Morgunblaðið - 12.04.2005, Síða 1

Morgunblaðið - 12.04.2005, Síða 1
STOFNAÐ 1913 97. TBL. 93. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 12. APRÍL 2005 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is Langferð Gael García Bernal Aðalleikarinn í Mótorhjóladagbók- unum í viðtali við Ingu Rún | 44 Íþróttir | Sprunga í handarbaki Arnórs  Mættur til München Árni Þór til Flensburg  Valur vann Í verðkönnun sem Morgunblaðið gerði í fjórum lág- vöruverðsverslun- um á höfuðborgar- svæðinu í gær reyndist Bónus með lægsta hillu- og kassaverð. Kaskó var með næstlægsta kassa- og hilluverð, þá Nettó með hæsta hilluverðið og Krónan með hæsta kassa- verðið. Athygli vekur að í þremur tilfellum af fjórum var vörukarfan dýrari þegar kom að afgreiðslukassa ef miðað er við hilluverð í verslununum. Aðeins í Kaskó var karfan ódýrari þegar kom að afgreiðslukassa. Þá var Kaskó einnig oftast með samræmi milli hillu- og kassaverðs eða í öllum tilfellum nema einu.            Bónus með lægsta hillu- og kassaverð  Kaskó fylgir fast/24 Kaíró. AFP. | Að jafnaði er önnur hver kona í löndum araba ólæs og yfir 10 milljónir barna ganga ekki í neinn skóla, að því er seg- ir í nýrri skýrslu á vegum Arababandalagsins og Barna- hjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNICEF). Ólæsið er sagt valda því að konur hafi ekki aðgang að mik- ilvægum upplýsingum um mál eins og heilsufar smábarna sem aftur hafi í för með sér mikinn barnadauða. Um 60 af hverjum þúsund börnum sem fæðast á svæðinu deyja fyrir fimm ára aldur, tíu sinnum hærra hlutfall en í þróuðum ríkjum. Ólæsi sagt hrjá araba London. AFP. | Meistarakokkurinn Jamie Oliver, öðru nafni „Kokkur án klæða“, hefur með sjónvarps- þáttum sínum um lélegt fæði í skólamötuneytum fengið um fjórðung fullorðinna Breta til að borða hollari mat, að því er kemur fram í nýrri könnun trygginga- félagsins PruHealth. Herferð Olivers hefur m.a. fengið ríkis- stjórn Tony Blairs til að lofa að verja 280 milljónum punda, um 33 milljörðum króna, til að bæta mat- aræði í skólunum. Þættir Olivers, Jamie’s School Dinners, hafa valdið áköfum um- ræðum í fjölmiðlum um mataræði og heilsufar. Eitt af því sem Oliver skýrði frá var að meðalkostnaður við skólamáltíð væri aðeins um 37 pens eða um 42 krónur. „Jamie Oliver virðist hafa tekist að ná árangri á sviði þar sem óteljandi virðingarverðar aðgerðir til að bæta matarneysluvenjur hafa litlu áorkað,“ sagði Rosan Meyer, næringarfræðingur Pru- Health. „Hann hefur fundið aðferð til að fræða fólk um kostina við að borða hollan mat án þess að því finnist hann vera fullur af for- sjárhyggju eða frekju og hann hefur gott lag á að hvetja aðra til dáða.“ Reuters Jamie Oliver (t.v.) ræðir skóla- máltíðir við Tony Blair í ráðherra- bústaðnum við Downingstræti. Hrist upp í mataræði Breta  Hollustan/6 ARIEL Sharon, forsætisráðherra Ísraels, átti í gær fund með George W. Bush Bandaríkjaforseta á búgarði hins síðarnefnda í Texas og hét þá að láta rífa allmargar litlar byggðir sem reistar hafa verið af harðlínumönnum úr röðum landtöku- manna gyðinga á hernumdu svæðunum í óþökk ísraelskra stjórnvalda. Sharon sagði í sjónvarps- viðtali fyrir Bandaríkjaförina að svo eldfimt væri ástandið í Ísrael vegna deilna um brottflutninginn frá Gaza í sumar að minnti á aðdraganda borg- arastyrjaldar. „Allt mitt líf hef ég varið líf gyðinga. Nú verð ég í fyrsta sinn að grípa til ráðstafana til að verja eig- ið líf fyrir gyðingum,“ sagði ráðherrann. Stjórn hans hefur ákveðið að draga allan her sinn frá Gaza í sumar og leggja niður byggðir um 8.000 landtökumanna þar. Harðlínumenn meðal gyð- inga saka Sharon um svik vegna Gaza-áætlunar- innar og hafa sumir hótað að myrða hann. Palestínskir forystumenn lýstu í gær ánægju sinni með að Bush Bandaríkjaforseti skyldi hvetja Ísraela til að efla ekki frekar byggðir landtöku- manna gyðinga á Vesturbakkanum. Palestínu- menn lýstu hins vegar vonbrigðum sínum með að forsetinn skyldi segja að það væri óraunsæi að halda að Ísraelar myndu yfirgefa öll svæði sem þeir hefðu lagt undir sig frá 1949. Með þessum orðum væri Bush að gefa ólöglegri landtöku Ísr- aela lagastimpil. Bæði Bandaríkjamenn og Ísrael- ar segja að semja verði um skipti á landsvæðum þegar endanleg landamæri Ísraels og væntanlegs ríkis Palestínumanna verði ákveðin. Sharon sagði að sumar landtökubyggðirnar á Vesturbakkanum væru nú taldar vera hluti Ísraels. Bush sagði Sharon að stæðu Ísraelar ekki við ákvæði Vegvísisins svonefnda, friðaráætlunar stórveldanna og Sameinuðu þjóðanna, myndi það geta spillt friðarviðleitninni. Sharon ítrekaði í gær stuðning sinn við hugmyndina um sjálfstætt ríki Palestínumanna á samfelldu svæði á Vesturbakk- anum auk Gaza-spildunnar. Segist óttast um líf sitt Reuters Bush (t.h.) hlustar á Ariel Sharon á sameigin- legum blaðamannafundi þeirra í Texas í gær. Sharon líkir deilum vegna Gaza-málanna í Ísrael við upphaf borgarastríðs Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is „ÉG ER sæmilega hress, en hleyp nú ekki mikið um, en mér finnst óskaplega gaman að sjá þig,“ sagði Jóhanna Jónsdóttir, elsti íbúi Akureyrar- bæjar, sem varð 105 ára í febrúar, þegar Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, heimsótti hana í gær. Ólafur Ragnar og Dorrit Moussaieff for- setafrú eru í opinberri heimsókn á Akureyri. Í gær fóru þau m.a. í heimsókn í skóla í bænum, borðuðu hádegisverð með heimilisfólki á Dval- arheimilinu Hlíð og tóku þátt í málþingi um ný- sköpun. Opinber heimsókn forsetahjónanna heldur áfram í dag og á morgun heimsækja þau Eyja- fjarðarsveit./20 „Mér finnst óskaplega gaman að sjá þig“ Morgunblaðið/Kristján Forsetahjónin heilsa upp á elsta íbúa Akureyrar, Jóhönnu Jónsdóttur, sem er 105 ára gömul og býr á Hlíð. HILDUR Vala Ein- arsdóttir, Idol-stjarna Íslands, hefur tekið að sér að syngja með Stuðmönnum á tón- leikaför þeirra um landið í sumar, í stað Ragnhildar Gísladóttur, sem ákveðið hefur að sinna eigin hugðar- efnum í bili. Jakob Frí- mann Magnússon, hljómborðsleikari og söngvari Stuðmanna, segist ekki telja betri kost vera í gjörvallri veröld. „Trúnaðarmenn hljómsveitarinnar hafa hoppað af kæti yfir þessum tíð- indum og við gerum það sjálfir,“ segir hann./47 Hildur Vala Stuðmaður Hildur Vala ♦♦♦ 44 síðna aukablað um vinnuvélar Íþróttir og Vinnuvélar í dag

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.