Morgunblaðið - 14.05.2004, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 14.05.2004, Qupperneq 31
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. MAÍ 2004 31 Tónskóli Þjóðkirkjunnar Tvennir nemendatónleikar verða haldnir um helgina. Fyrri tónleik- arnir verða í Hallgrímskirkju kl.12 í dag. Nemendur Björns Steinars Sólbergsonar leika á orgel. Seinni tónleikarnir verða í Grensáskirkju kl. 12 á morgun, laugardag. Þar koma fram nemendur í orgelleik og söng. Tónlistarskóli Hafnarfjarðar, Hásalir Fyrstu vortónleikar Tónlistar- skóla Hafnarfjarðar verða á laug- ardag kl. 15. Kammersveita tónlist- arskólans flytur verk eftir H. Purcell, Vivaldi, Samuel Barber og J.S. Bach. Einleikarar eru Sveinn Þórarinsson á gítar, Huld Haf- steinsdóttir og Sigrún K. Jónsdóttir á fiðlur. Stjórnandi er Óliver Kent- ish. Tónleikar Kórsmiðjunnar verða á mánudag kl. 18. Nemendur smiðj- unnar og jafnframt yngstu nemend- ur skólans syngja og leika undir stjórn Brynhildar Auðbjargardótt- ur. Tónleikar framhaldsdeildar verða þriðjudaginn 18. maí kl. 20. Fram koma nemendur sem lengst eru komnir í námi. Vortónleikar grunndeildarinnar eru miðvikudag- inn 19. maí kl. 18 og tónleikar mið- deildar sama dag kl. 20. Almenni Músíkskólinn og Harmonikumiðstöðin Vortónleikar skólans verða haldn- ir í Ráðhúsi Reykjavíkur, verða kl. 14.30 á sunnudag. Í lokin leika Skæruliðarnir, 30 manna hljómsveit eldri nemenda Almenna músíkskól- ans, nokkur lög. Í kjölfarið, kl. 16 verða harmonikutónleikar. Þar koma fram margir af kunnustu harmonikuleikurum landsins, þeirra á meðal Jóna Einarsdóttir, Örvar Kristjáns, Garðar Olgeirsson, Sveinn Rúnar Björnsson og syst- urnar Ása og Hekla Eiríksdætur. Ungir harmonikuleikarar Harmonikunemendur úr tónlist- arskólum landsins haldið í landsmót með tónleikum í félagsheimilinu Ár- garði í Skagafirða á laugardag. Tón- leikarnir hefjast kl. 15. Það er Fé- lag harmónikuunnenda í Skagafirði og Samband íslenskra harmóniku- unnenda sem standa að lands- mótinu. Tónlistarnemar leggja boga á streng. Nemenda- tónleikar Þjóðleikhúsið kl. 19 Aukasýning á Sorgin klæðir Elektru eftir Eugene ÓNeill. Þetta er allra síðasta sýning. Í DAG Háteigskirkja kl. 14 Kamm- ertónleikar verða haldnir á vegum Tónlistarskólans í Reykjavík. Yngri strengjasveit skólans leikur undir stjórn Sigurgeirs Agnarssonar og flautukvartett, klarínettukór og málmblásarasveitir flytja nokkur verk.  Sjá einnig Staður og stund á mbl.is Á MORGUN FIMM af nemendum Söngskólans í Reykjavík ljúka í vor framhaldsprófi í einsöng og jafnframt alþjóðlegu 8. stigs prófi The Associated Board of The Royal Schools of Music í London. Þetta eru fyrstu nemend- urnir sem ljúka framhaldsprófi frá Söngskólanum, skv. nýrri námskrá menntamálaráðuneytisins í ein- söng. Prófi telst þó ekki lokið fyrr en nemendur hafa haldið tónleika og eru því framundan einsöngs- tónleikar, lokaáfangi prófsins, í tónleikasal Söngskól- ans, Snorrabúð, Snorrabraut 54. Í kvöld kl. 20 flytja Ásgeir Páll Ágústsson baríton og Þorvaldur Þorvalds- son bass-baríton íslensk og erlend sönglög, söngva úr söngleikjum og óperuaríur, auk þess að syngja saman nokkra „Glúnta“. Miðvikudaginn 19. maí kl. 20 syngja Svafa Þórhallsdóttir sópran, Dóra Steinunn Ármanns- dóttir mezzó-sópran og Jón Leifsson baríton úrval ís- lenskra og erlendra sönglaga, þ.m. er frumflutningur á einsöngslagi eftir einn nemenda skólans, Dagbjörtu Jónsdóttur. Einnig verða fluttar aríur, dúettar og tríó. Útskriftarnemar Söngskólans í Reykjavík. F.v. Ásgeir Páll, Svafa, Jón, Dóra Steinunn og Þorvaldur. Próf og tónleikar Söngskólans
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.