Morgunblaðið - 23.03.2005, Síða 52

Morgunblaðið - 23.03.2005, Síða 52
52 MIÐVIKUDAGUR 23. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ LISTAHÁTÍÐ í Reykjavík verður haldin dagana 14. maí–5. júní næst- komandi. Fyrr í þessum mánuði efndu forsvarsmenn hátíðarinnar til fjögurra blaðamannafunda er- lendis til kynningar á hátíðinni sem heppnuðust afar vel, að sögn Þór- unnar Sigurðardóttur, listræns stjórnanda hennar. Vel heppnuð ferð Fyrsti fundurinn var haldinn í Tate Modern-safninu í London þriðjudaginn 1. mars, sá næsti á listakaupastefnunni Armory Fair í New York hinn 11. mars, þá í sendiráði Norðurlandanna í Berlín hinn 12. mars og sá síðasti í ís- lenska sendiráðinu í Kaupmanna- höfn 16. mars. Að fundinum stóðu auk Listahátíðar í Reykjavík, sendiherrar Íslands í borgunum fjórum, utanríkisráðuneytið, ásamt Icelandair, Höfuðborgarstofu og Ferðamálaráði. Þórunn segir fundina hafa verið vel sótta og mættu fjölmargir rit- stjórar og blaðamenn virtra er- lendra blaða og tímarita á þá. „Þetta var í heild mjög skemmtileg og vel heppnuð kynningarferð. Það var auðvitað sérstaklega ánægju- legt að lenda inn á þessari stóru hátíð í New York, Armory Fair, og vera með okkar blaðamannafund á sama stað og þeir voru með sinn fund daginn áður. Þannig fengum við að miklu leyti sama fólkið á fundinn,“ segir Þórunn. Hún segir meginmarkmiðið með kynning- arfundum af þessu tagi að laða er- lenda gesti á hátíðina, ekki síst blaðamenn og listaverkasafnara. „Við höfum fengið mjög mikil við- brögð og það er ánægjulegt. Núna voru að fara héðan blaðamenn frá Beaux Arts, einu stærsta menning- artímariti í Frakklandi, en þau kynna hátíðina í vorheftinu, svo tekið sé dæmi. En við verðum líka að passa að þetta vaxi okkur ekki yfir höfuð. Því auðvitað er Listahátíð í Reykjavík fyrst og fremst fyrir Íslendinga, og það má ekki gleyma því.“ Hún segir samvinnu við Jessicu Morgan sýningarstjóra hafa verið lykilatriði í því hve vel kynning- arnar heppnuðust. „Hún hefur afar góð sambönd, sem við höfum fengið að njóta góðs af. Síðan er gaman að finna hve mikinn áhuga margir er- lendu listamannanna sem taka þátt í Listahátíð í ár hafa á fyrirbærinu, sem sýndi sig meðal annars í að sumir þeirra gáfu sér tíma til að vera viðstaddir kynningarfundina. Meðal annars kom sá þýski Schlingensief á fundinn í Berlín.“ Hringflug á opnanir Á öllum fundunum var lögð sér- stök áhersla á kynningu myndlist- arþáttar Listahátíðar, en hátíðin leggur áherslu á myndlist í ár sem kunnugt er. „Það er fjöldi fólks sem fylgist mjög vel með því sem er að gerast í samtímamyndlist og finnst Listahátíð áhugavert og spennandi verkefni. Það gefur því líka tækifæri til að heimsækja Ís- land í leiðinni,“ segir Þórunn og bætir við að sú stefna Listahátíðar að hafa nokkuð af viðburðum úti á landi sé aðlaðandi í augum margra, ekki síst með tilliti til þess að sam- eina listáhuga og ferðamennsku í eina ferð. Þá hafi svokallað hringflug vakið mikla athygli, en það felur í sér að Flugfélag Íslands mun standa fyrir flugi milli myndlistaropnana víðs vegar um land á hvítasunnudag, öðrum degi hátíðarinnar. Lagt verður af stað frá Reykjavík og til Ísafjarðar, þaðan til Akureyrar og síðan Egilsstaða, og til Vest- mannaeyja áður en komið er aftur til Reykjavíkur. „Það er heilmikið af fólki sem hefur áhuga á því að fara svona á milli og skoða, og við vitum þegar um hópa sem ætla að koma frá Kanada, Miami, New York, Amsterdam, Zürich og Vín, svo dæmi séu tekin. Það verður gaman að sjá hvernig þetta geng- ur.“ Að sögn Þórunnar hefur fyr- irhuguð sýning á verkum Dieters Roth vakið forvitni margra, og einnig samstarf við KÍM, Kynning- armiðstöð íslenskrar myndlistar, sem verður með miðstöð fyrir fjöl- miðla og býður meðal annars upp á ferðir í stúdíó íslenskra myndlist- armanna. Þórunn segir undirbúning hátíð- arinnar ganga vel, þó mikil vinna sé enn eftir. „Þetta er umfangs- mikið samstarf, svipað og við höf- um verið með hjá öðrum listastofn- unum og í hinum listgreinunum, en nýtt í myndlist og það er nokkuð flókið svona í fyrsta sinn. Þetta byggist á skilgreindri ábyrgð beggja aðila og góðu og miklu sam- starfi. Slíkt samstarf getur verið mjög gefandi fyrir alla og skilað miklu. Margir af þessum sam- starfsaðilum eru að vinna með okk- ur í fyrsta sinn, til dæmis er stærsta sýningin fyrir utan Dieter í Gerðarsafni í Kópavogi, sem aldrei fyrr hefur verið með sýningu á Listahátíð. Þar sýna ekki færri en sjö listamenn og það verður afar spennandi sýning,“ segir Þórunn Sigurðardóttir að lokum. Listahátíð | Listahátíð í Reykjavík kynnt á fundum erlendis Fjöldi erlendra gesta er væntanlegur Þórunn Sigurðardóttir ALÞJÓÐLEGA bókmenntakynn- ingin lit. Cologne var haldin í 5. sinn dagana 16.–20. mars sl. Var föstu- dagskvöldið 18. mars tileinkað ís- lenskum rithöfundum undir yfir- skriftinni „Fram á rauða nótt“. Gestir kvöldsins voru Birna Anna Björnsdóttir og Silja Hauksdóttir, sem lásu úr skáldsögunni Dís, sem þær hafa samið ásamt Oddnýju Sturludóttur en einnig komu fram skáldin Bragi Ólafsson og Hall- grímur Helgason. Bragi las kafla úr skáldsögu sinni Gæludýrin og Hall- grímur kynnti skáldsögu sína Höf- und Íslands. Betty Wahl, lekt- or í Íslensku við háskólann í Frankfurt, var túlkur en leik- ararnir Vanessa Stern og Joachim Król lásu þýsku þýðingarnar við góða skemmtun áheyrenda. Þá sýndi Wolfgang Müller álfadans með tilheyrandi söng sem vakti mikla ánægju. Gerður Gunnarsdóttir fiðluleikari og maður hennar Claudio Puntin klarínettuleikari léku á milli atriða frumsamin verk við stef íslenskra laga, m.a. tilbrigði við Sofðu unga ástin mín. Að loknu hléi ávarpaði nýskipaður sendiherra Íslands í Berlín, Ólafur Davíðsson, áheyrendur og lét í ljós ánægju sína yfir miklum áhuga Þjóðverja á íslenskum bókmenntum, landi og þjóð, en húsfyllir var á þess- ari kynningu, um 1.100 manns. Stjórnandi kvöldsins var Randi Crott. Bókmenntir | Alþjóðleg bókmenntakynning í Köln Kynntu íslenskar bókmenntir Birna Anna Björnsdóttir Fréttasíminn 904 1100 Stóra svið Miðasalan er opin: Mánud. og þriðjud.:10:00-18:00, mið-, fim- og föstudaga: 10:00-20:00, laugar- og sunnudaga: 12:00-20:00 Miðasölusími 568 8000 - miðasala á netinu: www.borgarleikhus.is LÍNA LANGSOKKUR e. Astrid Lindgren Lau 2/4 kl 14 – AUKASÝNING Su 3/4 kl 14 – AUKASÝNING Lokasýningar HÉRI HÉRASON e. Coline Serreau Lau 23/4 kl 20, Fö 29/4 kl 20 AUSA eftir Lee Hall - Í samstarfi við LA Fi 31/3 kl 20, Su 3/4 kl 20 Ath: Miðaverð kr 1.500 SEGÐU MÉR ALLT - Taumlausir draumórar? AMERICAN DIPLOMACY eftir Þorleif Örn Arnarsson Í samstarfi við Hið lifandi leikhús Fö 1/4 kl 20 Síðasta sýning SVIK eftir Harold Pinter Samstarf: Á SENUNNI, Sögn ehf og LA. Lau 2/4 kl 20, Lau 9/4 kl 20 Síðustu sýningar HOUDINI SNÝR AFTUR Fjölskyldusýning um páskana Frumsýning í kvöld kl 20 - UPPSELT, Fi 24/3 kl 15, Fi 24/3 kl 20, Lau 26/3 kl 15 - UPPSELT, Lau 26/3 kl 20 SEGÐU MÉR ALLT e. Kristínu Ómarsdóttur Fö 1/4 kl 20, Lau 9/4 kl 20 LEIKHÚSVEISLA FYRIR HÓPA - UPPSKRIFT AÐ SKEMMTILEGU KVÖLDI NÆRING FYRIR SÁL OG LÍKAMA - BÓKIÐ Í TÍMA Kl 18:00 Gleðistund í forsal - veitingasalan opin Kl 18:30 Kynnisferð um leikhúsið - kynning á verki kvöldsins Kl 19:00 Matseðill kvöldsins Kl 20:00 Leiksýning kvöldsins BÖRN 12 ÁRA OG YNGRI FÁ FRÍTT Í BORGARLEIKHÚSIÐ Í FYLGD FULLORÐINNA - gildir ekki á barnasýningar! Nýja svið, Litla svið og Þriðja hæðin ALVEG BRILLJANT SKILNAÐUR Einleikur Eddu Björgvinsdóttur Í kvöld kl 20 - UPPSELT, Fi 24/3 kl 20 - UPPSELT, Fö 1/4 kl 20 - UPPSELT, Lau 2/4 kl 20 - UPPSELT, Su 3/4 kl 20 - AUKASÝNING, Fi 14/4 kl 20 - UPPSELT, Fö 15/4 kl 20 - UPPSELT, Lau 16/4 kl 20, Su 17/4 kl 20 HÍBÝLI VINDANNA leikgerð Bjarna Jónssonar eftir vesturfarasögu Böðvars Guðmundssonar Fi 7/4 kl 20, Fö 8/4 kl 20, Lau 16/4 kl 20, Su 17/4 kl 20, Fi 21/4 kl 20, Fö 22/4 kl 20, Lau 30/4 kl 20 DRAUMLEIKUR eftir Strindberg Samstarf: Leiklistardeild LHÍ Lau 9/4 kl 20, Su 10/4 kl 20, Fi 14/4 kl 20 Síðustu sýningar STÓRKOSTLEG SPENNUATRIÐI, TRÚÐAR, ELDUR OG SPRENGINGAR, GAMAN OG GALDRAR. Tryggðu þér miða í síma 568 8000 23. mars kl. 2024. mars kl. 1524. mars kl. 2026. mars kl. 1526. mars kl. 20 4 600 200 leikfelag.is Miðasölusími „Hrein og klár snilld “ H.Ö.B. RÚV Óliver! Eftir Lionel Bart Lau. 26.3 kl 14 Uppselt Lau. 26.3 kl 20 Uppselt Ath: Ósóttar pantanir seldar daglega! Pakkið á móti Eftir Henry Adams Fös.15.4 kl 20 Frums. UPPSELT Lau.16.4 kl 20 kortas. Örfá sæti laus Fim.21.4 kl 20 kortas. UPPSELT Fös.22.4 kl 20 kortas. UPPSELT sýnir PATATAZ fjölmenningarlegan fjölskylduleik Sýnt í Stúdíó 4, Vatnagörðum 4 Í kvöld. Mánudaginn 28. mars. Föstudaginn 8. apríl. Laugardaginn 9. apríl. Sýningar hefjast kl. 20.00. Síðustu sýningar. Miðapantanir í s. 551 2525 midasala@hugleikur.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.