Morgunblaðið - 12.03.2004, Side 37
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. MARS 2004 37
Á LIÐNUM vikum var mikið
rætt um nám í táknmálstúlkun í
Háskóla Íslands vegna þeirra að-
gerða sem heimspekideild hafði
boðað sökum niðurskurðar í deild-
inni. Sá leiði misskiln-
ingur virtist ná fót-
festu að verið væri að
leggja niður nám í
táknmálstúlkun og
jafnvel táknmáls-
fræðum. Þó það mætti
skilja af fréttaflutningi
í einhverjum tilvikum
skal það tekið fram að
það var aldrei ætlun
heimspekideildar að
leggja neitt niður.
Alltaf stóð til að kenna
táknmálsfræði næsta
vetur, einungis var um
að ræða að ekki væri til fjármagn
til að kenna þau námskeið sem falla
undir táknmálstúlkun næsta há-
skólaár, 2004–2005.
Nú er staðan hins vegar breytt
og verður fjármagn til kennslu í
táknmálstúlkun tryggt næsta skóla-
ár svo fremi að fjöldi nemenda
verði yfir lágmarki. Þetta gerðist
fyrir fulltingi háskólarektors og eru
nemendur og kennarar grein-
arinnar honum þakklátir fyrir að
láta málið til sín taka. Þetta er mik-
ilvæg niðurstaða fyrir þá nemendur
sem hafa lagt á sig tveggja ára nám
í táknmálsfræðum og hyggjast inn-
ritast í táknmálstúlkun næsta
haust. Þeir fá nú tækifæri til að
ljúka upphaflegu markmiði sínu.
Um nám í táknmálsfræðum
og táknmálstúlkun
Nám í táknmálsfræði við Háskóla
Íslands hófst fyrst
haustið 1994 og stóð í
fjögur ár sem afmark-
að tímabundið verk-
efni. Námið var þá í
samvinnu við Sam-
skiptamiðstöð heyrn-
arlausra og heyrn-
arskertra sem enn
kemur að kennslu í
táknmálstúlkun.
Haustið 2001 hófst
kennsla í fræðigrein-
inni á ný. Uppbygging
námsins er eins og
uppbygging annarra
aðalnámsgreina við heimspekideild
Háskóla Íslands. Hægt er að taka
táknmálsfræði sem aukagrein (til
30 eininga, 1 ár) eða aðalgrein (til
60 eininga, 2 ár) til B.A.-prófs eða
sem aðalgrein til 90 eininga (3 ár)
og ljúka nemendur þá jafnframt
námi í táknmálstúlkun. Forsenda
náms í táknmálstúlkun er 60 ein-
inga nám í táknmálsfræðum.
Spennandi nám með
fjölbreytta möguleika
Í námi í táknmálsfræðum leggja
nemendur stund á færni í táknmáli,
á málfræði íslenska táknmálsins og
á menningu og sögu heyrnarlausra
svo eitthvað sé nefnt. Hluti nem-
enda sækir námið sem undanfara
að námi í táknmálstúlkun en mögu-
leikarnir eru fleiri. Á ýmsum svið-
um þjóðfélagsins er þörf fyrir fólk
með táknmálskunnáttu og þekkingu
á menningarheimi heyrnarlausra og
eru möguleikar í því sambandi nán-
ast óendanlegir. Nám í táknmáls-
fræðum samhliða öðrum náms-
greinum er því bæði hagnýtt og
auðgandi. Þeir nemendur sem luku
námi hér 1997–1998 starfa margir
hverjir í dag á vettvangi þar sem
táknmálið nýtist þeim á einn eða
annan hátt.
Mikilvægi námsins fyrir
samfélag heyrnarlausra
Heimspekideild samþykkti einróma
á deildarfundi á sínum tíma að taka
upp umrætt nám á ný. Það er mik-
ilvægt að leggja áherslu á þá stað-
reynd að hvergi annars staðar í
heiminum er hægt að læra íslenskt
táknmál á háskólastigi eða tákn-
málstúlkun á milli íslensku og ís-
lensks táknmáls. Það þarf varla að
taka fram mikilvægi þess fyrir
heyrnarlausa og málstað íslenska
táknmálsins að hafa táknmálið sem
fræðigrein innan háskóla. Tákn-
málstúlkar eru lykill heyrnarlausra
að samfélagi heyrandi og auka m.a.
aðgengi heyrnarlausra að menntun.
Þeir túlkar sem eru starfandi í dag
anna engan veginn eftirspurninni
sem ríkir og er því mikilvægt fyrir
samfélag heyrnarlausra að von sé á
fleiri túlkun næstu tvö árin.
Í vor munu fyrstu kandídatarnir
með B.A.-próf í táknmálsfræðum og
táknmálstúlkun útskrifast. Þeir eru
sjö sem bætast við þann hóp 10 til
12 túlka sem eru starfandi á Ís-
landi. Auk þess munu nokkrir nem-
endur útskrifast með táknmálsfræði
sem aðalgrein samhliða annarri
aukagrein.
Auk þess að bjóða upp á nám í
nýstárlegu tungumáli og þekkingu
á menningarheimi sem er okkur
mörgum lokaður býður nám í tákn-
málsfræðum upp á marga mögu-
leika á atvinnumarkaði. Nám í tákn-
málsfræðum og táknmálstúlkun
verður kynnt í hátíðasal Háskóla
Íslands á háskólakynningunni
sunnudaginn 14. mars.
Nokkrar staðreyndir um nám
í táknmálsfræðum og táknmálstúlkun
Rannveig Sverrisdóttir
skrifar um menntamál ’Nú er staðan hins veg-ar breytt og verður fjár-
magn til kennslu í tákn-
málstúlkun tryggt
næsta skólaár …‘
Rannveig
Sverrisdóttir
Höfundur er lektor í táknmálsfræði
við Háskóla Íslands.
ÉG skrifa þetta í tilefni Leikdóms
Sveins Haraldssonar í Morg-
unblaðinu, 8. mars s.l., sem hann kall-
aði Leikhús í lægð. Ég veit að það
tíðkast ekki að svara árásum leiklist-
argagnrýnanda, sérstaklega ef mað-
ur er tengdur þeim sem
verður fyrir árásinni.
Mér er bara þannig far-
ið að bregðast til varnar
þeim sem verða fyrir
ómaklegri árás.
Að vísu kann ég ekki
að skrifa leikdóm. Ég
fer stundum í leikhús
og finnst leikrit gott ef
ég hef gaman af því. Og
aldrei finnst mér meira
gaman en þegar ég
bókstaflega límist við
söguþráðinn og leik-
flækjurnar. Ég er viss
um að gagnrýnandinn
skrifaði sinn leikdóm af fullri ein-
lægni. Honum líkaði ekki leikritið.
Hins vegar risu frumsýningargestir á
fætur í leikslok og hylltu leikara og
aðra aðstandendur ákaft og með
langvarandi lófataki. Gárungarnir
segja að einn hafi þó ekki risið á fæt-
ur. Ég ætla ekki að skrifa um Svein
eða gegn hans mati. Mig langar bara
að benda á nokkur atriði sem fóru
fram hjá honum.
Hann talar um að megininntak
leikritsins séu átök móður og dóttur.
Ég hef ekki heyrt aðra tala sér-
staklega um þetta. Vissulega voru
átök milli þeirra, en það var af því
þær voru fulltrúar mismunandi kyn-
slóða í leikritinu, eða lífsgilda sem
takast á í þjóðfélagi okkar um þessar
mundir. Sveinn talar um að fyrrver-
andi fangi á Litla Hrauni, sem er mik-
il persóna í leikritinu, hafi alls ekki lit-
ið út eins og Hraunari. Hvernig líta
þeir eiginlega út? Eru þeir kannski
illilegir á svipinn og með snúið nef?
Gagnrýnandinn áttar sig ekki á hlut-
skipti hans í lífinu og leikritinu,
athafnafíkill í milljónabransanum
sem fór illa út úr því öllu saman og
reynir nú að skapa sér nýtt líf í sveit-
inni, með önnur lífsgildi. Eða þing-
maðurinn og presturinn í einni per-
sónu, nútímastjórnmálamaður sem
reynir að halda velli í ólgusjó örra
þjóðfélagsbreytinga. Allar persón-
urnar endurspegla póla í þjóðfélags-
átökum nútímans, sem Sveinn virðist
ekki sjá.
Leikritið tekur að vísu ekki póli-
tíska afstöðu, en það er spegill á nú-
tímann, ringulreiðina og angistina,
sem stundum snýst upp í glæp-
samlegar athafnir eða
ásetning um slíkt. Þessi
átök endurspeglast í öll-
um sínum fjölbreytilegu
myndum í litlu koti í af-
dal Norðanlands, sem
kannski er tákn fyrir
stöðu landsbyggð-
arinnar. Þetta er langt
frá því að vera saka-
málaleikrit í venjuleg-
um skilningi eins og
Sveinn ýjar að. Þetta er
leikrit um glæpi í mörg-
um myndum, mannleg
átök, sem geta snúist
upp í harmleik. En jafn-
vel harmleikurinn á sínar skoplegu
hliðar. Og þótt margt illt byggi í hug-
arskoti þessa fólks, þá áttu þau líka
öll sína innri fegurð.
Mér fannst leikurum og leikstjóra
takast að töfra fram þessar innri
manneskjur í leikritinu um leið og
spennan og ólgan dunaði undir niðri í
framvindu sögunnar.
Gagnrýnandinn tók ekki eftir þeim
lágværa og hófstillta stíl sem ein-
kenndi sýninguna. Fyrir mér var
þetta óvenjulegt. Þetta gerir leik-
stjórinn til að laða fram ólguna sem
undir býr. Mér fannst þessi stíll mjög
áhrifamikill.
Gagnrýnandinn minnist ekki á þá
listrænu dirfsku Leikfélags Akureyr-
ar að taka verk íslensks höfundar til
frumsýningar. Það þykir víst miklu
öruggara að vera með margreynd
gömul stykki. Hann minntist ekki
heldur á þá framsýni Leikfélagsins að
gefa höfundi tækifæri á að þróa leik-
ritið með leikurum og leikstjóra.
Þannig urðu stóru leikskáldin til.
Hroki gagnrýninnar
Sveinn segir Leikhúsinu fyrir verk-
um. Þið eigið að vera með léttmeti inn
á milli, til að safna peningum til að
standa undir listrænu starfi. Þetta er
gamla sjónarmiðið að venjulegt fólk
hafi nú bara gaman af einhverju létt-
meti. Gott að fá það í leikhús svo við
þessi fínu getum fengið að sjá listræn
verk, við okkar hæfi. Sami hrokinn
þegar hann segir að þetta leikverk
gæti hentað betur fyrir efnilegan hóp
áhugamanna, eins og áhugaleik-
húsum nægi lélegri leikverk. Það
mætti kannski búa til framhalds-
leikrit úr þessu, í sumardagskrá út-
varpsins, segir hann. Það sem venju-
legu fólki finnst skemmtilegt á ekki
heima í leikhúsi.
Ég segi, leikrit þurfa að vera fyrir
alla, ekki bara einhverja útvalda sem
„skilja“ leiklistina. Þess vegna er
mikilvægt að skrifa um það sem höfð-
ar til okkar allra og setja það fram
með þeim hætti að við höfum gaman
af því.
Það lásu allir og skildu gömlu stór-
stirnin Halldór Laxness og Þórberg,
og skeggræddu um þá á kaffistof-
unum, af því þeir skrifuðu um hluti
sem stóðu fólki nálægt, og á aðgengi-
legan hátt. Það sama gerðist í hléinu
og eftir sýninguna á Draumalandinu.
Áköf umræðan snerist um innihald
leikritsins og svo um þær hugsanir
sem leikritið vakti meðal þess fólks,
sem þarna var saman komið.
Áfram á þessari braut, Leikfélag
Akureyrar.
Ég vona svo sannarlega að leiklist-
argagnrýni Sveins verði ekki til að
hrekja Leikfélag Akureyrar frá
þeirri metnaðarfullu stefnu sinni að
skapa leikrit frá upphafi til enda.
Verði skapandi leikhús. Við getum
hjálpað Leikfélaginu á þessari braut
sinni með því að fjölmenna í Sam-
komuhúsinu næstu daga og vikur.
Það verður enginn svikinn af
Draumalandinu. Þetta er stór-
skemmtilegt. Svo er það líka munur
að verða gjaldgengur í þeirri umræðu
sem er að hefjast um leikritið og leik-
listarstefnu leikhússins.
Húrra Leikfélag Akureyrar
Ragnar Stefánsson
skrifar um leikdóm ’Ég segi, leikrit þurfaað vera fyrir alla, ekki
bara einhverja útvalda
sem „skilja“ leiklistina.‘
Ragnar
Stefánsson
Höfundur er búsettur að
Laugasteini í Svarfaðardal.