Morgunblaðið - 12.04.2005, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 12.04.2005, Blaðsíða 24
Í TILEFNI af eitt hundrað ára þjóðhátíðarafmæli Norðmanna, ætl- ar norska seglskipið Statsraad Lahmkuhl að sigla frá Noregi til Reykjavíkur í sumar, en skipið mun vera stærsta þrímastraða seglskip heims. Skipið leggur úr höfn í Berg- en 8. júlí í sumar, tekur stefnuna í vesturátt til Íslands, leggur að höfn í Reykjavík 14. júlí og hefur viðdvöl hér til 17. júlí. Þann tíma, sem skipið liggur í Reykjavíkurhöfn, verður það opið fyrir heimsóknir auk þess sem áhugsamir siglingamenn geta einnig átt þess kost að sigla með skipinu sem áhafnarmeðlimir frá Bergen til Reykjavíkur eða frá Reykjavík til Bergen. Statsraad Lehmkuhl er stærsta og elsta seglskip Noregs með rásegl- um. Saga skipsins hefst í Bremer- haven-Geestemünde árið 1914 er það var smíðað sem skólaskip fyrir þýska verslunarflotann undir nafn- inu Grossherzog Friedrich August. Englendingar tóku skipið her- fangi eftir lok fyrri heimsstyrjald- arinnar. Árið 1921 kom það til Berg- en að frumkvæði Kristofers D. Lehmkuhl, fyrrum ráðherra í rík- isstjórn Noregs. Það var notað sem skólaskip frá árinu 1923 og til þess tíma er síðari heimsstyrjöldin braust út. Þjóðverjar lögðu þá hald á skipið og breyttu nafni þess í Westwarts. Eftir heimsstyrjöldina var Statsraad Lahmkuhl rekið sem skólaskip í Bergen allt til ársins 1966. Árið 1967 kom Hilmar Reksten, stórútgerð- armaður, í veg fyrir að skipið yrði selt úr landi og 1978 færði hann skipið að gjöf til sjálfseignarstofn- unar, sem síðan hefur átt og rekið skipið. Áhugasömum hugsanlegum áhafnarmeðlimum skal á það bent að þeir koma til með að taka þátt í starfinu um borð af fullum krafti. Þeir standa vaktir með vönum sjó- mönnum, fara í útsýnisturninn, eru á verði við fallbyssur og læra að um- gangast seglbúnað. Rík áhersla er lögð á réttar siglingahefðir og hýs- ing áhafnarmeðlima er undir þiljum í hengikojum og svefnpoka. Frá Ís- landi siglir skipið 17. júlí og nær höfn í Bergen 23. júlí.  FERÐALÖG | Stærsta þrímastraða seglskip heims á leið frá Bergen til Íslands Áhafnarmeð- limi vantar Norska seglskipið Statsraad Lahmkuhl að sigla frá Noregi til Reykjavíkur. TENGLAR ..................................................... Veffang: www.lehmkuhl.no Netfang: lehmkuhl@lehmkuhl.no join@mbl.is 24 ÞRIÐJUDAGUR 12. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF ÞAÐ munar 130% á hæsta og lægsta verði á app- elsínum milli lágvöruverðsverslana og 121% á kota- sælu og 120% á baðherbergjahreinsilegi frá Ajax. Þetta kom fram í verðkönnun sem Morgunblaðið gerði í fjórum lágvöruverðsverslunum á höfuð- borgarsvæðinu í gær. Bónus er bæði með lægsta hilluverð og lægsta kassaverð í þessari könnun. Heildarvörukarfan hjá Bónus kostaði 4.064 krónur við kassann í gær, hjá Kaskó 4.132 krónur, í Nettó 4.851 og hjá Krónunni 4.978 krónur. Ef hilluverð er skoðað kostaði vörukarfan 3.847 krónur í Bónus, 4.186 krónur í Kaskó, 4.783 í Nettó og 4.540 í Krónunni. Í þremur tilvikum af fjórum þurfa viðskiptavinir að borga meira við kassann en hilluverð segir til um. Aðeins í Kaskó var þessu öfugt farið þar þurftu viðskiptavinir að borga minna þegar kom að kass- anum en gefið var upp við hillu. Hærra verð við kassann Í fimm tilvikum var ekki samræmi milli hillu- og kassaverðs í Bónus, í einu tilviki hjá Kaskó, hjá Nettó gætti ósamræmis í fjórum tilfellum og hjá Krónunni í tveimur tilvikum. Bónus var með lægsta verðið í átján tilvikum af tuttugu og sjö þegar miðað er við kassaverð og Kaskó í níu tilvikum af tuttugu og sjö. Nettó var hinsvegar með hæsta verðið í fimmtán tilfellum af tuttugu og sjö og Krónan í ellefu tilfellum af tuttugu og sjö. Verðkönnunin var gerð samtímis í öllum fjórum verslunum frá 12–13 í Bónus Hjallahrauni, Kaskó Vesturbergi, Nettó í Mjódd og Krónunni í Jafnaseli. Kannað var verð á sjötta tug vörutegunda en ein- ungis er í töflunni birt verð á þeim tuttugu og sjö vörutegundum sem fengust í öllum búðunum og í sömu stærðareiningum. Í nokkrum tilvikum orkuðu upplýsingar úr könnuninni tvímælis og var vöruteg- undunum sleppt í þeim tilvikum. Ekkert tillit var tekið til gæða vöru né þjónustu í verslununum einungis var um verðathugun að ræða. 3     4      !! <   !!! ! P    # 6&    # , $ D 'F  # ""  # % "$&   $  5 (  # $" 5& 5 "   # B1$&($    # ( /($/ 1Q1+ "5  # )$ & "" ;  # 0; A ; 1$ $1   # D"5 " '7 F 891/7"  " !/1/7"  " P/71   $"   1" % " $  1Q 7"* 71 # 7"51  # ) 6"  # L RR  &   && 5   # L$ 5 1S " )7 7" " - && 1 "  # 3$ 1 " (   B$$    # S -+ "5 1Q$ " & # /&  # L "" (; ($  $   # 3& $O$' 1$   # 05 1Q& ""  " -/+5 (&& "  " /S ('1 ;  1" 0 -< ,0 &% 3/""& ! % =$ ($# '( % -/7'' !% 4& $" -$"? $ 36  $ ,6#  $ ) #*  *  ( ) 3"                                                                                                    = =   =  =     =  =  =  =  =  =                       3 "" )                                                   3 "" )                                                3 "" )                                                 3 "" )                                Kaskó fylgir fast á hæla Bónus Morgunblaðið/Þorkell Í þremur verslunum af fjórum var vörukarfan dýrari þegar kom að kassa ef miðað er við hilluverð í verslununum.  VERÐKÖNNUN | Morgunblaðið kannar verð í fjórum lágvöruverðsverslunum Bónus er með lægsta kassa- og hilluverð og Kaskó fylgir fast á eftir samkvæmt verðkönn- un Morgunblaðsins í fjórum lágvöruverðsversl- unum í gær. Krónan er með hæsta kassaverð en Nettó með hæsta hilluverð. UNGBÖRN þurfa ekki á rakakremum að halda og óæskilegt getur verið að nota slíkt á þau þar sem efnin eru ekki skoluð í burtu og efnin sem sitja á húðinni geta vald- ið ofnæmi. Þetta kemur fram í máli ofnæmislæknisins Jeanne Duus sem rætt er við á vef danska blaðsins BT. Hún leggur áherslu á að ekki megi hræða fólk og valda for- eldrum óþarfa áhyggjum, heldur vill hún höfða til skyn- semi þeirra. „Flest ofnæm- isvaldandi ilmefni eru úr náttúrunni. En það ber líka að nefna að fá ungbörn eru með ofnæmi,“ segir Jeanne Duus. Góð ráð fyrir foreldra ungbarna  Forðast ætti vörur sem innihalda efnin Butylpar- aben, Isobutylparaben og Propylparaben.  Það má oftast sleppa því að nota sápu og sjampó á ungbörn. Yfirleitt er nóg að þvo þeim með vatni.  Ef sápa eða sjampó er not- að, munið að skola vel með hreinu vatni.  Aðeins ætti að nota krem ef húðin er mjög þurr eða rauð.  Forðast ætti að nota blaut- servíettur. Notið í staðinn vatn og svamp eða klút.  Kaupið umhverfismerktar vörur án ilmefna. Munið að náttúrulegar vörur geta einnig valdið ilmefnaof- næmi. Morgunblaðið/Ásdís Yfirleitt er nóg að þvo ung- börnum með vatni. Ungbörn þurfa ekki krem og sápu  HEILSA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.