Morgunblaðið - 21.11.2004, Qupperneq 9

Morgunblaðið - 21.11.2004, Qupperneq 9
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. NÓVEMBER 2004 9 FRÉTTIR SÍMI 562 1166 - 587 8044 15% afsláttur af barnamyndatökum ’Sennilega eiga fáar þjóðir jafn-mikið undir hvers kyns erlendum samskiptum og við. Þetta gildir ekki síst að því er varðar verslun og viðskipti. En einnig að því er varðar tengsl á sviði menningar, lista og vísinda.‘Árni Magnússon félagsmálaráðherra í um- ræðum utan dagskrár á Alþingi um stöðu innflytjenda í kjölfar niðurstöðu skoðana- könnunar Gallups á viðhorfi Íslendinga til útlendinga, framandi menningar og flótta- manna. ’Að loknum kosningum tel égtímabært að láta af embætti utanríkisráðherra og snúa mér að einkalífinu.‘Colin Powell, utanríkisráðherra Banda- ríkjanna, í afsagnarbréfi sínu. ’Ég tek ákvörðun um það einndag í einu hvernig mín líðan er og hvort maður sé tilbúinn að standa frammi fyrir þeim ein- staklingum sem maður á að kenna með sóma.‘Sigurður Þór Ágústsson, kennari við Mýrarhúsaskóla á Seltjarnarnesi, einn þeirra sem mætti ekki til vinnu á mánudag- inn eftir að lagafrumvarp um kjaramál kennara var samþykkt sem lög frá Alþingi. ’Hann á ekki einu sinni tjald,hús eða aldingarð og ekki er til neinn reikningur sem við getum kallað persónulega eign í nafni Yassers Arafats.‘Mohammed Rashid, fjármálaráðgjafi Ara- fats, neitar því að Arafat hafi verið auðugur maður. En margir Palestínumenn óttast nú að það sem eftir er af auði Frelsissamtaka Palestínumanna (PLO) hverfi eftir lát leið- togans. ’Þetta er ekki jólagjöf sem menngefa hverjum sem er, en ef það eina sem mamman óskar sér í jólagjöf er stinnari magi eða stærri brjóst þá væri það tilvalið ef pabbinn og börnin gæfu henni gjafabréf saman.‘Talsmaður norskrar lýtalæknastofu, en lýtalæknastofur þar í landi bjóða nú upp á gjafabréf sem hægt er að kaupa fyrir þá sem vilja fegrunaraðgerð í jólagjöf. ’Við höfðum líka öll tilskilin leyfiog því kemur niðurstaða dómsins okkur í opna skjöldu. Það er sorglegt ef þetta frystihús verður til þess að lama íslenska kvik- myndagerð meira en orðið er.‘Baltasar Kormákur um dóm Héraðsdóms Reykjavíkur, sem dæmdi kvikmyndafyrir- tækið Sögn ehf. til að greiða Síldarvinnsl- unni í Neskaupstað bætur vegna bruna- tjóns sem varð við tökur á kvikmyndinni Hafinu í frystihúsi SVN í desember 2001. ’Ég fullyrði að um leið og gengiðhefur verið frá kjarasamningum grunnskólakennara mun hver einasti starfshópur ríkisins reisa kröfur sínar – og þeir munu allir reisa kröfur sínar – á þeim samn- ingi sem gerður verður við grunnskólakennara. Hver og einn einasti. Og svo koma menn, virðulegir þingmenn, og bera blak af þessum skelfilegu mistök- um.‘Einar Oddur Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og varaformaður fjár- laganefndar, gagnrýndi kjarasamning grunnskólakennara og sveitarfélaga í um- ræðum á Alþingi. ’Við höfum þess vegna þróaðsérstaka tækni sem síar ruslpóst- inn frá. Við höfum bókstaflega heila deild sem annast þetta.‘Steve Ballmer, forstjóri Microsoft, greindi frá því að Bill Gates, stjórnarformanni fyrirtækisins, bærist fjórar milljónir tölvu- bréfa á dag. Morgunblaðið/Þorkell Baltasar Kormákur segist orðlaus yfir dómi Héraðsdóms Reykjavíkur. Ummæli vikunnar FASTEIGNIR mbl.is KAUPMÁTTUR launa jókst að meðaltali um 1,3% á milli þriðja árs- fjórðungs í ár og sama tímabils í fyrra. Laun jukust að meðaltali um 4,9% á tímabilinu, en á sama tíma hækkaði vísitala neysluverðs um 3,6%. Laun kvenna hækkuðu meira en laun karla og laun úti á landi hækkuðu meira en laun á höfuðborg- arsvæðinu. Þetta kemur fram meðal annars í launakönnun Kjararannsóknanefnd- ar. Launahækkun einstakra starfs- stétta var á bilinu 3,7% til 6,3% og hækkaði þjónustu-, sölu- og af- greiðslufólk mest, um 6,3%, en stjórnendur minnst, um 3,7%. Hækkun launa annarra starfsstétta var þannig að iðnaðarmenn hækk- uðu um 3,9%, skrifstofufólk, verka- fólk og tæknar og sérmenntað starfsfólk um 4,8% og sérfræðingar um 4,4%. Karlar hækkuðu um 4,5% að meðaltali en konur um 5,9% og laun á höfuðborgarsvæðinu hækk- uðu um 4,8%, en á landsbyggðinni um 5,2%. Fram kemur að heildarlaun verkafólks voru að meðaltali 218.500 krónur á mánuði á 3. ársfjórðungi í ár, iðnaðarmanna 314.100 krónur, þjónustu-, sölu- og afgreiðslufólks 227.700 krónur, skrifstofufólks 221.400 krónur, tækna 384.700 krón- ur, sérfræðinga 407 þúsund krónur og stjórnenda 458.500 krónur. Verkafólk vinnur lengst Vinnutími verkafólks er nú sem í fyrri könnunum lengstur. Vikulegur vinutími verkafólks að meðaltali var 48,1 stund og iðnaðarmanna 46,1 stund. Þjónustu-, sölu- og afgreiðslu- fólk vinnur 43,9 stundir á viku, skrif- stofufólk 40,7 stundir, tæknar og sérmenntað starfsfólk 41,7 stundir, sérfræðingar 40,2 stundir og stjórn- endur 40,0 stundir. Kaupmáttur jókst um 1,3% frá síðasta ári
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.