Morgunblaðið - 21.11.2004, Side 32

Morgunblaðið - 21.11.2004, Side 32
32 SUNNUDAGUR 21. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ 22. nóvember 1994: „Lífskjör landsmanna og þjóðartekjur hafa löngum ráðizt af sjáv- arafla og verði sjávarvöru á erlendum mörkuðum. Þegar norsk-íslenzki síldarstofninn gaf sem mest í þjóðarbúið námu síldarafurðir rúmlega þriðjungi af verðmæti vöruút- flutnings okkar. Það er því rétt mat þegar Gunnar Flóv- enz, stjórnarformaður Síld- arútvegsnefndar, heldur því fram í viðtali við Morgun- blaðið sl. sunnudag, að hrun norsk-íslenzka síldarstofnsins í lok sjöunda áratugarins hafi verið eitt mesta efnahagsáfall Íslendinga á þessari öld. En hver var ástæðan fyrir nær algjöru hruni þessa fyrr- um stærsta síldarstofns heims? Þeirri spurningu svar- aði Gunnar Flóvenz svo í til- vitnuðu viðtali: „Ég hygg að flestir, sem til þessara mála þekkja, við- urkenni að helzta ástæðan fyrir hruni stofnsins hafi verið hinar gegndarlausu veiðar Norðmanna á ungsíldinni á uppeldisstöðvunum við Norð- ur-Noreg þannig að um eðli- lega endurnýjun stofnsins gat ekki orðið að ræða.““ . . . . . . . . . . 21. nóvember 1984: „Kennarar hvaðanæva af landinu láta í ljós álit sitt á síðum Morg- unblaðsins í gær og svara spurningum um kjör sín og stöðu. Lesandinn sér það í hendi, að kennarar telja sig síður en svo standa betur að vígi eftir nýgerða kjarasamn- inga BSRB. Fram kemur að þeir hyggja margir á frekari aðgerðir eins og fjölda- uppsagnir til að treysta stöðu sína. Hér er um vandmeðfarið mál að ræða, sem alls ekki hefur verið skilgreint til neinnar hlítar. Auðvitað er það hagsmunamál allrar þjóð- arinnar en ekki kennara einna að hæft fólk ráðist til og starfi við kennslu. Um þá staðreynd þarf ekki að ræða. […] Fjöldauppsagnir kenn- ara eru neyðarúrræði sem engu bjargar. Hitt er brýnna að af hálfu stjórnvalda og kennara veljist hæfir menn til þess að grandskoða af sann- girni og yfirsýn hvernig leyst- ur verði vandi kennara og þar með þjóðarinnar allrar í skóla- málum.“ . . . . . . . . . . 21. nóvember 1974: „Að und- anförnu hafa orðið talsverðar umræður um íslenskan land- búnað og gildi hans í þjóð- arbúskapnum. Íslendingar hafa stundað landbúnað frá því að landið byggðist, og fram til þessa hefur engum heilvita manni flogið í hug að leggja þessa mikilvægu at- vinnugrein niður, fremur en sjávarútveg þótt hann sé oft og einatt rekinn með halla. Öllum er þó ljóst, að landbún- aðarframleiðsla er ýmsum annmörkum háð hér á landi og stafar það ekki síst af því, að landið er ákaflega misvel fallið til landbúnaðar. Það hefur óneitanlega mikla þýðingu, ekki síst nú um stundir, að þjóðir geti verið sjálfum sér nógar um landbúnaðar- afurðir.“ Fory s tugre inar Morgunb laðs ins Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. Þ egar Einar Oddur Kristjáns- son, alþingismaður Sjálf- stæðisflokks í Norðvestur- kjördæmi, talar um kjaramál er hlustað. Ástæð- an er sú, að Einar Oddur er einn þriggja manna, sem eiga mestan heiður af því, að óðaverðbólgan, sem geisaði í tvo áratugi, var brotin á bak aftur. Hinir tveir eru Ásmundur Stefánsson, nú sáttasemjari ríkisins, og Guð- mundur J. Guðmundsson, formaður Dagsbrúnar á sínum tíma, sem nú er látinn. Einar Oddur talaði um kjarasamninga kenn- ara og sveitarfélaga á Alþingi sl. fimmtudag. Ræða hans hefur vakið mikla athygli. Hann sagði m.a.: „Því spyr ég, virðulegi forseti, og krefst þess, að allir þeir, sem hafa manndóm til svari því þá opinberlega: Hverjir eru það meðal íslenzkra launþega, sem ekki eiga þá að hækka eins? Eru það íslenzkir verkamenn? Eru það íslenzkir iðn- aðarmenn? Eru það íslenzkir verzlunarmenn? Eru það öryrkjar, sem taka laun samkvæmt launaþróuninni eða ellilífeyrisþegar? Hverjir eru þetta, virðulegi forseti? Menn geta ekki komið opinberlega fram, stjórnmálamenn og forystu- menn stjórnmálaflokka. Þeir geta ekki borið blak af þeim skelfilegu mistökum, sem íslenzk sveitarfélög stóðu fyrir í gær öðru vísi en að svara þessu…Það skiptir ekki meginmáli, hvort þeir samningar, sem undirritaðir voru í gær eru 5, 6, 7, 8 eða 9% hærri en samningar Alþýðu- sambands Íslands. Þeir eru stílbrot, sem auð- veldlega gætu fært þetta þjóðfélag á bólakaf, gætu eyðilagt á einni nóttu þann kaupmáttar- auka, sem tekizt hefur að búa hér til í einn og hálfan áratug, gert launafólk á Íslandi fátækt og komið því í öngþveiti…Ég fullyrði, að um leið og gengið hefur verið frá kjarasamningum grunn- skólakennara mun hver einasti starfshópur rík- isins reisa kröfur sínar og þeir munu allir reisa þær kröfur á þeim samningi, sem var gerður við grunnskólakennara. Hver einn og einasti.“ Og síðar í ræðu sinni sagði Einar Oddur Krist- jánsson: „Við skulum átta okkur á því, að þessir samn- ingar sveitarstjórnanna við starfsfólk sitt í grunnskólunum voru samningar við ¼ starfs- manna sveitarfélaganna. Þær eiga eftir að semja við ¾ í viðbót. Þá kemur aftur spurningin: Hver á ekki að hækka?“ Eins og sjá má af þessum tilvitnunum í ræðu Einars Odds Kristjánssonar er meginröksemd þingmannsins sú, að samningar sveitarfélaganna við kennara séu tóm vitleysa vegna þess, að aðr- ar stéttir og starfshópar muni fylgja á eftir. En er það svo? Þarf það að vera svo? Morg- unblaðið ber djúpa virðingu fyrir þekkingu og reynslu Einars Odds Kristjánssonar á þessu sviði. Engu að síður er Morgunblaðið þeirrar skoðunar að Einar Oddur hafi rangt fyrir sér. „Ég var í Skeggjabekk“ Fyrir viku birtist hér í Morgunblaðinu viðtal við verðandi borgar- stjóra í Reykjavík, Steinunni Valdísi Óskarsdóttur. Í viðtali þessu lýsti hún ferli sínum frá æskudögum og sagði m.a.: „Ég var mjög heppin því ég var í Skeggja- bekk, hjá Skeggja Ásbjarnarsyni, sem er þekkt- ur kennari og algjör brautryðjandi í kennslu- starfi. Hann vann mikið með leiklist, sem var algerlega óþekkt á þeim tíma og setti t.d. alltaf upp jólaleikrit, sem ég tók þátt í. Ég held að fáir einstaklingar mér óskyldir hafi haft eins mikil áhrif á mig og Skeggi.“ Steinunn Valdís er ekki ein um að minnast þessa kennara með hlýju og þakklæti. Fullyrða má, að það geri nánast allir hans nemendur og hann kenndi í áratugi. Það er einstök gæfa fyrir börn og unglinga að vera svo heppin að lenda hjá góðum kennurum. Kennurum á borð við Skeggja Ásbjarnarson og þeir hafa verið margir. Þeir voru að vísu óvenju- lega margir í Laugarnesskólanum. En slíkir kennarar hafa verið og eru í mörgum skólum. Þeir eru gulls ígildi fyrir æsku þessa lands. Þeim verður aldrei fullþakkað. Og þeim verður aldrei fullþakkað með peningum. Það er einfaldlega ekki hægt. En þeir uppskera kannski ávöxt erf- iðis síns ef og þegar þeir átta sig á því, að gamlir nemendur, eins og Steinunn Valdís í þessu til- viki, hugsa til þeirra með nánast óendanlegu þakklæti. Það á að vera metnaðarmál okkar Íslendinga, að arfleifð Skeggja Ásbjarnarsonar og annarra slíkra kennara lifi í öllum skólum landsins. Að allir skólar landsins hafi á að skipa slíku úrvals- liði kennara, hvort sem það eru leikskólar, grunnskólar, framhaldsskólar eða háskólar. Þetta hefur alltaf verið mikilvægt en aldrei mikilvægara en nú. Æska Íslands stendur frammi fyrir ógnum af öðrum toga en áður. Það eru ómerkileg öfl á ferðinni, sem vinna skipulega að því að eyðileggja hana. Þjóðin öll verður að skera upp herör gegn þeim eyðileggingaröflum. Kennarar á öllum stigum skólakerfisins eru í fremstu víglínu í þessari baráttu. Leikskólastarf Margrétar Pálu Ólafsdóttur hefur vakið þjóðarathygli og nú hefur hún for- ystu um nýjungar í einkareknum grunnskóla í Garðabæ. Skóli Ísaks Jónssonar hefur haldið tryggð við hugsjónir stofnanda síns. Á Íslandi eru margir merkilegir skólamenn, sem ekki hef- ur verið veitt nægileg athygli en tími til kominn, að svo verði gert. Af hverju hefur Einar Oddur rangt fyrir sér? Hverjir eiga hags- muna að gæta af því, að okkur takist að byggja upp á Íslandi úrvalsskóla? Þjóðin öll hefur hagsmuni af því. Börnin sjálf. Foreldrar þeirra. Afar og ömmur. Langafar og langömmur. Hvaða fólk er þetta? Svo vitnað sé til orða Einars Odds eru þetta hinir ¾ hlutar starfs- manna sveitarfélaga. Þetta eru íslenzkir verka- menn. Íslenzkir iðnaðarmenn. Íslenzkir verzl- unarmenn. Öryrkjar. Ellilífeyrisþegar. Allt þetta fólk, sem Einar Oddur telur, að muni fylgja í kjölfarið og krefjast sömu launa- hækkana og kennarar á mikið undir því, að skól- arnir á öllum skólastigum hafi á að skipa hæf- asta fólki til kennslu, sem völ er á. Raunar er óhætt að fullyrða, að ekkert skipti þetta fólk meira máli. Og því má bæta við, að það þarf ekki einu sinni, að benda þessu sama fólki á þessa hagsmuni. Það sér það sjálft. Af þessum ástæðum hefur Einar Oddur Krist- jánsson rangt fyrir sér, þegar hann segir að samningar kennara og sveitarfélaga feli í sér „skelfileg mistök“. Nær væri að segja, að þessir samningar séu áfangar á þeirri leið að meta störf kennara að verðleikum og sýna þeim í launum þá virðingu, sem þeim ber. Þetta eru meginrök Morgunblaðsins fyrir því, að Einar Oddur hafi rangt fyrir sér í því mati, sem hann lagði á kjarasamninga kennara og sveitarfélaganna á Alþingi sl. fimmtudag. En að auki er ástæða til að benda á, að þetta er ekki í fyrsta sinn, sem ástæða hefur verið tal- Lækjarbrekka í fallegum jólabúningi. LEIÐTOGAR OG TRAUST Það er um margt forvitnilegt, að berasaman niðurstöður alþjóðlegrar könnunar Gallup, um viðhorf til stjórn- mála- og viðskiptaleiðtoga, annars vegar, hvernig niðurstöðurnar eru í könnuninni í heild og hins vegar hvernig viðhorf Ís- lendinga eru. Könnunin, sem ber nafnið „Rödd fólks- ins“ var gerð í sumar er leið, í yfir 60 lönd- um og yfir 50 þúsund manns tóku þátt í henni. Í fyrsta lagi er það athyglivert, að 59% aðspurðra Íslendinga telja að leiðtogar íslensks viðskiptalífs hafi of mikil völd og beri of mikla ábyrgð, en hlutfall þeirra sem voru þessarar skoðunar í könnuninni í heild var 49%, eða tíu prósentustigum lægra. 44% aðspurðra hér á landi töldu að for- kólfar viðskiptalífsins hagi sér ekki sið- ferðilega rétt og hlutfallið í sömu spurn- ingu um stjórnmálaleiðtoga var 43%. Í könnuninni í heild sögðu á hinn bóginn 39% að siðferði viðskiptaforkólfa væri ábótavant, en 52% sögðu það sama um stjórnmálaleiðtoga. Hér á landi töldu 27% aðspurðra að við- skiptaforkólfar væru óheiðarlegir og 20% sögðu það sama um stjórnmálaleiðtoga. Í könnuninni í heild var þetta hlutfall mun verra, þar sem 63% töldu stjórnmála- menn óheiðarlega og 43% töldu forkólfa viðskiptalífsins óheiðarlega. Niðurstöður þessarar könnunar hljóta að verða forkólfum viðskipta og stjórn- mála visst umhugsunarefni. Þeir hljóta að velta því fyrir sér, hvað er það í þeirra orðum og gjörðum, sem gerir það að verk- um, að yfir 40% svarenda telja þá ekki haga sér siðferðilega rétt. Jafnvel enn áleitnari spurning fyrir forkólfa við- skiptalífsins er spurningin hvers vegna 59% svarenda hér á landi telja að þeir hafi of mikil völd. Ef marka má þessar niðurstöður, er ljóst, að því fer víðs fjarri, að viðskipta- forkólfar og stjórnmálaleiðtogar hér á landi, njóti óskoraðs trausts. VELSÆLD OG MANNGÆZKA Harry Belafonte, söngvarinnheimsfrægi og einn af svoköll-uðum velgjörðasendiherrum Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, UNI- CEF, sagði í viðtali í Morgunblaðinu í gær að enn væri mikið verk að vinna á al- þjóðlegum vettvangi að tryggja hag og réttindi barna. Um Ísland sagði Harry Belafonte: „Þið búið við öryggi og vel- sæld, efnahagsstaða ykkar er afar björt og mikil uppbygging hér t.d. í tengslum við orkuiðnaðinn sem þýðir að þið getið hagnast enn meir í framtíðinni. Þá vakn- ar upp sú spurning hvernig þið munið takast á við það. Munið þið, líkt og svo margar aðrar þjóðir sem njóta hagsæld- ar, tapa manngæsku ykkar eða mun ykk- ur takast að varðveita hana? Verðið þið meðvituð um það, um leið og þið verðið ríkari sem þjóð, hversu margar þjóðir heims eru fátækar og finnst ykkur þá að ykkur beri siðferðileg og samfélagsleg skylda til að gera eitthvað í málunum, þ.e. hjálpa öðrum?“ spyr Belafonte. Þetta er stór spurning, sem full ástæða er til að Íslendingar velti fyrir sér. Okkur hefur tekizt að skapa mikil auðæfi okkur til handa. Dreifing þeirra er jafnari en í flestum ríkjum heims. Velferðarþjóðfélag okkar hefur verið byggt upp í nafni mannúðar og jöfnuðar. En nær sú hugsun út fyrir landsteinana? Við búum í heimi, þar sem vandamál eins ríkis verða gjarn- an vandamál allra – og um leið verður rík- ari ástæða til að þau ríki, sem verst eru sett, njóti góðs af því að öðrum gengur vel. Í kennaraverkfallinu mátti oft heyra orðið „neyðarástand“ í fjölmiðlum þegar börnin fengu ekki kennslu og umönnun. Vafalaust upplifðu hlutaðeigandi það sem neyðarástand, sem sýnir bezt hversu vel er búið að börnum á Íslandi. Afleiðingar kennararverkfalls, jafnslæmar og þær voru og eru fyrir mörg börn, blikna í sam- anburði við hina raunverulegu neyð, sem tugir milljóna barna víða í hinum svoköll- uðu þróunarlöndum búa við. Mörg eiga enga skó og léleg föt, svelta heilu hungri, hafa enga möguleika á að mennta sig, eru misnotuð og þrælkuð, ofsótt vegna kyn- þáttar eða trúarbragða, landflótta vegna styrjalda. Við höfum það svo gott að okkur hlýtur að renna blóðið til skyldunnar að hjálpa bágstöddum börnum í fjarlægum löndum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.