Morgunblaðið - 28.03.2004, Qupperneq 53
áður langt undir eftirspurn með til-
heyrandi afleiðingum fyrir foreldra
þeirra.
Í ofangreindri könnun kemur
einnig fram að 216 börn voru um-
fram leyfilegan fjölda hluta úr degi.
Í flestum tilfellum mátti rekja það til
skörunar hálfsdagsplássa þar sem
barn fyrir hádegi var t.d. í vistun frá
8–12.30 og barn sem átti pláss eftir
hádegi var mætt klukkan 12. Ekki er
heimild fyrir þessu og væri strangt
farið eftir lögunum mundu öll þessi
216 börn missa fóstru sína til við-
bótar við þau sem frá þurfa að
hverfa vegna nýrrar fjöldatakmörk-
unar.
Einu rökin sem gefin hafa verið
upp fyrir þessum breytingum eru
þau að svona sé þetta í Danmörku.
Ég vona að ekki sé einhvers staðar
verið að leggja drög að því að breyta
Íslandi í konungsríki á sömu for-
sendum. Hvergi nokkurs staðar hafa
komið fram staðreyndir um að 5.
barnið valdi meiri hættu á van-
rækslu, slysum eða dauða. Auðvitað
get ég vel skilið að höfundum drag-
anna hafi gengið gott eitt til með
þessari grein. Maður getur svo auð-
veldlega ímyndað sér að 4 börn njóti
betra atlætis einnar manneskju en 5.
En af hverju þá bara ekki að fækka
þeim enn frekar, aðeins það besta er
nógu gott fyrir börnin okkar. Væri
ekki æskilegast að börnin væru enn
færri, kannski bara 2? Ég held
reyndar að ekki sé sjálfgefið að
fækkun barna hafi nokkur jákvæð
áhrif, hvorki fyrir þau sjálf, foreldra
þeirra, sveitarfélögin né heldur dag-
mæðurnar. Ég er reyndar viss um
að félagsmálaráðherra getur fengið
það staðfest hjá starfsbróður sínum
úr 16 systkina hópnum í landbún-
aðarráðuneytinu.
Aðrir gallar á drögunum
Til viðbótar boðaðrar fækkunar
barna hjá dagmömmum, er gagn-
rýniverð sú breytingartillaga að ekki
megi reka þessa þjónustu í sérrými
dagmæðra sem ekki er hægt að
flokka sem heimahús. Þær dagmæð-
ur sem innréttað hafa húsnæði fyrir
starfsemi sína verða því að loka
starfsemi sinni. Einnig má gagnrýna
kvaðir um að leiksvæði barnanna
skuli að lágmarki vera 3 fermetrar
fyrir hvert barn og virðist sem gert
sé ráð fyrir að hvíldaraðstaða skuli
þá ekki reiknuð inn í það rými. Þær
dagmæður sem ekki búa yfir 12–15
fermetra leikherbergi fyrir utan
svefnaðstöðu geta því bara sent við-
skiptavini sína heim og fundið sér
nýja vinnu. Börn eru víst und-
anþegin reglunni góðu um að þröngt
megi sáttir sitja, er ekki bara hægt
að setja nálgunarbann fyrir hvert
þeirra svo þau hafi sem minnst sam-
skipti hvort við annað?
Ég vona að þær dagmæður sem fá
starfsleyfi skv. fyrirhugðum breyt-
ingum geti a.m.k. talið sér mán-
aðarlega 50–70 þúsund kr. af tekjum
sínum í húsaleigu þar sem að lág-
marki 2 herbergja íbúð þarf undir
starfsemina. Það er auðvelt að trúa
því að þær breytingar sem boðaðar
eru séu börnum til góða en hvorki
rök né tölulegar staðreyndir fylgja
þar máli. Það eina sem leiða má gild
rök fyrir er aukinn kostnaður hvort
sem hann nú lendir á sveitarfélögum
eða foreldrum, óhagræði við rekst-
urinn og fækkun starfstéttar sem í
dag er þó langt því frá að vera nógu
fjölmenn til að anna eftirspurn. Sem
foreldri set ég fram þá kröfu að gerð
verði viðhorfskönnun hjá foreldrum
sem eiga börn í vistun hjá dagmæðr-
um um þá þætti sem ágreiningur er
um áður en reglugerðin verður sett.
’Persónulega þætti méreðlilegt að dagmóðir
sem starfað hefur áfalla-
laust í nokkur ár öðlist
rétt til að gæta 6. barns-
ins allan daginn eða að
vild. ‘
Höfundur er vörustjóri íslenskra
bóka í Pennanum, Eymundsson og
bókabúðum Máls & menningar.
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. MARS 2004 53
TVÆR leiðir eru nú til skoðunar
varðandi þverun Kleppsvíkur; land-
mótunarleið, sem liggur hjá Húsa-
smiðjunni, og hábrú,
sem kemur niður hjá
Ikea. Leiðirnar þykja
sambærilegar og því
var ákveðið að fá mat á
umhverfisáhrifum
þessara tveggja leiða
sérstaklega þar sem
aðrir kostir þóttu ekki
jafn góðir. Enn liggur
ekki fyrir umhverf-
ismat á þessum leiðum
Sundabrautar, en
nauðsynlegt er að
skoða hvernig öryggi
og nýtingu þeirra
verður háttað. Dagur
B. Eggertsson segir í
Morgunblaðinu hinn
22.mars síðastliðinn að
Sundabraut sé komin
rækilega á dagskrá og
er þess því að vænta
að innan tíðar verði
loks tekin ákvörðun
um staðsetningu
Sundabrautarinnar og
er það vel.
Veðurfar hér á landi
er þannig að það er
ekki alltaf ákjósanlegt
að aka hvað þá hjóla
eða ganga á brú sem
er 60 metra yfir sjávarmáli þar sem
hún er hæst. Til samanburðar þá er
Hallgrímskirkjuturn 72 metrar og
13 hæða blokk er um 35 metrar. Það
kann vel að vera að við gleymum því
á góðum dögum hvernig veðrið get-
ur leikið okkur hér norður í Atlants-
hafi, en það er staðreynd að það er
oft leiðindaveður hér, rok, rigning,
hálka, slabb og svo mætti lengi telja.
Við viljum öll reyna að auka hlut-
fall þeirra sem fara hjólandi, skokk-
andi, á línuskautum, gangandi eða
með öðrum umhverfisvænum leiðum
um götur borgarinnar. Sundabraut-
in mun verða ein mesta samgöngu-
bót höfuðborgarsvæðisins í langan
tíma og því verður að líta til þess
hvernig hún nýtist þeim sem vilja, á
umhverfisvænan hátt, fara til og frá
vinnu eða annarra erinda.
Ég tel afar mikilvægt
að tekið verði sérstakt
tillit til öryggis og nýt-
ingarmöguleika þess-
ara leiða þegar ákvörð-
un um legu
brautarinnar verður
loks tekin. Auðvitað er
margt annað sem þarf
að taka mið af áður en
ákvörðun verður tekin.
Hvort umferðin komi
hjá Húsasmiðju eða
Ikea get ég ekki séð að
skipti öllu máli varð-
andi þann fjölda sem
mun kjósa að fara í átt
að miðbæ Reykjavíkur.
Starfsemi miðbæjarins
stendur ekki og fellur
með því hvort umferð
Sundabrautar kemur
að landi við Ikea eða
Húsasmiðjuna, þau rök
eru einfaldlega ekki
gild. Það sem skiptir
mestu máli varðandi
miðbæinn er það sem
þangað verður að sækja
og hvernig umferð-
armannvirkjum verður
háttað þegar umferðin
kemur inn á Sæbraut-
ina. Það er sérfræðinga okkar að út-
færa þá hlið málsins þannig að allir
geti vel við unað. Aðalatriðið í mín-
um huga er að brautin geti nýst
þeim sem vilja nota hana, jafnvel í
roki og rigningu. Innri leiðin, svo-
kölluð landmótunarleið, sem nú er til
skoðunar er miklu áhugaverðari að
þessu leyti.
Umhverfisvænir
vegfarendur eftir
Sundabraut
Jórunn Frímannsdóttir
fjallar um Sundabraut
Jórunn Frímannsdóttir
’Veðurfar hér álandi er þannig
að það er ekki
alltaf ákjós-
anlegt að aka
hvað þá hjóla
eða ganga á brú
sem er 60 metra
yfir sjávar-
máli.‘
Höfundur er varaborgarfulltrúi og
fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í um-
hverfis- og heilbrigðisnefnd.