnudag. Á Spáni eru ráðamenn ekki í nokkr- um vafa um að hryðjuverkasamtök- in ETA, sem berjast fyrir stofnun sjálfstæðs ríkis Baska í norðurhluta landsins, hafi verið að verki; morð- sveitirnar hafi afráðið að ráðast að sjálfu hjarta lýðræðisins í því skyni að hafa áhrif á niðurstöðu kosning- anna og minna á að ósveigjanleika stjórnvalda í baráttunni gegn her- skáum þjóðernissinnum verði svar- að með enn meiri eyðileggingu og dauða. Ólýsanlegt áfall Því áfalli sem spænska þjóðin varð fyrir í gærmorgun þegar hryðjuverkamenn sprengdu sprengjur á þremur lestarstöðvum í Madríd og myrtu rúmlega 190 manns verður ekki með orðum lýst. Hryðjuverkamenn hafa látið til sín taka á Spáni í meira en 30 ár og oft hafa þeir framið viðurstyggileg glæpaverk. Við það ástand mála hafa menn lært að lifa enda valkostir engir aðrir í þeirri stöðu. Almenn- ingur hefur upp til hópa skynjað baráttu hryðjuverkamanna ETA á þann veg að hún feli í sér hættu en sé tæpast raunveruleg ógnun við frels- ið og lýðræðið á Spáni, lýðræði sem þrátt fyrir góðan þroska er aðeins tæplega 30 ára gamalt. En ógnin hefur nú náð öðru og enn skelfilegra stigi ef svo má að orði komast. Fjöldamorð í höfuðborg evrópsks lýðræðisríkis sem framið er í nafni þjóðernishyggju og „frelsisbaráttu“ er atburður sem aldrei gleymist í sögu viðkomandi þjóðar. Árásin í Madríd í gær felur í sér algjör þáttaskil í „hryðjuverkastríð- inu“ á Spáni og mun án nokkurs vafa reynast mótandi viðburður í stjórn- málum landsmanna næstu ár ef ekki áratugi. Ný herfræði ETA? Því er ekki að neita að nokkuð kemur á óvart að ETA skuli hafa af- ráðið að láta til sín taka með svo yf- irgengilegum hætti fyrir kosning- arnar. Bæði er umfang árásarinnar allt annað og meira en þau hryðju- verk sem samtökin hafa áður geng- ist fyrir á Spáni og eins hefur það verið hald manna að hreyfingin væri ekki jafn öflug og áður. Miðað við það sem áður var hefur heldur lítið farið fyrir ETA á undanliðnum árum og fjölmargir félagar í samtökunum hafa verið handteknir. Vissulega er hugsanlegt að klofn- ingur hafi myndast innan samtak- anna eða að yfirstjórn þeirra hafi á einhvern veg misst stjórn á hryðju- verkahópum þeim sem haldið er úti víða um Spán. Ef til vill má túlka fjöldamorðið í Madríd sem birting- armynd örvæntingar í röðum at- vinnuhryðjuverkamanna og morð- ingja sem geri sér ljóst að samtök þeirra séu á fallanda fæti. En „skýringar“ þessar eru ekki sérlega sannfærandi. Hafi ETA ver- ið að verki í gær, sem ekki skal dreg- ið í efa í ljósi eindreginna yfirlýsinga spænskra ráðamanna, er líklegast að samtökin hafi, af einhverjum ástæðum, afráðið að taka upp aðrar og enn hroðalegri aðferðir í baráttu sinni. Eðlilegt hlýtur engu að síður að teljast að grunsemdir vakni um að erlendir hryðjuverkamenn hafi stað- ið fyrir fjöldamorðinu í Madríd í gærmorgun eða komið nærri skipu- lagningu þess. Í því viðfangi hljóta menn að rifja upp að spænska rík- isstjórnin hefur staðið þétt við bakið á George W. Bush Bandaríkjafor- seta í Íraks-málinu og í stríðinu hnattræna gegn hryðjuverkaógn- inni sem hann lýsti yfir eftir árás- irnar 11. september 2001. En hryðjuverkamenn nærast á óvissu. Þess varð ekki vart á Spáni í gær að ráðamenn efuðust um ábyrgð ETA á hryllingnum í Madríd þótt óljósar fregnir í gærkvöldi hermdu að hugsanlega væri „ísl- ömsk tenging“ komin fram. Menningarleg endurreisn í Baskalandi Ekki verður hjá því komist að freista þess að setja þennan atburð í samhengi við stjórnmál á kosningarnar sem þar fara næstu helgi. Hvaða „hugsu orð verður víst vart notað, e þessu glæpaverki, sem ET uð um? Þess skal freistað henni í stuttu máli og einföl ETA er skammstöfun fy adi Ta Azkatasuna sem „Heimaland og frelsi Bask þeirra. Hópurinn kom fra unda áratugnum og var þ hreyfing námsmanna sem gegn kúgunarstjórn einræ ans Francisco Franco. hafa drepið rúmlega 800 síðustu 30 árum. Stuðningur við sjálfstæð í Baskalandi. Valdaflokku PNV, sem hefur verið r stjórnmálunum frá 1980 h hins vegar að ofbeldi sé b ná því marki. Lýðræðið he reynst Böskum vel; þegar isstjórn Francisco Franco l lok við dauða hans haustið Einræði óg Árás hryðjuverkamanna á óbreytta borgara í Madríd var fordæm aðist fólk saman til að lýsa yfir andstyggð sinni á verknaðinum o grunuð eru um hann. Á Puerta del Sol-torgi í Madríd lýsti þessi k José María Aznar, forsæti baki hans er spænski fánin Fréttaskýring|Madríd varð í gær blóðvöllur hryðjuverkaárásar af áður óþekktri stærð- argráðu á síðari tímum í Evrópu. Ásgeir Sverrisson velt- ir fyrir sér pólitískum áhrifum árásarinnar og segir frá hryðjuverka- ógninni á Spáni. ’Í ljósi sögunnar erumfang og skipulag ódæðisins með þeim hætti að furðu vek- ur að ETA-hreyf- ingin skuli hafa skipulagt slíka árás og reynst fær um að hrinda henni í framkvæmd.‘ TILRÆÐI VIÐ LÝÐRÆÐIÐ Heimsbyggðin er harmi slegineftir hryðjuverkin á Spáni ígær. Talið er að um 190 manns hafi látið lífið og rúmlega 1.200 manns særst í tíu sprenging- um á þremur lestarstöðvum í Madr- íd þegar umferðarþunginn var hvað mestur í gærmorgun og sem flestir á leið til vinnu. Þetta er mannskæð- asta hryðjuverk, sem framið hefur verið í sögu Spánar. Sprengjurnar voru sprengdar með nokkurra mín- útna og augljóst var að hryðjuverka- mennirnir höfðu í hyggju að myrða og slasa sem flesta. Fréttamyndir og lýsingar frá Madríd bera vitni hryllingi og skefjalausri grimmd. Hryðjuverkin voru framin þremur dögum fyrir þingkosningar á Spáni og eru því tilræði við lýðræðið. José María Aznar, forsætisráð- herra Spánar, ávarpaði spænsku þjóðina í gær og lýsti yfir því að hryðjuverkamennirnir yrðu eltir uppi og látnir svara til saka fyrir glæpi sína: „Við munum hvergi hvika andspænis morðum hryðju- verkamanna. Hinir seku verða dregnir fyrir rétt og dæmdir. Við ætlum okkur algjöra og skilyrðis- lausa upprætingu hryðjuverkastarf- semi.“ Forsætisráðherrann sagði að þriggja daga þjóðarsorg yrði í land- inu vegna ódæðisverksins og bætti við: „Hryðjuverk eru ekki gerð blindandi. Þessir hryðjuverkamenn vildu valda eins miklu tjóni og hugs- ast gat. Þetta er fjöldamorð. Þeir hafa myrt fjölda fólks bara fyrir það að vera Spánverjar ... Það er úti- lokað að einhverjar samningavið- ræður fari fram við þessa morð- ingja. Við stöðvum þessar árásir eingöngu með óbilgjarnri stefnu. Við munum hvergi hvika frá þeirri stefnu, hvort sem þeir halda áfram að drepa eða hætta því.“ Spænsk stjórnvöld rannsaka nú vísbendingar, sem fram hafa komið eftir tilræðin. Upptaka með upp- lestri á arabísku úr Kóraninum fannst ásamt sprengjubúnaði í stolnum sendiferðabíl. Skömmu eft- ir að greint var frá því barst yfirlýs- ing, sem sögð voru frá hryðjuverk- samtökunum Al-Qaeda, þar sem lýst var yfir ábyrgð á hryðjuverkunum. Aðrar vísbendingar hafa hins veg- ar beint stjónum að Aðskilnaðar- samtökum Baska, ETA, en samtökin neita harðlega að hafa verið viðriðin tilræðin. Á undanförnum mánuðum hefur hins vegar ýmislegt bent til að ETA hefði í hyggju að láta til skarar skríða. Á aðfangadagskvöld tókst að koma í veg fyrir að illa færi þegar sprengjum hafði verið komið fyrir í tveimur lestum á leið til Madrídar. 18. febrúar lýsti ETA yfir vopnahléi í Katalóníu og mátti skilja að búast mætti við hryðjuverkum annars staðar á Spáni. Í lok febrúar gerði lögregla upptækt hálft tonn af sprengiefni, sem talið var ætlað ETA. Var þetta talið bera því vitni að samtökin hefðu breytt aðferðum sínum og hygðust láta handahófs- kennt ofbeldi leysa af hólmi árásir á sérvalin skotmörk. Jose Maria Aznar hefur farið gegn ETA af harðfylgi. Hann hefur ekk- ert færi gefið á samningum við að- skilnaðarsamtökin. Talið er að ETA beri ábyrgð á dauða 800 manna á undanförnum 30 árum. Í lok áttunda áratugarins voru hryðjuverk tíð og allt að hundrað menn myrtir á ári. Hins vegar var talið að máttur sam- takanna færi þverrandi og bent á að fórnarlömb samtakanna hefðu verið þrjú árið 2003. Þrjár sprengjur sprungu ekki þegar tilræðið var framið og hefur lögreglan getað rannsakað þær og borið saman við sprengjur, sem samtökin hafa notað í fyrri tilræð- um. Leitt hefur verið getum að því að öfgahópur innan ETA, sem for- ustan hafi ekki ráðið við, hafi staðið að hryðjuverkinu í gær. Þar hafi því átt sér stað svipuð atburðarás og innan Írska lýðveldishersins þegar hryðjuverkið var framið í Omagh á Norður-Írlandi árið 1998. Var sagt að líkja mætti ETA við sært dýr, sem hefði slegið frá sér með þessum hræðilegu afleiðingum. Margt er þó ólíkt aðferðum ETA í þessum tilræðum. Engin viðvörun barst áður en sprengjurnar sprungu, en venjulega vara samtök- in við áður en þau láta til skarar skríða. Samtökin hafa áður framið mörg tilræði samtímis, en ekki með handahófskenndum árásum, sem beinast að almenningi. Samræmdar árásir af þessum toga einkenna frekar aðgerðir Al-Qaeda, en ETA. Hópar á vegum Al-Qaeda hafa verið leystir upp á Spáni og vísbendingar fundist um tengsl við ETA. Þá hafa samtökin Al-Qaeda hótað að ráðast á þau ríki, sem studdu Bandaríkja- menn í innrásinni í Írak, þar á meðal Spánverja. Í yfirlýsingunni, sem barst í gær, segir að hryðjuverkið hafi verið framið af sveitum Abu Hafs al-Masri fyrir hönd Al-Qaeda á Spáni vegna þess að Spánn sé ein súlan í bandalagi krossfaranna. Flokkur Aznars, Þjóðarflokkur- inn, hefur meðal annars byggt kosn- ingabaráttuna á afstöðunni til ETA og Batasuna, hins pólitíska arms að- skilnaðarhreyfingar Baska. Spænsk stjórnvöld hafa bannað starfsemi Batasuna á þeirri forsendu að hinn pólitíski armur væri bundinn hryðjuverkaarminum órjúfanlegum böndum og þau neita að ræða við ETA um kröfur samtakanna um sjálfstæði Baska. Vera kann að til- gangurinn með hryðjuverkinu í gær hafi verið að sýna spænskum kjós- endum fram á að svona yrði brugðist við áframhaldandi harðlínustefnu í garð ETA. Það er hins vegar mun líklegra að ódæðið, sem framið var í gær, muni hafa þveröfug áhrif og styrkja stöðu Þjóðarflokksins. Hryðjuverk eiga sér enga réttlæt- ingu og þeim verður aðeins mætt með því að koma lögum yfir þá, sem að baki þeim standa. Hryðjuverkin í gær munu ekki hefta framgang lýð- ræðisins á Spáni og eiga ekki að gera það. Samúð umheimsins er með Spánverjum, en hryðjuverkamenn- irnir verðskulda aðeins fordæmingu. Með hryðjuverkunum í gær var framið tilræði við lýðræðið. Þegar reynir á innviði lýðræðisins kemur styrkur þess í ljós.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.