Morgunblaðið - 23.03.2005, Page 14
14 MIÐVIKUDAGUR 23. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
GYLFI Geirsson, forstöðumaður fjarskipta- og
upplýsingatæknisviðs Landhelgisgæslunnar, hélt
nýlega fyrirlestra um notkun íslenskra stjórn-
valda á fjareftirlitskerfi til
fiskveiðieftirlits á fundi fiski-
málanefndar Matvæla- og
landbúnaðarstofnunar Sam-
einuðu þjóðanna (FAO) í Róm.
Gylfi tók þátt í ráðstefnunni á
vegum sjávarútvegsráðuneyt-
isins.
Meðan á fundi FAO stóð var
sýnd kynning um íslenska fjar-
eftirlitskerfið á tölvuskjám þar
sem fundirnir fóru fram. Gylfi
fór sérstaklega yfir skjávarpakynningu á kerfinu
með mörgum ráðstefnugestum og svaraði spurn-
ingum þeirra.
„Sá misskilningur hefur víða heyrst að fjareft-
irlitskerfi komi í stað hefðbundins eftirlits með
varðskipum. Því fer fjarri en fjareftirlitskerfið
styður annað eftirlit Landhelgisgæslunnar og
gerir það markvissara. Fjareftirlitskerfið kemur
ekki í stað hefðbundinna skoðana löggæslumanna
á varðskipunum á afla, veiðarfærum, búnaði og
atvinnuréttindum skipsáhafna. Fjareftirlitið veit-
ir eingöngu upplýsingar um staðsetningu skipa og
er lítils virði ef ekkert varðskip er á svæðinu til að
færa brotlegt skip til hafnar eða hefja aðrar að-
gerðir til að koma í veg fyrir lögbrot. Að auki eru
varðskipin björgunarskip og mengunareftirlits-
skip og gegna fjölmörgum öðrum hlutverkum
sem fjareftirlitskerfi kemur ekki í staðinn fyrir,“
segir í frétt frá Landhelgisgæslunni.
Fjareftirlit
kynnt hjá FAO
Gylfi Geirsson
SAMNINGAR milli Sjómannafélags
Eyjafjarðar og Félags skipstjórn-
armanna annars vegar og Samherja hf.
hins vegar, um breytt fyrirkomulag á
hafnarfríum, hafa nú verið samþykktir af
áhöfnum skipanna þriggja.
Ísfisktogararnir þrír eru Björgúlfur
EA, Björgvin EA og Akureyrin EA og
greiddi meirihluti skipverjanna atkvæði
með samningunum, sem undirritaðir
voru af forsvarsmönnum félaganna 8.
mars sl. með fyrirvara um samþykki
skipverja.
Samningarnir eru fyrstu sinnar teg-
undar hérlendis og gilda í eitt ár. Þeir
eru byggðir á hugmyndum sem skipverj-
ar skipanna þriggja lögðu fram og eru
aðeins mismunandi milli skipanna. Í
samningunum er m.a. innivera skipanna
lágmörkuð en á móti er skipverjum
tryggður ákveðinn fjöldi frídaga á hverju
30 daga úthaldi og um jól og áramót.
„Tilefni samninganna var nýtt ákvæði
í kjarasamningi sjómanna og útvegs-
manna frá því fyrir áramót og snýr að
hafnarfríum. Róðrarmynstur togara hef-
ur gjörbreyst frá því sem áður var því nú
er mun meiri áhersla lögð á ferskleika,
sem þýðir að flestar veiðiferðir eru mun
styttri en áður. Með þessum samningum
eru Samherji og sjómenn félagsins að
færa sig nær nútímanum, báðum aðilum
til hagsbóta,“ segir í frétt á heimasíðu
Samherja.
Sjómenn sam-
þykkja samninga
LAUN stjórnarmanna í SÍF
verða á ári ríflega 1,5 milljónir
króna eða 20.000 evrur. Laun
stjórnarformanns verða þre-
falt hærri eða um 4,7 milljónir
króna og varaformaður stjórn-
ar fær greiddar 40.000 evrur
eða ríflega 3 milljónir króna.
Þetta var samþykkt á aðal-
fundi félagsins í síðustu viku.
Tillaga um heimild til
stjórnar SÍF til að kaupa hluti
í félaginu, allt að 10% að nafn-
virði á næstu 18 mánuðum,
var ennfremur samþykkt á að-
alfundinum. Má kaupverð
bréfanna vera allt að 20% yfir
meðalsöluverði hlutabréfa í fé-
laginu skráðu hjá Kauphöll Ís-
lands hf. á síðasta tveggja
vikna tímabili áður en kaup
eru gerð. Ekki eru sett lág-
mörk á heimildina – hvorki
hvað varðar kaupverð né
stærð hluta sem keyptir er
hverju sinni. Þessi heimild
kemur í stað heimildar sem
samþykkt var á aðalfundi fé-
lagsins í mars í fyrra.
Einnig var samþykkt tillaga
um að reikningsár félagsins
yrði frá 1. júlí til 30. júní.
Vegna þessara breytinga
verður reikningsár félagsins
nú frá 1. janúar til 30. júní á
þessu ári en síðan frá 1. júlí í
sumar til 30. júní á næsta ári.
Þá var samþykkt tillaga
samþykkt um að fækka í
stjórn úr 7 í 5. Jafnframt
komu tveir nýir menn inn í
stjórnina og því gengu úr
stjórn félagsins þeir Gunnar
Tómasson, sem verið hefur
ritari stjórnar, Jón Eðvald
Friðriksson, Jón Kristjánsson
og Magnús Gauti Gautason en
hann var varamaður í stjórn.
SÍF með heimild til
kaupa á eigin bréfum
Laun stjórnar-
manna ríflega
1,5 milljónir
króna á ári
Ný stjórn SÍF Ólafur Ólafsson, Aðalsteinn Ingólfsson, Nadine
Deswasier, Guðmundur Hjaltason og Hartmut M. Krämer.
ÚR VERINU
Byggir upp
frá grunni
Landvinningar í
Lettlandi, Bretlandi
og Rússlandi
á morgun
LANDSVIRKJUN er langt komin
með undirbúning nýrrar vatnsafls-
virkjunar í Albaníu, sem fyrirtækið
hyggst reisa, eiga og reka í félagi
með fleiri aðilum. Að sögn Agnars
Olsen, framkvæmdastjóra verk-
fræði- og framkvæmdasviðs Lands-
virkjunar, liggur ekki endanlega
fyrir hvort af framkvæmdinni verð-
ur þar sem vinna við fjármögnun
stendur enn yfir.
Ef nægt fjármagn fæst ættu
framkvæmdir að geta hafist um
mitt næsta ár og virkjunin verið
tilbúin árið 2009. Samningaviðræð-
ur við albönsk stjórnvöld um virkj-
unarrétt til næstu 30 ára eru á
lokastigi en í samningsdrögum er
ákvæði um framlengdan einkarétt
til annarra 30 ára.
Hátt í þrjú ár eru
liðin síðan norska fyr-
irtækið GE Hydro
setti sig í samband við
Landsvirkjun og bauð
þátttöku í virkjunar-
verkefni í Albaníu.
Síðan þá hefur þetta
þróast yfir í það að
Landsvirkjun er ráð-
andi í verkefninu. Um
er að ræða 70 MW
virkjun en til saman-
burðar þá er stærð
Vatnsfellsvirkjunar
um 90 MW. Agnar
segir raforkuna úr
virkjuninni að öllum
líkindum fara á almennan markað.
Mun Landsvirkjun leggja fram ein-
hvern mannskap,
enda segir Agnar að
með verkefninu í Alb-
aníu sé fyrst og
fremst verið að nýta
þá þekkingu og
reynslu sem Íslend-
ingar búi yfir í því að
beisla vatnsaflið.
Spurður hvort
Landsvirkjun hugi á
svipuð verkefni víðar
á erlendum vettvangi
segir Agnar að mögu-
leikar hafi verið laus-
lega skoðaðir í Pól-
landi og fleirir ríkjum
A-Evrópu. Þau mál
séu þó ekki komin eins langt og í
Albaníu.
Landsvirkjun undirbýr
vatnsaflsvirkjun í Albaníu
Skoðar möguleika í Póllandi og fleiri ríkjum A-Evrópu
Agnar Olsen
OLÍUFÉLÖGIN Olís og Skelj-
ungur lækkuðu verð á eldsneyti
í gær en Olíufélagið Esso lækk-
aði sitt eldsneytisverð í fyrra-
dag. Er nú algengt verð í sjálfs-
afgreiðslu á stöðvum
olíufélaganna þriggja 98,60
krónur bensínlítrinn og 46,10
krónur lítrinn af dísilolíu.
Atlantsolía hefur ekki breytt
eldsneytisverði undanfarna
daga. Þar kostar bensín 97,20
lítrinn og dísilolía 44,70. Ein-
ungis er um sjálfsafgreiðslu að
ræða. Að sögn Huga Hreiðars-
sonar hjá Atlantsolíu hefur
engin ákvörðun verið tekin um
verðbreytingar. Hann telur að
þakka megi verðlækkanir hjá
keppinautunum nýrri stöð Atl-
antsolíu í Reykjavík. Hefði hún
ekki komið til hefði mátt búast
við því að sagan frá því í fyrra-
sumar hefði verið endurtekin,
þegar allt að 7 króna verðmun-
ur var á bensínverði í Hafnar-
firði og Kópavogi annars vegar
og í Reykjavík hins vegar.
Óbreytt
verð hjá
Atlantsolíu
ÍÞRÓTTA- og tómstundaráð
Reykjavíkur samþykkti á síðasta
fundi sínum tillögu fulltrúa sjálf-
stæðismanna og áheyrnarfulltrúa
F-lista að beina þeim tilmælum til
stjórnar Skíðasvæða höfuðborgar-
svæðisins að bæta þjónustu skíða-
rútunnar með því að hún hafi á ný
viðkomu í hinum fjölmennu íbúðar-
hverfum vestan Elliðaánna.
Fyrirkomulaginu
breytt í fyrra
Í greinagerð með tillögunni segir
að rúta fari daglega úr Reykjavík í
Bláfjöll og Skálafell þegar opið er.
Áður hófu rúturnar ferð sína við KR-
heimilið við Frostaskjól og komu síð-
an við á nokkrum stöðum í borginni
til að taka upp skíða- og brettafólk
áður en ekið var upp í fjöllin. Í fyrra
var fyrirkomulaginu breytt þannig
að nú er lagt upp úr Mjóddinni og
þurfa þeir sem ætla með og búa vest-
an Elliðaánna að koma sér sjálfir
þangað með strætisvagni eða með
öðrum hætti.
„Hefur þetta fyrirkomulag mælst
illa fyrir meðal margra skíðamanna
sem þarna urðu fyrir umtalsverðri
þjónustuskerðingu,“ segir í greinar-
gerðinni. „Hefur m.a. verið kvartað
yfir því að þessi skerta þjónusta
dragi verulega úr möguleikum barna
og unglinga í vesturhluta borgarinn-
ar á að iðka skíðaíþróttina. Getur
verið tafsamt fyrir þennan hóp að
taka strætisvagn austur í Mjódd á
mesta annatíma í umferðinni á virk-
um dögum, í veg fyrir skíðarútuna
og aftur til baka þegar í bæinn er
komið síðla kvölds.“
Í greinagerðinni kemur ennfrem-
ur fram að æskilegt sé að skíðarútur
fari frá Frostaskjóli eins og tíðkaðist
til skamms tíma og taki síðan upp
skíðafólk á nokkrum stöðum áður en
komið er við í Mjóddinni.
Skíðarútan hefji
á ný viðkomu
vestan Elliðaáa