Morgunblaðið - 12.03.2004, Page 51

Morgunblaðið - 12.03.2004, Page 51
N O N N I O G M A N N I I Y D D A • N M 1 1 5 5 0 • sia .is Flug og m ynd á næ stu le igu Skafmiði fylgir hverri mynd 100 stórborgarferðir! 100.000 vinningar! Nýkrýndir bikarmeistarar Gróttu í áhaldafimleikum og handknattleik. Meistaraflokkur kvenna bikarmeistari í áhaldafimleikum 28. febrúar 2004 5. þrep kvenna bikarmeistari í áhaldafimleikum 7. mars 2004 4. flokkur kvenna bikarmeistari í handknattleik 29. febrúar 2004 2. flokkur kvenna bikarmeistari í handknattleik 29. febrúar 2004 Æskulýðs- og íþróttaráð Seltjarnarness Til hamingju stúlkur MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. MARS 2004 51 FRÉTTIR OPNAÐ hefur verið 1928 vöruhús að Auðbrekku 1 Kópavogi (á horni Auðbrekku og Skelja- brekku) þar sem á boðstólum eru húsgögn, gjafavörur, vefn- aðarvara o.fl. Markmið vöruhúss- ins er að bjóða fallegar vörur á lágu verði og er vöruhúsið hann- að að þeirri fyrirmynd. Stærð vöruhússins er u.þ.b. 1.000 fer- metrar. Verslunin 1928 er einnig á horni Laugavegs og Klapparstígs og hefur verið rekið í 9 ár. Vöru- húsið er rekið af sömu aðilum með öðruvísi áherslum þ.e. meira vöruúrval og lægri verð sem byggist á því að fyrirtækið er með verktaka til að framleiða vöru í Asíu sem jafnframt er dreift til annarra viðskiptavina til end- ursölu á Íslandi og í Danmörku. 1928 vöruhús getur einnig boðið upp á sérpantanir og tilboð í ein- stakar vörusendingar sem ekki eru alla jafnan á boðstólum í vöruhúsinu, segir í fréttatilkynn- ingu. 1928 vöruhúss er opið frá kl. 13–18 alla virka daga. 1928 vöruhús opnað í Kópavogi ALLIR skólar á háskólastigi halda sameiginlega kynningu á námsfram- boði sínu sunnudaginn 14. mars kl. 11–17, á svæði Háskóla Íslands, í fimm byggingum. Alls taka tíu skólar þátt í kynningunni, Háskólinn á Ak- ureyri, Háskóli Íslands, Háskólinn í Reykjavík, Hólaskóli – háskólinn á Hólum, Kennaraháskóli Íslands, Landbúnaðarháskólinn á Hvanneyri, Listaháskóli Íslands, Tækniháskóli Íslands,Viðskiptaháskólinn á Bifröst og Garðyrkjuskólinn. Kynning háskólanna hefur verið árviss viðburður um árabil og er hún fyrst og fremst hugsuð sem þjónusta við tilvonandi nemendur, sem þannig geta á einum stað nálgast upplýsingar um alla þá möguleika sem í boði eru. Kennarar og nemendur verða á staðnum, ásamt námsráðgjöfum, þannig að þetta er einstakt tækifæri til þess að fá greið svör frá fyrstu hendi um nám og námsleiðir. Kynningin fer fram í Aðalbygg- ingu, Lögbergi, Odda, Norræna hús- inu og Öskju, náttúrufræðahúsi HÍ. Nánari upplýsingar um kynn- inguna, skólana sem að henni standa og námsframboð háskólanna má finna á vefsíðunni http://www.haskol- ar.is/ Allir háskólar landsins kynna námsframboð sitt Námsstefna Félag náms– og starfsráðgjafa í samvinnu við Evr- ópumiðstöð náms– og starfs- ráðgjafar heldur námsstefnu, undir heitinu „Making a Bigger Diffe- rence“. Námsstefnan fer fram á Grand hót- el, í dag, föstudaginn 12. mars kl. 9–17 og á morgun, laugardaginn 13. mars kl. 10–16.15. Á námsstefnunni er lögð áhersla á að náms- og starfsráðgjafar meti eigin færni- þætti í starfi, gæði þjónustunnar og skilgreini faglega og persónulega hæfni. Aðalfyrirlesari verður Lynne Bez- anson, framkvæmdastjóri Canadian Career Development Foundation (CCDF) og meðlimur The National Steering Committee for the Can- adian Standards and Guidelines for Career Practitioners. Þá mun Guð- björg Vilhjálmsdóttir flytja erindi undir spurningunni „Hvernig auka rannsóknir gæði í náms- og starfs- ráðgjöf?“ Á námstefnunni verða starfandi vinnuhópar sem munu taka fyrir þau efni sem rædd verða og kynna þeir niðurstöður. Fyrirlestur um samvinnu sveitar- félaga í dag, föstudag kl. 12.05– 13.15 í Odda stofu 101. Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands stendur fyrir opn- um fyrirlestri um samvinnu sveita- félaga í tilefni af meistarapróf- sritgerð Róberts Ragnarssonar um efnið. Róbert hefur lokið BA og MA-prófi í stjórnmálafræði frá Há- skóla Íslands. Hluta námsins tók hann við Háskólann í Árósum þar sem hann sérhæfði sig í sveit- arstjórnarmálum. Hann er verkefn- isstjóri átaks félagsmálaráðherra til eflingar sveitarstjórnarstigsins. Í inngangserindi mun Róbert kynna niðurstöður rannsóknar sinnar á samvinnu sveitarfélaga á Íslandi. Hann fer ennfremur yfir reynslu Finna af samstarfi sveitar- félaga o.fl. Að loknu erindinu mun Jón Gauti Jónsson viðskiptafræð- ingur og ráðgjafi hjá ParX- viðskiptaráðgjöf IBM fjalla um nið- urstöður Róberts. Fundarstjóri verður Gunnar Helgi Kristinsson prófessor. Fyrirlestur hjá Líffræðistofnun verður í dag, föstudaginn 12. mars kl. 12.20, í stofu 132, Náttúrufræði- húsi Háskólans. Erindi heldur Sig- ríður Valgeirsdóttir. Í fyrirlestrinum verður fjallað al- mennt um DNA örflögur og notk- unarsvið þeirra. Einnig verður sagt frá starfsemi Nimblegen Systems, en fyrirtækið sérhæfir sig í rann- sóknum og smíði á DNA örflögum og framkvæmir þjónusturann- sóknir á þessu sviði. Málfundur í tengslum við sósíal- íska verkalýðsblaðið Militant, föstudaginn 12. mars, ber yf- irskriftina: Haití, uppreisn hægri- sinna, Venezúela, vörn fyrir full- veldið. Fjallað verður um hvers vegna það sem er að gerast á Haití og Venezúela er svo ólíkt og hvað er í húfi fyrir vinnandi fólk í þess- um löndum. Fundurinn hefst kl. 19.30 í Path- finder-bóksölunni, Skólavörðustíg 6b, Reykjavík (gengið inn sundið og aftur fyrir húsið). Í DAG Málþing um japanskt mál og menningarfærni Heimspekideild H.Í., Íslensk-japanska félagið og Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur, í samvinnu við sendiráð Japans á Íslandi og Scandinavia-Japan Sasakawa Foundation, standa fyrir málþingi um japanskt mál og menningarfærni. Málþingið verður á morgun, laugardaginn 13. mars kl. 14, í stofu 101 í Odda. Að mál- þingi loknu verða veitingar í boði japanska sendiráðsins. Dagskráin fer fram á ensku. Markmiðið með málþinginu er tví- þætt: í fyrsta lagi að beina sjónum að tengslum tungumáls og menn- ingarinnar í víðari skilningi. Í öðru lagi að styðja við og efla nám í jap- önsku máli og menningu sem hófst við Heimspekideild H.Í. haustið 2003. Keppnispör úr dansskóla Jóns Péturs og Köru halda danssýn- ingu á morgun, laugardaginn 13 mars kl. 13.30 í Ásgarði í Glæsibæ, Ásgarður er salurinn undir versl- unarmiðstöðinni. Pörin eru á aldr- inum 10 –16 ára og í hópnum eru m.a Norðurlandameistarar og Ís- landsmeistarar og hafa þau öll ver- ið eða eru að fara að keppa erlend- is á þessu dansári. Þau munu sýna standard dansa og latin. Aðalþjálf- arar þeirra eru danskennararnir Jón Pétur Úlfljótsson og Kara Arngrímsdóttir. Dansararnir bjóða upp á kaffi og meðlæti, og er aðgangseyrir 1.000 kr. fyrir fullorðna og 500 kr. fyrir börn 6–11 ára. Samfylkingin í Breiðholti fundar um skipulags- og samgöngumál Hverfafélag Samfylkingarinnar í Breiðholti í Reykjavík heldur fund á morgun, laugardag 13. mars kl. 12 í Félags- og þjónustumiðstöð- inni Árskógum 4 í Suður-Mjódd. Á fundinum verður fjallað um mál- efni hverfisins og borgarinnar í heild, með áherslu á skipulags- og samgöngumál á svæðinu. Frum- mælandi verður Steinunn Valdís Óskarsdóttir, formaður skipulags- og byggingarnefndar Reykjavíkur og borgarfulltrúi. Skólamálaþing Kennarasam- bands Íslands 2004 verður hald- ið á tveimur stöðum, á Hótel Loft- leiðum í Reykjavík laugardaginn 13. mars og í Menntaskólanum á Akureyri laugardaginn 20. mars. Yfirskrift þingsins er: „Breytt samfélag - Breyttur skóli“. Þingið er opið öllum félagsmönnum Kenn- arasambands Íslands og öðru áhugafólki um kennslu- og skóla- mál. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra flytur ávarp í upphafi þingsins á Hótel Loftleið- um. Aðalfyrirlesari verður Guðrún Pétursdóttir, félagsfræðingur. Efni fyrirlestrarins er: „Hvernig á að bregðast við margbreytileik- anum? Fjölmenningarleg menntun til góðs fyrir alla nemendur“. Á þinginu verður fjallað um fjöl- menningarlega kennsluhætti á öll- um skólastigum. Frestur til að skrá sig á skóla- málaþingið á Akureyri rennur út mánudaginn 15. mars. Sveitakeppni Grunnskóla í Kópavogi í skák verður á morg- un, laugardaginn 13. mars kl. 13. Teflt verður í félagsheimili Tafl- félags Kópavogs, Hamraborg 5 þriðju hæð. Teflt verður í yngri flokki fyrir nemendur 1.–7. bekkjar og eldri flokki fyrir nemendur 8.–10. bekkj- ar. Verðlaun eru í boði fyrir efstu sætin auk bókaverðlauna fyrir bestan árangur á hverju borði. Skráning fer fram í netfanginu hallib@mmedia.is og fer skráning fram í dag, föstudag. Á MORGUN

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.