Morgunblaðið - 12.04.2005, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. APRÍL 2005 49
Óskarsverðlaunahafinn, Geoffrey Rush er frábær sem Peter Sellers
n myndin fjallar um feril og stormasamt einkalíf eins besta gamanleikara heims.
Kvikmyndir.is
SVAMPUR SVEINSS KL 6
MRS. CONGENIAL.2 KL. 10
PACIFIER KL. 8 - 10 B.I. 16
BOOGEY MAN KL. 8 - 10
THE PACIFIER KL. 8 - 10
MILLION DOLLAR BABY
KL. 8 - 10.30
ÁLFABAKKI
BOOGEY MAN kl. 6 - 8 - 10 B.i. 16. ára
SVAMPUR SVEINSSON m/ísl.tali. kl. 4 - 6
SVAMPUR SVEINSSON m/ensku.tali. kl. 4 - 6 - 8
THE PACIFIER kl. 4 - 6 - 8 - 10.10 / VIP kl. 8 - 10.10
MRS. CONGENIAL. 2 kl. 3.30 - 5.40 - 8 -10.20
LIFE AND DEATH OF PETER SELLERS kl. 8
LIFE AND DEATH OF PETER SELLERS Lúxus VIP kl. 5.30
RING TWO kl. 10.20 B.i. 16. ára
BANGSÍMON og FRÍLLINN m/ísl.tali. kl. 4
COACH CARTER kl. 10.10
KRINGLAN AKUREYRI KEFLAVÍK
Hringrás óttans hefur náð hámarki
kvikmyndir.is SK
BOOGEY MAN kl. 6 - 8.30 - 10.30 B.i. 16. ára
SVAMPUR SVEINSSON m/ísl.tali. kl. 6
THE PACIFIER kl. 6 - 8 - 10
MRS. CONGENIAL. 2 kl. 8.15
RING TWO Sýnd kl. 10.30 B.i. 16. ára
Hetja.
Þjóðsögn.
Svampur
Svampur Sveinsson og félagar eru
komnir með sína fyrstu bíómynd.
Með íslensku og ensku tali.
Bráðfjörug,
spennandi og
sprenghlægileg
gamanmynd
með
ofurtöffaranum
Vin Diesel í
aðalhlutverki!
Gerið ykkur klár... ... fyrir pelann!
09.04. 2005
2
8 8 2 7 9
1 9 2 8 6
3 13 27 32
17
6.04. 2005
2 6 10 11 24 30
22 37 21
VÁKORT
Eftirlýst kort nr.
4539-8618-0017-6940
Afgreiðslufólk, vinsamlegast takið
ofangreind kort úr umferð og
sendið VISA Íslandi sundurklippt.
VERÐLAUN kr. 5000
VISA ÍSLAND
Álfabakka 16,
109 Reykjavík.
Sími 525 2000.
UPPTÖKUM með sólstrandar-
drengjunum The Beach Boys,
djassgoðsögninni Dizzy Gillespie
og gruggrokksbrautryðjend-
unum Nirvana hefur verið bætt
á bókasafn Bandaríkjaþings.
Þykir það hin mesta upphefð
að fá sess á hinu virðulega
bókasafni því tilgangurinn með
því er að varðveita menning-
arleg, söguleg og fagurfræði-
lega mikilvæg tónverk fyrir
komandi kynslóðir. Er þessi
vegtylla þeim mun merkilegri
fyrir þær sakir að einungis 50
tóndæmi hafa verið valin til að
gegna þessu þýðingarmikla
menningarhlutverki. Fyrir á
safninu eru verk eftir m.a.
Public Enemy, James Brown,
Muddy Waters, George
Gershwin og tónlist Johns
Williams úr Stjörnustríðs-
myndunum. Meðal munnlegra
hljóðritana á þessu Landssafni
hljóðritana eru fyrstu orð Neils
Armstrongs eftir að hann steig
fyrstur manna á tunglið og
fyrsti upplesturinn á Biblíunni í
heild sinni en þar eru einnig
hljóðritanir með dýrahljóðum.
Til þess að vera gjaldgengar
þurfa hljóðritanir að vera orðn-
ar tíu ára gamlar og er plata
Nirvana, Nevermind, sem bætt
hefur verið á safnið, yngsta
upptakan sem þar er að finna en
aðeins sex af hinum 50 hljóð-
ritunum á safninu voru gerðar
eftir 1966.
Nirvana á safn
Safngripirnir Dave Grohl, Kurt Cobain og Krist Novoselic.
TÓNLIST
Erlendar plötur
Beck – Guero
ALLTAF er maður nú jafnspenntur
fyrir nýrri Beck-plötu. Guero olli
mér þó temmilegum vonbrigðum,
þetta er svona „Beck eftir bókinni“,
fátt sem hristir upp í manni og plat-
an siglir mestan part lygnan sjó.
Beck er annars mikið ólíkindatól,
fjölhæfari en flestir
og virðist í seinni
tíð skiptast á að
gera kassagít-
arskotnar, ofur-
melódískar plötur
(Sea Change) og
svo „flippaðar“
plötur. Guero fellur undir síðari skil-
greininguna.
Bitleysi plötunnar fer að sjálf-
sögðu þessum snillingi illa, enda á
hann feril sinn undir því að fara
ótroðnar slóðir og koma fólki í opna
skjöldu, eins og meistaraverk eins
og Mellow Gold og Odelay bera með
sér.
Platan hefst annars á hinu prýði-
lega „E-Pro“ og minnir upphafsriffið
óneitanlega dálítið á Quarashi. Beck
hefur kannski legið yfir Jay Leno í
upptökuhléum en dálæti Kevins
Eubanks á sveitinni (hann er alltaf
að spila „Stick ’Em Up“ í þáttunum)
er mikið. Hér er líka efni í fínasta
sumarsmell („Girl“) og mikið er um
„latin“ æfingar í einstökum lögum
eins og titill plötunnar ber með sér.
En á heildina litið er bara eins og
það vanti „Beck“ á þessa Beckplötu.
Það þýðir því víst lítið annað en að
bíða spenntur eftir næstu plötu.
Arnar Eggert Thoroddsen
Bekkjar-
partí
ÞAÐ verður seint sagt að Lukas
Moodysson geri skemmtimyndir,
enda víst nógir um þá hituna, svo
það er besta mál. Honum er umhug-
að um börn og æskuárin og hvaða
áhrif þau hafa á okkur á fullorðins-
árunum. Honum er umhugað um
fólk og líðan þess, og sú líðan er ekki
alltaf góð, sem m.a. annars kemur
fram í kvikmyndinni Gat í hjartanu.
Feðgarnir Rickard og Eric búa í
lítilli íbúð, og Eric kýs helst að vera
einn inni í herberginu sínu, ekki síst
þar sem félagar pabbans, þau Geko
og Tess, nota stofuna til að skjóta
klámmyndir, sofa, borða og leika
sér.
Myndin er tekin líkt og heim-
ildamynd, þar sem stemningin og
spennan á milli þessara fjögurra
karaktera er fest á filmu. Myndin er
vissulega leikin, mikið spunnin en
lítið fer fyrir dramatískri fléttu eða
uppbyggingu. Það vantar einhverja
heildarmynd eða hugmynd sem
heldur utan um frásögnina. Það má
deila um hvað séu óþarfa útúrdúrar,
en hér er engum skýrum skilaboðum
komið á framfæri. Þetta er einfald-
lega raunsæisleg og sorgleg mynd
um sorglegt fólk. Svona fólk er
vissulega til, og flest höfum við eitt-
hvert gat í hjartanu þótt það sé ekki
jafn stórt og persónanna hér. Þetta
fólk er einstæðingar, hefur misst
ástvini og sjálfsvirðinguna, fólk sem
reynir að búa sér til einhvers konar
líf með því litla sem það hefur, sem
er m.a. líkami og kynhvöt. Ég held
að myndin eigi ekkert sérstaklega
að deila á klámmyndaiðnaðinn.
Kynlíf er bara það sem brotið fólk
með gat í hjarta leitar í í örvænt-
ingarfullri leit að hamingju. Og
Moodysson tekst að láta okkur
skynja vanlíðanina, líkt og hjá kar-
akterum fyrri mynda hans, og þar
með held ég að tilganginum séð náð
af hans hálfu.
Moodysson, sem hefur hingað til
gert agaðar myndir, lætur hér reka
á reiðanum, leikararnir spinna fram
og aftur, kvikmyndatakan er tilvilj-
anakennd og strúktúrinn hefur ef-
laust orðið til í klippiborðinu. Allir
listamenn þurfa að gera tilraunir og
reyna nýja hluti og skiljanlegt að
Moodysson geri það líka. Moodys-
son er með áhugaverðari kvik-
myndagerðarmönnum heims og svo
mikill snillingur, að það er hálf-
sorglegt ef hann nennir ekki að
vanda sig, eins og virðist hafa átt sér
stað í þessi mynd.
Sorgleg mynd
um sorglegt fólk
KVIKMYNDIR
Háskólabíó – kvikmyndahátíð
Leikstjórn og handrit: Lukas Moodysson.
Kvikmyndataka: Malin Fornander, Jesper
Kurlandsky, Lukas Moodysson og Karl
Stranslind. Aðalhlutverk: Björn Almroth,
Sanna Brading, Thorsten Flink og Goran
Marjanovic. Svíþjóð 95 mín. Memfis
2005.
Gat í hjartanu (Ett hål í mitt hjärta)
Sanna Bråding leikur hina ráðalausu Tess sem er með gat í hjartanu.
Hildur Loftsdóttir