Morgunblaðið - 21.11.2004, Síða 55

Morgunblaðið - 21.11.2004, Síða 55
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. NÓVEMBER 2004 55 MENNING FIMMTUD. 25. NÓV. KL. 20 VINIR INDLANDS - styrktartónl. Fram koma Arnar Jónsson leikari, Elín Ósk Óskarsdóttir, sópran, Snorri Wium, tenór, Óperukórinn undir stjórn Garð- ars Cortes og Tríó Reykjavíkur. Ágóði af tónleikunum rennur óskiptur til verk- efna á Indlandi. Verð 2.000 kr. LAUGARDAGUR 27. NÓV. KL. 16 TÍBRÁ: FIÐLA OG PÍANÓ — DEBUT Ari Þór Vilhjálmsson og Anna Guðný Guðmundsdóttir leika Sónötu fyrir fiðlu og sembal í E-dúr e. JS Bach, Rondeau Brilliant e. Schubert, Souvenir d'un Lieu Cher e. Tchaikovsky og Sónötu nr. 1 í f-moll e. Prokofiev. Þetta eru fyrstu opinberu tónleikar Ara hér á landi. Í GREINARGÓÐUM og upplýsandi texta um Tuma Magnússon bendir Leonhard Emmerling á eitt af því sem er aðall Tuma sem listamanns; hann hefur svo fínan húmor. Allt frá því að Tumi málaði hversdagshluti eins og eyrnapinna eða eldhúsborð til eldhúsnaumhyggjunnar sem kemur fram í málverkum unnum annaðhvort með hinum ýmsustu efn- um eins og tei eða byggja t.d. á lita- skala kóks hefur sérstakur húmor verið undirliggjandi í verkum hans. Það er eitthvað alveg einstakt við það hvernig Tuma hefur í gegnum árin tekist að vera sínu trúr en þó í sífelldri endurnýjun og hann hefur fyrir löngu markað sér sérstöðu inn- an íslenskrar listasögu. Ennfremur einkennast verk hans jafnan af ein- lægri virðingu og áhuga á listinni og möguleikum hennar, á málverkinu, eðli þess, sögu og hlutverki. Blómasýningar í Hveragerði Sýning Tuma er á næsta bæ við Eden, einum helsta sýningarstað ís- lenskra áhugamálara. Hveragerði er síðan auðvitað einn helsti gróð- urhúsabær og blómaræktunarbær landsins eins og allir vita, hér er mikil inniræktun í gangi. Sýning Tuma er unnin í samhengi við um- hverfi sitt á skemmtilegan hátt en vísar um leið langt út fyrir það. Það eru þrjú aðalmótíf á sýningunni; vatn, blóm og fiskar. Vatnið birtist okkur á myndböndum sem drjúp- andi í mismunandi litan lög, maður er þó ekki alltaf alveg viss hvort vatnið drýpur eða hvort það bullar í leginum eins og í leirhver. Dropa- sinfónían er kostuleg en um leið er innsetningin vandlega hugsuð í lit, hljóði og takti. Ég hef ekki séð Tuma vinna með blóm áður og skrifa mótíf- ið því á samhengi sýningarinnar. Risastór tölvuprent af útsprungnum blómknúppum þekja rennihurðirnar sem eru eitt af einkennum sýning- arsala listasafnsins. Það er síðan áhorfandans að velja hvort salurinn er yfirþyrmandi fullur af blómum eða hvort þau sjást ekki, einungis með því að opna eða loka dyrunum. Þetta verður einnig til þess að sýn- ingin er lifandi og síbreytileg, nýir áhorfendur ganga inn í það sem þeir á undan komu skildu eftir. Tumi er einlægur í gerð blómamyndanna, enda eru blóm sígilt mótíf lista- manna og hafa verið gegnum ald- irnar. Þriðja mótíf Tuma eru fiskar. Eftir nafni myndraðarinnar að dæma er hér um sjófiska að ræða en ég tengdi þá frekar við gullfiska, við innikúltúr ræktaðra blóma og dropa sem leka úr krana í einhverri dul- arfullri rannsóknarstofu. Fiska- myndirnar verða þó til þess að hin verkin á sýningunni birtast í nýju ljósi. Tumi hefur afskræmt fiskana og gert þá ferhyrnda, svo þeir passi í ramma málverksins. Hann leyfir samt útlínum ugganna að halda sér. Hér birtist neikvæð hlið ræktunar og meðferð mannsins á náttúrunni skyndilega og um leið verða blómin á myndunum of stór og of litrík, drjúpandi vatnið verður að menguðu ógeði, hér er náttúran tamin og þvinguð í mót sem henni er ekki ætl- að. Eftir sem áður eru blómin heillandi falleg, vatnið drýpur í létt- um takti, mynstur og litir fiskanna hrífandi. Áhorfandinn veit því varla í hvorn fótinn hann á að stíga. Ekki ósvipaður leikur á sér stað í málverkum Tuma frammi á gang- inum sem máluð eru í naumhyggju- stíl. Það er titillinn sem gefur óvænta vinnuaðferð og hugsun lista- mannsins til kynna, liturinn sem Tumi leggur mikla vinnu í að ná ná- kvæmlega réttum er liturinn á kóki – djúpu eða grunnu. Að nota lýsing- arorðin djúpt eða grunnt opnar líka verkin, varla er sagt um vökva í glasi að hann sé djúpur eða grunnur, en hins vegar um vatn í t.d. tjörn. Þetta tengir málverkin um leið myndbönd- unum sem sýna einhverjar ókenni- legar vökvategundir, manngerðar en um leið með vísunum til náttúrunn- ar. Hin manngerða náttúra Það má segja að hin manngerða náttúra sé viðfangsefni þessarar sýningar Tuma en um leið er hann að fást við sígildar listrænar spurn- ingar í vinnu sinni, eins og mögu- legar birtingarmyndir málverks í fiskaverkunum og hann sýnir sína útgáfu af klassískum viðfangsefnum listasögunnar í blómamyndunum. Tumi er jafnvígur á ýmsa miðla, þannig er hann orðinn öruggur með myndbandið og hikar ekki við að nota tölvuvinnslu í myndum sínum. Á sama tíma er hann fyrst og fremst málari og í öllum verkum á þessari sýningu er hann í raun að mála. Þetta er sterk og heilsteypt sýning hjá Tuma sem fer létt með að fylla nokkuð stóra sali safnsins lífi. Óhætt er að segja að Listasafn Árnesinga er mjög góð viðbót við sýning- armöguleika íslenskra listamanna og stutt að skreppa yfir heiðina. Innikúltúr og eldhús- naumhyggja MYNDLIST Listasafn Árnesinga, Hveragerði Til 12.12. Safnið er opið þr.d. fim. og laud. frá 13.30–17.00. Blönduð tækni, Tumi Magnússon Ragna Sigurðardóttir „Þetta er sterk og heilsteypt sýning hjá Tuma sem fer létt með að fylla nokkuð stóra sali safnsins lífi.“ OPNUÐ hefur verið myndlistarsýn- ingin Í fókus með yfirlitsverkum Kristjáns Steingríms Jónssonar myndlistarmanns, í Felleshúsi, sam- eiginlegu húsi norrænu sendiráð- anna í Berlín. Listfræðilegur ráðu- nautur sýningarinnar er Ólafur Kvaran, safnstjóri Listasafns Ís- lands, en að auki hefur dr. Bernd Koberling, prófessor við Listahá- skólann í Berlín, veitt listfræðilega aðstoð við uppsetningu sýning- arinnar. Á sýningunni eru málverk frá síðustu tíu árum. Settur staðgengill sendiherra Ís- lands í Berlín, Auður Edda Jökuls- dóttir sendiráðunautur, opnaði sýn- inguna í gær og verður hún opin alla daga vikunnar til og með 31. desem- ber nk. Á opnunarkvöldinu mun Gjörningaklúbburinn vera með gjörning. Þá verður boðið upp á ís- lenskt sjávarfang frá fyrirtækjunum SH og SÍF í Þýskalandi og konfekt frá Nóa-Síríus. Meðal styrktaraðila sýning- arinnar eru: Icelandair, Eimskip, SÍF, SH, Alcan, Samskip, Nói-Síríus og Scandotel Berlín. Utanríkisráðu- neytið lagði sýningunni til veglegan styrk en einnig menntamálaráðu- neytið, Listasafn Íslands, Listasafn Reykjavíkur, Listaháskóli Íslands og Þýsk-Íslenska verslunarráðið. „Undanfarin fimm ár hafa nor- rænu sendiráðin í Berlín staðið fyrir metnaðarfullu menningarstarfi – fyrirlestra- og sýningahaldi – í Fell- eshúsi og er nú markmiðið að gera enn betur og markaðssetja Felles- hús enn meira sem miðstöð menn- ingar og umræðna milli Norð- urlanda og Þýskalands. Sendiráðið í Berlín vill gjarnan bjóða íslenskum aðilum, hvort sem er stofnunum eða fyrirtækjum, að að nýta sér hús- næðið ef áhugi er til að efna til kynn- inga á myndlist, tónlist, bók- menntum eða til fyrirlestrahalds í Berlín,“ segir Auður Edda. Mikið er um íslenskt myndlist- arfólk í Berlín og má t.d. geta þess að sýning Gabríelu Friðriksdóttur, Melankólía, stendur nú yfir í Spiel- haus Morrison Galerie til 4. desem- ber nk. Myndlist | Kristján sýnir í Berlín „Felleshús verði miðstöð menningar“ Morgunblaðið/Kristján Verkið Kárahnjúkar sem Kristján Steingrímur sýndi nýverið í Galleríi +. Kristján Steingrímur Jónsson myndlistarmaður. Öll dagskrá leikhúsanna á einum stað leikhus.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.