Morgunblaðið - 12.04.2005, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 12.04.2005, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. APRÍL 2005 39 DAGBÓK Hundurinn Tarak TILEFNI þessara skrifa er ný frétt af hundinum Tarak sem í haust glefsaði í barn. Foreldrar barnsins fóru fram á að honum yrði lógað en eigandinn barðist fyrir lífi hans. Hundurinn fær samkvæmt dómi að halda lífi en er gerður útlægur úr Reykjavík. Lögmaður vinnur enn að málinu. Þar sem ég er mikill hundavin- ur og oft með hunda á mínum vegum get ég ekki annað en lagt orð í belg þótt ég þekki ekki öll atvik þessa tiltekna máls. Eigandi hundsins lét sérfræð- inga meta skapgerð hans og reyndist hann vera hin blíðasta skepna og ekki haldinn árás- arhneigð. Hundar, að fáum geð- trufluðum einstaklingum und- anskildum, glefsa ekki nema þeim sé ógnað. Nokkuð víst er að barn- ið hefur í óvitaskap meitt hund- inn eða ógnað alvarlega á annan hátt. Sennilega hefur hann reynt að forðast barnið en ekki haft færi á því. Fyrsta viðvörun hjá hundi er urr eða gelt og jafnvel að sýna tennurnar. Ef það dugar ekki er næsta viðvörun að bíta létt, glefsa, en ef hundurinn ætlar sér að bíta af alvöru er munurinn mjög mikill. Hundar gera sér fulla grein fyrir að þeir hafa mjög öflugan tanngarð og mikinn bit- kraft sem þeir því nota ekki nema allt annað hafi áður verið reynt. Aðeins í algjörri nauðvörn. Hvaða maður reynir ekki að verja sig ef á hann er ráðist? Held að það eigi við mjög fáa. Er þá hægt að ætlast til að dýr láti ofbeldi yfir sig ganga án þess að verja sig? Nei! Að flýja er reynd- ar grasbítum og fleiri dýrateg- undum sem eru neðarlega í fæðupíramída náttúrunnar eðlis- lægara. Hér álít ég að ekki sé við hund- inn að sakast, ekki húsbónda hans, ekki við óvita barnið heldur foreldra þess sem virðast ekki hafa kennt því að umgangast dýr með tilhlýðilegri virðingu. Fer fram á sanngirni og sátt í þessu máli. Að lóga hundi er í raun að deyða fjölskyldumeðlim en svo nánir verða hundar þeim húsbændum sem sýna þeim góð- vild. Ragnar Jónsson, Miklubraut 70. Rétt skal vera rétt Í MORGUNBLAÐINU á bls. 6 mánudaginn 11. apríl er frétt þar sem sagt er frá að sækja eigi flugvél til Írlands sem vinir og samstarfsmenn Arngríms Jó- hannssonar ætla að gefa honum í afmælisgjöf. Í fréttinni er er tal- að um DC-3 flugvélar á Íslandi en það hafa aldrei verið til DC-3 vél- ar á Íslandi. Þær vélar sem kallaðar eru þristir eru C-47B, og Skymaster- vélarnar voru C-54. Sigurbjörn Sigurðsson. Velvakandi Svarað í síma 5691100 kl. 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is Ármúla 15 • sími 515 0500 - fax 515 0509 www.fasteignakaup.is • fasteignakaup@fasteignakaup.is Opið hús verður á Vesturhólum 15, 111 Rvík milli kl. 19:00 og 20:30 þriðjudag. Um er að ræða einbýlishús á rólegum stað með aukaíbúð á neðri hæð. Stórkostlegt útsýni yfir höfuðborgina og víðar. Verið velkomin. Sigríður Birgisdóttir sölufulltrúi verður á staðnum. Nánari upplýsingar á www.fasteignakaup.is Opið hús - Vesturhólar 15 Erna Valsdóttir, lögg. fast.-, skipa- og fyrirtækjasali. Frá árinu 1951 hafa Alþjóðasamtökin umfólksflutninga IOM (Iternational Org-anisation for Migration) verið starfandi.Samtökin eru gríðarlega umfangsmikil en að þeim stendur 101 þjóð og 29 til viðbótar eiga áheyrnarfulltrúa auk fjölda margra alþjóðlegra stofnana og samtaka,“ segir dr. Thomas Weiss sem er yfirmaður svæðisskrifstofu IOM í Helsinki sem sér um Norðurlönd og Eystrasaltsríkin. Dr. Weiss var staddur á Íslandi í síðustu viku til viðræðna við fulltrúa íslenskra stjórnvalda til kynn- ingar á starfsemi IOM en Ísland á ekki aðild að samtökunum, enn sem komið er a.m.k. „Starfsemi IOM snýst m.a. um að aðstoða stjórn- völd aðildarlanda við að stýra og skipuleggja fólks- flutninga milli landa á mannúðlegan og skipulegan hátt, með þarfir ríkisstjórna og fólksins sjálfs jafnt í huga,“ segir dr. Weiss. „Í þessum tilgangi bjóðum við fjölþætta þjónustu og upplýsingagjöf. Okkar verkefni er einnig að hvetja til og skipuleggja al- þjóðlegt samstarf um fólksflutninga, veita rík- isstjórnum aðstoð til að finna raunhæfar lausnir á þeim vandamálum sem fólksflutningar hafa í för með sér og ekki síst að hvetja til alþjóðlegrar sam- stöðu með mannúðaraðstoð til fólks í nauðum. Í þessu samhengi má nefna að IOM hefur átt stóran þátt í hjálparstarfinu vegna flóðbylgjunnar á Ind- landshafi í lok desember og unnið náið með alþjóð- legum hjálparstofnunum við skipulag hjálpar- og uppbyggingarstarfs. Eitt af okkar verkefnum er að fylgjast með og skilgreina tengslin á milli fólksflutninga og hag- rænnar, félagslegrar og menningarlegrar þróunar annars vegar og hins vegar að virða rétt ein- staklingsins til að vera frjáls ferða sinna.“ Dr. Weiss segir að starfsemi IOM sé fjórþætt þótt þættirnir tengist innbyrðis á ýmsa vegu. „Fólksflutningar og þróun, greiða fyrir fólksflutn- ingum, stýra fólksflutningum og fylgjast með þvinguðum flutningum fólks. Starf okkar beinist að tæknilegum lausnum og samstarfi, vernd réttinda fólks á faraldsfæti, kynning á alþjóðlegum lögum um fólksflutninga, upplýsingaöflun um fólksflutn- inga, þátttaka í stefnumótun og leiðsögn, svæð- isbundið og alþjóðlegt samstarf, uppfræðsla til al- mennings, heilsufar, kynjahlutfall, aðlögun og enduraðlögun fólks sem flust hefur búferlum.“ Eins og sjá má er starfsemi IOM gríðarlega um- fangsmikil og má nefna að til stofnunarinnar runnu á síðasta ári ríflega 550 milljónir dollara frá með- limalöndunum, starfsmenn eru um 3.400 með skrif- stofur í yfir 160 löndum og verkefni sem stofnunin heldur úti um heim allan eru um 800 talsins. Sífellt bætast nýjar þjóðir í hóp aðildarþjóða. „Ísland hefur til þessa verið alls óþekkt í okkar röðum. Það var fyrir hvatningu frá sendiherra Ís- lands í Helsinki, Jóni Baldvini Hannibalssyni, að ég ákvað að gera mér ferð hingað til Íslands og kynna starfsemi IOM fyrir íslenskum stjórnvöldum. Þetta hefur verið mjög ánægjuleg heimsókn og ég hef fundið fyrir miklum áhuga hér á starfsemi okkar. Ég er heldur ekki í vafa um að Ísland gæti haft hag af því að gerast þátttakandi í okkar starfi, í upphafi sem áheyrnarþjóð og síðar jafnvel með fulla aðild.“ IOM | Alþjóðleg samtök um fólksflutninga í heiminum Virða rétt einstaklingsins til að vera frjáls ferða sinna  Dr. Thomas Weiss er yfirmaður svæðis- skrifstofu IOM í Hels- inki í Finnlandi. IOM er stytting á International Organisation for Migra- tion sem eru alþjóðleg samtök þjóða heims um fólksflutninga landa á milli. Dr. Weiss var staddur á Íslandi til að kynna starfsemi sam- takanna fyrir íslenskum stjórnvöldum. 1. d4 d5 2. c4 c6 3. Rf3 Rf6 4. e3 Bf5 5. Rc3 e6 6. Rh4 Be4 7. f3 Bg6 8. Db3 Dc7 9. Bd2 Be7 10. Hc1 Rbd7 11. cxd5 exd5 12. g4 Db6 13. g5 Rg8 14. e4 Dxb3 15. axb3 dxe4 16. fxe4 Bb4 17. Rxg6 hxg6 18. Bc4 Rb6 19. 0–0 Rxc4 20. bxc4 Re7 21. Bf4 Hd8 22. d5 Rc8 23. Kg2 0–0 24. Ra2 Be7 25. Hfd1 f6 26. gxf6 gxf6 27. c5 cxd5 28. exd5 Hd7 29. b4 a6 30. Rc3 Kf7 31. d6 Bd8 32. Ra4 g5 33. Bg3 Ra7 34. c6 Rxc6 35. Rc5 Rb8 36. He1 f5 37. Rxd7 Rxd7 38. Bf2 Rf6 39. Hc5 Kg6 40. Hc8 Be7 41. Hxf8 Bxf8 Staðan kom upp á öflugu skákmóti sem lauk fyrir skömmu í Dos Hermanas á Spáni. Zurab Azmaip- arashvili (2.671) hafði hvítt gegn Alex- ey Dreev (2.705). 42. He6! Leikur þessi er snjall þar sem reikna þurfti út áður en honum var leikið að fórnin sem fylgdi í kjölfarið tryggði hvítum sig- urinn. 42. … Kf7 43. Hxf6+! Kxf6 44. d7 Be7 44. … Ke7 hefði verið svarað með 45. Bc5+ og hvítur yrði manni yf- ir. 45. Bb6 f4 46. Kf3 og svartur gafst upp. Lokastaða mótsins varð þessi: 1. Teimour Radjabov (2.673) 5½ vinning af 9 mögulegum 2.–5. Zurab Azmaip- arashvili (2.671), Alexey Dreev (2.705), Ruben Felgaer (2.593) og Alexander Rustemov (2.573) 5 v. 6.–7. P Harikr- ishna (2.646) og Sergey Karjakin (2.635) 4½ v. 8.–10. Lenier Dominguez (2.658), Oleg Korneev (2.611) og Mig- uel Illiscas Cordoba (2.633) 3½ v. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is Hvítur á leik. Aukamöguleiki. Norður ♠ÁD843 ♥KD872 V/Enginn ♦9 ♣KD Vestur Austur ♠105 ♠K972 ♥95 ♥Á ♦852 ♦DG1043 ♣1087432 ♣G95 Suður ♠G6 ♥G10643 ♦ÁK76 ♣Á6 Spil dagsins kom upp í tvímennings- keppni á vorleikum Bandaríkjamanna í Pittsburgh. Vestur Norður Austur Suður Pass 1 spaði 2 tíglar 2 hjörtu Pass 4 grönd Pass 5 hjörtu Pass 6 hjörtu Allir pass Vestur kom út í lit makkers, með smáan tígul, og suður tók fyrsta slag- inn. Fljótt á litið virðist spaðakóng- urinn þurfa að liggja fyrir svíningu, en sagnhafi sá leið til að bæta vinnings- líkur sínar. Sér lesandinn hver sú leið er? Hann tók strax annan tígulslag og trompaði tígul. Spilaði svo laufkóng og laufi á ás og stakk enn tígul. Eftir þessa upphreinsun á hliðarlitnum spil- aði sagnhafi nú fyrst trompi. Austur lenti inni á stökum hjartaás og varð að spila spaða upp í gaffalinn eða láglit í tvöfalda eyðu. Þetta er einfalt en fallegt dæmi um upphreinsun og innkast. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is BÖRN Ingunnar Bjarna- dóttur (1905–1972) afhentu á dögunum Kvenna- sögusafni Íslands nótur hennar og hljómplötuna „Amma raular í rökkrinu“ með lögum hennar sem kom út árið 1972. Eig- inmaður Ingunnar, Hróð- mar Sigurðsson (1912– 1957), skrifaði upp mörg laga hennar og Hallgrímur Helgason færði einnig mörg þeirra í búning. Kvenna- sögusafni afhentar nótur Á myndinni eru börn Ingunnar Bjarnadóttur ásamt forstöðumanni Kvennasögusafns Ís- lands, f.v.: Bjarni Sigurðsson, Anna Sigríður Hróðmarsdóttir, Þórhallur Hróðmarsson og Auður Styrkársdóttir. 12. apríl Þegar trúbadúrinn á miðöld- um var beðinn að yrkja lofsöng til ástkonu fursta síns, orti hann um leið til sinnar eigin ástkonu og allra annarra. Þetta er svo sem á allra vit- orði, en kannski einmitt þess vegna fallegt að hugsa til. Nicklas Rådström 1953 (Svíþjóð) Önnur afmælisbörn dagsins: Alan Ayckbourn 1939 (Bretland) Árbók bókmenntanna TVÆR aukasýningar eru fyrirhug- aðar á leikritinu Tenórnum. Leik- ritið var frumsýnt í Ólafsfirði í ágúst 2003 en síðan í október sama ár hefur það verið á fjölunum í Iðnó. Höfundur er Guðmundur Ólafs- son, sem jafnframt leikur Tenórinn, Sigursveinn Kr. Magnússon er í hlutverki Undirleikarans. Leikstjóri er Oddur Bjarni Þor- kelsson og tæknimaður Ingi Einar Jóhannesson. Sýningarnar verða föstudaginn 15. apríl og laugardaginn 23. apríl. Miðasala í Iðnó í síma 562 9700. Aukasýningar á Tenórnum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.