Morgunblaðið - 28.03.2004, Síða 46
SKOÐUN
46 SUNNUDAGUR 28. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ
FRÁ ÁRAMÓTUM hefur um-
ræða um auðhringi og löggjöf gegn
auðhringum verið áberandi. Ber að
fagna þessari umræðu því fátt er
mikilvægara í lýðræðisþjóðfélagi
en frelsi og jöfn tækifæri allra í
fjölbreyttu atvinnulífi.
Nýja og gamla
hagkerfið
Ef upphaf vestræns
markaðshagkerfis á
Íslandi er dagsett við
gildistöku samnings
EFTA-ríkja og aðild-
arríkja ESB um Evr-
ópska efnahagssvæðið
hér á landi 1. janúar
1994 má segja að að-
lögunarferli íslensks
efnahagslífs að hinu
nýja markaðshagkerfi
hafi lokið síðastliðið haust með
dauða Kolkrabbans 15. október
2003. Upphafið að endalokum þess
helmingaskiptahagkerfis sem hér
ríkti mismikið frá Kreppunni miklu
má segja að hafi byrjað með sölu
ríkisbankana til einkaaðila.
Hinu gamla hagkerfi hafði að
hluta til verið stjórnað í gegnum
ríkisbankana, ríkisrekna fjárfest-
ingarsjóði atvinnuveganna og aðrar
ríkisstofnanir sem sáu um að deila
út peningum til atvinnulífsins. Á
þessum tíma var aðgangur að fjár-
magni skammtaður. Í dag er því
öfugt farið. Ríkisbankarnir lutu
stjórn pólitískt skipaðra banka-
stjóra þar sem skilin milli póli-
tískra og viðskiptalegra sjónarmiða
voru oft óljós og runnu saman. Hið
sama gilti um stjórnir hinna rík-
isreknu og pólitískt skipuðu fjár-
málastofnana þaðan sem fjármagn
til uppbyggingar atvinnulífs og
framfaramála heima í héraði kom,
en samspil fjárútláta og fylgis réð
oft meiru en arður af fjárfesting-
unni. Sögulegar minjar um þetta
tímabil má enn finna í skiptingu
stjórnmálaflokkanna á banka-
stjórastólum Seðlabankans.
Sú spurning hlýtur að vakna
hver afstaða stjórnmálaflokks sem
berst fyrir frelsi einstaklingsins og
athafnafrelsi, og þar af leiðandi
frjálsum markaði, hafi verið gagn-
vart þessu gamla hagkerfi. Var
hann að berjast gegn kerfinu eða
var hann hluti af því?
Segja má að þetta gamla póli-
tíska hagkerfi hafi gegnsýrt allt
samfélagið hvort sem varðaði
verslun, fjölmiðla eða menningu.
Hluti þessa kerfis fólst í hinum
ævafornu skiptum valds og fylgis,
að vera í eða tilheyra ákveðnu liði
(stjórnmálaflokki) og ef aðstaðan
var góð að þiggja velgjörð á móti.
Vandamálið er að þessi skipti eru
andstæð markaðshagkerfi að vest-
rænni fyrirmynd, sem byggist á
frjálsri samkeppni og jöfnum tæki-
færum þegnanna til virkrar þátt-
töku í atvinnulífinu.
Um þennan tíma dettur manni
stundum í hug brandarinn um
manninn sem vildi heldur keyra
bensínlaus en að versla við
ákveðna bensínstöð þar sem hún
tilheyrði stjórnmálaflokki andstæð-
inganna. En kannski er þessi
brandari enn í dag enginn brand-
ari.
Peningavald og
stjórnvöld
Í umræðunni um auð-
hringi hefur Morg-
unblaðið (leiðari
31.12.) talað um að nú
geisi ný þjóðfélags-
átök í samfélaginu
sem í stórum dráttum
standi milli pen-
ingavalds og stjórn-
valda sem umboðs-
manns þjóðarinnar.
Ekki verður alveg
fallist á þessa skoðun
í ljósi þess að peningavald hefur
orðið afgerandi áhrif á stjórnmála-
baráttu hérlendis. Þótt stjórnvöld
séu handhafar almannavaldsins og
komi þannig fram sem umboðs-
menn þjóðarinnar er engan veginn
sjálfgefið að þau geri það í öllum
athöfnum sínum og alltaf.
Það kostar orðið mikla peninga
að koma boðskap stjórnmálaflokks
á framfæri á Íslandi í dag. Það á
ekki síst við í fjölmenninu hér á
höfuðborgarsvæðinu þar sem erfitt
getur verið að ná til hins breiða
hóps kjósenda. Í dag eru peningar
órjúfanlegur hluti kosningabaráttu
stjórnmálaflokka á Íslandi. Pen-
ingavald og stjórnvöld eiga því hér
samleið og er það í sjálfu sér ekk-
ert nýtt. Nákvæmlega sömu sjón-
armið eru fyrir því að upplýsa
hverjir greiði í kosningasjóði
stjórnmálaflokkanna og að upplýsa
almenning um eignarhald á fjöl-
miðlum. Almenningur vill vita, og á
rétt á því að vita, hver gerir boð-
skapnum fært að komast á fram-
færi og hverjum boðberinn er háð-
ur.
Peningar, í formi leyniframlaga í
kosningasjóði ákveðinna flokka, og
auglýsingarnar sem þeir greiddu
fyrir spiluðu stóran þátt og höfðu
að vissu leyti úrslitaáhrif í kosn-
ingabaráttunni síðastliðið vor. Vís-
indalegar rannsóknir og tal sunnan
úr Háskóla um að kjósendur séu
ekki heimskir breyta engu um
þessa staðreynd. Sama á við um
fjölmiðla og hefur því verið haldið
fram að fjölmiðlar hafi haft úr-
slitaáhrif í borgarstjórnarkosn-
ingum.
Lokað bókhald og leyniframlög
til stjórnmálaflokka hérlendis eru
svartur blettur á íslensku lýðræði
og merki um ógagnsæi og vissa
stöðnun íslensks stjórnmálalífs.
Sérstaklega ef tekið er mið af
þeirri miklu þróun sem orðið hefur
á öðrum sviðum samfélagsins á síð-
ustu árum, einkum í viðskipta- og
atvinnulífinu. Ef til vill eru stjórn-
mál í dag enn föst í hugsunarhætti
gamla pólitíska hagkerfisins? Ef
svo er þá eru þau bæði á eftir al-
menningi og atvinnulífi. Um-
ræðuna um auðhringi má skoða
sem viðbrögð stjórnvalda við nýju
peningavaldi, sem hefur ekki hefð-
bundin tengsl við ríkisstjórn-
arflokkana og er sprottið úr jarð-
vegi hins nýja hagkerfis óháð
stjórnvöldum.
Auðhringir
Hugtakið auðhringur er oft notað
æði frjálslega og án allrar skil-
greiningar í umræðunni síðast-
liðnar vikur. Almenningur hefur
hér í huga verslunarkeðjuna Baug
á matvöru- og smásölumarkaði og
eignarhald eins aðaleiganda Baugs,
Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, á
Fréttablaðinu og DV og nú síðast
Stöð 2. Tal um auðhringa og nauð-
syn á löggjöf gegn hringamyndun
ber óneitanlega keim af ótta við
Baugsveldið. Vandamálið er hins
vegar hvernig eigi að takmarka
stærð Baugs í verslun og eign-
arhald aðaleiganda Baugs á fjöl-
miðlum með almennum lögum
gegn auðhringum.
Um óljósa merkingu fyrirbær-
isins auðhrings var fjallað í grein í
Morgunblaðinu eftir Loft Ólafsson,
20. febrúar í fyrra, sem bar heitið
„Auðhringadrottnunarsaga“. Þar
segir eftirfarandi: „Það fer mis-
jöfnum sögum af auðhringum.
Reyndar virðist af ræðu og riti
ekki alltaf vera ljóst hvaða merk-
ingu beri að leggja í fyrirbærið, en
yfirbragðið ber það yfirleitt með
sér að um stór fyrirtæki sé að
ræða og/eða fyrirtæki sem teygja
arma sína víða.“ Óhætt er að taka
undir þessi ummæli, sérstaklega í
þeirri umræðu sem nú er uppi.
Erfitt er að átta sig á þessari
umræðu um lög gegn auðhringum
þar sem í sömu andrá er lítið
minnst á samkeppnislög. Ef með
auðhring er átt við einokunarhring
eða markaðsráðandi fyrirtæki sem
misnotar stöðu sína til að tak-
marka samkeppni þá heyrir það
undir samkeppnislög. Auðhringur
sem fyrirtækjasamsteypa (cong-
lomerate) er stórfyrirtæki sem er í
margvíslegum óskyldum rekstri.
Gott dæmi um fyrirtækjasamstæðu
úr íslensku atvinnulífi er gamla
Sambandið. Undanfarin ár hefur
verið í tísku í vestrænum við-
skiptaheimi að fyrirtæki helgi sig
svonefndri kjarnastarfsemi á sam-
keppnismarkaði og selji þá óskyld-
an rekstur. Fyrirtækjasamsteypa
sem, hugsanlega í skjóli einokunar
eða fákeppni, skilar óeðlilega mikl-
um hagnaði getur flutt þennan
hagnað sinn í taprekstur á öðru
sviði til að útrýma samkeppni og
sölsa þannig undir sig nýjan mark-
að. Slík starfsemi flokkast undir
ólöglegt undirboð og er því brot á
samkeppnisreglum. Hér verður til
eins konar snjóbolti sem á upptök
sín í misnotkun á markaðsráðandi
stöðu, fákeppni eða einokun. Auð-
hringaumræðuna má rekja til þess-
arar tegundar markaðshegðunar,
sem felst í flutningi hagnaðar
markaðsráðandi fyrirtækis yfir á
tap til að öðlast markaðsráðandi
stöðu á nýjum markaði og svo koll
af kolli. Sjálfstæðir rekstraraðilar
á markaðnum ýmist detta út af
honum eða geta ekki komið inn á
markaðinn þar sem þeir hafa ekki
forskot auðhringsins. Markaðurinn
lokast.
Sjálfstæðir fjölmiðlar
Varðandi sérstaka löggjöf um fjöl-
miðla má ímynda sér að banna eig-
endum dagblaða að eiga í sjón-
varps- eða útvarpsstöð eða
takmarka fjölda útvarps- og sjón-
varpsrása til einstakra aðila. Einn-
ig mætti banna stórum auglýs-
endum að eiga dagblað, en í ljósi
sögunnar á íslenskum dag-
blaðamarkaði er það hæpið.
Ekki er hægt að sjá að stærð
fyrirtækis á ákveðnum markaði
geti sem slík verið andstæð sam-
keppnislögum, sé hún fengin með
heiðarlegri samkeppni. Hins vegar
þegar stærð fyrirtækis og mark-
aðsráðandi stöðu er beitt til að
koma í veg fyrir samkeppni og
hamla nýjum aðilum innkomu á
sama markað er annað upp á ten-
ingnum. Það liggur djúpt í mann-
legu eðli að halda fengnum hlut.
Stærð Microsoft er ekki brot í
sjálfu sér, heldur getur hegðun
Microsoft í samkeppni við aðra fal-
ið í sér samkeppnisbrot. Aðal-
atriðið er að fyrirtæki misnoti ekki
markaðsráðandi stöðu sína gegn
öðrum til að koma í veg fyrir sam-
keppni eða reyni að kæfa nýja
samkeppni i fæðingu. Ágæt dæmi
héðan eru þegar Flugleiðir lækk-
uðu verð á sömu flugleiðum og Ice-
land Express hóf flug á og þegar
olíufélag lækkaði meira en annars
staðar bensínverð á stöð sinni rétt
hjá bensínstöð Atlantsolíu. Oft er
mjög óskýr og fín lína á milli þátt-
töku stórfyrirtækis í virkri sam-
keppni og brots á samkeppn-
isreglum; misnotkunar á
markaðsráðandi stöðu.
Erfitt er að sjá að stærð Baugs
á matvörumarkaði sé brot og erfitt
er að sjá að hægt sé að neyða fyr-
irtækið til að draga saman seglin
með sérstökum lögum gegn auð-
hringum (aðlögun). Ekki er heldur
hægt að sjá hvernig á að banna
einstaklingi sem á fyrirtæki sem er
í samkeppni á matvöru- og smá-
sölumarkaði að eiga annað sem er í
samkeppni á fjölmiðlamarkaði.
Annað mál er ef aðili notar hagnað
sinn og markaðsráðandi stöðu á
matvöru- og smásölumarkaði til að
byggja upp fjölmiðlaveldi.
Með Fréttablaðinu hefur komð
fram mikil nýjung á íslenskan dag-
blaðamarkað, sem er frítt dagblað
og frír dreifingarkostnaður fyrir
lesandann. Efnahagsleg gæði sem
áður þurfti að greiða fyrir eru nú
ókeypis. Miðað við að um ókeypis
dagblað er að ræða er Fréttablaðið
ótrúlega efnismikið og gott dag-
blað. Óþarfi er að fjalla um hið
meinta samsæri sem einhverjir les-
endur virðast sjá í þessu mest
lesna dagblaði landsins. Ef blaðið
er hins vegar ekki rekið á sjálf-
stæðum grundvelli þannig að það
beri sig og taprekstur er greiddur
af annarri starfssemi verður að líta
á það sem brot gegn frjálsri sam-
keppni á fjölmiðlamarkaði og aðför
að sjálfstæðri dagblaðaútgáfu í
landinu. Um það skal ekki fullyrt.
Evrópsk samkeppni
Í umræðunni um auðhringi hefur
ekki borið mikið á umræðu um
herta samkeppnislöggjöf eða öfl-
ugri eftirlitsstofnanir á sviði sam-
keppnisréttar og ekkert hefur ver-
ið minnst á reglur hins Evrópska
efnahagssvæðis á sviði samkeppni,
sem íslensk samkeppnislög eru
hluti af. Mun eðlilegra væri að sú
umræða sem nú fer fram undir
formerkjum vaxandi hringamynd-
unar í samfélaginu snerist um mik-
ilvægi þess að styrkja núverandi
samkeppnislög og Samkeppn-
isstofnun frekar en nauðsyn þess
að setja sérstök lög gegn auð-
hringum og auðhringamyndun.
Erfitt er að sjá að slík lög geti orð-
ið annað en hluti núverandi sam-
keppnislöggjafar.
Mikilvægt er að umræða fari
fram um þau sérstöku vandamál
sem felast í mikilli smæð hins ís-
lenska markaðssvæðis, sem og
kosti og galla þess. Einnig samspili
hins íslenska markaðar við Evr-
ópska efnahagssvæðið í heild.
Óskynsamleg lög geta haft þær af-
leiðingar að aðilar sem hagnast á
íslenskri atvinnustarfsemi sjái hag
sínum best borgið með því að
flytja hagnaðinn úr landi til fjár-
festingar erlendis í stað hérlendis.
Ef það gerist er vá fyrir dyrum í
samfélaginu. Slík hætta er raun-
veruleg ef sett eru lög sem fela í
sér minna atvinnufrelsi en er á
EES-svæðinu.
Erfitt er að sjá að nefnd sú sem
fengið hefur það hlutverk að fjalla
um auðhringi í samfélaginu og lög-
gjöf gegn auðhringum muni leggja
til að sett verði sérstök lög gegn
auðhringum. Líklegt er að lagt
verði til að samkeppnislög og Sam-
keppnisstofnun verði efld. Ef
þannig lög eru sett verða þau að
vera í samhengi við reglur Evr-
ópska efnahagssvæðisins, sem eru
reglur íslenska markaðarins.
Amerískur samkeppnisréttur
Ekki er hægt að varast þá tilfinn-
ingu að tilvísanir til Bandaríkjanna
í umræðunni um auðhringi und-
anfarið byggist á ákveðnum mis-
skilningi um ameríska löggjöf á
þessu sviði. Hugtakið „Antitrust“
er heiti yfir amerískan samkeppn-
isrétt en það heiti á sér fyrst og
fremst sögulegar skýringar. Lögin
sem kennd eru við John Sherman
öldungadeildarþingmann eru frá
1890 og er þeim stefnt gegn við-
skiptahegðun sem takmarkar sam-
keppni. Lögin urðu til á sínum
tíma fyrir almannaþrýsting en það
sama verður ekki sagt í dag um
umræðuna hér á landi um auð-
hringi. Þetta er mikilvægt atriði.
Við skulum rétt vona að ástandið í
íslensku samfélagi í dag sé ekki í
neinni líkingu við það sem var á
þessu tímabili í sögu Bandaríkj-
anna. Má nefna að fjöldinn allur af
stjórnmálamönnum þáði leyni-
greiðslur frá Rockefeller, sem var
einn af risunum í bandarísku við-
skiptalífi á þessum tíma.
Uppruna réttarins má rekja til
gífurlegra breytinga sem urðu í
bandarísku samfélagi um miðbik
19. aldar. Fyrir 1840 var ekki til
það sem kalla má stórfyrirtæki.
Með járnbrautunum urðu til fyrstu
stórfyrirtækin en áður höfðu
stærstu fyrirtækin verið text-
ílmyllur Nýja Englands. Járn-
brautirnar ásamt ritsímanum,
ódýrum kolum og öðrum tækni-
framförum umbyltu bandarísku
samfélagi. Til varð það sem kallað
er í dag efnahagslíf. Á þessum
tíma voru mönnum vel skiljanlegar
nokkrar einfaldar grundvall-
arreglur um samkeppni frá tímum
Adams Smiths. Það sama var ekki
hægt að segja um eðli og virkni
iðnvæðingar og samkeppni milli
fyrirtækja af þeirri stærðargráðu
sem nú framleiddu vörur og hrá-
efni í meira magni, fyrir fleira fólk
og stærri markaði en áður hafði
þekkst í sögunni.
Sherman-lögin eru, eins og þar
segir, til þess að verja viðskipti og
verslun gegn ólöglegum hömlum
og einokun. Lögin eru einungis
átta lagagreinar og eiga uppruna
sinn í engilsaxneskum venjurétti
eða dómaframkvæmd. Það var hins
vegar of mikil einföldun hjá
Sherman að segja að með lögunum
væri verið setja fram reglur venju-
réttarins sem giltu í Englandi og í
Bandaríkjunum. Það var ekki fyrr
en eftir aldamótin 1900, í forsetatíð
Theodores Roosevelts, sem farið
var að framfylgja lögunum af
krafti. Árið 1904 féllst hæstiréttur
Bandaríkjanna á að Northern Sec-
urities-fyrirtækið yrði leyst upp,
en það hafði verið stofnað, m.a. af
J.P. Morgan, til að koma í veg fyr-
ir samkeppni milli járnbraut-
arfélaga. Í forsetakosningunum
1912 voru auðhringir (trusts) að-
alkosningamálið og í kjölfarið, árið
1914, voru sett Clayton-lögin (sem
m.a. banna einokunarsamruna,
hömlur gegn valfrelsi kaupenda og
verðmismun) og Federal Trade
Commission-lögin. Fleiri lög hafa
fylgt í kjölfarið.
Amerískur samkeppnisréttur er
mjög þróað réttarsvið eins og flest
réttarsvið sem snúa að hinu kapít-
alíska markaðshagkerfi vestan
hafs. Samkeppniseftirlit er þar
mjög öflugt en það er í höndum
dómsmálaráðuneytisins, FTC,
Auðhringir, frjáls samkeppni
og hin fullkomna einokun
Eftir Eyjólf Ármannsson ’Það er vonandi rétt, aðÍslendingar séu ekki
þeirrar gerðar að þjóðin
hafi áhuga á að gerast
húskarlar hjá örfáum
einstaklingum. ‘
Eyjólfur Ármannsson
flísar
Stórhöfða 21, við Gullinbrú,
sími 545 5500.
www.flis.is netfang: flis@flis.is
Allt fyrir baðherbergið
Húsgögn
Ljós
Gjafavara
Mörkinni 3, sími 588 0640
www.casa.is
Opið mán.-fös. 11-18, lau. 11-15.