Morgunblaðið - 21.11.2004, Blaðsíða 8
8 SUNNUDAGUR 21. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Vonandi þurfa foreldrar aldrei aftur að horfa upp á þvílíka meðferð á börnum sínum.
Margir hafa talaðum að í nýliðnuverkfalli grunn-
skólakennara hafi þeir
sýnt mikla samstöðu. Hún
birtist skýrast í atkvæða-
greiðslu um miðlunartil-
lögu ríkissáttasemjara
sem 93% kennara höfnuðu
í almennri atkvæða-
greiðslu. En það er ekki
bara samstaðan sem hefur
vakið athygli. Kennarar
hafa verið ótrúlega virkir í
baráttunni. Það var varla
haldinn sá baráttufundur
meðal kennara í verkfall-
inu að ekki mættu nokkur
hundruð manns. Samtök
foreldra þurftu á sama
tíma að hafa mikið fyrir því að fá
nokkra tugi til að mæta á mót-
mælafund.
Virkni kennara birtist skýrt í
þátttöku í atkvæðagreiðslum um
samninga og verkfallsboðun. Hún
er nær undantekningalaust yfir
90%. Þegar atkvæði voru greidd
um miðlunartillögu sáttasemjara
tóku 93% kennara þátt í atkvæða-
greiðslunni. Þegar atkvæði voru
greidd í vor um boðun verkfalls
tóku 92,2% þátt. Þegar atkvæði
voru greidd um síðasta kjara-
samning í ársbyrjun 2001 tóku
92,1% þátt í atkvæðagreiðslunni
og þegar atkvæði voru greidd um
kjarasamning sem gerður var
1997 greiddu 93% kennara at-
kvæði. Sama ár fór fram atkvæða-
greiðsla um verkfallsboðun og
tóku 94,4% grunnskólakennara
þátt í henni.
Forystumenn annarra stéttar-
félaga hljóta að öfunda kennara af
þessari miklu þátttöku því að fæst-
ir þeirra geta státað af mjög mikilli
þátttöku félagsmanna. Dæmi eru
þó um að í litlum félögum sé þátt-
taka í atkvæðagreiðslum yfir 90%.
Þátttakan er yfirleitt miklu minni
ístórum félögum.
Samkvæmt vinnuréttarlögum
telst kjarasamningur vera sam-
þykktur ef innan við 20% fé-
lagsmanna taka ekki þátt í at-
kvæðagreiðslunni. Þetta þýðir að
ef þátttaka í atkvæðagreiðslu er
t.d. aðeins 15% þá telst samning-
urinn samþykktur þó að 90% af
þeim sem tóku þátt séu honum
andvígir. Stéttarfélög leggja því
jafnan mikla áherslu á að reyna að
ná upp þátttöku því það þykir
heldur snautleg niðurstaða að láta
þátttökuleysi ráða niðurstöðu um
hvort kjarasamningur er sam-
þykktur eða felldur.
Víða léleg þátttaka
í atkvæðagreiðslum
Síðasta vetur ákvað Verzlunar-
mannafélag Reykjavíkur að reyna
nýja leið til að virkja félagsmenn
til þátttöku í atkvæðagreiðslu um
kjarasamning. Fólki var boðið upp
á að greiða atkvæði um samning-
inn rafrænt en einnig fór fram
hefðbundin kosning. Niðurstaðan
var að aðeins 9,7% félagsmanna
tóku þátt í henni. Samningurinn
taldist því samþykktur óháð nið-
urstöðu atkvæðagreiðslunnar.
Þátttaka í atkvæðagreiðslum í
stéttarfélögum verkafólks hefur
yfirleitt verið betri en þetta, en þó
langt fyrir neðan þátttöku kenn-
ara. Í síðustu samningum var þátt-
taka í atkvæðagreiðslu Starfs-
greinasambandsins (SGS) 32% og
tæplega 20% hjá Flóabandalaginu.
Vorið 2000 gerði Flóabandalag-
ið samninga sem voru talsvert um-
deildir hjá félögunum á lands-
byggðinni. Í framhaldi af því
ákváðu forystumenn stéttarfélag-
anna á landsbyggðinni að láta fara
fram atkvæðagreiðslu um boðun
verkfalls. Þrátt fyrir að mikið væri
í húfi tóku aðeins um 42% þátt í at-
kvæðagreiðslunni. Tillaga um
verkfall var felld í tveimur fé-
lögum vegna þess að ekki náðist
næg þátttaka í atkvæðagreiðsl-
unni.
Sögulegar skýringar
Halldór Grönvold, aðstoðar-
framkvæmdastjóri ASÍ, skrifaði
meistaraprófsritgerð um samn-
ingsréttarmál opinberra starfs-
manna. Hann segir að þegar horft
sé á þessa góðu þátttöku kennara í
kjarabaráttunni verði m.a. að
skoða sögu kjarabaráttu kennara.
Lög voru sett á verkfall síma-
manna árið 1915 sem varð til þess
að opinberir starfsmenn fengu
ekki samningsrétt fyrr en árið
1962. Halldór segir að þeir hafi
fengið samningsrétt í kjölfar
fjöldauppsagna kennara. Þessar
uppsagnir hafi því hrundið af stað
atburðarás sem sé merkileg varð-
andi öll samningaréttindamál op-
inberra starfsmanna. Kennarar
hafi í gegnum tíðina þróað þetta
vopn, fjöldauppsagnir, mest og
best allra stétta. Í sjálfu sér sé
ólöglegt að segja upp til þess að
knýja á um kjarabætur, en samt
sem áður sé öllum heimilt að segja
upp starfi. Kennarar hafi oftar en
einu sinni farið þessa leið. Það hafi
þeir t.d. gert áður en þeir fengu
verkfallsrétt árið 1976. Kennarar
hafi því verið í þannig samnings-
stöðu í gegnum árin að þeir hafi
þurft að sýna mikla samstöðu og
virkni til að ná árangri.
Halldór segir að einnig megi
benda á að kennarar séu einsleitur
hópur. Þeir vinni í þannig um-
hverfi að þeir hittist oft á hverjum
degi sem stuðli að samstöðu innan
hópsins. Þetta skýri að nokkru
leyti virkni þeirra.
Fréttaskýring | Af hverju eru kennarar
svona virkir í kjarabaráttunni?
Eru kennarar
of virkir?
Kennarar fengu samningsrétt ekki fyrr
en árið 1962 og verkfallsrétt árið 1976
Kennarar tóku virkan þátt í verkfallinu.
92% þátttaka hjá kenn-
urum en 9,7% hjá VR
Í öllum atkvæðagreiðslum
grunnskólakennara síðustu ár
um kjarasamninga eða boðun
verkfalls hefur þátttaka verið í
kringum 92%. Ekkert fjölmennt
stéttarfélag á Íslandi getur stát-
að af jafnmikilli þátttöku. Í at-
kvæðagreiðslu um síðustu samn-
inga SGS var þátttaka 32%,
Flóabandalagsins tæplega 20%
og VR 9,7%. Á meðan margir
öfunda kennara af þessari virkni
finnst sjálfsagt öðrum nóg um.
egol@mbl.is
LEIKARAR: GUÐRÚN ÁSMUNDSDÓTTIR
ILMUR KRISTJÁNSDÓTTIR
SKÚLI GAUTASON
ÞRÁINN KARLSSON
AÐALSTYRKTARAÐILI:
EINHVERFUR OFVITI GEGGJUÐ GAMALMENNI
AUSA OG STÓLARNIR
TVÆR PERLUR – EIN LEIKSÝNING:
AUSA STEINBERG EFTIR LEE HALL
STÓLARNIR EFTIR EUGENE IONESCO
WWW.BORGARLEIKHUS.IS WWW.LEIKFELAG.IS I SÍMI 4 600 200
HJÁLPAR ÞÉR AÐ LÁTA ÞAÐ GERAST
M
Á
T
T
U
R
IN
N
&
D
Ý
R
Ð
IN
/
L
JÓ
S
M
Y
N
D
:
G
R
ÍM
U
R
B
JA
R
N
A
S
O
N
Miðasala LA er opin frá kl. 13.00–17.00
Miðasala í síma 4 600 200
Miðasala á netinu: www.leikfelag.is
Netfang miðasölu: miðasala@leikfelag.is
LEIKSTJÓRN: MARÍA REYNDAL
„AFAR FALLEG OG FÁGUÐ LEIKHÚSPERLA“
„VÆNTUMÞYKJAN Á VERKEFNINU SKÍN Í GEGN“
AB FRÉTTABLAÐIÐ
„HIÐ GULLNA JAFNVÆGI
HARMS OG SKOPS“
SAB MBL