Morgunblaðið - 21.11.2004, Side 12
I
nn í litla íbúð í einu af
sviplausu fjölbýlishúsun-
um í Rosengård í Málmey
eru allar innflytjendakon-
ur í hverfinu sérstaklega
velkomnar. Borgarbú-
staðirnir í hverfinu hafa
rekið íbúðina undir heit-
inu Camelia í ein tíu ár. Umsjón-
arkonan Ikhlas Ramadan segir að í
íbúðinni hafi innflytjendakonur í
hverfinu tækifæri til að hittast,
fræðast og eiga saman notalega
samverustund.
Brú yfir í sænskt samfélag
Konurnar vildu gera meira en að
koma saman og tala,“ segir Ikhlas
þegar gesturinn rekur augun í
saumavélar á stóru borði í miðri
íbúðinni. „Við spurðum hvað þær
vildu gera og fengum nokkur mis-
munandi svör. Sumar vildu læra
sænsku og því hefur verið komið
upp aðstöðu til sænskukennslu í
einu herbergjanna í íbúðinni. Aðrar
vildu nota tímann til að sauma föt
og því eru saumavélarnar þarna á
borðinu. Enn aðrar vildu læra að
búa til mat frá ólíkum löndum og
því fengum við alþjóðlegan mat-
reiðslumann til að halda sérstakt
matreiðslunámskeið í íbúðinni.
Konurnar stunda ekki aðeins
verklega vinnu í íbúðinni,“ segir
Ikhlas. „Camelia er að hluta til eins
konar brú fyrir konurnar inn í
sænskt samfélag. Hingað koma fyr-
irlesarar frá hinu opinbera og ein-
stökum samtökum og halda fyrir-
lestra um þætti eins og tryggingar,
heilbrigðiskerfið og áfram mætti
telja. Algengt er að konurnar sæki
hingað ýmiss konar heilsufarsupp-
lýsingar,“ segir hún og bætir því
við að börn kvennanna séu að sjálf-
sögðu velkomin í íbúðina. „Við er-
um með sérstakt leikherbergi fyrir
börnin.“
Að brjótast út úr einangrun
Camelia er vinsælust hjá heima-
vinnandi konum í hverfinu.
„Menntakonur eða útivinnandi kon-
ur slást stundum í hópinn í hléum
frá skóla eða vinnu til að afla sér
upplýsinga og tala við aðrar konur,“
segir Ikhlas. „Eftir að þær eru aft-
ur farnar að sinna störfum sínum
koma þær stundum hingað til að
kasta kveðja á okkur hinar. Þær
hafa sjaldnast tíma til að staldra
lengi við því að íbúðin er aðeins op-
in fyrir hádegi. Eftir hádegi eru
flestar heimavinnandi konur upp-
teknar við að taka á móti skóla-
börnum, matbúa o.s.frv. Ég myndi
gjarnan vilja koma til móts við úti-
vinnandi konur og ungar konur
með því að hafa opið á kvöldin.“
– Hversu mikilvægt er fyrir kon-
urnar bara að koma hingað – hitta
og eignast vinkonur í svipuðum
sporum og þær sjálfar?
„Að koma hingað er hluti af því
að brjótast út úr einangrun á heim-
ilunum, litlum vinahópi – hverfinu.
Við verðum að horfast í augu við að
þótt við séum ekki beint innilokuð í
samfélaginu búum við í eins konar
gettói. Fáir innfæddir Svíar gera
sér ferð inn í Rosengård. Fjöl-
miðlar eiga stóran þátt í að byggja
múra umhverfis hverfið. Héðan eru
aðeins sagðar neikvæðar fréttir.
Skilaboðin eru augljós – innflytj-
endur eru vandamál.“
Ikhlas svarar því ekki beint hvað
henni finnist um að upp byggist
sérstök innflytjendahverfi eins og
Rosengård. „Að mínu mati skiptir
ekki meginmáli hvar innflytjendur
búa heldur hvort þeir hafa vinnu.
Ef innflytjandi er atvinnulaus ein-
angrast hann því að hann fer ekki
út á meðal fólks. Ef hann fer á end-
urmenntunarnámskeið er hann að
því leyti einangraður að yfirleitt
hittir hann bara aðra innflytjendur
á námskeiðinu. Að hafa vinnu er
ekki aðeins spurning um að afla sér
tekna. Vinnan stuðlar að aukinni
sjálfsvirðingu, félagslegum tengsl-
um, vitneskju og auknum áhuga á
samfélaginu,“ segir Ikhlas og legg-
ur áherslu á að þó að staðhæfingin
sé algild skipti vinnan innflytjendur
enn meira máli en aðra. „Af því að
innflytjendurnir eru yfirleitt ekki
jafn tengdir inn í samfélagið að
öðru leyti og innfæddir í löndun-
um.“
Ikhlas er spurð að því hver séu
helstu vandamál innflytjenda-
kvenna í hverfinu. „Ef þú átt við
hópinn í heild er eflaust stærsta
vandamálið fólgið í því að komast
inn í sænskt samfélag. Hitt má ekki
gleymast að aðstæður innflytjenda-
kvenna eru afar misjafnar og fara
ekkert endilega eftir því hvaðan
þær eru upprunnar. Bosnískar kon-
ur og albanskar konur eru ekkert
endilega að glíma við sömu vanda-
málin. Kona frá afskekktu héraði í
Írak er ekki endilega að glíma við
sömu vandamál og kona úr höf-
uðborginni,“ segir hún og ítrekar að
innflytjendakonur skipi sér eins og
aðrir í hópa eftir menntun, stétt og
stöðu að öðru leyti. „Aldur er einn
af þessum þáttum því að yngri kon-
ur í hópi innflytjenda eiga oft auð-
veldara með að fá vinnu og þar af
leiðandi komast inn í samfélagið en
eldri konurnar.“
Atvinnuleysið alvarlegast
„Svíþjóð er þróað samfélag. Eðli-
lega standa konur í slíkum sam-
félögum betur að vígi en konur í
vanþróaðri samfélögum. Innflytj-
endakonur eru fljótar að átta sig á
því að yfirleitt standa sænskar kon-
ur betur að vígi en þær sjálfar í
samfélaginu – hafa meira sjálfstæði,
menntun, frítíma til að sinna áhuga-
málum sínum o.s.frv.“ segir Ikhlas
og hristir höfuðið þegar hún er
spurð hvort þessi ólíka staða inn-
flytjendakvenna og sænskra kvenna
valdi erfiðleikum innan fjölskyldn-
anna. „Öðru máli gegnir um at-
vinnuleysið,“ segir hún. „Konur eru
yfirleitt sveigjanlegri en karlar. Oft
eru þær fljótari að aðlagast sam-
félaginu og fá vinnu. Algengara er
að heimilisfeðurnir séu atvinnulaus-
ir. Þeim líður illa yfir að gegna ekki
lengur fyrirvinnuhlutverki á heim-
ilinu og telja sig ekki njóta sömu
virðingar innan veggja heimilisins
og áður. Algengt er að karlar verði
þunglyndir upp úr atvinnuleysi, fari
að drekka eða stunda veðmál. Þessi
viðbrögð við vandamálum eins og
atvinnuleysi gera náttúrulega ekk-
ert annað en auka vandann innan
fjölskyldnanna.“
Sú staðhæfing er borin undir
Ikhlas að almenningur haldi því
fram að erlendar konur og sér-
staklega konur af íslömskum upp-
runa séu fremur en sænskar konur
kúgaðar af eiginmönnum sínum.
„Ég veit hvað þú átt við,“ segir
Ikhlas alvarleg í bragði, og stað-
hæfir að konur af erlendum upp-
runa séu ekkert frekar kúgaðar af
eiginmönnum sínum en sænskar
konur þrátt fyrir að konurnar hafi
ekki sama sess í samfélaginu og
konur í Svíþjóð. Konur af einu þjóð-
erni eru heldur ekki meira kúgaðar
af eiginmönnum sínum en konur af
öðru þjóðerni. Kúgun karla gagn-
vart konum er vandamál út um all-
an heim og hefur ekkert með upp-
runa eða trú að gera. Áhrifa-
þættirnir eru fremur sýn karlanna
á lífið, hugarfar, þroski og mennt-
un. Með því er ég þó alls ekki að
halda því fram að menntamenn
kúgi ekki konurnar sínar. Sú stað-
hæfing á ekki við rök að styðjast
eins og við vitum öll.“
Skortur á stefnumótun
– Hvers vegna er atvinnuleysi
svona miklu algengara á meðal út-
lendinga en innfæddra Svía?
„Ein af stærstu ástæðunum er að
vinnumarkaðurinn viðurkennir
sjaldnast menntun innflytjenda frá
fjarlægum löndum. Ég þekki tals-
vert af hámenntuðum innflytjend-
um frá löndum utan Evrópu, verk-
fræðinga, lækna og hugvís-
indamenn. Enginn þeirra hefur haft
tækifæri til að starfa við sitt fag.
Skortur á upplýsingum er áberandi.
Ef útlendingur ætlar að setjast að í
Svíþjóð og fara að vinna við
ákveðna sérgrein er vanalega byrj-
að á því að benda honum á að fara
á sænskunámskeið.
Eftir að viðkomandi hefur staðist
kröfur vinnumarkaðarins um
tungumálakunnáttu mætti ætla að
hann væri tilbúinn til að fara að
vinna við sérgrein sína. Þá fyrst
byrjar ballið því að útlendingurinn
er sendur á námskeið eftir nám-
skeið til að verða nógu góður til að
gegna starfinu sínu í Svíþjóð. Fæst-
ir ná að lokum því takmarki að fá
vinnu á sínu sérsviði. Hér vantar
tilfinnanlega stefnu í þessum mál-
um, þ.e. þannig að útlendingar viti
fyrirfram hvaða kröfur þeir þurfi að
uppfylla til að geta átt von á að fá
starf við hæfi,“ segir Iklas og bætir
við að einnig þurfi að stuðla að hug-
arfarsbreytingu meðal Svía gagn-
vart innflytjendum – reynslu þeirra
og menntun. „Svíar virðast almennt
vantrúaðir á getu innflytjenda á
vinnumarkaðinum. Reynslan hefur
sýnt fram á að innflytjendur leggja
sig talsvert meira fram í vinnunni
en aðrir til þess að hljóta viður-
kenningu samstarfsmanna sinna.“
Fordómar valda hindrunum
– Hvaða drauma eiga konurnar
um framtíðina?
„Fæstar kvennanna gera sér há-
ar hugmyndir um sína eigin fram-
tíð. Eitt vandamálið er að sumar
konur eru fordómafullar gagnvart
samfélaginu – finnst að þaðan komi
ekkert nema slæmt. Slíkt er auðvit-
að mikil hindrun. Sumar eiga sér
framtíðardrauma í gegnum börnin
sín. Að þau nái að fóta sig, mennt-
ast og eiga bjarta framtíð fyrir
höndum í Svíþjóð. Í börnunum felst
oft vonin.“
Vonin í börnunum
Camelia er ekki bara venju-
leg blokkaríbúð í hverfi inn-
flytjenda í Rosengård í
Málmey. Í íbúðinni safnast
konur í hverfinu saman til
að bera saman bækur sínar
– fræðast og eiga saman
notalega samverustund að
morgni dags. Anna G.
Ólafsdóttir skoðaði íbúðina
og varð margs vísari um
starfsemina og stöðu inn-
flytjendakvenna í sænsku
samfélagi hjá Ikhlas Ram-
adan frá Írak.
Ikhlas Ramadan: „Kúgun karla gagnvart konum er vandamál út um allan heim og hefur ekkert með uppruna eða trú að gera.“
’Algengara er að heimilisfeðurnir séu at-vinnulausir. Þeim líður illa yfir að gegna
ekki lengur fyrirvinnuhlutverki á heimilinu
og telja sig ekki njóta sömu virðingar innan
veggja heimilisins og áður. Algengt er að
karlar verði þunglyndir upp úr atvinnuleysi,
fari að drekka eða stunda veðmál.‘
ago@mbl.is