Morgunblaðið - 21.11.2004, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 21.11.2004, Qupperneq 1
STOFNAÐ 1913 318. TBL. 92. ÁRG. SUNNUDAGUR 21. NÓVEMBER 2004 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is         Rokk að eilífu Hljómar úr Keflavík senda frá sér nýja plötu Menning Tímaritið | Traustið, frelsið og forvitnin  Íslenski Daninn  Vegfarendur á villtum götum Ekki bara hrísgrjón Atvinna | Ekki fara of geyst í hlutina Nýr forstjóri Tæknivals 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 SUNNUDAGUR VERÐ KR. 350 Tímaritið og Atvinna í dag BÖRN og unglingar hafa nýtt sér snjóinn í Ártúnsbrekku í froststillunni. Á meðan sumir létu sér duga að standa á skíð- um og líða niður í hægum beygjum reistu nokkrir bretta- menn sér stökkpall til að geta sýnt hæfileika sína í brettaflugi með tilheyrandi snúningum. Var ekki annað að sjá en þarna svifu þaulvanir menn um í loft- inu. Morgunblaðið/Árni Torfason Brettaflug í Ártúnsbrekku EF hugmynd Vignis Jóhannssonar myndlistarmanns verður að veru- leika þá munu flest götuljós og flóð- ljós frá Reykjanesi upp á Skaga verða slökkt um miðnætti á gaml- árskvöld. Hann hefur í huga að framkvæma ljósagjörn- ing sem miðar að því að leyfa flugeldum að njóta sín sem allra mest í um klukkstund eða svo þegar sprengjugleði lands- manna nær hvað hæstum hæðum um áramótin. Með þessu segist Vignir ætla sér að slá tvær flugur í einu höggi. Í fyrsta lagi að draga úr ljósmengun sem rafmagnslýsing veldur og í öðru lagi að skapa sérstaka stemn- ingu þegar flugeldaregnið kemur yfir borgina. „Mér fyndist dálítið gaman að geta búið til einhverja svona sérstaka stemningu á svo stóru svæði, og ég er alveg viss um að eftir þessu yrði tekið úti um all- an heim,“ segir Vignir og bendir á að sjónvarpsstöðvum eins og BBC og CNN myndi örugglega finnast þetta áhugavert og sérstakt. Vignir segir að þetta yrði að sjálfsögðu að vera í samstarfi við opinbera aðila á höfuðborgarsvæð- inu og sveitarfélög við Faxaflóann. Hann hefur sent bréf til allra sveit- arstjórna á höfuðborgarsvæðinu og í nágrenni þess. Að hans sögn hafa viðbrögð sveitarstjórnarmanna verið jákvæð í garð hugmyndar- innar. „Það líst öllum ofsalega vel á hugmyndina,“ segir Vignir og bæt- ir því við að sveitarstjórnirnar vilji að hann fari í samstarf við Orku- veituna, Almannavarnir, lögreglu og slökkvilið ef af þessu yrði. Lögreglan að skoða málið Geir Jón Þórisson, yfirlög- regluþjónn í Reykjavík, segist eiga eftir að sjá upplýsingar um þennan gjörning. Lögreglan sé þó ávallt smeyk þegar taka eigi rafmagn af heilum hverfum. Hins vegar ef sveitarstjórnir mæli með þessum gjörningi þá sé sjálfsagt að skoða þetta í góðri samvinnu við þær. Verður ljós- laust um áramótin? UMRÆÐAN um fjölmenningar- hyggju og umburðarlyndi hefur blossað upp í Evrópu í kjölfar voðaverka sem framin hafa verið í álfunni að undanförnu. Kveikjuna að umræðunni nú má rekja til morðs í Hollandi á kvik- myndagerðarmanninum Theo van Gogh, en hann var skotinn og skorinn á háls þar sem hann var að hjóla um hábjartan dag af íslömsk- um öfgamanni. Van Gogh var ófeiminn við að láta skoðanir sínar í ljós. Bæði kristnir menn og gyð- ingar höfðu kvartað undan yfirlýs- ingum hans, en hvassastur var hann í garð múslímskra innflytj- enda. Hollendingar vita ekki hvað- an á sig stendur veðrið og ótti hef- ur gripið um sig. 16 milljónir manna búa í þessu litla landi og þar af er ein milljón múslíma. Börn innflytjenda einangruð Í tímaritinu Newsweek var haft eftir franska stjórnmálafræðingn- um Catherine de Wenden að Hol- lendingar hefðu fyrst og fremst gert mistök með því að laga ekki innflytjendur að samfélaginu. Með því að stofna skóla byggða á trúarlegum grunni voru mörg börn innflytjenda einangruð frá hollenskum veruleika. Í Þýskalandi er talað um að slík áhersla hafi verið lögð á pólitíska rétthugsun að enginn hafi þorað að segja orð við því að inn í landið hafi ekki aðeins komið innflytjend- ur heldur hafi þeir flutt inn heilan menningarheim. Nú sé hins vegar svo komið að í þýsku samfélagi þrífist hliðarsamfélag þar sem gilda allt aðrar reglur og siðir og mannréttindi virðist ekki eiga við. Sérstaklega á það við um konur en kannanir sýna að tyrkneskar kon- ur í Þýskalandi eru oftar beittar ofbeldi en aðrar konur þar í landi. Innflytjendavandi í brennidepli í Evrópu  Evrópa logar/10–11 FORSETAR fimmtán Afríkuríkja og Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, undirrituðu í gær yfirlýsingu þar sem þeir lofuðu að stuðla að friði á svæði í Mið-Afríku sem kennt er við Vötnin miklu. Yfirlýsingin var undirrituð á fundi sem vonast er til að marki þáttaskil í sögu stríðs- hrjáðra þjóða sem byggja þetta svæði. Þar eru meðal annars Lýðveldið Kongó þar sem ófriður hefur ríkt nánast látlaust frá því að landið fékk sjálfstæði árið 1960 og Rúanda þar sem mikil spenna ríkir enn milli þjóðflokka eftir fjöldamorðin 1994. Á svæðinu er einnig Búrúndí þar sem reynt hefur verið að koma á friði eftir ellefu ára borgarastyrjöld og Úganda þar sem stríð hefur geisað í átján ár milli stjórnarhersins og uppreisnarmanna í norðanverðu land- inu. Þessi átök hafa kostað milljónir manna lífið. Til að mynda hafa 3,3 milljónir manna látið lífið í Lýðveldinu Kongó, flestir af völdum hungursneyða eða farsótta sem raktar eru til stríðsins. Reuters Kofi Annan með forsetum Mósambík (t.v.) og Suður-Afríku (t.h.) á fundi í gær. Fyrirheit um frið í Mið-Afríku Dar Es Salaam. AFP. ÞRÍTUGUR ræningi í norska bænum Råde var fluttur á sjúkra- hús og síðan í fangelsi eftir að hafa reynt að ræna 88 ára gamla konu veskinu. Hún var svo heppin að vera með yngri og sterkari manni sem yfirbugaði ræningjann. 78 ára gamall vinur konunnar kom henni til hjálpar og réðst á ræningjann sem var á reiðhjóli þegar hann þreif handtösku af henni. Gamli maðurinn náði taki á töskunni, dró unga manninn af hjólinu þannig að hann skall á gangstéttinni. Ræninginn skjögraði vankaður og blóðugur í burtu með veski sem hann náði úr töskunni. Lögreglan fann hann skömmu síðar og flutti hann á sjúkrahús þar sem sauma þurfti skurð á höfði hans, að sögn norska blaðsins Moss Avisen. Maðurinn var síðan settur í varðhald. Öldungur yfirbugar ræningja Ósló. AP. LEIÐIN milli miðborgarinnar og flugvall- arins í Bagdad er talin vera dýrasta akst- ursleið í heiminum, að því er fram kom á fréttavef BBC í gær. Hún er aðeins um 24 kílómetrar en greiða þarf sem svarar 335.000 krónum fyrir ferð aðra leiðina í brynvörðum bíl í fylgd vopnaðra örygg- isvarða. Algengt er að uppreisnarmenn geri árásir á bíla á þessari leið, sem nefnist Qadisiyah-hraðbrautin, og mörgum út- lendingum hefur verið rænt. Aksturinn er fjórum sinnum dýrari en flugferð aðra leiðina frá London til Bagd- ad með jórdönsku flugfélagi. Verðið sem sett er fyrir ferðina milli miðborgarinnar og flugvallarins í Bagdad er 45 sinnum hærra á hvern kílómetra en fargjald flug- félagsins. Dýrasta akst- ursleið heims AP Bandarískir hermenn á vegi að flugvell- inum í írösku höfuðborginni Bagdad.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.