Morgunblaðið - 21.11.2004, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 21.11.2004, Qupperneq 15
sjálfra en þeir sem skrifa fyrir full- orðna. Við þurfum eiginlega að gera meiri kröfur! Sem betur fer er góður hópur ís- lenzkra rithöfunda að skrifa fyrir börnin. Ég tel að við séum ekki verr sett með þetta en þjóðirnar í kring- um okkur.“ – Að barnabókmenntum séu gerð svipuð skil og fullorðinsbókunum? „Ekki vil ég nú segja það! Barna- bókmenntir sitja ekki við sama borð og aðrar greinar, heldur eru þær beinlínis settar til hliðar. Nú má ég ekki vera vanþakklát! Barnabókmenntum er sýndur sómi varðandi umsagnir í blöðum; ég tel þínu blaði til mikils sóma, að um helgina var fjöldi umsagna um nýjar barnabækur. En barnabækurnar eru oft settar niður í kjallara og þar er kannski enginn til að afgreiða. Við gætum byrjað á því að bjarga þeim upp úr kjöllurunum!“ – Í Englandi eru barnabækurnar að draga á fullorðinsbækurnar. „Þú átt við J.K. Rowling sem er að gera alla heimsbyggðina læsa. Blessuð sé hún! Það eru reyndar fleiri merki um gósentíð fyrir barnabækur í útlönd- um. Bandaríkjamenn hafa uppgötv- að að stór hluti þjóðarinnar er ólæs. Þeir eru að rumska og gefa barna- bókum aukinn gaum og vægi.“ – Heldur þú að ólæsið blasi við okkur? „Ég veit það nú ekki. Ég óttast hins vegar að orðaforði barna sé slakur. Það er hart sótt að þeim úr heimi tölvuleikjanna og annarra miðla. Mér finnst að fullorðna fólkið í fjölskyldunum megi taka sig á. Og þið fjölmiðlamenn megið líka taka ykkur tak. Það er eilíf barátta, ef við viljum halda tungunni okkar. Þeir eru margir sem halda að við þurfum ekki að leggja áherzlu á móðurmálið, því það séu heimsmálin sem gilda. En þetta er svo rangt! Við eigum bara eitt móðurmál og því betur sem við kunnum það, þeim mun auðveldar verður að læra önnur tungumál. Sá sem ekki nær góðum tökum á móðurmáli sínu, getur aldr- ei orðið góður í öðrum tungu- málum.“ – Þessi tenging milli barna og full- orðinna, sem þú talaðir um áðan – er það hennar vegna sem þú ert oft með „fullorðinsefni“ í sögunum þín- um? „Börnin búa í þessum veruleika líka og sjá og heyra hvað er að ger- ast. Það getur hins vegar reynzt þeim erfitt að fá botn í það af hverju fullorðið fólk lætur eins og það lætur stundum. Það á að ræða við börn um alvarlega hluti. Það er hægt að skrifa fyrir börn um hvað sem er. En það verður að gera það vel. Það er ekki hægt að troða einhverju inn í litlu kollana, ef þeim eru ekki gefnar forsendur til að skilja hlutina. Við verðum einfaldlega að lifa saman í þessari veröld, börn og full- orðnir, og við fullorðna fólkið verð- um að passa okkur á því að skilja börnin ekki eftir í óvissu, heldur ekki þegar lestri bókar lýkur. Þau mega alveg hlæja og gráta, en þau verða að vita hvað er hvað. Óvissan getur valdið barninu ang- ist, sem við viljum ekki að það fái í lífsfarangur sinn.“ Héðinsfjarðargöngin bíði fyrir barnabækur – Þessi nýja bók þín, Öðruvísi fjöl- skylda er sjálfstætt framhald af Öðruvísi dögum, sem kom út 2002. Verður frekara framhald um Karen Karlottu? „Ég efast um það. Ég held ég sé búin með þetta. Ég hefði aldrei skrifað þessar tvær bækur, ef ég hefði ekki ung eignast vinkonu, Sibyl Urbancic, og komið á heimili hennar. Þá hitti ég móður hennar, Melittu, sem var skáld og hámenntuð, og föður henn- ar, Viktor Urbancic þarf ekki að kynna. Ég hugsaði mjög um það, hvernig í ósköpunum það hefði verið fyrir þessa fjölskyldu að flytjast hingað á þennan útnára frá heimsborg í miðri Evrópu. Ég vissi að þau voru á flótta undan nazistum. Þessi kynni sátu í mér. Þannig geta ótrúlegustu hlutir setzt að í manni og komið að gagni síðar meir.“ – Ertu þá komin af stað með nýja sögu? „Ég er á eilífu meðgönguskeiði. Ég get ekki skrifað fyrr en ég veit, hvað ég ætla að skrifa um! Þegar það liggur fyrir, þá þarf ég að hugsa, hvernig sagan eigi að byrja og hvernig hún á að enda. Ef eitthvað rofar til í þeim efnum, þá fer ég að skrifa. Og þá get ég verið anzi snögg. Þetta verður svolítið hörð vinnulota, því ég má ekki missa þráðinn.“ – Þú talar eins og barnabókin eigi undir högg að sækja. Hvað er til ráða? „Nú eru tímar einkavæðing- arinnar. Það gerist ekkert án þess að fyrir því sé haft. En ég held það sé ekki sanngjarnt að leggja á útgef- endur alla ábyrgðina á því að börnin hafi eitthvað gott að lesa. Ríkið getur vel séð af einhverjum peningum til barnabókmenntanna. Það má þá bara sleppa einhverju í staðinn. Ég held til dæmis að Héðinsfjarðargöngin þoli alveg að bíða svolítið. Það mætti þá nota féð til þess að leggja barnabókunum lið og svo gætu sveitarfélögin fengið peninga til að leysa launamál kenn- ara. Kennarar eru nefnilega ómiss- andi bandamenn rithöfunda við að auka málþroska barnanna okkar og halda bókum að börnum. En nú er ég náttúrlega komin út fyrir efni þessa samtals! Ég er bara svo heit inn í mér.“ Það fer ekkert á milli mála að Guðrún Helgadóttir er brennandi í andanum. Hún róar sig með því að segja mér frá morgninum. Við tölum saman á degi íslenzkrar tungu og Guðrún fór í leikskólann Geislabaug í Grafarholti og las fyrir krakkana úr Ástarsögu úr fjöllunum. „Ó, það var svo gaman,“ segir hún og augun ljóma. „Börnin eru svo skemmtileg!“ freysteinn@mbl.is MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. NÓVEMBER 2004 15 Bækur eftir Guðrúnu Helgadóttur  Jón Oddur og Jón Bjarni, 1974  Meira af Jóni Oddi og Jóni Bjarna, 1975  Í afahúsi, 1976  Páll Vilhjálmsson, 1977  Enn af Jóni Oddi og Jóni Bjarna, 1980  Ástarsaga úr fjöllunum, 1981  Sitji guðs englar, 1983  Gunnhildur og Glói, 1985  Saman í hring, 1986  Sænginni yfir minni, 1987  Núna heitir hann bara Pétur, 1990  Undan illgresinu, 1990  Velkominn heim Hannibal Hans- son, 1992  Litlu greyin, 1993  Ekkert að þakka! 1995  Ekkert að marka! 1996  Englajól, 1997  Aldrei að vita! 1998  Handagúndavél og ekkert minna, 1999  Oddaflug, 2000  Öðruvísi dagar, 2002  Öðruvísi fjölskylda, 2004 Leikrit  Hjartans mál, sjónvarpsleikrit RÚV, 1998  Óvitar, 1979  Skuggaleikur, 2001  Jón Oddur og Jón Bjarni, leik- gerð, 2001
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.