Morgunblaðið - 14.05.2004, Side 31

Morgunblaðið - 14.05.2004, Side 31
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. MAÍ 2004 31 Tónskóli Þjóðkirkjunnar Tvennir nemendatónleikar verða haldnir um helgina. Fyrri tónleik- arnir verða í Hallgrímskirkju kl.12 í dag. Nemendur Björns Steinars Sólbergsonar leika á orgel. Seinni tónleikarnir verða í Grensáskirkju kl. 12 á morgun, laugardag. Þar koma fram nemendur í orgelleik og söng. Tónlistarskóli Hafnarfjarðar, Hásalir Fyrstu vortónleikar Tónlistar- skóla Hafnarfjarðar verða á laug- ardag kl. 15. Kammersveita tónlist- arskólans flytur verk eftir H. Purcell, Vivaldi, Samuel Barber og J.S. Bach. Einleikarar eru Sveinn Þórarinsson á gítar, Huld Haf- steinsdóttir og Sigrún K. Jónsdóttir á fiðlur. Stjórnandi er Óliver Kent- ish. Tónleikar Kórsmiðjunnar verða á mánudag kl. 18. Nemendur smiðj- unnar og jafnframt yngstu nemend- ur skólans syngja og leika undir stjórn Brynhildar Auðbjargardótt- ur. Tónleikar framhaldsdeildar verða þriðjudaginn 18. maí kl. 20. Fram koma nemendur sem lengst eru komnir í námi. Vortónleikar grunndeildarinnar eru miðvikudag- inn 19. maí kl. 18 og tónleikar mið- deildar sama dag kl. 20. Almenni Músíkskólinn og Harmonikumiðstöðin Vortónleikar skólans verða haldn- ir í Ráðhúsi Reykjavíkur, verða kl. 14.30 á sunnudag. Í lokin leika Skæruliðarnir, 30 manna hljómsveit eldri nemenda Almenna músíkskól- ans, nokkur lög. Í kjölfarið, kl. 16 verða harmonikutónleikar. Þar koma fram margir af kunnustu harmonikuleikurum landsins, þeirra á meðal Jóna Einarsdóttir, Örvar Kristjáns, Garðar Olgeirsson, Sveinn Rúnar Björnsson og syst- urnar Ása og Hekla Eiríksdætur. Ungir harmonikuleikarar Harmonikunemendur úr tónlist- arskólum landsins haldið í landsmót með tónleikum í félagsheimilinu Ár- garði í Skagafirða á laugardag. Tón- leikarnir hefjast kl. 15. Það er Fé- lag harmónikuunnenda í Skagafirði og Samband íslenskra harmóniku- unnenda sem standa að lands- mótinu. Tónlistarnemar leggja boga á streng. Nemenda- tónleikar Þjóðleikhúsið kl. 19 Aukasýning á Sorgin klæðir Elektru eftir Eugene ÓNeill. Þetta er allra síðasta sýning. Í DAG Háteigskirkja kl. 14 Kamm- ertónleikar verða haldnir á vegum Tónlistarskólans í Reykjavík. Yngri strengjasveit skólans leikur undir stjórn Sigurgeirs Agnarssonar og flautukvartett, klarínettukór og málmblásarasveitir flytja nokkur verk.  Sjá einnig Staður og stund á mbl.is Á MORGUN FIMM af nemendum Söngskólans í Reykjavík ljúka í vor framhaldsprófi í einsöng og jafnframt alþjóðlegu 8. stigs prófi The Associated Board of The Royal Schools of Music í London. Þetta eru fyrstu nemend- urnir sem ljúka framhaldsprófi frá Söngskólanum, skv. nýrri námskrá menntamálaráðuneytisins í ein- söng. Prófi telst þó ekki lokið fyrr en nemendur hafa haldið tónleika og eru því framundan einsöngs- tónleikar, lokaáfangi prófsins, í tónleikasal Söngskól- ans, Snorrabúð, Snorrabraut 54. Í kvöld kl. 20 flytja Ásgeir Páll Ágústsson baríton og Þorvaldur Þorvalds- son bass-baríton íslensk og erlend sönglög, söngva úr söngleikjum og óperuaríur, auk þess að syngja saman nokkra „Glúnta“. Miðvikudaginn 19. maí kl. 20 syngja Svafa Þórhallsdóttir sópran, Dóra Steinunn Ármanns- dóttir mezzó-sópran og Jón Leifsson baríton úrval ís- lenskra og erlendra sönglaga, þ.m. er frumflutningur á einsöngslagi eftir einn nemenda skólans, Dagbjörtu Jónsdóttur. Einnig verða fluttar aríur, dúettar og tríó. Útskriftarnemar Söngskólans í Reykjavík. F.v. Ásgeir Páll, Svafa, Jón, Dóra Steinunn og Þorvaldur. Próf og tónleikar Söngskólans

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.