Morgunblaðið - 21.11.2004, Page 37

Morgunblaðið - 21.11.2004, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. NÓVEMBER 2004 37 UMRÆÐAN ÁRIÐ 1996 átti að reisa tuttugu og fjögurra húsa byggð á Vestursvæð- inu svokallaða á Seltjarnarnesi. Bæj- arbúar risu gegn tillögunni og söfn- uðu undirskriftum gegn ákvörðun bæjarstjórnar. Þá söfnuðust rúm- lega níuhundruð undirskriftir. Hvernig brást bæjarstjórn við? Jú, hinn reyndi bæjarstjóri Seltirninga, Sigurgeir Sigurðsson, og bæj- arstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokks- ins ákvað að hlusta á óskir bæjarbúa og taka fullt tillit til mótmæla þeirra. Tengsl Sjálfstæðisflokksins við Sel- tirninga, svo vitnað sé í fundargerð bæjarstjórnar þennan dag, væru og hefðu verið sterk. Þess vegna þótti ástæða til að fara að óskum okkar. Tæpum tveimur árum síðar, 1998, fóru fram bæjarstjórnarkosningar á Seltjarnarnesi. Ýmsir spáðu því, að nú færi að halla undan fæti fyrir Sig- urgeir bæjarstjóra eftir langa þjón- ustu í embætti bæjarstjóra. En það fór á aðra leið, Sigurgeir vann sinn stærsta sigur fyrr og síðar í þeim kosningum. Þar sannaðist, að tengsl hans og Sjálfstæðisflokksins við bæj- arbúa voru sterk. Hann hlustaði á raddir kjósenda sinna. Átta árum síðar stóð bæjarstjórn Seltjarnarness enn frammi fyrir því að taka ákvörðun í mikilvægum skipulagsmálum. Nú vildi Jónmund- ur Guðmarsson, nýr bæjarstjóri og samherjar hans í bæjarstjórn reisa 180 íbúðir á Hrólfsskálamel og Suð- urströnd og færa íþróttavöll bæj- arins á mun lakari stað en hann er á nú, þ.e. inn í væntanlegan miðbæ. Bæjarbúar risu gegn tillögunni og söfnuðu undirskriftum gegn ákvörð- un bæjarstjórnar. Nú söfnuðust 1.091 undirskrift, sem svarar til 44% af þeim sem greiddu gild atkvæði í síðustu bæjarstjórnarkosningum. Hvernig brást bæjarstjórn við? Jú, bæjarstjóri Seltirninga, Jón- mundur Guðmarsson, og bæj- arstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokks- ins ákváðu að hundsa vilja bæjarbúa og keyra í gegn óbreyttar hug- myndir sínar um breytingu á að- alskipulag á svæðinu. Þessu fylgdi loforð um málamyndabreytingar á deiliskipulagi, þó að bæjarbúar hafi eindregið mótmælt því skipulagi ásamt breytingu á aðalskipulagi. Það verkefni, sem liggur fyrir bæjarstjórninni nú, er að byggja upp viðskipta-, þjónustu- og íbúðakjarna á Hrólfsskálamel í fullri sátt við bæj- arbúa. Með skynsamlegri uppbygg- ingu fallegs miðbæjar, m.a. með hóf- legum íbúðabyggingum fyrir fólk á öllum aldri, má skapa ný tækifæri fyrir Seltjarnarnes. Hins vegar á að láta Suðurströndina, útivistarsvæðin okkar í friði, þar með talinn íþrótta- völlinn. Ekki er heldur hægt að una við það lengur að bæjaryfirvöld þráist við að leggja fram tillögu um nýtt að- alskipulag fyrir 2004–2024 í stað þess sem rann út 2001. Íbúar Sel- tjarnarness eiga rétt á að fá að taka þátt í að móta heildarsýn til fram- tíðar og hafna misheppnuðum smá- skömmtum. Þetta eru þau skýru skilaboð, sem bæjarbúar hafa sent bæjaryfirvöldum með mótmælum sínum. En nú er öldin sannarlega önnur í bæjarstjórn Seltjarnarness. Í stað þess að hlusta á óskir bæjarbúa og fara eftir þeim, kýs bæjarstjórinn að þvinga mál fram, en gefa um leið óljós loforð um aukaatriði og loðin svör við spurningum okkar. Ef meirihlutinn hefði fullan hug á að koma til móts við okkur, eins og hann segist vilja, myndi hann stöðva þetta framferði og koma með aðrar tillögur, sem bæjarbúar gætu rætt og valið úr. Eins og staðan er núna, sýnist bæjarstjórinn vera í þann veg- inn að höggva á þau sterku tengsl, sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur myndað við bæjarbúa með áratuga forystu sinni í bæjarstjórn. Aðrir bæjarfulltrúar flokksins virðast ætla að veita honum stuðning sinn við þetta, þótt ótrúlegt sé. Svo uppskera menn, sem þeir sá. Tvennir tímar í bæjar- stjórn Seltjarnarness Sigmundur Magnússon fjallar um skipulagsmál á Seltjarnarnesi ’Í stað þess að hlusta áóskir bæjarbúa og fara eftir þeim, kýs bæjar- stjórinn að þvinga mál fram, en gefa um leið óljós loforð um auka- atriði og loðin svör við spurningum okkar.‘ Sigmundur Magnússon Höfundur er læknir og Seltirningur. Síðumúla 33 - Sími 588 9490 - www.lyngvik.is - lyngvik@lyngvik.is F A S T E I G N A S A L A OPIÐ HÚS Í DAG JÓRSALIR 10 - KÓPAVOGI Til sýnis og sölu mjög fallegt og vel staðsett einbýlishús með bílskúr, samtals 230 fm. Húsið stendur innst í botnlanga og er gott útsýni frá turni. Stór afgirt suðurverönd. Verð 39,8 millj. Guðbjörg Hannesdóttir sölufulltrúi tekur á móti áhugasömum á milli kl. 14.00 og 16.00 í dag. Viðskiptatækifæri - Keflavík Sölufulltrúi: Guðmundur Valtýsson Gsm 864 3022 Ármúla 15 • sími 515 0500 fax 515 0509 • www.fasteignakaup.is fasteignakaup@fasteignakaup.is Erna Valsdóttir, lögg. fast.-, skipa- og fyrirtækjasali. Veitingastaðurinn Olsen Olsen er til sölu. Spennandi tækifæri í hringiðu Keflavíkur. Reksturinn er í 160 fm snyrtilegu húsnæði á aðalgötu bæjarins. Staðurinn er sérlega vel tækjum búin. Allt fyrsta flokks. Leyfi fyrir nætursölu. Langur leigusamningur getur fylgt. Nánari upplýsingar gefur Guðmundur Valtýsson hjá Fasteignakaup, símar 515 0500 eða gsm 865 3022 Til sölu hjá okkur er nú fjöldi áhugaverðra jarða, m.a. hlunninda- jarðir, jarðir með greiðslumark í sauðfé og mjólk, einnig jarðir fyrir garðyrkju, skógrækt, hrossarækt, svínarækt, frístundabúskap og ferðaþjónustu. Jarðir þessar eru víðs vegar um landið. Erum einnig með á söluskrá fjölda sumarhúsa og hesthúsa. Fáið senda söluskrá í pósti eða nálgist eintak á skrifstofu. Einnig er oft til á sölu hjá okkur sauðfjár- og mjólkurframleiðsluréttur. Nánari upp- lýsingar á skrifstofu Fasteignamiðstöðvarinnar, sem er alhliða fast- eignasala og selur fasteignir jafnt á landsbyggðinni sem og á höf- uðborgarsvæðinu. Sölumenn FM aðstoða. Minnum einnig á fmeignir.is og mbl.is . 135 BÚJARÐIR/LANDSPILDUR - 75 SUMARHÚS Atvinnuhúsnæði Bæjarhraun - Hf. - til leigu Nýkomið sérlega gott ca 800 fm atvinnuhúsnæði, sem skiptist þannig: 550 fm lag- erpláss með innkeyrsludyrum og ca 250 fm verslunar-/skrif- stofupláss. Afhending um nk. áramót. Frábær staðsetning og gott auglýsingagildi. Eignasala Reykjavíkur og nágrennis ehf., Vegmúla 2, Reykjavík. Stefán Hrafn Stefánsson hdl., lögg. fasts. sími 515 7440, stefan@eron.is Byggingaverktakar - fjárfestar - ATH! Undirrituðum hefur verið falið að leita tilboða í frábæra byggingarlóð undir atvinnuhúsnæði á einum besta stað á stór-Reykjavíkursvæðinu. Um er að ræða stóra byggingarlóð við Dalveg nr. 10-14 í Kópavogi, rétt við Smáratorgið og í nálægð Smáralindar. Lóðin stendur á milli Dalvegar og Reykjanesbrautar (Stofnbrautar) og er auglýsingagildi lóðarinnar mik- ið. Ýmsir möguleikar eru á uppbyggingu á lóðinni. Lóðin er samtals u.þ.b. 17.600 fm. Gatnagerðargjöld eru innifalin fyrir hluta lóðarinnar. Verð tilboð. Allar nánari upplýsingar veitir undirritaður á skrifstofutíma. Jóhannes Ásgeirsson hdl., lögg. fasteignasali F A S T E I G N A S A L A SUÐURLANDSBRAUT 10, 2. HÆÐ F/OFAN BLÓMASTOFU FRIÐFINNS, 108 REYKJAVÍK SÍMI 533 1616 FAX 533 1617 OPIÐ HÚS Í DAG MILLI KL. 14 OG 18 SÖRLASKJÓL 34 – 3JA HERB. Gullfalleg 3ja herbergja íbúð með sérinngangi á jarðhæð (kjallara) í Vesturbænum. OPIÐ HÚS Í DAG MILLI KL.14 OG 18 - SÖRLASKJÓL 34 – 3JA HERB. Forstofa, forstofu- herbergi, hol, stofa, eldhús, hjóna- herbergi og baðherbergi. Íbúðin er nýuppgerð, skólplagnir endurnýjað- ar og húsið sjálft nýlega uppgert að utan. Glæsileg eign á frábærum stað. Tekið verður á móti gestum sunnudaginn 21. nóvember milli kl. 14-18 Háholt 28 - Reykjanesbæ OPIÐ HÚS Í DAG MILLI KL. 14 OG 16 Um er að ræða 164 fm einbýli á einni hæð með 22 fm bíl- skúr, samtals 186 fm. Stofa og borðstofa sem er mjög stór eða ca 60 fm. Eldhús m/beyki- innréttingu. Beykiparket er á eldhúsi, stofu og svefnherbergjum. Flísar á baðherbergi, þvottahúsi og gangi. Nýlegt baðherbergi og þvottahús. Góð staðsetning. Skjólgóður sólpallur. Fallega ræktaður garður. Stutt í skóla. Getur losnað fljótlega. Verð 18,9 millj. Birgir og Stella bjóða ykkur velkomin.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.