Morgunblaðið - 12.03.2004, Qupperneq 51

Morgunblaðið - 12.03.2004, Qupperneq 51
N O N N I O G M A N N I I Y D D A • N M 1 1 5 5 0 • sia .is Flug og m ynd á næ stu le igu Skafmiði fylgir hverri mynd 100 stórborgarferðir! 100.000 vinningar! Nýkrýndir bikarmeistarar Gróttu í áhaldafimleikum og handknattleik. Meistaraflokkur kvenna bikarmeistari í áhaldafimleikum 28. febrúar 2004 5. þrep kvenna bikarmeistari í áhaldafimleikum 7. mars 2004 4. flokkur kvenna bikarmeistari í handknattleik 29. febrúar 2004 2. flokkur kvenna bikarmeistari í handknattleik 29. febrúar 2004 Æskulýðs- og íþróttaráð Seltjarnarness Til hamingju stúlkur MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. MARS 2004 51 FRÉTTIR OPNAÐ hefur verið 1928 vöruhús að Auðbrekku 1 Kópavogi (á horni Auðbrekku og Skelja- brekku) þar sem á boðstólum eru húsgögn, gjafavörur, vefn- aðarvara o.fl. Markmið vöruhúss- ins er að bjóða fallegar vörur á lágu verði og er vöruhúsið hann- að að þeirri fyrirmynd. Stærð vöruhússins er u.þ.b. 1.000 fer- metrar. Verslunin 1928 er einnig á horni Laugavegs og Klapparstígs og hefur verið rekið í 9 ár. Vöru- húsið er rekið af sömu aðilum með öðruvísi áherslum þ.e. meira vöruúrval og lægri verð sem byggist á því að fyrirtækið er með verktaka til að framleiða vöru í Asíu sem jafnframt er dreift til annarra viðskiptavina til end- ursölu á Íslandi og í Danmörku. 1928 vöruhús getur einnig boðið upp á sérpantanir og tilboð í ein- stakar vörusendingar sem ekki eru alla jafnan á boðstólum í vöruhúsinu, segir í fréttatilkynn- ingu. 1928 vöruhúss er opið frá kl. 13–18 alla virka daga. 1928 vöruhús opnað í Kópavogi ALLIR skólar á háskólastigi halda sameiginlega kynningu á námsfram- boði sínu sunnudaginn 14. mars kl. 11–17, á svæði Háskóla Íslands, í fimm byggingum. Alls taka tíu skólar þátt í kynningunni, Háskólinn á Ak- ureyri, Háskóli Íslands, Háskólinn í Reykjavík, Hólaskóli – háskólinn á Hólum, Kennaraháskóli Íslands, Landbúnaðarháskólinn á Hvanneyri, Listaháskóli Íslands, Tækniháskóli Íslands,Viðskiptaháskólinn á Bifröst og Garðyrkjuskólinn. Kynning háskólanna hefur verið árviss viðburður um árabil og er hún fyrst og fremst hugsuð sem þjónusta við tilvonandi nemendur, sem þannig geta á einum stað nálgast upplýsingar um alla þá möguleika sem í boði eru. Kennarar og nemendur verða á staðnum, ásamt námsráðgjöfum, þannig að þetta er einstakt tækifæri til þess að fá greið svör frá fyrstu hendi um nám og námsleiðir. Kynningin fer fram í Aðalbygg- ingu, Lögbergi, Odda, Norræna hús- inu og Öskju, náttúrufræðahúsi HÍ. Nánari upplýsingar um kynn- inguna, skólana sem að henni standa og námsframboð háskólanna má finna á vefsíðunni http://www.haskol- ar.is/ Allir háskólar landsins kynna námsframboð sitt Námsstefna Félag náms– og starfsráðgjafa í samvinnu við Evr- ópumiðstöð náms– og starfs- ráðgjafar heldur námsstefnu, undir heitinu „Making a Bigger Diffe- rence“. Námsstefnan fer fram á Grand hót- el, í dag, föstudaginn 12. mars kl. 9–17 og á morgun, laugardaginn 13. mars kl. 10–16.15. Á námsstefnunni er lögð áhersla á að náms- og starfsráðgjafar meti eigin færni- þætti í starfi, gæði þjónustunnar og skilgreini faglega og persónulega hæfni. Aðalfyrirlesari verður Lynne Bez- anson, framkvæmdastjóri Canadian Career Development Foundation (CCDF) og meðlimur The National Steering Committee for the Can- adian Standards and Guidelines for Career Practitioners. Þá mun Guð- björg Vilhjálmsdóttir flytja erindi undir spurningunni „Hvernig auka rannsóknir gæði í náms- og starfs- ráðgjöf?“ Á námstefnunni verða starfandi vinnuhópar sem munu taka fyrir þau efni sem rædd verða og kynna þeir niðurstöður. Fyrirlestur um samvinnu sveitar- félaga í dag, föstudag kl. 12.05– 13.15 í Odda stofu 101. Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands stendur fyrir opn- um fyrirlestri um samvinnu sveita- félaga í tilefni af meistarapróf- sritgerð Róberts Ragnarssonar um efnið. Róbert hefur lokið BA og MA-prófi í stjórnmálafræði frá Há- skóla Íslands. Hluta námsins tók hann við Háskólann í Árósum þar sem hann sérhæfði sig í sveit- arstjórnarmálum. Hann er verkefn- isstjóri átaks félagsmálaráðherra til eflingar sveitarstjórnarstigsins. Í inngangserindi mun Róbert kynna niðurstöður rannsóknar sinnar á samvinnu sveitarfélaga á Íslandi. Hann fer ennfremur yfir reynslu Finna af samstarfi sveitar- félaga o.fl. Að loknu erindinu mun Jón Gauti Jónsson viðskiptafræð- ingur og ráðgjafi hjá ParX- viðskiptaráðgjöf IBM fjalla um nið- urstöður Róberts. Fundarstjóri verður Gunnar Helgi Kristinsson prófessor. Fyrirlestur hjá Líffræðistofnun verður í dag, föstudaginn 12. mars kl. 12.20, í stofu 132, Náttúrufræði- húsi Háskólans. Erindi heldur Sig- ríður Valgeirsdóttir. Í fyrirlestrinum verður fjallað al- mennt um DNA örflögur og notk- unarsvið þeirra. Einnig verður sagt frá starfsemi Nimblegen Systems, en fyrirtækið sérhæfir sig í rann- sóknum og smíði á DNA örflögum og framkvæmir þjónusturann- sóknir á þessu sviði. Málfundur í tengslum við sósíal- íska verkalýðsblaðið Militant, föstudaginn 12. mars, ber yf- irskriftina: Haití, uppreisn hægri- sinna, Venezúela, vörn fyrir full- veldið. Fjallað verður um hvers vegna það sem er að gerast á Haití og Venezúela er svo ólíkt og hvað er í húfi fyrir vinnandi fólk í þess- um löndum. Fundurinn hefst kl. 19.30 í Path- finder-bóksölunni, Skólavörðustíg 6b, Reykjavík (gengið inn sundið og aftur fyrir húsið). Í DAG Málþing um japanskt mál og menningarfærni Heimspekideild H.Í., Íslensk-japanska félagið og Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur, í samvinnu við sendiráð Japans á Íslandi og Scandinavia-Japan Sasakawa Foundation, standa fyrir málþingi um japanskt mál og menningarfærni. Málþingið verður á morgun, laugardaginn 13. mars kl. 14, í stofu 101 í Odda. Að mál- þingi loknu verða veitingar í boði japanska sendiráðsins. Dagskráin fer fram á ensku. Markmiðið með málþinginu er tví- þætt: í fyrsta lagi að beina sjónum að tengslum tungumáls og menn- ingarinnar í víðari skilningi. Í öðru lagi að styðja við og efla nám í jap- önsku máli og menningu sem hófst við Heimspekideild H.Í. haustið 2003. Keppnispör úr dansskóla Jóns Péturs og Köru halda danssýn- ingu á morgun, laugardaginn 13 mars kl. 13.30 í Ásgarði í Glæsibæ, Ásgarður er salurinn undir versl- unarmiðstöðinni. Pörin eru á aldr- inum 10 –16 ára og í hópnum eru m.a Norðurlandameistarar og Ís- landsmeistarar og hafa þau öll ver- ið eða eru að fara að keppa erlend- is á þessu dansári. Þau munu sýna standard dansa og latin. Aðalþjálf- arar þeirra eru danskennararnir Jón Pétur Úlfljótsson og Kara Arngrímsdóttir. Dansararnir bjóða upp á kaffi og meðlæti, og er aðgangseyrir 1.000 kr. fyrir fullorðna og 500 kr. fyrir börn 6–11 ára. Samfylkingin í Breiðholti fundar um skipulags- og samgöngumál Hverfafélag Samfylkingarinnar í Breiðholti í Reykjavík heldur fund á morgun, laugardag 13. mars kl. 12 í Félags- og þjónustumiðstöð- inni Árskógum 4 í Suður-Mjódd. Á fundinum verður fjallað um mál- efni hverfisins og borgarinnar í heild, með áherslu á skipulags- og samgöngumál á svæðinu. Frum- mælandi verður Steinunn Valdís Óskarsdóttir, formaður skipulags- og byggingarnefndar Reykjavíkur og borgarfulltrúi. Skólamálaþing Kennarasam- bands Íslands 2004 verður hald- ið á tveimur stöðum, á Hótel Loft- leiðum í Reykjavík laugardaginn 13. mars og í Menntaskólanum á Akureyri laugardaginn 20. mars. Yfirskrift þingsins er: „Breytt samfélag - Breyttur skóli“. Þingið er opið öllum félagsmönnum Kenn- arasambands Íslands og öðru áhugafólki um kennslu- og skóla- mál. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra flytur ávarp í upphafi þingsins á Hótel Loftleið- um. Aðalfyrirlesari verður Guðrún Pétursdóttir, félagsfræðingur. Efni fyrirlestrarins er: „Hvernig á að bregðast við margbreytileik- anum? Fjölmenningarleg menntun til góðs fyrir alla nemendur“. Á þinginu verður fjallað um fjöl- menningarlega kennsluhætti á öll- um skólastigum. Frestur til að skrá sig á skóla- málaþingið á Akureyri rennur út mánudaginn 15. mars. Sveitakeppni Grunnskóla í Kópavogi í skák verður á morg- un, laugardaginn 13. mars kl. 13. Teflt verður í félagsheimili Tafl- félags Kópavogs, Hamraborg 5 þriðju hæð. Teflt verður í yngri flokki fyrir nemendur 1.–7. bekkjar og eldri flokki fyrir nemendur 8.–10. bekkj- ar. Verðlaun eru í boði fyrir efstu sætin auk bókaverðlauna fyrir bestan árangur á hverju borði. Skráning fer fram í netfanginu hallib@mmedia.is og fer skráning fram í dag, föstudag. Á MORGUN
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.