Morgunblaðið - 23.03.2005, Page 2
2 MIÐVIKUDAGUR 23. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
BREYTT VERÐSTRÍÐ
Krónan og Bónus skera sig úr
með lágt vöruverð samkvæmt verð-
könnun Morgunblaðsins í lágvöru-
verðsverslunum í gær. Bónus var
með 73 krónum lægra verð en Krón-
an þegar miðað er við kassaverð en
Krónan með 35 krónum lægra verð
en Bónus þegar hilluverð er borið
saman. Kaskó og Nettó virðast gefa
eftir í verðstríði lágvöruverðsversl-
ana.
Tafir við Kárahnjúka
Mikill vatnsleki tefur borun hjá
Impregilo í aðgöngum 1 og 3 við
Kárahnjúkavirkjun. Arnarfelli hefur
einnig miðað hægt sökum vatnsleka
í gangagerð við Ufsarveitu. Þá er
þriðji risaborinn, í aðgöngum 2 við
Axará, stopp og verður það líklega í
um tvær vikur.
Kröfu foreldranna hafnað
Alríkisdómari í Bandaríkjunum
hefur hafnað kröfu foreldra Terri
Schiavo í Flórída um að henni verði
á ný gefin næring í æð. Schiavo hef-
ur ekki fengið vökva eða næringu frá
því á föstudag eftir að dómari í Flór-
ída úrskurðaði að ósk eiginmanns
hennar að tækin yrðu aftengd skyldi
tekin til greina. Foreldrar Schiavo
fóru með málið fyrir áfrýjunarrétt.
Tíu dóu í Minnesota
Tíu manns lágu í valnum eftir að
ungur námsmaður gekk berserks-
gang í skóla á griðasvæði indíána í
Minnesota í Bandaríkjunum. Skaut
hann fyrst afa sinn og eiginkonu
hans og fór síðan í skólann þar sem
hann skaut fimm nemendur, kenn-
ara og öryggisvörð áður en hann
stytti sér aldur. Ódæðismaðurinn er
sagður hafa verið ráðvilltur ungling-
ur sem dáðist að Adolf Hitler.
Y f i r l i t
Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri,
asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Agnes Bragadóttir, fréttastjóri, agnes@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi,
orri@mbl.is Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Guðlaug Sigurðardóttir, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkju-
starf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
!
"
#
$
%
&
'( )
*+++
BOBBY Fischer varð Íslendingur í
gær. Síðdegis birtust lög um veit-
ingu ríkisborgararéttar hans á vef
Stjórnartíðinda. Handhafar forseta-
valds, þeir Halldór Ásgrímsson for-
sætisráðherra, Halldór Blöndal, for-
seti Alþingis, og Markús Sigur-
björnsson, forseti Hæstaréttar,
staðfestu þau með undirskrift sinni
auk Björns Bjarnasonar, dóms- og
kirkjumálaráðherra.
Enn bandarískur ríkisborgari
Bandaríska utanríkisráðuneytið
lýsti í gær vonbrigðum yfir þeirri
ákvörðun Íslendinga að veita Bobby
Fischer ríkisborgararétt, sem gæti
forðað honum frá fangelsisdómi í
Bandaríkjunum. Adam Ereli, tals-
maður ráðuneytisins, sagði á blaða-
mannafundi í Washington að Fisch-
er væri á flótta undan réttvísinni.
„Það hefur verið gefin út alríkis-
tilskipun um handtöku hans. Hann
er í haldi í Japan og bíður brott-
flutnings og það er skrefið sem við
höfum beðið eftir.“ Spurður um
hvort hann vildi að Japanar afhendi
Fischer til Bandaríkjanna, sagði
Ereli að Bandaríkjamenn hafi farið
fram á það.
Linda Hartley, talskona banda-
ríska sendiráðsins á Íslandi, sagði í
gær að Fischer væri enn bandarísk-
ur ríkisborgari og hefði ekki sótt
um að afsala sér þeim rétti.
Stuðningsmenn bíða átekta
Stuðningsmenn Fischers, þeir
Sæmundur Pálsson og Einar S. Ein-
arsson, fyrrverandi forseti Skák-
sambands Íslands, fengu í gær vott-
orð um að Fischer væri skráður
ríkisborgari hér á landi. Sæmundur
kvaðst í gær ætla að bíða frekari
frétta af máli Fischers í Japan í nótt
áður en hann ákvæði hvort hann
færi að sækja Fischer. „Ég veit ekki
fyrr en í fyrramálið [í dag] hvort ég
fer, við erum að bíða eftir fréttum
sem við munum líklega fá um
klukkan þrjú í nótt. Ég vil ekki fara
af stað nema þetta sé allt klappað
og klárt og ljóst að hann fái að
fara,“ sagði Sæmundur. Hann sagði
Fischer vera taugaóstyrkan og ótt-
ast að hann verði aftur tekinn hönd-
um.
Innilokunin hefur tekið á
„Það er gott,“ sagði Fischer þeg-
ar Masako Suzuki, lögmaður hans,
sagði honum í gærmorgun að hann
væri orðinn Íslendingur. Suzuki
bjóst við að Fischer yrði látinn laus í
þessari viku nema eitthvað óvænt
gerðist.
Reuters-fréttastofan hafði það
eftir Chieko Nohno, dómsmálaráð-
herra Japans, í gær að japönsk
stjórnvöld myndu íhuga að senda
Fischer til Íslands þegar þau fengju
staðfest að hann hefði fengið ís-
lenskan ríkisborgararétt. Nohno
sagði að lögum samkvæmt gætu
Japanar vísað Fischer úr landi til Ís-
lands, hafi hann íslenskan ríkis-
borgararétt.
„Loks fengum við ríkisborgara-
rétt fyrir Bobby,“ sagði Miyoko
Watai, heitkona Fischers, en hún
fór að heimsækja hann í Ushiku-
útlendingabúðirnar í gær. Hún
sagði að hún áformaði að flytja til
Íslands með Fischer þegar hann
yrði látinn laus. „Við munum skoða
síðar hvort við giftum okkur á Ís-
landi en því ferli hefur verið frest-
að,“ sagði hún og bætti við að Fisch-
er hefði orðið afar glaður við að
heyra fréttir af íslenskum ríkis-
borgararétti sínum.
Stuðningshópur Fischers hélt
blaðamannafund í Tókýó í gær til að
fagna íslenskum ríkisborgararétti
hans. Sett var táknrænt spjald með
nafni Fischers á háborðið í þeirri
von að Fischer gæti verið viðstadd-
ur. Stuðningsmenn Fischers segja
að hann hafi grennst og sé úfinn og
tættur eftir nærri níu mánaða vist.
„Hann hefur horast og elst mjög
hratt,“ sagði Watai. „Ég hugsa að
ykkur bregði þegar þið sjáið hann.“
Bobby Fischer orðinn Íslendingur
Stuðningsmenn
Bobbys Fischers,
Einar S. Einarsson og
Sæmundur Pálsson,
kampakátir fyrir
utan Alþingishúsið í
gær með ríkisfangs-
bréfið sem undirritað
er af dómsmála-
ráðherra. Bréfið
verður þýtt af skjala-
þýðanda og Sæmund-
ur tekur það vænt-
anlega með sér til
Japans í dag.
Þjóðerni: Íslenskt, stendur í nýju vegabréfi Fisch-
ers sem tilbúið var í utanríkisráðuneytinu í gær.
JAXLINN, 2.000 tonna strandflutningaskip Sæ-
skipa ehf., er nú byrjaður áætlunarsiglingar frá
Hafnarfirði til Norðurlandshafna með viðkomu á
Vestfjörðum.
Að sögn Einars Vignis Einarssonar, skipstjóra á
Jaxlinum, er nú farið vikulega frá Hafnarfirði og
komið við á öllum Vestfjarðahöfnum áður en farið
er norður um land með viðkomu á Siglufirði, Dalvík
og Húsavík. Ef þörf krefur er höfð viðkoma í öðrum
höfnum á leiðinni.
Jaxlinn hóf áætlunarsiglingar til Vestfjarða-
hafna um páskana í fyrra. Lagt var upp með að fara
tvisvar í viku milli Vestfjarða og Hafnarfjarðar. Að
sögn Einars reyndist ekki þörf fyrir svo tíðar ferðir
og því var ákveðið að sinna fleiri höfnum vikulega.
En er samkeppnin ekki hörð við flutningabílana?
„Við viljum meina að fullt af vörum eigi betur
heima um borð í skipi en um borð í bíl og öfugt,“
sagði Einar. „Þetta á að geta unnið saman. Við höf-
um átt ágætis samstarf við landflutningafyrirtækin
og höfum annast flutninga fyrir þau, þegar þörf
hefur verið á. Við erum með okkar taxta og engin
undirboð. Það sitja allir við sama borð.“
Alíslensk áhöfn
Jaxlinn er svokallað ekjuskip, þannig að hægt er
að aka varningi um borð og frá borði. Gámar eru
fluttir á dekki. Að sögn Einars hefur verið mjög
góð nýting á gámaplássinu, en stundum vantað
meiri brettavöru. Hann sagði skipið lipurt og henta
mjög vel til þessara flutninga.
Í nótt ætluðu þeir á Jaxlinum að stoppa á Ísafirði
til að fara fyrir Horn í björtu í dag. Áhafnarmenn
taka mánaðartörn til sjós og fá svo hálfs mánaðar
frí. En hvað er áhöfnin stór?
„Við erum sjö um borð, allt Íslendingar – og er-
um stoltir af því,“ sagði Einar og hló við.
Jaxlinn þjónar Vest-
fjörðum og Norðurlandi
Siglir frá
Hafnarfirði til
Húsavíkur
„ÞESSI vaxtahækkun veldur mér miklum von-
brigðum enda hafði ég vonast til að til hennar
þyrfti ekki að koma,“ segir Halldór Ásgrímsson
forsætisráðherra um þá
ákvörðun bankastjórnar
Seðlabankans að hækka stýri-
vexti bankans um 0,25 prósent
frá og með 29. mars nk. í 9%.
„Ég hef miklar áhyggjur af
því að þessi vaxtahækkun, líkt
og hinar fyrri, verði til þess að
styrkja gengi krónunnar enn
frekar en orðið er og þar með
gera rekstrarstöðu útflutn-
ings- og samkeppnisgreinanna
þeim mun erfiðari. Það virðast
allir sammála um að gengið sé orðið það hátt að
það standist ekki til lengdar og menn tala um að
jafnvægisgengi sé nálægt 125 stigum eða 15%
lægra en það er í dag,“ segir Halldór.
Helmingur hækkunar vísitölu síðustu
mánuði stafar af hækkun húsnæðisverðs
Halldór segir að rök Seðlabankans fyrir vaxta-
hækkuninni séu að verðbólgan hafi aukist mikið
að undanförnu og farið yfir þolmörk verðbólgu-
markmiðsins. „Það er auðvitað rétt ef horft er á
neysluverðsvísitöluna í heild sinni,“ segir Hall-
dór. „Ég bendi hins vegar á að meira en helm-
ingur af hækkun vísitölunnar síðustu tólf mánuði
stafar af hækkun á húsnæðisverði. Sé horft
framhjá húsnæðisliðnum mælist verðbólgan ein-
ungis um 2% sem er svipað og gengur og gerist í
löndunum í kringum okkur. Mér finnst ástæða til
þess að skoða það nánar hvernig húsnæðislið-
urinn hjá okkur er mældur í vísitölunni og heyra
skýringar á því af hverju hann er frábrugðinn því
sem gengur og gerist í kringum okkur. Mér skilst
til dæmis að ef sömu aðferðum væri beitt við
verðbólgumælingar í Bandaríkjunum myndi
verðbólgan þar mælast 5% í stað þess að vera inn-
an við 2%.“
Spurning hvort Seðlabankanum
sé sniðinn of þröngt stakkur
Halldór segist út af fyrir sig telja eðlilegt að
Seðlabankinn horfi til margra þátta efnahagslífs-
ins þegar hann tekur sínar vaxtaákvarðanir, þar á
meðal til þróunar fasteignaverðs. „Mér finnst
hins vegar full ástæða til að velta því fyrir sér
hvort Seðlabankanum sé sniðinn of þröngt stakk-
ur með því að skilgreina verðbólgumarkmið sem
hækkun neysluverðs án nokkurs fyrirvara. Þetta
mun ég ræða við stjórnendur bankans,“ segir
Halldór.
Segir vaxtahækkun
valda vonbrigðum
Forsætisráðherra finnst ástæða til að skoða nánar
hvernig húsnæðisliðurinn er mældur í vísitölunni
Halldór
Ásgrímsson
Óhjákvæmilegt/14
ÞEGAR leitað var til Birgis
Ísleifs Gunnarssonar seðla-
bankastjóra með viðbrögð við
gagnrýni Halldórs Ásgríms-
sonar forsætisráðherra á
hækkun stýrivaxta sagði
Birgir að bankinn hefði í gær
lagt fram ítarleg gögn og
rökstuðning fyrir sinni
ákvörðun og svaraði því ekki
„einstökum gagnrýnis-
röddum“.
Svarar ekki einstökum
gagnrýnisröddum
Birgir Ísleifur
Gunnarsson
Í dag
Sigmund 8 Viðhorf 32
Fréttaskýring 8 Bréf 34
Úr verinu 14 Minningar 35/40
Viðskipti 15 Kirkjustarf 41/43
Erlent 18/19 Brids 43/44
Minn staður 20 Myndasögur 48
Akureyri 21 Dagbók 48/50
Höfuðborgin 22 Víkverji 48
Landið 22 Staður og stund 50
Suðurnes 23 Leikhús 52
Daglegt líf 24/25 Bíó 54/57
Menning 26, 51/57 Ljósvakamiðlar 58
Umræðan 27/34 Staksteinar 59
Forystugrein 30 Veður 59
* * *