Morgunblaðið - 12.04.2005, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 12.04.2005, Blaðsíða 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 12. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Í LEIÐARA Morgunblaðsins hinn 21. mars síðastliðinn er fjallað um kosti samfellds skóla og tóm- stundastarfs. Vitnað er í viðtal við Grím Hergeirsson, verkefnastjóra hjá Sveitarfélaginu Ár- borg, þar sem hann lýsir ákveðinni draumsýn í skóla- málum. Grímur segir m.a.: Ég sé … fyrir mér að yngstu börnin geti farið beint í fé- lagsstarfið, á íþrótta- æfingu eða annað þegar þau eru búin í skólanum og séu búin um fimmleytið, í stað þess að þurfa að fara í þetta á kvöldin. Enn fremur er haft eftir Grími að marg- ir telji það æskilegt markmið að tómstundastarf barna, þá einkum yngstu barnanna í grunnskólum, rúmist innan vébanda heilsdags- skólans og er þar bæði átt við íþróttaiðkun og listnám, svo sem tónlist, myndlist og dans. Sú draumsýn sem þarna er sett fram hefur verið veruleiki barna á Sel- tjarnarnesi í alllangan tíma. Samstarf Grunnskóla Seltjarn- arness, Tónlistarskóla bæjarins og Íþróttafélagsins Gróttu hefur lengi verið öflugt og gott og miðar að því að skóladagur yngstu barnanna sé skipulagður með þeim hætti sem að ofan greinir. Í Grunnskóla Sel- tjarnarness eru um 700 nemendur og lætur nærri að um fjórir af hverjum fimm stundi íþróttir eða sæki tónlistarnám í bæjarfélaginu. Tímatafla íþróttafélagsins tekur mið af stundaskrá grunnskólans þar sem ávallt er tryggt að æfingar yngri barnanna hefjist strax og skóla lýkur á daginn og að þeim ljúki fyrir klukkan fimm alla daga. Félagið hefur á að skipa mörgum vel menntuðum og hæfum þjálfurum í öllum deildum og nú á næstu dögum fær félagið við- urkenningu sem fyr- irmyndaríþróttafélag ÍSÍ. Þá hafa grunn- skólinn og íþrótta- félagið nýverið sam- þykkt að vinna sameiginlega gegn eineltismálum, enda eru að mestu eða öllu leyti sömu börn á báð- um stöðum. Íþrótta- fulltrúi Gróttu mun verða tengilið- ur félagsins við skólann og styrkja þannig enn frekar samstarf þess- ara aðila. Danskennsla er á stundaskrá nemenda í 2.–5. bekk og þeir nem- endur sem stunda tónlistarnám og eru í tveimur einkatímum í viku mæta í annan þeirra innan hefð- bundinnar stundaskrár grunnskól- ans. Hinum einkatímanum er síðan lokið fyrir klukkan fimm líkt og íþróttaæfingum. Heilsdagsskólinn stendur öllum börnum í 1.–3. bekk til boða og þar eru í dag tæplega 80 börn. Vel rúmlega helmingur þessara barna fer á æfingar íþróttafélagsins eða til kennara síns í tónlistarskólanum ýmist áður en þau mæta í heils- dagsskólann eða á starfstíma hans. Í heilsdagsskólanum stendur börn- unum jafnframt til boða að fara í tölvuver, smíði og hand- eða mynd- mennt, auk þess geta þau fengið aðstoð við heimanám. Þá hefur samstarf heilsdagsskólans við kirkjuna eflst mikið og þangað geta börnin farið úr heilsdagsskólanum einu sinni í viku. Allt þetta er einungis mögulegt þar sem samstarf þeirra aðila sem koma að fræðslumálum barnanna er gott og ekki síst fyrir þá stað- reynd að innan við fimm mínútna göngufæri er á milli skóla, íþrótta- mannvirkja og kirkjunnar. Fyrir okkur Seltirninga hefur draumsýn annarra í þessum efnum verið veruleiki síðustu ár. Samfelldur skóli og tóm- stundastarf – draum- sýn eða veruleiki Bjarni Torfi Álfþórsson fjallar um tónlistarnám og íþróttaiðkun ’Samstarf GrunnskólaSeltjarnarness, Tónlist- arskóla bæjarins og Íþróttafélagsins Gróttu hefur lengi verið öflugt og gott og miðar að því að skóladagur yngstu barnanna sé skipulagð- ur með þeim hætti sem að ofan greinir.‘ Bjarni Torfi Álfþórsson Höfundur er bæjarfulltrúi á Seltjarn- arnesi, formaður skólanefndar og Íþróttafélagsins Gróttu. ÞEGAR nú er farið að vora vaknar lífíð í náttúrunni og hugur allra vaknar líka. Þetta á ekki síst við okk- ur sem eldri erum. Þá finnur maður að ýmsu til hnignunar. Menn segja oft við mig „Það er nú meira hvað maður eldist“!! en það má líka segja „Maður ætti að gleðjast yfir því að eldast“, því annars væri maður dáinn! Það eru bara tvær leiðir, að deyja eða eldast! Þetta á við um fólk á öllum aldri. Við Íslendingar náum hærri aldri en áður. Kemur ýmislegt til. Aðbúnaður er betri bæði heima og á vinnu- stað. Tækifæri til betri heilsugæslu hefur batnað, svo og fullkomnari læknishjálp og tóbaksreykingar minnkað verulega. Allt hefur þetta áhrif en sennilega er það samt breyttur lífsstíll með meiri hreyfingu og hóflegri áreynslu sem nær til æ fleira fólks. Þetta á við um fólk á öll- um aldri. Þegar við eldumst þurfum við ekki síður á hreyfingu að halda til að bæta og viðhalda góðri heilsu. Heilsumeðöl eru vissulega góð þegar örugg ábending er til staðar en líka má ná góðum, jafnvel frábærum ár- angri með meiri hreyfingu og áreynslu. Hvað gerir aukin hreyfing fyrir líkamann? Oft er líkamanum líkt við vél sem framkvæmir ým- islegt fyrir okkur alla ævi. Þessi „vél“ starfar með ólíkindum og í lengri tíma og því betur sem hún er notuð hóflega. Flestar vélar slitna við notkun en líkaminn styrkist við notkun. Sé þess ekki gætt að reyna á sig er hætt við að kerfi líkamans gangi úr sér og missi hæfni sína til starfa. Nú er til margskonar tækni og tækifæri til að þjálfa og auka þrek og þol. Gönguferðir eru góð- ar til að styrkja líkam- ann alhliða. 1. Þær styrkja hjartakerfið sem er svo mikilvægt, til að við höldum heilsu langt fram á ævi. 2. Þær bæta störf garnanna og virka á móti hægðatregðu, sem oft þjáir fólk á öllum aldri en meira þegar aldurinn færist yfir. 3. Það liðkar liði, sérstaklega mjaðmir og hné sem annars vilja stirðna og kalka. Hér eru gönguferð- ir góð forvörn. 4. Þær eru andleg upplyfting sem virka vel á sorg og sút, sérstaklega í hópi kunningja og vina. 5. Þær hjálpa nokkuð með svefn- leysi því að líkamleg þreyta er örugglega besta svefnlyfið og áhættuminnst. Margt fleira mætti tína til. Hvað skal gera? Fyrst er að ákveða að breyta lífsstíl og hugsa um heilsuna, bæði andlega og líkamlega. Mikilvægt er að sitja ekki alltaf heima og einangra sig, það gefast ótal tækifæri til að hitta annað eldra fólk. Í flestum bæjarfélögum eru rekn- ar félagsmiðstöðvar þar sem hægt er að hitta fólk og ýmislegt er gert til að njóta samveru, efla leikni í handa- vinnu, spilum, skák, hreyfingu og öðru sem er á boðstólum. Hvað gerir maður? Kynnir sér hvað er í boði og hvenar! Mætir! Ég er viss um að vel verði tekið á móti ykkur. Félög eldri borgara er að starfi í flestum bæjum á landinu, svo nóg er um tækifærin. Félag áhugafólks um íþróttir aldraðra hefur starfað ötul- lega að þessu marki. Boðorð þeirra til okkar allra er „aldrei of seint“. Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni vill styðja þetta og gengst fyrir fræðslu um lífsstíl þar sem auk- in áhersla er lögð á líkamshreyfingu. Við höfum því fengið tvo kunna menn til að fræða okkur meira um þetta, þá Guðmund Björnsson og Ólaf Jóhannesson sem munu skýra betur málin og svara spurningum. Fræðslufundurinn fer fram í Ás- garði, Glæsibæ, miðvikudaginn 15. apríl kl. 15.30. Munum „Aldrei of seint“. Morgunganga eða meðöl Páll Gíslason fjallar um hreyfingu til heilsubótar ’Félag eldri borgara íReykjavík og nágrenni vill styðja þetta og gengst fyrir fræðslu um lífsstíl þar sem aukin áhersla er lögð á líkams- hreyfingu.‘ Páll Gíslason Höfundur er læknir. BRÉF TIL BLAÐSINS Morgunblaðið, Kringlunni 1, 103 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is TÓNLISTARSKÓLAR á fram- haldsskólastigi, hvert stefnir? Á Íslandi er öflugt tónlistarlíf og sérlega á hátíðardögum minnast ráðamenn þjóðarinnar oft á þetta með stolt og velþóknun. En ekki er allt sem sýnist, því miður! Tónlistarskólar á framhalds- skólastigi hafa verið í slæmu óvissuástandi í nokkuð langan tíma. Eins og aðrir framhalds- skólar ættu þeir að vera undir rekstri ríkisins. En svo er því mið- ur ekki. Sveitarfélögin hafa hingað til styrkt sína tónlistarnema og Reykjavíkurborg neitar sem er skiljanlegt að borga fyrir tónlist- arnema frá öðrum sveitarfélögum. En eins og málin standa nú þá neita sveitarfélögin að veita þenn- an styrk lengur. Tónlistarnemar sem búa ekki í Reykjavík eru því úti í kuldanum nema þeir sem geta stundað þetta dýra nám alveg á eigin kostnað. Þetta ófremdarástand er búið að ríkja núna í langan tíma og ekki er útlit fyrir því að málið fari í af- greiðslu á þessu þingtímabili frek- ar en síðustu tvö ár. Getur menntamálaráðherra ekki beitt sér fyrir afgreiðslu þessa máls, helst fyrr en margir efnilegir – en ekki efnaðir – nemendur gef- ast upp á að stunda tónlistarnámið sitt áfram? Hvar er þetta marg- rómaða jafnrétti til náms? Það er eitt að koma fram á hátíð- arstundum í sínu fínasta pússi með bros á vör og sætar ræður. En það er annað að sinna menntamálum af heilindum og dug, sérlega málum sem eru komin í slíkar ógöngur eins og rekstur tónlistarskóla á framhaldsskólastigi. ÚRSÚLA JÜNEMANN grunnskólakennari. Opið bréf til mennta- málaráðherrans Frá Úrsúlu Jünemann grunnskólakennara NÚ ÞEGAR ungir jafnt sem minna ungir jafnaðarmenn huga að því að velja sér formann fyrir næstu formannskosningar skýrast línur í framboðsmálum þeirra tveggja frambjóðenda sem völ er á. Frambjóðendurnir Frá því að Samfylkingin var stofn- uð í maí árið 2000 hefur Össur Skarphéðinsson veitt flokknum forstöðu. Sex árum áður hafði lítt þekktur þingmaður Kvennalistans sáluga, Ingibjörg Sólrún Gísladótt- ir, verið valinn til að vera borg- arstjórnarefni Reykjavíkurlistans – hún náði kjöri. Djarft var teflt því Ingibjörg setti sig í bar- áttusætið, það 8. Hún stóð og féll með því hvort Reykjavíkurlistinn næði meirihluta eða ekki. Alþingiskosningar Fyrir alþingiskosningarnar síðustu brást Össur við mikilli undiröldu meðal jafnaðarmanna og setti Ingibjörgu í baráttusæti á fram- boðslista til Alþingis. Skemmst er frá því að segja að Ingibjörg náði ekki að komast inn sem 11. þing- maður Reykjavíkur norður og missti þar af sæti til lítt þekkts framsóknarmanns, Árna Magn- ússonar (ath. ekki handritasafn- arinn). Fyrsti þingmaður Reykjavíkur Allt tal um að góðan árangur Sam- fylkingarinnar megi þakka kjör- þokka Ingibjargar er úr lausu lofti gripið. Það er ljóst að á þessum tímapunkti var þjóðin ekki sama sinnis og borgarbúar árin 1994, 1998 og 2002. Fylgi fylgdi ekki Raunin var sú að fylgi Samfylking- arinnar jókst ekki að neinu marki eftir að Ingibjörg kom til liðs við framboðslista til alþingiskosninga. Það fylgi sem mældist í skoð- anakönnunum – áður en ákvörðun Össurar að bjóða Ingibjörgu á listann varð ljós – var nánast það sama og Samfylkingin fékk í kosn- ingunum. Ingibjörg hafði ekki það til að bera sem þurfti til að fleyta sér inn á þing. Raunin var sú að í fyrsta sæti á sama lista í RN ýtti Össur Skarphéðinsson Davíð Oddssyni úr fyrsta þingsæti Reykjavíkur (norður) og flokkur sameinaðra jafnaðarmanna undir forystu Össurar vann sögulegan sigur. Feilspor Ingibjargar Það er því ljóst að Ingibjörg Sól- rún Gísladóttir er ekki sá leiðtogi í dag sem stuðningsmenn Samfylk- ingarinnar treysta á til að veita flokknum forstöðu. Ingibjörg hafði tækifæri til að sækja fram á lands- fundi í Hafnarfirði 2003 og hefja nýtt tímabil í sögu sameinaðra vinstrimanna. Hún hafði orðsporið, kjörþokkann og stuðninginn. Hana skorti kjark og þor til að fara fram en hóf um leið kosningaslag fyrir seinni tíma formannskosningarnar sem nú eru að renna upp. Össur öflugur foringi Síðan Ingibjörg guggnaði á fram- boði sínu til formanns Samfylking- arinnar haustið 2003 hefur formað- ur okkar, Össur Skarphéðinsson, styrkst og eflst og sótt æ meiri stuðning jafnt til landsbyggðar og höfuðborgarsvæðis. Hin hljóða krónprinsessa Hljótt hefur verið um Ingibjörgu Sólrúnu síðastliðin tvö ár en veik- ar tilraunir hefur hún gert til að vekja á sér athygli s.s. með starfi sínu í framtíðarhópi Samfylkingar. Ljóst er að vinsældir hennar og það forskot er talið var að hún hefði náð með góðum störfum fyrir Reykjavíkurlistann er löngu dofn- að. Hennar tími er ekki kominn. Virðum starf Össurar Frá stofnun Samfylkingar hefur Össur Skarphéðinsson skilað flokknum góðu starfi. Flokkurinn er á fleygiferð inn í nýja framtíð þar sem sterkur sameinaður vinstri- og jafnaðarmannaflokkur er meginstólpi á Alþingi Íslend- inga. Össur hefur gert flokkinn að því sem hann er. Skiptum ekki um reiðtygi, hest og vagn í miðri á. Kjósum áframhaldandi sterkan jafnaðarmannaflokk. Teflum fram til sigurs! SIGURÐUR RÚNARSSON, penni á pólitík.is og félagi í Ungum jafnaðarmönnum í Kópavogi. Mávar eiga ekki Viðey Frá Sigurði Rúnarssyni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.