Morgunblaðið - 23.03.2005, Page 48

Morgunblaðið - 23.03.2005, Page 48
Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes KETTIR ERU MJÖG ÞRIFALEG DÝR ÞEIR NOTA TUNGUNA SÍNA TIL ÞESS AÐ ÞRÍFA SIG ALLIR NEMA ÞÚ! HÁRNÆRINGIN ER BÚIN RITGERÐ! ÞAÐ ER ÚT UM MIG! AF HVERJU GAT HÚN EKKI BARA HAFT KROSSAPRÓF? EÐA SATT OG ÓSATT-PRÓF? ÉG ÞOLI EKKI ÞEGAR ÉGÞARF AÐ VITA UM HVAÐ ÉG ER AÐ SKRIFA... GÓÐA NÓTT HOBBES GÓÐA NÓTT TRÚIR ÞÚ Á DRAUGA? Litli Svalur © DUPUIS ÞAÐ SLÆMA ER AÐ ÉG MAN EKKERT EFTIR ÞESSU ÞEGAR ÉG VAKNA OG ÉG ER ENNÞÁ ÞYRSTUR Dagbók Í dag er miðvikudagur 23. mars, 82. dagur ársins 2005 Víkverji komst í vontskap er hann sá auglýsingu um helgina í sjónvarpinu frá Sláturfélagi Suð- urlands, SS, því ann- ars ágæta fyrirtæki. Þar var verið að aug- lýsa páskalambið, sér- kryddað og úrbeinað sem „meira að segja karlmenn“ voru sagðir geta skorið niður! Þetta var kona látin segja í auglýsingunni, með hæðnisglotti ef rétt er munað. Þarna fannst Vík- verja SS-menn vera að höggva æði nærri karlmennsku sinni því hann ólst upp við það að húsbóndinn á heimilinu skar ávallt niður lamba- lærið eða -hrygginn á sunnudögum eða stórhátíðisdögum. Ekki minnist Víkverji þess að faðir hans hafi átt í einhverjum sérstökum vandræðum með skurðinn. Allir fengu sínar sneiðar á diskana og undu glaðir við sitt, kona og börn. Þessi siður hélst svo áfram hjá næstu kynslóð og telur Víkverji sig ráða ágætlega við það verkefni á heimilinu að skera lambalærið. Að minnsta kosti hefur ekki verið kvart- að. Mestu skiptir að sjálfsögðu að hafa hárbeittan kjöt- hníf og lærið verður að vera hæfilega steikt. Víkverja fannst nóg um auglýsingar Um- ferðarstofu á dög- unum þar sem ungir karlmenn voru sýndir í háskaleik með börnin sín, að ekki sé verið að ýja að því líka að þeir geti ekki skorið niður lambalæri. Víkverji sér femínista fyrir sér fara á límingunum ef á skjáinn kæmi til dæm- is auglýsing um þvottavél „sem meira að segja konur“ kunna á. Er þetta það jafnrétti kynjanna sem allir eru að tala um, að gera lítið úr körlum og verkkunnáttu þeirra og færni á heimilunum? Ef svo er þá finnst Víkverja illa komið fyrir ís- lenskri þjóð. Mættu karlmenn láta heyra meira frá sér í þessum efnum. Nú stendur Víkverji frammi fyrir þeirri ákvörðun í samráði við „betri helminginn“ á heimilinu að velja páskasteikina þetta árið. Á meðan Sláturfélag Suðurlands gerir lítið úr karlmönnum getur fyrirtækið ekki reitt sig á viðskipti við Víkverja, svo mikið er víst. Mönnum getur sárnað, „meira að segja karlmönnum“. Víkverji skrifar... | vikverji@mbl.is          Hafnarborg | Myndhöggvarafélag Reykjavíkur og Hafnarborg sýna í hverj- um mánuði verk eins af félögum Myndhöggvarafélagsins í skála safnsins. Myndhöggvari marsmánaðar er Hallsteinn Sigurðsson, en hann vinnur flest verk sín í málm, einkum járn og ál. Myndir Hallsteins eru gjarnan léttar formstúdíur þar sem hann notar granna teina og kúpta fleti til að teikna upp form og hreyfingar í rýminu. Sýningarsalir Hafnarborgar eru lokaðir á föstudaginn langa og páskadag en að öðru leyti verður opið eins og venjulega. Auk verka Hallsteins eru í Hafnarborg sýningar þeirra Jónínu Guðnadóttur og Barböru Vestman. Málmmyndir í Hafnarborg MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Aug- lýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.400 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr. Þeir, sem búa til goðalíkneski, eru hver með öðrum hégóminn einber, og dýrindissmíðar þeirra eru að engu liði. Vottar slíkra guða sjá eigi og vita eigi, til þess að þeir verði sér til skammar. (Jes. 44, 9.)

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.