Morgunblaðið - 21.11.2004, Side 50

Morgunblaðið - 21.11.2004, Side 50
50 SUNNUDAGUR 21. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ DAGBÓK Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Löngun þín til þess að bregða út af van- anum er þónokkuð mikil núna. Þú leitar ævintýra og nýrrar þekkingar. Ekki láta það hlaupa með þig í gönur. Naut (20. apríl - 20. maí)  Lærðu að gera málamiðlanir þegar þú ræðir gildismat við aðra. Ekki er víst að allir vilja gera og segja eins og þú. Sættu þig við þetta. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Þú færð tækifæri til þess að kynnast sjálfum þér betur í gegnum samskipti við þína nánustu á næstu fjórum vikum. Vertu í góðu sambandi. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Þú átt mikið af dóti því að þú átt mjög erfitt með að henda nokkrum hlut. Þú heldur alltaf að einn daginn þurfir þú á því að halda. Taktu til og segðu skilið við óþarfa. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Það er óhætt að segja að komandi vikur verði fullar möguleika og afþreyingar. Partí, daður, vetrarleyfi og þátttaka í uppákomum mun veita þér ánægju. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Nú er tímabært að beina sjónum að heimili, fjölskyldu og fasteigna- viðskiptum. Komdu skikki á líf þitt og veittu þínum nánustu meiri tíma og at- hygli. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Það er óhætt að segja að þú verðir á kafi á komandi vikum. Stuttar ferðir, kaup og sala, verslunarleiðangrar og fleira. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Þú finnur kannski nýjar leiðir til þess að laða að þér peninga og auka tekjurnar innan tíðar. Það er ekki ósennilegt að þú aflir meira og eyðir meiru á næstunni. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Sólin fer inn í merki þitt í dag, bogmað- ur, og gefur þér tækifæri til þess að hlaða batteríin fyrir komandi misseri. Það er komið að þér að ganga í end- urnýjun lífdaga. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Nú er ráð að láta lítið á sér kræla, sinntu verkefnum þínum í kyrrþey, vertu í skugganum. Þú þarft svo sannarlega á hvíld að halda og nærð bestum árangri í einrúmi núna. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Ræddu vonir þínar og þrár við aðra. Það gæti komið flatt upp á þig hvaðan góðu hugmyndirnar koma. Fólk er í miklu stuði til þess að leggja þér lið. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Búðu þig undir að verða valinn til tiltek- inna verka á næstunni, fiskur. Þú verður í sviðsljósinu. Ekki skorast undan, þú munt gera það mjög gott. Stjörnuspá Frances Drake Sporðdreki Afmælisbarn dagsins: Þú ert svo sannarlega fagurkeri og hefur frábæran smekk. Þú býrð líka yfir miklum ástríðum og kynþokka og vilt vera með á nótunum í nútímanum. Þú ert skapandi, barnslega forvitin og framtakssöm manneskja. Einbeittu þér að nánum samböndum á næstu 12 mánuðum. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. Hreysti, hamingja, hugarró heitir nýút-komin bók jógakennarans GuðjónsBergmann, en þar kynnir hann fjöl-breyttar aðferðir til að ná stjórn á eig- in lífi og reynir að vekja lesandann til umhugs- unar um hvað skiptir mestu máli í lífinu. Bókin er að stórum hluta byggð á fyrirlestraröð sem Guð- jón hefur haldið undanfarin ár. Þar er að finna ýmsar ráðleggingar til að viðhalda hraustum lík- ama og heilbrigðu tilfinningalífi auk þess sem fjallað er um vissar hugarfarsbreytingar sem gera þarf til að ná andlegum árangri. Þá er þar að finna ábendingar á bókmenntir sem gagnast geta leit- andi einstaklingum. Guðjón Bergmann segir þá heimspeki sem bók- in boðar í aðalatriðum vera þá að allir geti upp- lifað hreysti, hamingju og hugarró. „Með reglu- legri líkamlegri ástundun, heilbrigðu mataræði, slökun, bættum samskiptum og breyttu hugarfari geta allir náð þessum eftirsótta árangri,“ segir Guðjón. „Heimspeki bókarinnar snýst um að ná jafnvægi á milli þessara þriggja þátta. Allt hefst og endar með hugsun. Því legg ég mikla áherslu á að fá fólk til að hugsa líf sitt upp á nýtt. Í bókinni er að finna ráðleggingar úr öllum áttum, ekki ein- ungis úr jógafræðunum. Hún er samantekt af minni eigin reynslu auk þess sem ég vitna í and- lega meistara, sálfræðinga og aðra sérfræðinga.“ Er jóga trúarlegt, eða nær það handan trúar- bragða? „Jóga er að vissu leyti trúarlegt en nær á sama tíma út fyrir trúarbrögðin. Trúarbrögð má kalla samfélagslega siðfræði. Jóga má kalla vísindalega nálgun á andlegan þroska einstaklingsins. Jóga- fræðin hjálpa einstaklingnum að taka markviss skref í átt að eigin hugljómun. Markmið jóga er að þekkja sjálfan sig, þekkja sinn innsta kjarna, leita svara við spurningu Paramahansa Yogananda: „Hvað er bakvið myrkur lokaðra augna?“ Jóga- fræðin eru aldrei í andstöðu við trúarbrögð. Trúarbragðiðkun getur meira að segja dýpkað við ástundun jóga.“ Hver er ávinningur fólks af ástundun jóga? „Til að byrja með er ávinningurinn líkamlegur. Fólki fer að líða betur á allan máta. En líkams- æfingarnar hafa líka andlegan ávinning í för mér sér. Fólk hefur komið til mín og sagst hafa átt auðveldara með að takast á við alls konar áföll, skilnaði, vinnumissi og veikindi, vegna reglu- legrar jógaástundunar. Sumir láta þar við sitja. En með tímanum vex yfirleitt áhugi á heimspek- inni og þar er að finna möguleika á algjörri um- breytingu – lífsbyltingu – hamingju án ytri skil- yrða – hugljómun. Ég hef ekki enn náð því marki en ég veit hvert ég stefni.“ Hugrækt | Ný bók um uppbyggingu og viðhald heilbrigðrar sálar og líkama  Guðjón Bergmann er fæddur í Reykjavík 1972. Hann stundaði nám við MH og tók þátt í leiklistarlífinu í þeim skóla. Þá lauk hann jógakennaranámi hjá Yogi Shanti Desai árið 1998 og framhaldsnámi í jógakennslu hjá Yogi Hari í Flórída árið 2004. Guðjón hefur starfað sem dagskrárgerðarmaður, kynningarfulltrúi og blaðamaður og framkvæmdastjóri auk starfa á leikskóla. Þá hefur hann starfað sem jógakennari síðan 1998, en árið 2001 opnaði hann sína eigin jógastöð. Guðjón er kvæntur Jóhönnu Bóel. Þau eiga einn son. Allir geta fundið hamingju  6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 Krossgáta Lárétt | 1 kaupstaður, 8 garm, 9 blotna, 10 þreyta, 11 hani, 13 helsi, 15 segl- skip, 18 dögg, 21 sarg, 22 tekin á leigu, 23 logið, 24 föt. Lóðrétt | 2 snúa heyi, 3 tölustaf, 4 viðburður, 5 urga, 6 fituskán, 7 skori á, 12 veiðarfæri, 14 meðal, 15 svengd, 16 skapvond, 17 hægt, 18 hagnað, 19 óhreinkaðu, 20 hama- gangur. Lausn síðustu krossgátu Lárétt | 1 ámóta, 4 skálm, 7 mamma, 8 lofar, 9 lóm, 11 rýrt, 13 árar, 14 ærast, 15 sker, 17 tólf, 20 ana, 22 rofar, 23 skæla, 24 kanna, 25 aðila. Lóðrétt | 1 álmur, 2 ósmár, 3 aðal, 4 sálm, 5 álfur, 6 mærir, 10 ógagn, 12 tær, 13 átt, 15 spræk, 16 elfan, 18 ódæði, 19 flata, 20 arða, 21 aska. 80ÁRA afmæli. Ídag, 21. nóv- ember, er áttræð Arn- dís S. Genualdo, Norð- urbrún 4, Garðabæ. Arndís er dóttir hjónanna Sigurðar Kristjánssonar, al- þingismanns, og konu hans Rögnu Pétursdóttur. Hún er elst af 10 systkinum og bjó fjölskyldan lengst af í Vonarstræti 2, Reykjavík. Arndís fagnar tímamótunum með nán- ustu fjölskyldu og vinum. Árnaðheilla dagbók@mbl.is Brúðkaup | Gefin voru saman 2. októ- ber 2004 í Þýskalandi þau Þorbjörg R. Hafsteinsdóttir og Marcel Höchs- mann. Heimili þeirra er í Neu-Anspach í Þýskalandi. 1. c4 e5 2. Rc3 Rf6 3. Rf3 Rc6 4. d4 exd4 5. Rxd4 Bb4 6. Bg5 h6 7. Bh4 Bxc3+ 8. bxc3 Re5 9. f4 Rg6 10. Bxf6 Dxf6 11. g3 d6 12. Bg2 0-0 13. 0-0 a6 14. Dd2 Hb8 15. e4 Bd7 16. Hae1 b5 17. cxb5 axb5 18. Rc2 Hbd8 19. He3 Re7 20. Hd3 Rc8 21. Re3 Be6 22. Hd1 Hde8 23. Rd5 Dd8 24. Df2 Bxd5 25. Hxd5 c6 26. H5d3 Da5 27. h4 He7 28. g4 Ha7 29. g5 hxg5 30. hxg5 Db6 31. Hd4 Dc5 32. f5 He8 33. Dh4 Re7 34. H1d3 Hxa2 35. Hh3 Ha1+ 36. Bf1 Kf8 37. f6 Rg6 Staðan kom upp í flokki 18 ára og yngri stráka á heimsmeistaramóti ung- menna sem lauk fyrir skömmu. Evg- eny Tomashevsky (2.523) hafði hvítt gegn A. Iskakov (2.431). 38. Dh8+! og svartur gafst upp enda verður hann mát eftir 38. ... Rxh8 39. Hxh8#. Fjórða og síðasta umferðin í fyrri hluta Íslandsmóts skákfélaga hefst kl. 10 í dag í MH. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is Hvítur á leik. Háskólabíó kl. 14: Þrjár verðlaunamyndir eftir Sturlu Gunnarsson, frumsýning: Kvik- myndirnar Gerrie og Louise, Ferðin langa og Furðufuglar sýndar í röð kl. 14, 16 og 18. Sturla Gunnarsson svarar fyrirspurnum um myndirnar eftir fyrstu sýninguna. Ólaf- ur H. Torfason stýrir umræðum. Regnboginn kl. 18: Múrinn eftir Ólaf Sveinsson frumsýnd. Leikstjórinn svarar fyrirspurnum úr sal eftir sýningu. Helst á Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík Sturla Gunnarsson SIGRÍÐUR Pétursdóttir kvikmyndafræð- ingur flytur fyrirlestur um börn og kvik- myndamenningu í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi, kl. 13 í dag. Þar rýnir Sigríður í það kvikmyndaum- hverfi sem íslensk börn og unglingar búa við hér á landi og spurninga á borð við: Hvernig kvikmyndir horfa börn og ung- lingar á og hvað stendur þeim til boða? Veltir hún jafnframt fyrir sér hvort ekki sé mikið ábótavant í kvikmyndauppeldi barnanna. Sigríður segir Kvikmyndir greinilega ekki enn vera viðurkennda list- grein innan skólakerfisins, en á meðan þannig sé í pottinn búið sé ekki hægt að búast við því að börn læri að leggja mat á kvikmyndir á sama hátt og t.d. bók- menntir. Þau hafi ekki forsendur til þess. Sigríður telur mikla möguleika fólgna í því að efla áhuga barna á „öðruvísi kvikmynd- um en bandarískum afþreying- armyndum,“ m.a. með því að kenna þeim að lesa kvikmyndir á lifandi og skemmti- legan máta. Fyrirlestur Sigríðar verður á dagskrá sem helguð er börnum og kvikmyndum á vegum Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík. Sama dag verður listræn teiknmynd um sköpun heimsins, Auga Óðins, sýnd þrisvar yfir daginn í Hafn- arhúsinu, þ.e. kl. 10.30, 11.30 og í kjölfar fyrirlesturs Sigríðar Pétursdóttur. Að- gangur er ókeypis og öllum frjáls. Börn og kvikmyndamenning í Hafnarhúsinu ÁRMANN Helgason klarínettleikari og Miklos Dalmay píanóleikara halda í dag tónleika í Hömrum, sal Tónlistarskóla Ísa- fjarðar og leika klassíska efnisskrá fleyg- aða með slavneskum dönsum og íslensk- um þjóðlögum undir yfirskriftinni Þjóðlög, dansar og svífandi meistaraverk. Á efnisskrá eru tvær af þekktustu són- ötum sem samdar hafa verið fyrir klarín- ett og píanó eftir Brahms og Poulenc. Þá verða leiknir Ungversku dansarnir eftir Weiner, útsetningar Bartóks á rúm- enskum dönsum og íslensku þjóðlögin í nýjum búningi Þorkels Sigurbjörnssonar. Miklos Dalmay Ármann Helgason Þjóðlög, dansar og svíf- andi meistaraverk Fréttir í tölvupósti

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.