Morgunblaðið - 23.03.2005, Side 9
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. MARS 2005 9
FRÉTTIR
Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16
• Engjateigi 5
• Sími 581 2141
Ljósar buxnadragtir
Yfirhafnir
á hálfvirði
þessa viku
Mörkinni 6, sími 588 5518.
Vattúlpur, ullarkápur,
dúnúlpur,
húfur og hattar
Eddufelli 2 Bæjarlind 6
sími 557 1730 sími 554 7030
Dragtir
Str. 36-56
VÍÐA verður hægt að nálgast
þjónustu og dægradvöl páskafrí-
dagana.
Listasafn Reykjavíkur er opið
yfir bænadaga og páska á hefð-
bundnum tíma. Söfnin í Hafnar-
húsinu og á Kjarvalsstöðum eru
opin daglega kl. 10–17. Ásmund-
arsafn er opið daglega kl. 13–16.
Listasafn Íslands er lokað annan í
páskum, en opið aðra daga frá kl.
11–17. Hafnarborg verður lokuð
föstudaginn langa og páskadag,
en opið hina dagana frá kl. 11–17.
Samkvæmt upplýsingum frá
Höfuðborgarstofu verður hægt að
komast í Bláa lónið alla páskana.
Líkt og í fyrra verður Fjölskyldu-
og húsdýragarðurinn opinn um
bænadaga og páska milli kl. 10 og
17, sem og Grasagarðurinn. Hvað
sundlaugar Reykjavíkurborgar
varðar þá má nefna að Vesturbæj-
arlaug, Laugardalslaug og Árbæj-
arlaug verða opnar alla dagana,
en aðrar laugar eru lokaðar föstu-
daginn langa og páskadag. Er
þjónustutími fyrrgreindra þriggja
sundlauga frá kl. 10–18 föstudag-
inn langa og á páskadag.
Af matvöruverslunum má nefna
að 10–11-búðirnar, 11–11-búðirn-
ar og Nóatún eru opnar eins og
venjulega bæði á skírdag og ann-
an í páskum, en lokaðar föstudag-
inn langa og á páskadag. Krónan
er opin á skírdag, en lokuð hina
hátíðisdagana. Opið er í Smára-
lind og Kringlunni á skírdag en
lokað hina hátíðisdagana, nema
hvað í Kringlunni eru kvikmynda-
húsin, veitingastaðir og Hagkaup
opið á annan í páskum.
Að sögn Hafsteins Hannesson-
ar, á kjarasviði Verzlunarmanna-
félags Reykjavíkur (VR) eru lyfja-
verslanir, bensínstöðvar, blóma-
verslanir, myndbandaleigur og
söluturnar undanskildar reglum
um helgidagafrið og mega hafa
opið alla helgidagana.
Samkvæmt upplýsingum frá
Höfuðborgarstofu verða allmarg-
ir veitingastaðir opnir alla dag-
ana. Nánari upplýsingar um af-
greiðslutíma bæði verslana,
veitingastaða og safna yfir bæna-
daga og páska má nálgast á vef-
slóð stofunnar á www.visitreykja-
vik.is.
Þjónustutími
safna og verslana
um páskanaHRÓKURINN og SkáksambandNamibíu, í samvinnu við ÞSSÍ,stóðu að öflugu skákmóti í
Windhoek, höfuðborg Namibíu, sl.
laugardag.
Þátttakendur voru 66 talsins
sem er góð aðsókn sjálfa þjóðhá-
tíðarhelgina þegar flestir lands-
menn höfðu hugann við forseta-
skiptin og gleðskapinn er þeim
fylgdu.
Í fréttatilkynningu kemur fram
að klukkan átta á laugardags-
morguninn var Wernhill Park Rap-
id-skákmótið sett af Gísla Pálssyni
umdæmisstjóra ÞSSÍ í Namibíu. Í
aldursflokki barna sex til átján ára
mætti 21 til leiks og var mikið um
áhorfendur á mótsstað allan dag-
inn. Tefldar voru sjö umferðir, en
heimamenn höfðu mikinn áhuga á
að fylgjast með stórmeistaranum
Henrik Danielsen og eins var það
helsta ósk þátttakenda að fá að
tefla við hann, í mótinu sem skip-
aði alla sterkustu skákmenn Nam-
ibíu. Henrik er staddur í Namibíu
ásamt Kristian Guttesen þar sem
þeir hafa heimsótt skóla, spítala og
fangelsi ásamt því að kenna
ólympíuliðinu í skák.
Kanjanga Mukwena, 16 ára,
sigraði í flokki unglinga og fast á
hæla hans voru systurnar Stephné
Swartz, 12 ára, og Celeste Swartz,
15 ára.
Þau náðu öll fjórum af sjö vinn-
ingum sem verður að teljast fram-
úrskarandi árangur á svona sterku
móti. Hin kornunga og efnilega
Stephné Swarts sigraði ennfremur
í flokki kvenna.
Efsti heimamaðurinn, og þar
með Wernhill Park Rapid meist-
arinn, var skákkennarinn Helmuth
Leicher sem náði sex af sjö vinn-
ingum, en hann tapaði einungis
fyrir stórmeistaranum. Í öðru sæti
varð Otto Zandell Nakapunda og í
því þriðja Klaus Roerkohl, en þeir
náðu 5½ vinningi.
Öll börn fengu happdrættisvinn-
inga við verðlaunaafhendinguna,
sem voru skáksett, skákbækur og
bolir. Benedikt Ásgeirsson sendi-
herra Íslands hélt ræðu við tilefnið
og veitti öll verðlaun mótsins.
ÞSSÍ, Skáksamband Namibíu og
Hrókurinn standa einnig að stóru
móti dagana 8.–10. apríl nk. þar
sem verðlaunin fyrir hæsta heima-
manninn verða ferð til Íslands með
gistingu, þar sem sigurvegarinn
fær einkakennslu hjá Henrik Dan-
ielsen, skólastjóra skákskóla
Hróksins, og fær hann einnig tæki-
færi til að taka þátt í öflugu ís-
lensku skákmóti.
Henrik og Kristian verða í
Namibíu fram að þessu móti og
halda áfram að heimsækja
skólana.
Góð aðsókn að
skákmóti í Namibíu
Ljósmynd/Kristian Guttesen
Zedwich Rugharo og Alphonce Bere við skákborðið á laugardag.
AUGLÝST er nú eftir fjósameistara
við Landbúnaðarháskólann fyrir
nýja kennslu- og rannsóknarfjósið á
Hvanneyri. Um er að ræða fullt
starf sem fólgið er í verkstjórn í
fjósi og umsjón vaktavinnu. Fjósa-
meistari tekur einnig þátt í rann-
sóknarstarfi og verklegri kennslu.
Umsækjendur skulu hafa búfræði-
menntun og reynslu af störfum við
kúabú, segir í auglýsingunni.
Fjósameistara
vantar
RÍKISSTJÓRN Íslands samþykkti,
að tillögu forsætisráðherra, á ríkis-
stjórnarfundi í gærmorgun að verja
2,5 milljónum af sameiginlegu ráð-
stöfunarfé sínu til alþjóðlegrar ráð-
stefnu á vegum Stofnunar Vigdísar
Finnbogadóttur í erlendum tungu-
málum.
Að sögn Björns Inga Hrafnssonar,
aðstoðarmanns forsætisráðherra,
stendur Stofnun Vigdísar Finnboga-
dóttur í erlendum tungumálum fyrir
alþjóðlegri ráðstefnu dagana 13.–15.
apríl í tilefni af 75 ára afmæli Vigdís-
ar Finnbogadóttur hinn 15. apríl nk.
Á ráðstefnunni, sem ber yfirskrift-
ina „Samræða milli menningar-
heima“, munu fulltrúar mismunandi
menningar- og málasvæða fjalla um
tungumál, menningu, tækni, við-
skipti, vísindi og þjóðfélagsmál.
Ráðstefnan er haldin í samvinnu
við rektor Háskóla Íslands, utanrík-
isráðuneytið, menntamálaráðuneyt-
ið, Reykjavíkurborg og Norrænu
ráðherranefndina.
Ríkisstjórn styrkir
Samræðu milli
menningarheima
ÞEIR sjúklingar sem eru með op á
milli hjartagátta sjá nú fram á að
geta farið í aðgerð á Landspít-
alanum í stað þess að þurfa að fara í
aðgerð til útlanda. Jón Kristjánsson,
heilbrigðis- og tryggingamálaráð-
herra, hefur ákveðið að tryggja
Landspítalanum fé svo gera megi
aðgerðirnar hér á landi. Felst í því
mikið hagræði fyrir sjúka og umtals-
verður sparnaður borið saman við
aðgerðirnar sem hingað til hafa ver-
ið gerðar ytra. Kemur þetta fram á
vef heilbrigðisráðuneytisins. Land-
spítali fær tæplega fimm milljóna
króna tímabundið stofnframlag og
sérstakt framlag á árinu svo hægt sé
að veita þeim sjúklingum þjónustu,
sem þurfa að fara í aðgerðina nú.
Kostnaðurinn við að senda sjúkling í
sambærilega aðgerð til útlanda er
talinn vera fjórfaldur m.v. þær áætl-
anir sem fyrir liggja á Landspítala.
Þróuð hefur verið aðferð á liðnum
árum sem gerir læknum kleift að
loka opi milli hjartagátt með sér-
stöku neti. Aðgerðin hefur takmark-
aða hættu í för með sér, sjúkling-
arnir þurfa í flestum tilvikum aðeins
að dvelja á spítala í einn til tvo daga
og geta alla jafna snúið til vinnu án
þess að fara í sérstaka endurhæf-
ingu. Á vefsíðunni kemur fram að
sérfræðingar á Landspítala hafi afl-
að sér þekkingar og reynslu til að
gera aðgerðir af þessu tagi og að-
staða er til staðar á Landspítala til
að gera aðgerðirnar. Gert er ráð
fyrir að um sex sjúklingar þyrftu að-
gerðir af þessu tagi árlega fyrir utan
þá sem beðið hafa eftir aðgerð upp á
síðkastið.
Fleiri aðgerðir
á Landspítala
ÆÐARKÓNGURINN er
mjög skrautlegur og glæsi-
legur fugl sem er fremur
sjaldgæfur við Ísland. Hann
þvælist þó hingað á hverju
ári frá Grænlandi og Sval-
barða einkum seinni hluta
vetrar.
Einn slíkur fugl hafði
þvælst í netin hjá Ólafi
Magnússyni Hu um daginn á
slóðum þar sem allmikið er
um æðarfugl. Æðarkóng-
urinn var alveg óskemmdur
og greinilega nýdauður
þegar netin voru dregin.
Stefán Jósefsson, útgerðarmaður
Ólafs Magnússonar Hu, hirti æðar-
kónginn og færði Höfðaskóla hann
að gjöf til uppstoppunar. Í skól-
anum er gott safn uppstoppaðra
fugla þó fram að þessu hafi vantað
æðarkóng í safnið.
Morgunblaðið/Ólafur Bernódusson
Æðarkóngurinn er óneitanlega skrautlegur
og fallegur fugl sem ber nafn með rentu.
Æðarkóngur í netin
Skagaströnd. Morgunblaðið.