Morgunblaðið - 12.04.2005, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 12.04.2005, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. APRÍL 2005 33 MINNINGAR blessa og styrkja elsku börnin þín og aðra ástvini og vini. Kom huggari, mig hugga þú, kom hönd og bind um sárin. Kom dögg og svala sálu nú, kom sól og þurrka tárin. Kom hjartans heilsulind. Kom heilög fyrirmynd. Kom ljós og lýstu mér. Kom líf er ævin þverr. Kom eilífð bak við árin. (V. Briem.) Hittumst svo heilar og sælar í Guðs ríki, Jóhanna mín. Guð blessi þig. Þín elskandi systir, Konný. Elsku Jóhanna mín, sorgin er mikil og erfitt er að skilja hver til- gangurinn með þessu öllu er. En ég verð bara að vera þakklátur fyrir þann tíma sem ég fékk að vera með þér. Það var mikill gæfu- dagur, dagurinn sem þú komst inn í líf mitt. Við urðum strax svo náin að við gátum ekki hvort án annars verið og hringdumst á mörgum sinnum á dag í öll þau 16 ár sem við fengum að vera saman. Þú grínaðist stundum með það að við værum svo líkt hugsandi að það væri engu líkara en við hefðum verið systkini í fyrra lífi. Það varð mikið áfall í okkar lífi þegar þú greindist með krabba- mein og erfitt hefur verið að horfa á þig berjast við þennan erfiða sjúkdóm. En eitt er víst, ástin mín, þú stóðst þig eins og hetja. En í þessari erfiðu baráttu var erfitt að sigra. Ég mun hugga mig við þær ljúfu og yndislegu minningar sem ég á og ég mun varðveita þær í hjarta mínu þar til við hittumst aftur. Við áttum saman áhugamál sem var hestamennskan og eign- uðumst mikið af góðum vinum í kringum það, enda varst þú sér- stök í því að laða að þér fólk, svo mikil var útgeislun þín. Ég lofa því, Jóhanna mín, að um hana Emblu þína verður vel hugsað og við ríðum saman út í himnaríki seinna og þá verða miklir fagn- aðarfundir. En þangað til, ástin mín, hafðu það gott og við sjáumst seinna. Þinn Kristinn. Okkar framliðnu eru ekki horfin heldur ósýnileg. Með augu full af ljósi horfa þau í okkar augu full af sorg. (Ágústinus.) Þegar ég frétti af andláti þínu, elsku Jóhanna mín, vorum við ný- farin frá þér, höfðum þurft að skilja við þig til að leggja dreng- inn, ætluðum að koma svo aftur til þín um leið og hann væri vakn- aður. Ég horfði út um gluggann á blettinn við ána þar sem Hlynur tók myndina af okkur sumarið 2001. Á henni höldum við hvor um aðra. Það var kvöldið sem við fór- um upp á heiðina til að tína blóð- berg í te, en kaffiduftið var búið. Þarna vorum við: konurnar tvær úti í náttúrunni jafn hrifnar af fuglakvakinu og golunni sem strauk lyngið, og af ánni sem er svo breytileg og er þó alltaf söm. Eftir að þú veiktist komstu oft hingað upp til að hlusta á niðinn í vatninu og lesa í bænabók þinni. Þú birtist snemma morguns til að vera með okkur sem lengst, enda skynjuðum við að þessum sam- verustundum myndi ljúka fljótt. Ég gat ekki sætt mig við sjúkdóm þinn: Segull, miðdepill stórrar fjöl- skyldu í blóma lífsins að visna á þennan hræðilega hátt. Og þú beittir öllum sjálfsaga og gekkst á móti vindinum og misstir ekki kímnigáfuna. Í einu af síðustu sím- tölunum okkar minntumst við þess hvað þú varst klár að dæma hvort kona gengi með stelpu eða strák. Aldrei hafði þessi gáfa brugðist þér. Og samt var nú gott að ég keypti ekki allt í bleiku, spákona góð! Lönd og haf á milli okkar og þú orðin svona veik. Símhringingar, fáein bréf, vonin að þú lifðir sum- arið þar sem við farfuglarnir setj- umst að á Íslandi á ný. Guðmund- ur, elsti sonur þinn, hringdi, bað okkur að koma eins og skot. Það tókst. Við náðum þér síðustu nótt ævi þinnar. Við náðum að kveðja þig, en ég kveð þig seint. Líkami þinn er hættur að starfa, en sál þín lifir í okkur sem elskuðum þig og munum elska á meðan við erum til. Sálusystir mín, elsku Jóhanna. Þegar ég virti fyrir mér staðinn þinn við ána spurði drengurinn hvort þú værir enn þá veik. Ég svaraði honum að nú værir þú orð- in engill sem myndi ætíð gæta hans. Seinna þennan dag fórum við að dánarbeði þínum, þá var kominn ólýsanlegur friður yfir þig sem lætur mig í engum vafa um að það sem ég sagði barninu er rétt. Fyrir hönd Hlyns bróður þíns og Magnúsar Kiljans Hlynssonar votta ég öllum þeim samúð sem syrgja þig. Blessuð sé minning þín. Eleonore Guðmundsson- Unger, Vínarborg. Nú er þessu erfiða stríði Jó- hönnu okkar lokið. Eftir langa og stranga baráttu hefur hún lotið í lægra haldi fyrir manninum með ljáinn, löngu fyrir aldur fram. Jóhanna tók til starfa á skurð- stofunni sem sérhæfður starfsmað- ur 1992 og vann þar til veikindin tóku yfirhöndina fyrir teimur og hálfu ári. Jóhanna var mjög þokkafull, hún var hlý, kurteis og vinnusöm og vildi allt fyrir alla gera. Jóhanna bar ekki tilfinningar sínar á torg og var mjög æðrulaus og bar hag annarra frekar fyrir brjósti en sinn eigin. Eitt af hennar áhugamálum voru hestar og virtust þeir veita henni mikla gleði. Við viljum kveðja góða konu og þakka henni fyrir gott samstarf. Við kveðjum þig með tregans þunga tár sem tryggð og kærleik veittir liðin ár. Þín fórnarlund var fagurt ævistarf og frá þér eigum við hinn dýra arf. Móðir, dóttir, minning um þig er mynd af því sem ástin lagði á sig. Ég kveð þig, hugann heillar minning blíð, hjartans þakkir fyrir liðna tíð. Lifðu sæl á ljóssins friðarströnd, leiði sjálfur Drottinn þig við hönd. Við burtför þína er sorgin sár, af söknuði hjörtun blæða. En horft skal í gegnum tregatár í tilbeiðslu á Drottin hæða og fela honum um ævi ár undina dýpstu að græða. (Guðrún Jóhannsdóttir.) Blessuð sé minning hennar. Samstarfsfólk á skurðstofu og svæfingu, E-5, Landspítalanum í Fossvogi. Það voru mikil forréttindi fyrir okkur í Vineyard kristnu samfélagi að fá að kynnast Jóhönnu á sl. mánuðum. Hún var mjög opin fyrir trúnni og tók af einlægni á móti Jesú Kristi inn í hjarta sitt sem frelsara lífs síns. Við fengum að biðja með henni í baráttunni gegn krabbameininu. Það var yndislegt að vera með henni á þessum stund- um og finna hversu heitt hún elsk- aði Jesú og hve snortin hún var af Heilögum Anda. Nú á hún eilíft líf með Jesú og við lofum Guð fyrir það. Við biðjum Guð að blessa ríkulega alla fjölskyldu hennar og minninguna um kærleiksríka og yndislega konu. Systkini úr Vineyard kristnu samfélagi. Fallin frá er glæsileg kona sem barðist hetjulegri baráttu við ill- vígan sjúkdóm. Mér er tregt um tungu að hræra og fer því í smiðju skáldkonunnar. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þótt svíð sorg mitt hjarta, þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Þegar þú ert sorgmæddur skoðaðu þá aftur huga þinn, og þú munt sjá að þú grætur vegna þess, sem var gleðin þín. (Spámaðurinn.) Um leið sendi ég ástvinum Jó- hönnu innilegustu samúðarkveðjur og kveð þig eins og áður: Guð geymi þig, elsku Jóhanna. Guðrún Sig. Elsku frænka, þá verða sam- verustundirnar ekki fleiri. Mikið á ég eftir að sakna þín. Hitta þig ekki, heyra ekki í þér. Vera ekki saman og geta ekki farið saman á hestbak á hryssunum okkar. Við áttum yndislegar samverustundir. Vil ég þakka fyrir það. Síðan haustið 2002 ertu búin að berjast við erfiðan sjúkdóm en krafturinn og lífsviljinn var einstakur. End- urspeglaði það hvernig manneskja þú varst, jákvæð, blíð og góð. Ég þakka allt frá okkar fyrstu kynnum, það yrði margt, ef telja skyldi það. Í lífsins bók það lifir samt í minnum, er letrað skýrt á sérhvert hennar blað. Ég fann í þínu heita stóra hjarta, þá helgu tryggð og vináttunnar ljós, er gerir jafnvel dimma daga bjarta, úr dufti lætur spretta lífsins rós. (Margrét Jónsdóttir.) Elsku Kiddi, Gummi, Bryndís, Maggi, Valdi, Jói, Konný, Haddi, Halli, Hlynur og fjölskyldur, Guð gefi ykkur styrk í sorginni. Þín frænka Guðrún Ingólfsdóttir. Elsku Jóhanna frænka. Veðrið var yndislegt og ég var að vinna á skrifstofunni heima klukkan hálf- átta að kvöldi til þegar mamma hringdi í mig og sagði að þú værir dáin. Ég var viss um að þú myndir hafa betur í baráttunni við æðri mátt, þannig að mér brá verulega. Hvernig gat þetta bara verið? Ég fann fyrir stóru tómarúmi í sál minni. Þú varst sannarlega ekki tilbúin að fara frá okkur. Þú áttir þetta ekki skilið. Þú varst gleðigjafi fyrir alla í kringum þig. Við erum búin að þekkjast frá því að ég fæddist og þú varst alla tíð svo góð við mig. Á meðan við áttum heima í Lúxemborg var eitt það skemmtilegasta sem ég gerði að fá að gista heima hjá ykkur. Ég var alltaf velkominn. Þú komst líka í giftinguna mína til Svíþjóðar. Það þótti mér mjög vænt um. Lífið er ekki réttlátt, en það er samt á svona stundum sem við er- um minnt á að rækta samband við þá sem okkur þykir vænt um. Eftir á að hyggja hefði ég viljað heim- sækja þig oftar á meðan á barátt- unni stóð og ekki alltaf að vera að stressa mig. Þegar allt kemur til alls, hvað er það sem eiginlega skiptir máli? Þér hefði örugglega þótt vænt um að ég skrifaði fallega minning- argrein. Ég mun sakna þín. Guð geymi þig. Blessuð sé minning þín. Kær kveðja. Þinn Benedikt. Við hittum Jóhönnu fyrir nokkr- um árum þegar við heimsóttum Ís- land. Heilluðumst við strax af inni- legheitum hennar, hlýleika og útgeislun. Þegar við ferðuðumst til Íslands, nokkrum árum seinna, var hún orðin veik. En hún lét ekki á því bera, ekki orð um þjáningar sínar, ekki ummerki þess að hún ætti við erfiðan sjúkdóm að glíma. Þvert á móti: Hún gerði allt til að fríin okkar yrðu sem skemmtileg- ust og við eyddum ógleymanlegum stundum saman. Þegar við kvöddumst var ljóst að það gæti farið svo að við hittumst ekki oftar. Jóhanna, við erum þakklát fyrir að okkur gafst tæki- færi til að kynnast þér. Við send- um fjölskyldu þinni innilegar sam- úðarkveðjur. Blessuð sé minning þín. Erika og Gottfried Unger, Vínarborg. Við munum alltaf minnast Jó- hönnu Guðmundsdóttur sem ein- stakrar manneskju sem geislaði af hlýleik og góðsemd. Innilegustu samúðarkveðjur til aðstandenda. Edith, Michael, Lorenz og Leonard Mayer, Vínarborg. HELGA ENGILBERTSDÓTTIR ✝ Helga Engil-bertsdóttir fæddist í Hnífsdal 3. mars 1912. Hún lést á öldrunardeild Fjórðungssjúkra- hússins á Ísafirði 23. mars síðastlið- inn og var útför hennar gerð frá Ísafjarðarkirkju 2. apríl. Elsku langamma, Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibj. Sig.) Hvíldu í friði, elsku langamma mín. Kristín Hulda. Pantanir í síma 562 0200 Á fallegum og notalegum stað á 5. hæð Perlunnar. Aðeins 1.250 kr. á mann. Perlan ERFIDRYKKJUR REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST Þegar andlát ber að höndum Önnumst alla þætti útfararinnar ÚTFARARSTOFA KIRKJUGARÐANNA Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, JÓNA G. WAAGE, Lindasíðu 31, Akureyri, lést á dvalarheimilinu Hlíð fimmtudaginn 31. mars sl. Útförin fór fram í kyrrþey. Sérstakar þakkir til starfsfólks á B-gangi á dvalarheimilinu Hlíð fyrir frá- bæra umönnun og vináttu. Þökkum auðsýnda samúð. Guð blessi ykkur öll. Sigríður J. Waage, Jóhann Ragnarsson, Lydia Á. Jónsdóttir, Helgi Kristinsson, Hrönn Hámundardóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800 Samúðarblóm

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.