Morgunblaðið - 21.11.2004, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 21.11.2004, Blaðsíða 61
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. NÓVEMBER 2004 61 Kvikmyndir.is H.J.Mbl.  ÁLFABAKKI Sýnd kl. 1.50, 4, 5.40, 8 og 10.20. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 2, 4, 6, 8 og 10.10. ÁLFABAKKI kl. 1.50, 3.45 og 6.15. Ísl tal. H.L.Mbl.  ÁLFABAKKI Sýnd kl. 8.15 og 10.20. KRINGLAN Sýnd kl. 12, 2.05 og 4.10. Búið ykkur undir að öskra. Stærsta opnun á hryllingsmynd frá upphafi í USA. AKUREYRI Sýnd kl. 10.10. AKUREYRI 2 og 4. Ísl tal. SÝND Í LÚXUS VIP KL. 5.40, 8 OG 10.20. KRINGLAN Sýnd kl. 6.15, 8 og 10.10. B.i. 16 ára. KRINGLAN kl. 12, 2 og 4. Enskt tal. AKUREYRI Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10.10.. KEFLAVÍK Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.10.. KEFLAVÍK Sýnd kl. 2 og 4. ÁLFABAKKI kl. 5.50, 8 og 10.10. AKUREYRI Sýnd kl. 6 og 8. AKUREYRI Sýnd kl. 2. Stanglega bönnuð innan 16 ára Stanglega bönnuð innan 16 ára Sama Bridget. Glæný dagbók. Sama Bridget. Glæný dagbók. Sama Bridget. Glæný dagbók. Frá spennumyndaleikstjóranum, Renny Harlin kemur þessi magnaði spennutryllir sem kemur stöðugt á óvart. HILARY DUFF CHAD MICHAEL MURRRAY Sagan af Öskubusku í nýjum búningi KRINGLAN kl. 12, 2, 4, 6, 8 og 10.10. KEFLVÍSKA rokksveitin Hljómar sneri aftur fyrir fáeinum árum og ekki er hægt að segja annað en að almenningur hafi tekið vel í end- urkomu þessarar fornfrægu sveit- ar. Auk þess að leika reglulega á hljómleikum gaf sveitin svo út nýja hljóðversplötu í fyrra, samnefnda sveitinni. Nýja platan sem hér er til umræðu ber einnig nafn sveit- arinnar, eitthvað sem hefð hefur verið fyrir í útgáfumálum sveit- arinnar allt frá upphafi. Þeir Rúnar Júlíusson, Erlingur Björnsson og Gunnar Þórðarson sátu fyrir svörum vegna plötunnar en Engilbert Jensen var vant við látinn. Tímarnir tvennir Rúnar segir plötuna innihalda tónlist úr ýmsum áttum. Líkt og á plötunni í fyrra eru Hljómar ekk- ert endilega að eltast við „Hljóma- bítlið“ sem einkenndi upphafsárin. „Við höfum aldrei fest okkur við einhverja eina stefnu,“ segir Gunn- ar „Það sem einkennir okkur kannski fyrst og fremst er að við höfum alltaf verið miklir radda- menn.“ Rúnar tekur undir þetta og seg- ir að meira sé um raddanir á þess- ari plötu en þeirri síðustu. Erlingur viðurkennir að hann muni sannarlega tímana tvenna. „Ég er að koma úr þrjátíu ára pásu,“ segir hann og kímir. „Ég nýt því góðs af því að vera með vönum mönnum í þessu.“ Rúnar bregst við þessu bros- andi. „Ég og Gunni erum pásulausir,“ segir hann og glottir. „Við höfum engan tíma í slíkt!“ Gunnar segir að vinna við plöt- una hafi byrjað um miðjan maí en svo hafi þeir tekið hlé yfir sumarið. Platan var svo kláruð í október. Eins og fyrr segir hafa end- urreistir Hljómar fallið vel í kram- ið og spilatörnin hefur verið býsna mikil. „Ég verð nú að viðurkenna að ég átti ekki von á því að þetta yrði svona mikið,“ segir Erlingur. „En svo virðist sem það sé góð ending í þessari tónlist.“ Rúnar er hinn brattasti og segir að ekki komi til greina að láta deigan síga. „Það þýðir ekkert. Það eru til tónlistarmenn sem endast von úr viti, sjáðu t.d. Van Morrison, og svipað er með okkur. Við erum ekkert að keyra á gömlu lumm- unum heldur semjum nýtt efni. Þetta er ekki eins og Chuck Berry sem er að keyra á því efni sem hann samdi fyrstu fimm árin sín. Ætli hann sé ekki kominn yfir sjö- tugt núna.“ Gunnar skýtur þá inn í. „Hann var líka helv … góður þessi fimm fyrstu ár!“ Rúnar segir að í gamla daga hafi það verið vaninn að spila í hátt í fjóra klukkutíma. „Þannig var þetta. Maður byrj- aði klukkan níu og ballið stóð kannski til tvö. Nú spila menn í hálftíma og eru þreyttir (hlær). Svo eru menn að segja: „Djö. eru karlarnir harðir maður, taka sér ekki einu sinni pásu“. Þetta er nú bara það sem við vorum vandir við.“ Poppstjarnan Erlingur Erlingur segir að hann hefði ekki tekið upp gítarinn nema fyrir Hljóma. „Ég er auðvitað ekki atvinnu- maður. En þetta gengur vel og er gaman. Maður kann alveg að glamra á gítarinn!“ Ekki vill Erlingur þó skrifa und- ir það að hann sé orðinn popp- stjarna á nýjan leik. „Ekkert sérstaklega,“ segir hann og við það rifna hinir tveir úr hlátri. „Maður lætur Rúnar bara um það,“ segir Erlingur og brosir. Téður Rúnar á lokaorðin: „Við lögðum upp með það hafa gaman af þessu fyrst og fremst,“ segir Rúnar. „Þess vegna er maður ekki búinn að taka pásu. Maður býður alltaf nýjum verkefnum heim. En þetta er líka vinna – al- veg einstaklega ánægjuleg vinna!“ Tónlist | Hljómar gefa út samnefnda plötu Hinir eilífu rokkhundar Hljómar sneru aftur á plötumarkaðinn í fyrra eftir þriggja áratuga hlé og fyrir stuttu kom út önnur plata þessa endurreisnartímabils. Arnar Eggert Thor- oddsen ræddi við með- limi um gripinn nýja. Morgunblaðið/SverrirHljómar, 2004. Morgunblaðið/Sverrir Frumhvati þess að Hljómar komu saman á nýjan leik var gamanið og gleðin. Engilbert Jenssen er hér mættur á æfingu. Hljómar er komin út. Hljómar hita upp fyrir Beach Boys í kvöld í Laugardalshöll. arnart@mbl.is THE BEACH Boys Band held- ur tónleika í Laugardalshöll í kvöld. Í sveitinni er m.a. stofn- meðlimur The Beach Boys, söngvarinn Mike Love og einn- ig Bruce Johnston sem hefur verið í Beach Boys frá 1965. Það þótti að sjálfsögðu við hæfi að fá Hljóma til að hita upp fyr- ir strandadrengina. „Þetta var lengi mitt uppá- haldsband,“ segir Gunnar Þórðarson, söngvari og gítar- leikari í Hljómum. „Ég er hálfpartinn að vonast til að geta hitt á þessa menn baksviðs og rætt aðeins við þá.“ Gunnar segist ekki hafa ver- ið neitt sérstaklega hrifinn af bretta- og bílatónlist Beach Boys. „En frá og með Pet Sounds (1966) fór ég að pæla alvarlega í tónlistinni þeirra og hef gert fram á þennan dag. Þegar maður heyrir lag með þeim þekkir maður strax hand- bragðið, þau búa yfir sterkum einkennishljóm.“ Gunnar segir að snilld Beach Boys felist ennfremur í flóknum röddunum og óhefðbundnum leiðum að lagasmíðum. „Við tókum mörg lög eftir þá þegar við vorum að spila á sjö- unda áratugnum. Tókum meira að segja „Good Vibra- tions“ þegar það var nýkomið út. Það lag eitt og sér er skýrt dæmi um snilld Brians Wilsons (aðallagahöfundur Beach Boys) og þessar mjög svo áhugaverðu aðferðir sem hann beitir við að setja saman popp- lög.“ „Lengi mitt uppáhaldsband“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.