Morgunblaðið - 21.11.2004, Síða 56

Morgunblaðið - 21.11.2004, Síða 56
56 SUNNUDAGUR 21. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík 17.–25. nóvember Reykjavik International Film Festival www.filmfest.is Regnboginn kl. 18:00 Regnboginn: 14:00 Baunir kl. hálf sex 14:00 Lifandi í limbói 15:00 Lifandi í limbói 16:00 Stjórnstöðin • Míla frá Mars 18:00 Múrinn • Konunglegt bros Háskólabíó: 14:00 Gerrie og Louise (frums.) 16:00 Ferðin langa (frums.) 18:00 Furðufuglar (frums.) 22:00 Jargo Hafnarhús: 10:30, 11:30 og 13:30 AugaÓðins (Aðgangur ókeypis) Sunnudaginn 21. nóvember Austur-Berlín um miðjan níunda áratuginn meðan múrinn stóð enn og pönkið var lamið niður af hörku. Í myndinni er sögð saga Jan Sputnik og félaga hans í pönkbandinu “Der Demokratische Konsum”. Múrinn er önnur mynd Ólafs Sveinssonar í heimildarþríleik hans um Berlín, sem hann vinnur samhliða heimildar- þríleik um Reykjavík. Leikstjóri svarar fyrirspurnum að frumsýningu lokinni. FRUMSÝNING Saga Bítlanna er mikið ævin-týri og því merkilega semfleiri þættir hennar verðaljósir. Af öllu því furðulega sem á daga þeirrar merku sveitar dreif á hennar stuttu ævi er þó fátt eins sérkennilegt og útgáfu- sagan, sagan af því hvernig mis- vitrir og fégráðugir útgáfustjórar vestan hafs og austan fóru með plötur sveitarinnar. Það skilaði sér meðal annars í því að Bandaríkja- menn fengu til að mynda nokkuð aðra mynd af sveitinni en Bretar því framan af voru plöturnar sem komu út vestan hafs allt öðruvísi en þær sem gefnar voru út í Bret- landi. Það hafði meðal annars í för með sér að þegar plöturnar komu síðar út á geisladiskum og fylgt var bresku útgáfunni urðu margir bandarískir Bítlavinir fyrir mikl- um vonbrigðum. Þeir geta þó tek- ið gleði sína að nýju því nú koma fyrstu fjórar Bítlaplöturnar sem gefnar voru út þar í landi, allar saman í einum kassa, Meet the Beatles!, The Beatles Second Album, Something New og Beatles ’65. Flestir evrópskir áheyrendur fá líka eitthvað fyrir sinn snúð því sitthvað sem þeir ekki hafa heyrt er að finna á plöt- unum. Vildu ekki Bítlana Parlophone hét útgáfa Bítlanna í Bretlandi en eigandi hennar var EMI-útgáfurisinn. EMI átti líka bandarískt fyrirtæki, Capitol, en þó að sveitin hafi fengið fljúgandi start í heimalandinu leist Capitol- mönnum ekki nema miðlungi vel á að gefa Bítlana út vestan hafs. Fyrsta smáskífa Bítlanna sem náði á toppinn í Bretlandi, Please Please Me, dugði þannig ekki til að heilla stjóra Capitol sem svar- aði því til er hann fékk skífuna í hendur að hljómsveitin myndi aldrei selja neitt af viti í Banda- ríkjunum. Næstu smáskífu, From Me to You, var líka hafnað og í fram- haldi af því fór George Martin, umboðsmaður Bítlanna, að leita hófanna hjá öðrum fyrirtækjum. Á endanum samdi hann við smáfyr- irtækið Vee Jay sem gaf út smá- skífurnar tvær. Smáskífurnar seldust ekki nema miðlungi vel og Vee Jay, sem var nánast komið á hausinn, hafði ekki áhuga á að gefa meira út að svo stöddu. Það var því annað smáfyrirtæki, Swan Records, sem gaf út næstu smá- skífu, She Loves You. I Want to Hold Your Hand varð svo til þess að Capitol kveikti loks á perunni og gaf smáskífuna út. Hún seldist gríðarlega vel og í framhaldi af tók Capitol heldur en ekki við sér. Vee Jay átti reyndar enn réttinn á nokkrum lögum og 10. janúar 1964 kom út í Banda- ríkjunum fyrsta Bítlaplatan, Please Please Me, sem hét Intro- ducing the Beatles í bandarískri útgáfu, enda var búið að klippa af lögin Please Please Me og Ask Me Why. Tíu dögum síðan kom svo út fyrsta Bítlaplatan sem Capitol gaf út, Meet the Beatles!, en þar var komin Bítlaplata nr. 2 í Bretlandi, With the Beatles, í nokkuð breyttri mynd. Capitol-mönnum fannst óþarft að hafa fjórtán lög á plötunni eins og á bresku útgáf- unni og sleppti að auki fimm lög- um eftir bandaríska listamenn sem Bítlarnir fluttu. Í þeirra stað komu tvö b-hliða lög og I Want to Hold Your Hand. Vestan hafs tíðkaðist að hafa tólf lög á plötum og útreikningar á höfundar- og útgáfuréttargjöldum voru nokkuð frábrugðnir því sem gerðist á Bretlandi. Í Bandaríkj- unum voru gjöldin reiknuð eftir fjölda laga og hækkuðu því við hvert lag, en í Bretlandi var miðað við prósentu af heild. Þrjár breiðskífur á hálfu ári Þrem mánuðum eftir að Meet the Beatles! kom út kom svo út önnur Bítlaplata á vegum Capitol, The Beatles’ Second Album, sem á voru lögin fimm sem ekki þóttu henta fyrir Meet the Beatles!, She Loves You og tvö ný lög til við- bótar. Þriðja Bítlaplatan sem kom út í Bretlandi var A Hard Day’s Night. Sú kom líka út vestan hafs, en þá í talsvert annarri mynd og annað fyrirtæki, United Artists, gaf hana út um miðjan júní 1964. Capitol-menn voru þó ekki af baki dottnir og í júlí kom út þriðja Bítlaplatan frá Capitol, Something New. Á henni voru lög Bítlanna úr A Hard Day’s Night, tvö nýleg lög og þýsk útgáfa af I Want to Hold Your Hand (Komm, Gib Mir Deine Hand). Capitol var þá búið að gefa út þrjár breiðskífur með Bítlunum í Bandaríkjunum á hálfu ári, United Artits eina, Vee Jay eina (fimm ef taldar eru plötur sem seldar voru út á það að á þeim væru Bítlalög, eitt eða fleiri, þó þau væru ekki endilega flutt af Bítlunum), Atco eina, Savage eina. Ekki var þó allt búið enn, því Capitol átti eftir að gefa út tvær Bítlabreiðskífur til viðbótar á árinu enda eftirspurnin nóg. Það gefur nasasjón af vin- sældum sveitarinnar á þessum tíma að árið 1964 seldi sveitin fjórtán milljón breiðskífur í Bandaríkjunum og nokkrar millj- ónir eintaka af smáskífum. Í nóvember 1964 gaf Capitol svo út plötuna The Beatles’ Story, tvö- föld plata með viðtölum og brotum úr lögum, sem seldist bráðvel þó að ekki væri á henni eiginleg Bítlatónlist – milljón eintök seld- ust á hálfu ári. Síðasta Bítlaútgáfa ársins kom svo um miðjan desem- ber 1964 og hét Beatles ’65. Þar var komin breiðskífan Beatles for Sale sem kom út í Bretlandi þá um haustið, eða réttara sagt hluti hennar því átta lög voru af Beatl- es for Sale og tvö smáskífulög með. Hrært í hljóði Capitol-menn áttu eftir að hræra í lagalistum lengi enn, það var ekki fyrr en Sgt. Pepper’s Lonely Hearts Club Band kom út að Bítlaplata var eins vestan hafs og austan; meira að segja snilld- arskífur á við Rubber Soul og Re- volver voru klipptar til fyrir Bandaríkjaútgáfu. Þegar Bítlaplöturnar voru svo gefnar út á geisladiskum 1987 var ákveðið að hafa útgáfuna eins og plöturnar höfðu verið í Bretlandi sem varð mörgum vonbrigði vest- an hafs, því þar höfðu menn alist upp við annað. Eini geisladisk- urinn sem var eins og bandaríska útgáfan var Magical Mystery Tour, sem kom út sem breiðskífa með aukalögum í Bandaríkjunum en á stuttskífum í Bretlandi. Hljóð á plötunum er endurunnið eftir bandarískum frumeintökum, en ekki var bara að lögum var fækkað og þau flutt á milli platna, heldur bættu menn líka bergmáli á sum lögin til að hljómurinn yrði amerískari. Á diskunum eru lögin í upprunalegri mono-útgáfu en einnig eru þau mörg í stereo-gerð og sum í duophone, sem var heimagert stereo sem Capitol- menn púsluðu saman úr tveimur mono-rásum sem voru tónjafn- aðar, þjappaðar og reverb bætt við. Tónlist á sunnudegi Árni Matthíasson Bítlarnir snúa heim úr fyrstu Bandaríkjaferðinni. Í mannhafinu á flugvellinum er meðal annarra Rúnar Júlíusson. Þeir Bítlar sem Bandaríkjamenn kynntust voru nokkuð frá- brugðnir því sem menn þekktu í Evrópu, í það minnsta hvað varðar fyrstu plöturnar sem sveitin sendi frá sér. Á þriðjudag koma út í einum pakka fyrstu fjórar Bítlaplöt- urnar eins og Bandaríkjamenn matbjuggu þær. Bandarískir Bítlar GAGNASAFN MORGUNBLAÐSINS mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.