Morgunblaðið - 12.04.2005, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 12.04.2005, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. APRÍL 2005 35 MINNINGAR Kæri Benni. Nú þegar þú ert farinn frá okkur langt fyrir aldur fram get ég ekki annað en hugsað um allar þær stundir sem ég átti með þér. Við gátum eytt heilu nóttunum í að ræða um hina og þessa hluti, þú hafðir ætíð ákveðnar skoðanir á öllum hlutum en varst samt alltaf opinn fyrir skoðunum annarra. Við tefldum líka oft og oftast hafðir þú yfirhöndina í þeim bar- daga en það kom fyrir að þú sofn- aðir á verðinum. Frá okkar fyrstu kynnum hefur mér alltaf fundist sem þar væri á ferðinni maður sem þætti mjög vænt um afkomendur sína og vildi allt fyrir alla gera. Þú varst greinilega mikið nátt- úrubarn og ber garðurinn í Tungu- síðu þess glöggt merki. Listsköpun þín var engum tak- mörkunum háð, það var alveg sama hvort þú varst að mála eða smíða, allt virtist leika í höndunum á þér. Ég vil þakka þér fyrir allar þær góðu stundir sem við áttum saman þær eru mér mjög minnisstæðar, þær hefðu átt að verða miklu fleiri en um það er ekki að ræða. Þú reyndist okkur mjög vel þeg- ar á reyndi og ég vil þakka þér kærlega fyrir það. Ég vona innilega að þú sért nú í góðum höndum og að nú gefist þér tími fyrir listsköpun þína því hún skipti þig afar miklu máli. Þinn vinur og tengdasonur Sigurður Blomsterberg. Að morgni þann 29. mars and- aðist mágur minn hann Benni. Fyrir tveimur árum greindist hann með þann sjúkdóm sem að lokum sigraði hann. Á þeim tíma kynntist ég alveg nýrri hlið á honum sem ég kunni vel að meta. Benni var mikill húmoristi. Eitt sinn sagði hann við mig: „Veistu, ég get ekki farið út lengur því ég á að vera dauður fyr- ir löngu.“ Hann var mikill lífs- kúnstner og fór sínar eigin leiðir í BERNHARÐ STEINGRÍMSSON ✝ Bernharð Stein-grímsson fæddist á Akureyri 24. febr- úar 1948. Hann lést á Fjórðungssjúkrahús- inu á Akureyri 29. mars síðastliðinn og var útför hans gerð frá Akureyrarkirkju 8. apríl. lífinu og skeytti því litlu þótt um hann væri rætt. Hann var mikill fagurkeri og allt lék í höndunum á honum. Hann hafði sterkar skoðanir á öllu og velti mikið fyr- ir sér lífinu og tilver- unni og má segja að hann hafi lifað hratt. Tvær ánægjulegar ferðir fórum við með þeim hjónum til út- landa og var ekki að sjá að þar væri á ferð fársjúkur maður. Allt vildi hann sjá og skoða. Ekkert gaf hann okkur eftir á ferðalaginu og spurði mjög hneykslaður hver ætti að vera í þessum hjólastól sem hafður var með í för. Einnig fórum við saman nokkrar styttri ferðir um landið og stendur ein þar upp- úr er farið var á æskuslóðir Guð- rúnar Sigríðar móður Benna. Mik- ið af sögum var hún búin að segja frá þeim góða stað. Veit ég að hans bíður stór faðmur. Mági mínum þakka ég samfylgdina. Gengin er afar litrík persóna. Hvíli hann í friði. Elsku Sibba, þú hefur staðið þig með miklum sóma í þessu öllu. Ég votta þér og krökkunum mína sam- úð. Þ. Ragnheiður. Það var á Reykjavíkurflugvelli sumarið 1965. Nokkur hópur far- þega, þ.á m. fáein ungmenni biðu þess að komast um borð í vél Flug- félags Íslands en ferðinni var heit- ið til Lundúna. Þarna vakti sér- staka athygli mína lágvaxinn, teinréttur táningur með dökkt hrokkið hár, brún blíðleg augu, brosmildur, nokkuð gáskafullur í framan, með gítar gyrtan um öxl. Hann gekk hnarreistur og hispurs- laust að mér og spurði með norð- lenskri áherslu: „Ert þú að fara til Bournemouth, drengur?“ Ég galt já við. Hann sagðist heita Bern- harð Steingrímsson, vera frá Ak- ureyri, ætti elskuna sína þar og vera alveg kominn á fremsta hlunn með að hætta við að fara á þennan enskuskóla. „Það er engum að treysta. Hún gæti verið trúlofuð þegar ég kem aftur heim og það mundi ég ekki lifa af.“ Ég benti honum á að ef þessar krakkar sem þarna voru á flugvellinu væru líka á leið til Bournemouth þá væri til- veran í nánustu framtíð bara björt. Var reyndar ekki vanur viðlíka samskiptum sem þessum. Hugg- unarviðleitni minni svaraði hann engu. En í vélina fórum við og átt- um saman ógleymanlegt sumar í leik og námi. Því er við að bæta að elskan hans, Sigurbjörg Steindórs- dóttir, var ótrúlofuð við heimkom- una og átti eftir að verða lífsföru- nautur hans. Einu eða tveimur árum eftir veru okkar í Englandi hagaði mál- um svo til að ég hafði milligöngu um að útvega Benna húsnæði í Reykjavík. Þá var hann að hefja nám við Myndlista- og handíða- skólann. Næstu vetur bjó hann hjá Magnúsi Sigurjónssyni móður- bróður mínum sem nú er látinn og fjölskyldu hans. Mikil og kær vin- átta tókst með þeim Benna og Magnúsi sem varði fölskvalaus meðan báðir lifðu, enda einlæg og gamansöm úrvalsmenni þar á ferð, hvor á sinn hátt. Benni var um margt afar sér- stæður maður sem batt ekki sína bagga sömu hnútum og aðrir. Hann var hugmyndaríkur fagmað- ur sem auglýsingateiknari og list- málari en þrátt fyrir ótvíræða hæfileika virtist hann ekki eira sér við þá iðju. Mannelska hans og fé- lagsþörf hafa sjálfsagt átt sinn þátt í því að hann lagði list sína til hliðar að mestu og einhenti sér í skemmtanaiðnað sem ég hef ekki vitneskju um hvort skerpti hann eða skerti. Mér er hins vegar sagt að hann hafi haft gaman af umsýsl- unni í kringum skemmtistað sinn og ef svo hefur verið er það vel. Menn eiga að leita sér viðfangs- efna í lífinu sem sameina hugsjón, ánægju og afkomu og svala lífs- þorstanum. Benni hefur í nokkur undanfarin ár átt heilsufarslega mjög á bratt- ann að sækja. Það sem vakti furðu mína og jafnframt óskipta aðdáun, einkum nú hin síðari misseri með- an hann var helsjúkur, var hversu glaður, einlægur og ræðinn hann var um heima og geyma jafnt sem sjúkdóm sinn (krabbamein), lífs- líkur og dauðann. Án þess að halla á nokkurn mann sem slíkan kross hefur borið finnst mér hans kross- burður hafa verið hetjunnar sem lét ekki bugast sama hve að var þrengt um leið og auðmýktin fyrir „hástigi“ lífsins, dauðanum, var honum eðlislæg. Ljúfur drengur, frændi og góður vinur allt frá unglingsárum er fall- inn frá langt um aldur fram. Ég þakka Guði þá samferð sem ég fékk að ganga með honum. Guð blessi og varðveit konu hans, börn, tengdabörn og barnabörn, aldrað- an föður, bræður hans og aðra ást- vini. Önundur S. Björnsson. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarþel við andlát og útför elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu, langömmu og langalangömmu, HELGU ENGILBERTSDÓTTUR, Ísafirði. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Hlífar og öldrunardeild Fjórðungssjúkrahússins á Ísafirði fyrir einstaka umhyggju og alúð um árabil. Ingibjörg Jónsdóttir, Hulda Jónsdóttir, Jón Kristmannsson, Vignir Jónsson, Lára Helgadóttir, Jón Þór Jónsson, Guðmundur Ingi Guðnason, Margrét Jónsdóttir, Guðni Geir Jóhannesson, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. Móðir okkar og tengdamóðir, HRÓÐNÝ PÁLSDÓTTIR, áður til heimilis á Skólabraut 5, Seltjarnarnesi, lést á elli- og hjúkrunarheimilinu Grund laugar- daginn 9. apríl. Steinunn Steinarsdóttir, Guðni Sigurjónsson, Garðar Steinarsson, Ásta Sveinbjarnardóttir, Sigurður Steinarsson, Ingibjörg Eysteinsdóttir og fjölskyldur. Útför okkar ástkæru systur, mágkonu og frænku ÁSLAUGAR EDDU BERGSDÓTTUR, Stekkjarhvammi 8, Hafnarfirði, fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík fimmtu- daginn 14. apríl kl. 15.00. Þorgeir Bergsson, Heiða Jónsdóttir, Halla Bergsdóttir, Magnús Magnússon og frændsystkin. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý- hug við andlát og útför elskulegrar systur okkar, mágkonu og frænku, FJÓLU TRYGGVADÓTTUR, Austurbrún 4, Reykjavík. Sérstakar þakkir til húsvarða og húsfélags Austurbrún 4. Hrafnhildur Tryggvadóttir, systkini og aðrir aðstandendur. Við Hákon kynnt- umst í skóla, urðum vinir og vinnufélagar í 50 ár, og nánir sam- starfsmenn í 30 ár. Hákon hóf störf sem loftskeytamaður og símritari við Fjarskiptastöðina í Gufunesi í október 1948, þar sem hann starf- aði mestalla sína starfsævi. Hann var varðstjóri um árabil og síðan yfirdeildarstjóri radíóflugþjónust- unnar í Gufunesi í 30 ár og stað- gengill stöðvarstjóra, þar til hann lét af störfum árið 1998. Jafnframt þessum störfum annaðist Hákon kennslu við Loftskeytaskólann í mörg ár. Þegar Hákon hóf störf í Gufunesi hafði Landssíminn nýverið tekið að sér að annast fjarskipti vegna N-Atlantshafsflugsins. Stöðvarhús landssímans í Gufunesi hafði verið stækkað til að taka við þessari þjónustu. Í flugfjarskiptum er áríð- andi að hafa vel þjálfað og gott starfsfólk, sem vinnur af vandvirkni og nákvæmni eftir settum reglum. Hákon lagði sitt af mörkum til þess að svo gæti orðið, en meðal starfa hans voru starfsmannamál, yfirum- sjón með þjálfun starfsmanna og daglegum störfum í vinnusal. Starfsmenn voru rúmlega 70. Jafn- framt kom hann að gerð rekstrar- áætlana, uppgjörs og endurskoðun ársreikninga og tók þátt skipulags- breytingum vegna örra tæknifram- fara. Nýlega kom fram í viðtali við Há- kon, að honum hafði fundist tíminn í Gufunesi vera mjög góður tími, skemmtilegur og gefandi. Gaman hafi verið að fylgjast með og taka þátt í hinni öru þróun fjarskipt- anna. Það var ánægjulegt að starfa með Hákoni. Hann hafði góða nær- veru, var rólyndur og yfirvegaður, og anaði aldrei að neinu. Var sam- HÁKON BJARNASON ✝ Hákon Bjarna-son fæddist í Reykjarfirði við Ísa- fjarðardjúp hinn 29. febrúar 1928. Hann andaðist á Landspít- alanum við Hring- braut miðvikudaginn 30. mars síðastliðinn og var útför hans gerð frá Langholts- kirkju 7. apríl. viskusamur og vand- virkur og vann öll störf af trúmennsku og heiðarleika. Hann var ráðagóður og bón- góður, og vildi hvers manns vanda leysa. Vegna mannkosta Hákonar var sóst eftir starfi hans að alls kon- ar félagsmálum. Hann sat m.a. um árabil í stjórn Félags ís- lenskra símamanna og var meðal þeirra sem stóðu að stofnun tafl- og skemmtiklúbbs, sem hélt skákmót og dansleiki í litlum sal á efstu hæð Landssíma- hússins á árunum 1950-60. Þetta voru vinsælar og vel sóttar uppá- komur. Vinnudagurinn var því oft langur, en ekkert var talið eftir. Ef verk þurfti að vinna þá var það unn- ið. Hákoni lét vel að starfa með ungu fólki. Nutu nemendur Loft- skeytaskólans og ungir ÍR-ingar góðs af. Margs er að minnast, frá leik og starfi. Mér er m.a. minnisstætt fyrsta ferðalagið sem við Hákon fórum saman. Við fórum norður í land, til Siglufjarðar að heimsækja skólabræður á loftskeytastöðinni þar, til Akureyrar, í Vaglaskóg og víðar. Við vorum á litlum Renault fólksbíl með aðeins 10 hestafla vél og lentum í nokkrum erfiðleikum vegna þoku í Siglufjarðarskarði og aflleysis bílsins. Allt gekk þó vel að lokum og varð ferðin afar skemmti- leg og viðburðarík. Síðar fórum við með fleiri félögum í margar skemmtilegar ferðir, m.a. veiðiferð- ir í Laxá í Kjós, Ölfusá og víðar. Hákon var þægilegur ferðafélagi, ávallt léttur í skapi, reytti af sér lúmska brandara og sagði gaman- sögur. Hákon kvæntist yndislegri konu, Pálínu Matthildi Sigurðardóttur. Voru þau einstaklega samhent hjón og góðir vinir. Þau eignuðust tvo syni, Bjarna og Hörð, en fyrir átti Matta soninn Sigurð, sem Hákon gekk í föður stað. Ég og fjölskylda mín þökkum Hákoni samfylgdina og mikils- metna vináttu, og vottum fjölskyldu hans innilega samúð. Stefán Arndal. Morgunblaðið birtir minningar- greinar alla útgáfudagana. Skil Minningargreinar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is (smellt á reitinn Morgun- blaðið í fliparöndinni – þá birtist valkosturinn „Senda inn minning- ar/afmæli“ ásamt frekari upplýs- ingum). Skilafrestur Ef birta á minning- argrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðju- degi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins til- tekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Lengd Minningargreinar séu ekki lengri en 2.000 slög (stafir með bilum - mælt í Tools/Word Count). Ekki er unnt að senda lengri grein. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur, og votta þeim sem kvaddur er virð- ingu sína án þess að það sé gert með langri grein. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Undirskrift Minningargreinahöf- undar eru beðnir að hafa skírnar- nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Minningar- greinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.