Morgunblaðið - 23.03.2005, Side 22
22 MIÐVIKUDAGUR 23. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ
MINNSTAÐUR
Föstudagur 25. mars
Laugardalshöll kl. 11:50 – ÍSLAND - Holland,
U-21 landsleikur
Laugardalshöll kl. 14:00 – Austurríki - Úkraína,
U-21 landsleikur
Laugardalshöll kl. 16:00 – ÍSLAND - Pólland,
A-vináttulandsleikur
Laugardagur 26. mars
Laugardalshöll kl. 11:50 – Holland - Austurríki,
U-21 landsleikur
Laugardalshöll kl. 14:00 – Úkraína - ÍSLAND,
U-21 landsleikur
Laugardalshöll kl. 16:10 – ÍSLAND - Pólland,
A-vináttulandsleikur
Sunnudagur 27. mars
Laugardalshöll kl. 11:50 – Úkraína - Holland,
U-21 landsleikur
Laugardalshöll kl. 14:00 – Austurríki - ÍSLAND,
U-21 landsleikur
Laugardalshöll kl. 16:10 – ÍSLAND - Pólland,
A-vináttulandsleikur
Áfram Ísland - Fyllum Höllina!
Handboltaveisla um páskahelgina
LANDIÐ
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
Borgarnes | Tæpum fjórum millj-
ónum var úthlutað úr Menning-
arsjóði Sparisjóðs Mýrasýslu
vegna 17 verkefna. Afhendingin
fór fram með viðhöfn á Hótel
Borgarnesi eftir aðalfund Spari-
sjóðsins.
Sigurður Már Einarsson stjórn-
arformaður afhenti styrkina og
skiptust þeir á eftirfarandi hátt;
Sögufélagið Reykjavík vegna út-
gáfu á sýslu- og sóknarlýsingum
Mýra- og Borgarfjarðarsýslna,
Samkór Mýramanna vegna útgáfu
á geisladiski, Freyjukórinn vegna
stuðnings við almenna starfsemi,
Tónlistarskóli Borgarfjarðar
vegna kaupa á píanóbekkjum og
tússtöflum, Lýsuhólsskóli vegna
verkefnis um nýtingu vistvænnar
orku og auðlinda, Mímir ung-
mennahús vegna unglistahátíðar
og húsgagnakaupa, Kammerkór
Vesturlands vegna stuðnings við
almenna starfsemi, Kirkjukór
Borgarness vegna stuðnings við
almenna starfsemi, Leikdeild
Skallagríms vegna uppsetningar á
,,Týndu teskeiðinni“, Jónína Arn-
ardóttir vegna norrænnar tónlist-
arhátíðar í Borgarnesi, Hulda
Guðmundsóttir vegna endurgerðar
á kirkjugripum Fitjakirkju, Tón-
listarfélag Borgarfjarðar vegna
tónleikahalds, Söngbræður og
Sporið vegna kynningar- og menn-
ingarferðar til Tékklands, Nem-
endafélag Grunnskóla Borgarness
vegna tækjakaupa, Undirbúnings-
nefnd á vegum Hilmars Más Ara-
sonar vegna útgáfu rits um sögu
barna- og unglingafræðslu, Safna-
hús Borgarfjarðar fékk tvo styrki,
annan vegna Pálssafns og hins-
vegar styrkur til Náttúrugripa-
safns.
Höldum ótrauð áfram
Gísli Kjartansson sparisjóðs-
stjóri úthlutaði sérstökum fram-
lögum Sparisjóðsins og fengu
UMSB 800.000 kr. og UMFS
800.000 kr. Landnám Íslands fékk
5.000.000 kr. og veitti Sigríður
Björk Jónsdóttir honum viðtöku
fyrir hönd stjórnar Landnáms Ís-
lands. Sigríður Björk þakkaði
þennan rausnarlega styrk og sagði
að varla þyrfti að taka fram
hversu mikilvægur svona styrkur
væri fyrir áframhaldandi upp-
byggingu Landnámsseturs í Borg-
arnesi, en fyrirhugað er að opna
það nú síðsumars. „Styrkurinn
mun gera okkur kleift að halda
ótrauð áfram við framkvæmdir á
byggingu þjónusturýmis og hönn-
un sýninga,“ sagði Sigríður. Hún
þakkaði jafnframt Borgnesingum
fyrir jákvæð viðbrögð og mikinn
áhuga á stofnun Landnámsseturs,
,,en jákvætt viðhorf heimamanna
til verkefna af slíku tagi er grund-
vallaratriði til að vel takist til“.
Sparisjóður Mýrasýslu veitir menningarstyrki
Fimm milljónir til Landnámsseturs
Morgunblaðið/Guðrún Vala
Styrkir Sigurður Már Einarsson, stjórnarformaður SPM, Sigríður Björk
Jónsdóttir, stjórnarformaður Landnámssetursins, og Gísli Kjartansson
sparisjóðsstjóri.
Morgunblaðið/Örn Þórarinsson
Verðlaun Gunnar Sigurðsson á Stóru-Ökrum, Símon Traustason á Ketu og
Þorsteinn Axelsson á Skúfsstöðum tóku við viðurkenningum.
Vestur-Eyjafjöll | Félagsbúið á
Stóru-Mörk III undir Vestur-
Eyjafjöllum bauð nýlega öllum
sveitungum og öðrum áhugasöm-
um bændum að koma til að skoða
nýtt stækkað fjós búið innrétt-
ingum frá Landstólpa og mjalta-
þjóni frá Vélaborg. Um 250 manns
komu, margir langt að, til að sam-
fagna hjónunum Ásgeiri Árnasyni
og Rögnu Aðalbjörnsdóttur og
Kristjáni Mikkelsen og Guðbjörgu
Árnadóttur með framkvæmdirnar
og þáðu léttar veitingar í nýja fjós-
inu.
Hjónin voru spurð um fram-
kvæmdir og sögðu að ráðist hefði
verið í að breyta tveimur hlöðum,
samtals um 300 fermetrum í þetta
stækkaða fjós, sem væri með hlöð-
unum alls um 750 fermetrar. Fram-
kvæmdir hefðu byrjað 2002 og í
heild hefðu framkvæmdirnar að-
eins kostað þau um 24 milljónir,
þar af hefði mjaltaþjónninn kostað
Mjalta-
þjónn tekur
við í stækk-
uðu fjósi
Breiðholt | Borist hefur mikill fjöldi umsókna
um 30 nýjar einbýlishúsalóðir við Lambasel,
nýja götu í Breiðholtinu, en byrjað var að taka
við umsóknum á mánudag. Um kl. 15 í gær
höfðu um 430 umsóknir borist til skrifstofu
framkvæmdasviðs Reykjavíkurborgar, en
strax á mánudag bárust 140 umsóknir.
Starfsfólki framkvæmdasviðs fannst að von-
um nóg um, en einn hafði á orði að það væri ef
til vill betra að fá holskefluna strax frekar en
allir séu á síðustu stundu eins og stundum vilji
vera, en átti samt von á miklum fjölda um-
sókna áfram næstu daga. Frestur til að sækja
um að fá úthlutaðri lóð við Lambasel er til kl.
16.15 fimmtudaginn 7. apríl.
Borgaryfirvöld hafa ákveðið að úthluta lóð-
unum í stað þess að bjóða þær upp og gera á
ráðstafanir til þess að tryggja að þeir sem
hreppi lóðirnar séu einstaklingar sem eru að
byggja þak yfir höfuðið, ekki verktakar eða
fyrirtæki.
Eiga að skila lóðunum
ef aðstæður breytast
Í skilmálum vegna úthlutunarinnar kemur
fram að ef aðstæður hjá lóðarhafa breytist og
hann hætti við að nýta lóðina beri honum að
skila lóðinni til Reykjavíkurborgar. Ef lóð-
arhafinn brjóti gegn þessari reglu megi hann
vænta þess að fá ekki aftur úthlutað lóð frá
Reykjavíkurborg á næstu árum. Um tvær
stærðir af lóðum er að ræða, 184 fermetra og
240 fermetra. Búið er að ákveða fast verð fyrir
lóðirnar, 3,5 milljónir króna fyrir minni lóð-
irnar og 4,6 milljónir króna fyrir þær stærri.
Um 430 umsóknir um
30 lóðir á tveimur dögum
Garðabær | Reiknað er með að
framkvæmdir við gatnakerfi í
nýju íbúðahverfi á Arnarneshálsi í
Garðabæ geti hafist á næstunni,
en þar er stefnt að því að reisa
íbúðabyggð fyrir 1.500 íbúa á
næstu árum. Skrifað var undir
samninga milli landeigenda og
Garðabæjar í gær
Svæðið sem um ræðir er sunn-
an við Arnarneshæð og austan við
Hafnarfjarðarveginn, en auk þess
eiga sömu aðilar land norðan Arn-
arnesvegar sem enn hefur ekki
verið deiliskipulagt. Landeig-
endur munu sjá um að bjóða út
gatnaframkvæmdir í hverfinu, og
verða lóðir seldar einstaklingum
eða fyrirtækjum til uppbygg-
ingar.
Gatnagerð að hefjast
Í fyrsta áfanga, á þessu ári og
því næsta, er reiknað með að gera
lóðir fyrir samtals 221 íbúð til-
búna, þar af 45 einbýlishúsalóðir,
segir Ágúst Kr. Björnsson, fram-
kvæmdastjóri Akralands, sem á
þann hluta landsins þar sem ein-
býlishús verða. Samtals er um að
ræða 139 einbýlishúsalóðir, og
333 íbúðir í fjölbýli, en það er fyr-
irtækið Arnarland sem á landið
þar sem fjölbýlishúsin munu rísa.
Gatnagerð í fyrsta áfanga, á
miðju svæðinu, mun hefjast á
næstu dögum, og verða lóðir á
þeim hluta svæðisins bygging-
arhæfar fyrir haustið. Annar
áfangi, sem liggur nær Hafn-
arfjarðarvegi, fer í gang á næsta
ári, og verða lóðir bygging-
arhæfar vorið 2007. Þriðji og síð-
asti áfanginn fer svo í gang í
framhaldi af því, og verða lóðirnar
tilbúnar vorið 2007.
„Við erum afskaplega stoltir af
því að vera í Garðabæ, þetta er
sveitarfélag sem hefur verið að
sinna sínu þjónustuhlutverki af
kostgæfni, og ánægjulegt að sjá
hvernig það hefur lyft gildi fjöl-
skyldunnar og skólamálum upp
og lagt áherslu á þennan mála-
flokk, og skapað með því sveitar-
félaginu mikla sérstöðu. Hér er
valfrelsi um grunnskóla, hér er
leikskólum ekki lokað á sumrin og
margir einkaskólar hafa hér að-
setur. Ég finn sem forsvarsmaður
landeigenda að það fólk sem
hringir í mig metur þessi gildi
mikils og vill þess vegna koma
hingað,“ segir Ágúst.
Hann segir að landeigendur
verði varir við mikla eftirspurn
eftir þessu landi, enda sé það gott
byggingarland í suðlægri hlíð.
„Þetta verður fljótt að gróa upp
og fljótt að vaxa, og verða af-
skaplega gott svæði.“ Spurður
hvort staðsetning og eftirspurn
ýti ekki undir hátt lóðaverð segir
Ágúst að því muni markaðurinn
ráða, eins og með aðra hluti sem
þyki eftirsóknarverðir.
Samið við landeigendur um uppbyggingu á Arnarneshálsi
Lóðir fyrir 1.500 íbúa á næstu árum
Akrahverfi Nýtt hverfi með 1.500 íbúum mun rísa á Arnarneshálsi.
Morgunblaðið/Eyþór
Uppbygging Ásdís Halla Braga-
dóttir, bæjarstjóri í Garðabæ,
og Ágúst Kr. Björnsson, fram-
kvæmdastjóri Akralands, und-
irrituðu samning um uppbygg-
ingu í gær.