Morgunblaðið - 23.09.2004, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. SEPTEMBER 2004 21
NEYTENDUR
kótilettum eða lambalærissneiðum
á pönnuna.“
Flatkökur eru góður matur
Magnús segist reyna að hafa alla
fæðuflokkana í huga þegar hann
kaupir í matinn og hollustan má
ekki verða útundan. Ferskt salat
lendir í körfunni hjá honum og
eins tínir hann til bláber og jarðar-
ber og rjómi finnst honum ómiss-
andi út á þau fínheit. Eins vill
Magnús hafa rjóma út á skyrið sitt
og í kælinum tekur hann líka
nokkrar dósir af uppáhaldsjógúrt
dótturinnar. Magnús er nokkuð
þjóðlegur í vöruvali sínu og ís-
lenskar flatkökur vill hann hafa í
sinni matarkörfu og honum er ekki
sama hvaðan þær koma, en lætur
ekkert meira uppi um það. Sem
Magnús Ingólfsson smið-ur býr einn meðeinkadóttur sinniSvölu og hann hleypur
í matarinnkaupin þá sjaldan tími
gefst til þess. Best finnst honum
að versla einhvers staðar nálægt
heimilinu og þar sem þau feðginin
búa í Grafarvogi verða Nóatún og
Bónus í næsta nágrenni oftast fyr-
ir valinu. Í þetta skiptið fór hann í
Krónuna í Húsgagnahöllinni, af því
hann var staddur þar til að fá sér í
svanginn í bakaríinu ásamt vinnu-
félaga sínum. „Mér finnst best að
versla í matvörubúð þar sem ég
rata vel um og veit hvar hlutirnir
eru,“ segir Magnús
sem sér að mestu
um matseldina á
heimilinu en þó
segir hann Svölu
einstaka sinnum
elda. „Það er þá
einna helst eitt-
hvert núðludót eða annað í þeim
dúr sem henni þykir gott en ég
kalla ekki mat. Ég læt mig samt
hafa það að borða þetta. Annars
borðar hún oftast staðgóðan mat á
heimili bróður míns sem býr við
hliðina á okkur og það kemur sér
mjög vel, því ég vinn mikið og er
ekki alltaf heima til að elda handa
henni. Auk þess stendur hún í
þeirri trú að ég geti ekki eldað,
sem er auðvitað ekki rétt, og þar
af leiðandi er hún ekkert sérlega
spennt fyrir því sem ég malla.“
Hafragrautur um helgar
Magnús segir matarmálin á sínu
heimili mjög frjálsleg. „Við Svala
erum ekkert sérlega samstiga þeg-
ar kemur að mat, eiginlega er
þetta þannig að ég sé um mig og
hún um sig. Hún borðaði alltaf í
mötuneyti skólans þegar hún var í
grunnskóla en nú er hún byrjuð í
framhaldsskóla og þá læt ég hana
hafa aura svo hún geti keypt sér
eitthvað í gogginn og það er ef-
laust misjafnlega hollt. En hún
skammar mig bara ef ég geri at-
hugasemdir um
hollustuna.“
Magnús segir
Svölu enga matar-
lyst hafa á morgn-
ana en hann fær
sér aftur á móti
súrmjólk með ein-
hverju kruðeríi út í. Um helgar
segist hann stundum hafa tíma til
að elda sér hafragraut á morgn-
ana.
Heitan mat fær Magnús í hádeg-
inu á virkum dögum í mötuneyti
fyrirtækisins sem hann starfar fyr-
ir. „Þegar ég elda heima er það
helst hefðbundinn hversdagsmatur
og oftast er það fiskur eða kjöt. Ég
steiki gjarnan hakk og spæli egg
með og stundum skelli ég grísa-
álegg á þær vill hann hafa hangi-
ket eða ost. Hann teygir sig í harð-
fisk og segist alltaf eiga hann til en
oftast kaupi hann slíkt sælgæti
beint af vinnufélaga sínum sem
kemur með fisk að vestan.
Grillaðir bananar
með súkkulaði
Magnús læðir ýmsu í körfuna
sem hann veit að dóttur hans
finnst gott að gæða sér á, eins og
brauðstangir og Doritos-snakk í
bláum pokum en sjálfur er hann
ekki af snakk-kynslóðinni. Drykk-
ur í grænni flösku sem heitir
Mountain dew sem og Mix eru líka
ómissandi fyrir stelpuna. Hún
drekkur ekki mjólk en appelsínu-
safi þarf að vera til fyrir hana.
Fyrir sjálfan sig kaupir hann orku-
drykk til að hella í sig þegar hann
er orðinn lúinn en neyðist til að
vinna áfram.
Í nammideildinni er það hreint
rjómasúkkulaði frá Nóa-Síríus sem
lendir í körfunni og einnig Pipp-
súkkulaði sem hann segir mjög
gott að setja ofan í langskorna
banana sem hann skellir stundum
á grillið.
Annars heldur Magnús eiginlega
tvö heimili því hann er ævinlega
með annan fótinn í Vík í Mýrdal
þar sem hann hefur gert upp hús
foreldra sinna þar sem hann ólst
upp. „Þá kaupi ég kannski svolítið
öðruvísi inn, læt meira eftir mér
og kaupi frekar eitthvert bakkelsi
með kaffinu.“
HVAÐ ER Í MATINN? | Magnús Ingólfsson hefur alla fæðuflokka í huga þegar hann kaupir í matinn
Á alltaf til
harðfisk
„Ég steiki gjarnan hakk og spæli egg með
og stundum skelli ég grísakótilettum eða
lambalærissneiðum á pönnuna,“ segir
Magnús Ingólfsson.
Morgunblaðið/Árni Torfason
Magnús: Var ekki lengi að spekúlera við matarhillurnar, hann vissi alveg hvað hann vildi.
khk@mbl.is
Magnús er nokkuð
þjóðlegur í vöruvali
sínu og íslenskar flat-
kökur vill hann hafa í
sinni matarkörfu
Barnasandalar
FIMMTUDAGS-
TILBOÐ
Verð áður 2.995 kr.
Verð nú 1.495 kr.
Litur: Bleikt og blátt
Stærðir: 20-24
Suðurlandsbraut 54, sími 533 3109
frá
www.afs.is
info-isl@afs.org
552 5450
Tökum á
móti
umsóknum
vegna skiptinemadvalar
fyrir 15-18 ára.
Spennandi lönd í boði.
Brottfarir janúar-mars 2005.
Umsóknarfrestur vegna
ársdvalar og hálfsársdvalar
rennur út 15. október.
Skiptinemar
skiptamáli
ÁSKRIFTARDEILD netfang: askrift@mbl.is, sími 569 1122