Morgunblaðið - 21.11.2004, Side 20

Morgunblaðið - 21.11.2004, Side 20
20 SUNNUDAGUR 21. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ Þátturinn Á vegum úti segirfrá því þegar Einar fer tilFæreyja í atvinnuleit fyrstsumarið 1976, og svo afturári síðar og þaðan á putt- anum suður Evrópu. Hér er gripið niður í lýsingu Einars á sumrinu 1976. Danirnir samstarfsmenn mínir voru báðir alkóhólistar og voru í Klakksvík vegna þess að í Kaup- mannahöfn eru „alt for mange fristelser“. Þar er nefnilega hægt að kaupa alvöru bjór á hverju götuhorni. En í Færeyjum var ekki hægt að kaupa annað en einskisnýtan léttbjór, nema þá með seremóníum í gegnum pósthúsið og eftir að hafa fengið til þess uppáskrifað leyfi frá skattayfir- völdum. Þetta áhrifslitla bjórþvag drukku dönsku vinnufélagarnir að vísu allan daginn; annar þeirra var stór og feitur og með andlit svipað og Dirch Passer, gekk alltaf í miklum anórakk og kom í vinnuna með vas- ann framan á anórakknum úttroðinn af „Föroyabjór“. Og drakk eins og þetta væri Hof eða Tuborg, nema hvað hann varð ekki fullur. Varð eig- inlega bara frekar argur af þessu þambi. Lét reiðina bitna á færeysku þjóðinni sem þeir dönsku félagarnir tveir úthúðuðu og baknöguðu allan daginn. Ástæðan til þess að ég var settur í gengi með þeim var sú að þeir aftóku með öllu að vinna með ein- hverjum innfæddum hálfvitum. Pönt- uðu þessvegna útlendinginn í sinn flokk um leið og hann kom til starfa. Ég sagði þeim aðspurður að ég sæi nú ekki stóran mun á Íslendingum og Færeyingum. En þeir fullyrtu að svo væri. Það blasti nú bara við! Þeir lögðu sig í framkróka við að sannfæra mig um að ég væri nú heldur betur skárri en þessir færeysku afglapar. Danir hefðu aldrei haft neitt nema hreina bölvun af Færeyingum. Þeir væru bara byrði og til ama. „Af hverju gefa Danir þeim þá ekki bara sjálfstæði?“ spurði ég. „Af hverju leyfiði þeim ekki að sigla sinn sjó?“ „Fordi at så ville de dø av sult!“ svöruðu vinnufélagar mínir tveir. Sá sem ekki leit út eins og Dirch Passer var lítill ljóshærður og sam- anrekinn, með yfirskegg og harðan svip – ekki ósvipaður Asterix – Ást- ríki. Hann var ekki útlærður smiður, held ég, en allt að því. Kunni allt. Þetta var svona miðaldra kall að mínu áliti; eftir á að hyggja hefur hann sjálfsagt verið svona þrjátíu og fimm. Hann las bókmenntir; hann kom einu sinni að mér þar sem ég sat einn að kvöldlagi á veitingastaðnum „Roykstovan“ og var að lesa í bók, og þá fór hann að segja mér frá sínum uppáhaldsbókum. Eftir það áttum við margar bókmenntalegar samræðu- stundir í kaffitímum. Hann hafði skemmtilegan smekk: hans menn voru dönsku höfundarnir Scherfig og Rifbjerg; Scherfig hafði ég eitthvað lesið en vinnufélaginn lánaði mér bók eftir Rifbjerg, „Den kroniske uskyld“, sem ég las mér til mikillar ánægju. Hún segir frá ungum strákum, partíum og gleði. Sömuleið- is „Det forsømte forår“ eftir Scherfig. Svo hélt hann líka mikið upp á Stein- beck; sérstaklega „Tortilla Flat“ sem einmitt segir frá ungum mönnum og drykkju og gleði. Enga bók vissi hann þó jafnast á við eina eftir Ameríkana sem hann mundi ekki nafnið á, en bókin hét „Forbandede ungdom“. Hana yrði ég að lesa! Hún væri alger- lega stórkostleg! Ég fattaði löngu seinna að þetta var semsé danski tit- illinn á þeirri frábæru bók, „The Catcher in the Rye“, eftir Salinger. „Bjargvætturinn í grasinu“, heitir hún á íslensku, í þýðingu Flosa Ólafs- sonar, og fjallar einmitt um ungan mann í uppreisn og ævintýrum … Hinn, sá sem leit út eins og Dirch Passer, eða jafnvel Obelix, Steinrík- ur, keypti danska herratímaritið „Ugens Rapport“ – og það varð hon- um stanslaus uppspretta brandara á kostnað Íslendinga. Alltaf sami brandarinn reyndar, og snerist um verðið á nefndu tímariti. Kaupverðið var semsé prentað á forsíðu hvers tölublaðs í nokkrum norrænum gjald- miðlum: það kostaði tólf krónur í Danmörku, fjórtán krónur í Svíþjóð og fimmtán krónur í Noregi, en ís- lenska verðið var svimandi upphæð og fór hækkandi; þetta var á tímum óðaverðbólgunnar. Hann kom skakk- ur af hlátri í vinnuna einn morguninn, með færeyjabjórinn glamrandi í anórakksvasanum og veifaði ný- keyptu Rapport; Danmark: 12 kr. Is- land 3700 kr! „Hvad er det for et land?!“ æpti hann öðru hverju allan þann dag. „Hvordan kan man leve i sådan et land? Hvor Ugens Rapport koster det samme som en ny bil!“ Hann gleymdi hreinlega að úthúða Færeyingum þann daginn, sem var tilbreyting. Reykstofan – það var kráin íbænum, nema hún seldi auð-vitað bara léttbjór af krana. Vertinn bakvið diskinn var danskur, hét Egon. Einhvernveginn finnst manni allir danskir vertar heita Egon, og þessi bar nafn með rentu. Fljótlega eftir að ég kom spurði ég Egon hvar í bænum ég gæti fengið keypt bréfaumslög. Hann sagði mér að það fengi ég í „Alder-boran“ neðar í götunni. Alderboran er nafn á fjar- lægu stjörnukerfi; það kannaðist ég við úr Rolling Stones-laginu „Two Thousand Light Years from Home“. Mér fannst þetta heillandi nafngift á sjoppu í færeysku sjávarplássi – bera stórhug þeirrar þjóðar fagurt vitni. En svo fann ég búðina og hún reynd- ist heita „Öldubáran“. Seldi ýmislegt, þar á meðal ritföng og bækur og tímarit. En mjög lítið af bókum reyndar; ef mig vantaði eitthvað að lesa varð ég að skreppa til Þórshafn- ar. Ég trítlaði stundum á Roykstov- una á kvöldin til að létta mér ein- semdina. En þekkti þar fáa, nema helst ef danskir vinnufélagar mínir slæddust þangað inn. Annars var ég einn, sat uppi á herbergi og las í frí- tímum. Eina helgina varð sá viðburð- ur í bænum að herskip frá Skotlandi lagðist í höfn og niður landganginn liðaðist ekkert minna en sekkjapípu- sveit og rigsaði um hríð um kæjann. Ég var svo heppinn að verða vitni að þessu. Það var máttug stund og áhrifarík; þvílík tilbreyting. Annars var ekkert um að vera, ekki stundaði ég kirkjurnar. Svo eftir vinnu á föstudegi um haustið kvaddi ég Klakksvík og hélt til systur minnar og hennar fjöl- skyldu í Fuglafirði; þangað kominn er maður svona hálfnaður til Þórshafn- ar. Ég hafði áður heimsótt þau um sumarið og kynnst örlítið lífinu í Fuglafirði – þar er fiskimjölsverk- smiðjan Havsbrún langstærsta fyrir- tækið og leggur undir sig megnið af hafnarsvæðinu og mettar loftið með gufum úr strompum sínum. Íslenskir bátar slæðast þangað stundum til að selja farma af loðnu eða öðrum bræðslufiski, og þessa helgi þegar ég var hættur störfum í Klakksvík og dvaldi nokkra daga í bænum að bíða eftir flugfari heim til Íslands, kom ég í bakarí snemma morguns til að ná í nokkur rúnnstykki. En lenti þá fyrir aftan þvögu Húsvíkinga af Náttfara ÞH, ef ég man rétt; þeir voru að bíða eftir að farminum yrði landað úr dall- inum og höfðu semsé rölt upp í bæ til að kaupa sér ferskt og nýbakað bakk- elsi. En þeim gekk ekkert að versla í bakaríinu; stelpan sem afgreiddi skildi ekki neitt þegar þeir spurðu um snúð með súkkulaði og þeir skildu ekki hana þegar hún var að bjóða þeim ýmislegt gómsæti úr sínum hill- um. Systir mín og mágur biðu ásamt barnungum syni heima í eldhúsi eftir að ég sneri aftur úr bakarís- leiðangrinum með morgunverðinn og brátt fór mér að leiðast þófið; eftir dúk og disk var búið að afgreiða fyrsta íslenska bátsverjann og gekk mjög stirðlega með þann næsta og að auki biðu fjórir eða fimm aðrir. Svo ég fór að hafa meðalgöngu svo lítið bæri á, útskýra fyrir stelpunni hvað væri verið að biðja um og svo að túlka hennar svör fyrir mínum samlöndum. Þetta varð öllum til mikils léttis og nú gekk afgreiðslan hratt og liðugt og fljótlega var komið að mér sem pant- aði mín fimm rúnnstykki og snaraðist svo út úr bakaríinu með brauðmetið í bréfpoka. Bátsverjarnir af Náttfara stóðu á stéttinni fyrir utan bakaríið og kjöms- uðu á kökum og vínarbrauðum og heilsuðu mér með miklum virktum og þökkuðu kærlega fyrir hjálpina. „Það var nú ekkert, strákar mínir,“ svaraði ég, „mín var ánægjan.“ „Heyrðu, þú talar ótrúlega góða ís- lensku,“ sögðu þeir. „Er þaaað?“ sagði ég. „Já, ég meina það í alvöru,“ sagði einn þeirra og sneri sér svo að hinum. „Í alvöru strákar, talar þessi náungi ekki alveg ótrúlega góða íslensku?“ „Jú, bara alveg … merkilega fína.“ „Jæja, þakka ykkur fyrir það, strákar mínir, ég er svona að reyna að bögglast við að tala þetta mál en mað- ur veit aldrei hvernig gengur.“ „Það gengur bara mjög vel. Til hamingju bara. Þú mátt vera stoltur!“ „Takk fyrir það, strákar mínir. Ég er alveg hrærður. Þetta er í fyrsta sinn sem mér er hrósað fyrir að tala góða íslensku.“ Og ég meinti það. Við kvöddumst í mikilli vinsemd. Ég fór heim til Gullu systur með rúnnstykkin. Daginn eftir skrapp ég til Þórs-hafnar til að kaupa flugmiðaheim til Íslands. Fuglafjörð- ur er á Austurey og maður tekur taxa til „Eyrargjógv“ sem er borið fram Ojradsjeggv, og svo ferju þaðan og til Þórshafnar á Straumey – mig minnir að ferjan taki svona klukkutíma. Um borð í ferjunni kannaðist ég við náunga úr Fuglafirði; hann var einu eða tveimur árum eldri en ég og kunningi mágs míns, við höfðum hist þar heima. Hann hafði stundað sjó ár- um saman á milli þess sem hann vann í akkorði við löndun eða útskipun hjá fiskibræðslunni Havsbrún. Hann kom og settist hjá mér við borð í ferj- unni; við ræddum um sjómennskuna, hvernig hefði fiskast á Gerðhamri; sjálfur sagðist hann vera að verða leiður á þessu eilífa striti, eilífu bogri og eilífri vosbúð á sjónum; endalaus- um þrældómi í landi. „Maður hefði átt að læra eitthvað,“ sagði hann, „einhverja iðn; rafvirkjun – eða kannski netagerð. Hugsaðu þér að vinna í netagerð!“ sagði hann og varð dreyminn á svip. „Núna er mað- ur alltaf bætandi net sem liggja renn- blaut í flækju á dekkinu, maður er bograndi við þetta í úldnum stakk og bullandi ágjöf og myrkri. En maður gæti verið að vinna sömu störf í upp- hitaðri skemmu, netin hanga uppi þurr og fín í passlegri hæð, útvarpið á fullu og maður svæfi heima á nótt- unni!“ Og við vorum alveg sammála um að það hlyti að vera paradísarlífið sjálft. Það kom á daginn að hann var að fara til „Havnar“ í sömu erindagjörð- um og ég, að kaupa flugmiða til Ís- lands. Hann átti þar kunningja, og jafnvel kærustu, hann var ekki viss … Í það minnsta lá beint við að við héldum hópinn. Það var blíðviðri þegar við komum til höfuðstaðarins, frá höfninni var stutt að labba upp í miðbæ þar sem skrifstofur Icelandair voru til húsa. Við gengum þangað inn, kunningi minn sem hét Óli T bað fyrst um flugmiða til Íslands eftir tvo daga, stúlkan í afgreiðslunni fyllti hann út, gjörðu svo vel, það gera tólf hundruð krónur. Og hann reiddi seðlana af hendi og beið á meðan stelpan af- greiddi mig með það sama. Nema hvað að þegar hún nefndi upphæðina, tólf hundruð, þá dró ég upp stúdenta- skírteini frá Háskóla Íslands – það tryggði manni 25% afslátt í þá daga. Og hún leit á teinið og sló inn tölur á samlagningarvélina og færði eitthvað inn í auðan reit á flugmiðunum og sagði: „Það verða þá níu hundruð krónur.“ Og ég rétti henni seðlana og þakkaði fyrir mig og við Óli T yfirgáf- um söluskrifstofuna með stefnuna á kaffihús þar í miðbænum. „Hvernig í veröldinni fórstu að þessu?“ spurði Óli. „Hvað var það sem þú sýndir henni – hvers vegna slappst þú með að borga níu hundr- uð?“ „Æh,“ sagði ég, „ég sýndi henni ör- orkuvottorðið mitt. Ég er tuttugu og fimm prósent öryrki, og þá fær mað- ur tuttugu og fimm prósent afslátt af öllu svona.“ „Ert þú öryrki?!“ spurði Óli T og leit á mig forviða. „Hvernig lýsir það sér? Ekki er það nú að sjá – og þú ert búinn að vera háseti á bát í mestallt sumar?“ „Já, neinei, það er svosem allt í lagi með mig, en ég var bara dálítið slæm- ur í baki um tíma og það var læknir sem fann ekkert út úr því og úrskurð- Einar Már Guðmundsson ofan í fiskilest, kannski að yrkja. Á bryggju í Klakksvík, verkamennirnir Einar Má, Siggi, Einar Ká, Mímir og Eiki Bald. Bókarkafli – Það er sama hvar frómur flækist; sá sem er vakandi fyrir umhverfi sínu tekur alltaf eftir ein- hverju sem er þess virði að segja frá. Nýjasta bók Ein- ars Kárasonar geymir fjóra ferðaþætti höfundarins um skemmtilegar slóðir jafnt innanlands sem utan. Kyndugir kollegar og hvít lygi

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.