Morgunblaðið - 28.03.2004, Page 12

Morgunblaðið - 28.03.2004, Page 12
12 SUNNUDAGUR 28. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ É g heyrði af því að verið væri að setja upp leikrit eftir mig á Ís- landi,“ segir leikskáldið Lee Hall glaðlega, sem þáði boð um að koma til landsins og sækja hátíð- arsýningu á Eldað með Elvis í Samkomuhúsinu á Akureyri 7. apríl í boði Menningarfélagsins Eilífs og Leikfélags Akureyrar. Tilnefndur til Óskarsverðlauna Lee Hall er fæddur árið 1966 og kunn- astur fyrir að skrifa handrit að kvikmynd- inni Billy Elliott, en hann var tilnefndur til óskarsverðlauna fyrir handritið. Hann segist hafa komið til Íslands eitt sumar sem krakki. Í þeirri reisu lá leiðin líka til Ak- ureyrar. Þá dvaldi hann við Mývatn og fór upp að Kröflu og skoðaði nýju hraunstraum- ana sem þaðan runnu í eldsumbrotunum á áttunda áratugnum. „Kennari í skólanum hafði mikinn áhuga á jarðfræði,“ segir Lee Hall. „Hann og vinir hans ákváðu að fara til Íslands og sögðu að það væri rúm fyrir tvo til þrjá krakka úr skólanum. Ég notaði vasapeningana mína til að komast með. Mér leið ósköp vel þarna, al- veg eins og heima hjá mér. En ég hef aldrei komið til Reykjavíkur og hlakka til að skoða borgina.“ Af verkafólki kominn Lee Hall fæddist í Newcastle nyrst á Englandi við landamærin að Skotlandi. Hann hefur alla tíð haft mikinn áhuga á leik- húsi og starfaði með áhugaleikhópum sem krakki. Í háskóla lagði hann stund á ensku í Cambridge, en féll ekki alveg í hópinn, þar sem hann var að norðan og átti ekki til auð- ugra að telja. En þar byrjaði hann að skrifa fyrir alvöru og flest leikrita hans eru um líf- ið í Newcastle. „Ég er kominn af verkafólki og ólst upp í sama umhverfi og Billy Ell- iott,“ segir hann. Þurftirðu að vera góður dansari til að skrifa sögu eins og Billy Elliott? „Ég er skelfilegur dansari. Enska orða- tiltækið um tvo vinstri fætur á mjög vel við um mig. Ég vildi óska að ég gæti dansað. Sagan er engu að síður að hluta til byggð á æsku minni. Dansinn er myndlíking fyrir skriftirnar. Ég var sífellt að skrifa ljóð og lesa bækur og var því utanveltu. Ég vildi hafa eitthvað sjónrænt í handritinu, sem væri táknrænt fyrir þessa reynslu – að vera framandi á heimaslóðum.“ Söngleikur með Elton John Hvernig upplifun var það? „Það var mjög erfitt vegna þess að ég hafði ekki sömu áhugamál og vinir mínir og fjölskylda. Eftir að ég náði að hasla mér völl sem rithöfundur hef ég hins vegar fundið að draumar fólksins á mínum heimaslóðum eru að vissu leyti að rætast í mér. Það er gott að geta skilað list aftur til samfélagsins um tog- streituna við að sinna listinni í upphafi.“ Þannig að þú veitir mörgum Billy Elliott innblástur. „Ég er að skrifa söngleik með Elton John sem byggður er á Billy Elliott og verður frumsýndur í Newcastle í haust. Það verður sviðsverk og ég vonast til að þar verði marg- ur Billy Elliott. Í því skyni settum við á fót skóla í Newcastle fyrir drengi með dans- og sönghæfileika. Söngleikurinn verður síðan settur upp í London snemma á næsta ári. Og Íslandi eftir það. „Auðvitað,“ segir hann og hlær. Kom þér á óvart hversu góðar viðtökur myndin fékk? „Já, ég hélt að þetta yrði bara lítil mynd. Ég bjóst heldur ekki við að bakgrunnur sög- unnar ætti eftir að falla svona vel í kramið, hvorki verkfallið 1984 né dansinn. Ég hélt að hvorugt ætti nokkra skírskotun hjá almenn- ingi. Þess vegna varð ég furðu lostinn þegar í ljós kom að þetta reyndist helsti styrkleiki myndarinnar.“ Mótmæli við leikhúsið Hvert sækirðu efniviðinn í leikritið Eldað með Elvis? „Það er byggt á sannri sögu af nágrönn- um foreldra minna. Mér fannst sagan alltaf mjög bundin æskuslóðum mínum í New- castle. Þess vegna varð ég undrandi þegar leikritið var sett upp víðsvegar um heiminn og á Íslandi, sem er mjög frábrugðið minni heimaborg.“ Ekki datt mér í hug að þetta leikrit, af öll- um, væri byggt á sannri sögu! „Það hefur komið mörgum á óvart að það sé byggt á staðreyndum,“ segir Lee Hall og hlær. „Annað sem er athyglisvert er að tón- list er gjarnan þungamiðjan í leikritum mín- um. Í Eldað með Elvis dansar Elvis- eftirherma og syngur á sviðinu. Sú hlið á leikritunum er hvorki bundin menningu né tungumáli; fólk um allan heim hrífst með tónlist og dansi.“ Hvernig var leikritinu tekið í Bretlandi? „Mjög vel. Fyrst var það sett upp í litlu leikhúsi í Newcastle. Síðan var það sýnt í Edinborg og uppselt vikum saman og loks var það sett upp á West End í London, þar sem það var lengi á fjölunum. Síðan hefur það farið víða, m.a. í kynlífsleikhús í Amst- erdam, þar sem leikritið var flutt allan dag- inn með opinskáu kynlífi. Sem betur fer sá ég það ekki. En Eldað með Elvis er mjög áleitið leikrit, segðu mér, hvernig viðtökur fékk það hjá Íslendingum?“ Það hefur fengið góðar viðtökur, bæði hjá gagnrýnendum og áhorfendum. „Þegar leikritið var sýnt í Newcastle og Scotlandi, þá hneykslaði það engan; fólk skildi kímnina,“ segir Lee Hall. „Í London olli það hins vegar hneykslan hjá fámennum hópi, sem stóð fyrir utan leikhúsið með mót- mælaspjöld.“ Það er ekki auðvelt að hneyksla Íslend- inga; ætli það sé ekki írski uppruninn … „Já, auðvitað. Ég lít á sjálfan mig sem andlegan norðanmann og vonast til að við deilum því.“ Með bunka af handritum Mér skilst það standi til að setja upp leik- ritið „Spoonface Steinberg“ hjá Leikfélagi Akureyrar. Getur þú sagt mér frá því leik- riti? „Það er ljóðrænt leikrit sem upphaflega var samið fyrir útvarp og síðar sett upp á West End í London. Það fjallar um ein- hverfa stúlku, sem uppgötvar að hún er að deyja. Þetta er innri fantasía um líf hennar. Enn og aftur hélt ég að sagan vekti ekki áhuga fólks, því hún væri á svo persónu- legum nótum. En þegar leikritið var flutt í útvarpinu, þá vakti það gífurleg viðbrögð. Það var endurflutt viku síðar, sýnt í sjón- varpi, sett á svið í Bretlandi og einnig í Bandaríkjunum. Það kom mér alveg í opna skjöldu, að þetta leikrit um öðruvísi barn ýtti svona við ímyndunarafli fólks. Ég er mjög ánægður með að það snerti fólk tilfinn- ingalega og glaður yfir því að það eigi að sýna leikritið á Íslandi.“ En þú ert sem sagt að vinna að söng- leiknum Billy Elliott með Elton John um þessar mundir? „Já, söngleikurinn er ansi ólíkur mynd- inni. Þar verða 16 til 17 lög eftir Elton John, sem eru í anda þjóðlagatónlistar frá Norður- Englandi. Þau eru mjög frábrugðin annarri tónlist sem hann hefur samið. Ég hef unnið að þessu í nokkur ár og held það sé orðið tilbúið fyrir almenning. Það tekur mjög langan tíma að gera þennan söngleik út af börnunum, sem eru mjög ung og þurfa að syngja, dansa og leika. Æfingar eru byrj- aðar með þeim fyrir haustið.“ Ætlarðu að halda þig við leikhúsið eða flytja þig um set yfir í kvikmyndir? „Ég er að vinna að nokkrum kvikmyndum, en þær taka svo langan tíma. Ég er með bunka af handritum sem bíða framleiðslu, því það er svo tímafrekt að afla fjármuna. Þar á meðal er handrit um Júrí Gagarín, sem ég vona að verði mín næsta mynd. Þetta er langt og lýjandi ferli. Þess vegna kann ég svo vel við leikhúsið. Þar er allt auðveldara, gengur fljótar fyrir sig og maður er við- staddur þegar það gerist. Svo nærist maður á viðbrögðunum sem maður skapar sjálfur.“ Jamie Bell í hlutverki sínu í myndinni Billy Elliott, sem leikstýrt var af Stephen Daldry. Morgunblaðið/Eggert Friðrik Friðriksson og Steinn Ármann Magn- ússon í hlutverkum sínum í Eldað með Elvis. Innblástur fyrir margan Billy Elliott pebl@mbl Eflaust grunaði engan sem mætti litlum pjakki við Kröflu í byrjun áttunda áratugarins að það yrði síðar eitt helsta leikskáld Englendinga, eins og síðar varð raunin. Pétur Blöndal ræðir við Lee Hall, sem samdi handrit að Billy Elliott, leikritið Eldað með Elvis og vinnur að söngleik með Elton John. Lee Hall nýtur lífsins á veitingastað á suðrænni sólarströnd. Leikararnir Álfrún Örnólfsdóttir og Steinn Ármann Magnú́sson í Eldað með Elvis. Leikritahöfundurinn Lee Hall með vígalega slöngu um háls sér í félagi við tuskubangsa.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.