Morgunblaðið - 12.04.2005, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 12.04.2005, Blaðsíða 47
553 2075 - BARA LÚXUS ☎  Kvikmyndir.is. R E E S E W I T H E R S P O O N VANITY THE SUMPTUOUS NEW FILM FROM MIRA NAIR Sýnd kl. 10.10.    SK DV JET LI MORGAN FREEMAN BOB HOSKINS A FILM BY LOIS LETERRIER HÖRKU SPENNUMYND FRÁ SÖMU OG GERÐU LÉON OG LA FEMME NIKITA Hann var alinn upp sem skepna og þjálfaður til að berjast. Nú þarf hann að berjast fyrir lífi sínu! Sýnd kl. 6 m. ísl. tali Sýnd kl. 8.   Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.10. Frá leikstjóra American Pie & About a Boy kemur frábær ný gamanmynd. Hann fær nýjan yfirmann óreyndan strák sem dóttir hans fellur auk þess fyrir  B.B. Sjáðu Popptíví Nýr og betriHverfisgötu ☎ 551 9000 Sýnd kl. 10.20 Sýnd kl. 8 og 10.10 B.I. 16. Sýnd kl. 6 og 9. Sýnd kl. 8.   Sýnd kl. 8 og 10.10 B.I 16 ÁRA  S.V. Mbl. Sýnd kl. 6 m. íslensku tali  S.V. MBL.  K&F X-FM Túlkun Bruno Ganz á Hitler er stórkostleg. Ein besta stríðsmynd allra tíma. Magnþrungið meistaraverk um síðustu dagana í lífi Hitlers séð með augum Traudl Junge sem var einkaritari Hitlers I Heart Huckebees Sýnd kl. 4 Ranarna Sýnd kl. 6 What the Bleep do we know Sýnd kl. 4 Citizen Toxie Sýnd kl. 10 Brödre Sýnd kl. 5.50 Mean Creek Sýnd kl 4 Woodsman Sýnd kl 4 Taxi Driver Sýnd kl. 5.50 House of the Flying Daggers Sýnd kl. 8 Frá leikstjóra "Hero" kemur nýtt þrekvirki; epísk bardagamynd og ástarsaga, sem á sér engan líka og "setur ný viðmið á mörgum sviðum kvikmyndagerðar". r l i tj r " r " r tt r ir i; í r t r , r lí " t r i i r i i r r". Frábær tragíkómísk mynd fyrir fullorðna um lífið og dauðann, ást og kynlíf eftir bók hins virta John Irving (The World According to Garp). Jeff Bridges sýnir safaríkasta leik ársins og Kim Basinger gefur honum ekkert eftir! MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. APRÍL 2005 47 HILDUR Vala Einarsdóttir, Idol- stjarna Íslands, ætlar að fylla skarðið eftir Ragnhildi Gísladóttur sem söngkona Stuðmanna á tónleikaferð sveitarinnar í sumar. Jakob Frímann Magn- ússon, hljóm- borðsleikari og söngvari hinnar frómu sveitar, segir að söng- konan unga verði sérlegur heiðursgestur hennar á sumarmánuðum, á meðan Ragnhild- ur sinni Listahátíð í Reykjavík og Heimssýningunni í Japan. „Við telj- um að ekki sé betri kostur í stöð- unni, þótt leitað væri um gjörvalla veröldina. Trúnaðarmenn hljóm- sveitarinnar hafa hoppað af kæti yf- ir þessum tíðindum og við gerum það sjálfir,“ segir hann. Jakob segir að hér sé ekki um það að ræða að verið sé að fara í föt Ragnhildar Gísladóttur, „heldur er hér heil- steyptur og sjálfstæður listamaður, sá hinn glæsilegasti sem fram hefur komið um árabil á Íslandi. Hún hef- ur fangað athygli og elsku þjóðar sinnar með fordæmalausum hætti og það er okkur sérstakur heiður að fá að gerast auðmjúkir undirleik- arar hennar og fá hana jafnframt til atfylgis við okkur í þeim lögum sem krefjast fágætrar kvenraddar,“ seg- ir Jakob. Græjur á vagni „Þetta verður sumarvísitasíuferð Stuðmanna, þar sem öllum kjör- dæmum verða gerð skil. Ef til vill förum við ríðandi í þessa ferð, með græjurnar á vagni,“ segir hann og hlær. Jakob segir að Hildur Vala sé óvenju hæfileikarík söngkona. „Þeir sem starfa með henni að fyrstu breiðskífu hennar í Stúdíói Sýrlandi eru gapandi yfir því hversu atvinnu- mannsleg hún er í þessari fyrstu at- rennu. Hún syngur nánast öll lögin inn í fyrstu töku og það er afar fá- títt, jafnvel meðal fremstu söngvara heims. Hún er, fyrir minn smekk, einn glæsilegasti söngkraftur sem hefur komið fram í Idol-keppninni um víða veröld. Oftar en ekki hefur plebeiisminn riðið húsum í þessari keppni, jafnt í Bandaríkjunum sem Bretlandi, en hún er svo innilega laus við allt slíkt; svo látlaus og glæsilega æðrulaus og fyrst og fremst með þessa guðs gjöf í háls- inum,“ segir Jakob. Líst vel á arftakann Ragnhildur Gísladóttir segir að sér lítist vel á arftakann, en hún ætlar nú að sinna eigin hugð- arefnum í bili. Meðal annars er hún að vinna verk sem ætlar að flytja á Listahátíð í Reykjavík ásamt Sjón og japanska tónlistarmanninum Stomu Yamash’ta. Verkið verður og flutt á heimssýningunni í Japan sem fram fer í júlí. Þá er hún að vinna með Mark Stephen Davis, sem vann með henni og Jakobi að Jack Magic Orchestra plötunni árið 1997. Tónlist | Hildur Vala hleypur í skarðið fyrir Ragnhildi „Ekki betri kostur í gervallri veröld“ Morgunblaðið/Sverrir Hildur Vala hefur nóg að gera á næstunni; plötuupptökur, útgáfutónleikar, Stuðmannaferð í sumar og tónleikaferð í september. Eftir Ívar Pál Jónsson ivarpall@mbl.is Nýr vefur Hildar Völu er hildur- vala.is. Jakob Frímann Magnússon HILDUR Vala segir að sér lítist mjög vel á að taka að sér hlutverk söngkonu hjá Stuðmönnum. „Ég er ofboðslega spennt,“ segir hún. Nú er hún við tökur á fyrstu hljóm- plötu sinni, en útgáfutónleikar fara fram í Salnum í Kópavogi 15. maí. Með henni spila tónlistarmennirnir sem koma fram á plötunni; Jón Ólafsson, Birgir Baldursson, Ró- bert Þórhallsson og Stefán Magn- ússon. Vinnsla plötunnar er á loka- stigi og kemur hún líklega í verslanir í byrjun maí. Í september er svo ráðgert að hún haldi í tónleikaferðalag um landið ásamt Jóni Ólafssyni. Jón og Hildur Vala munu þá þræða landið og koma við á um það bil 10 stöðum um allt land og flytja saman tónlist. Þar mun Jón Ólafsson leika sitt efni og síðan munu þau flytja saman lög af plötu Hildar Völu. Spurð hvort ekki verði erfitt að feta í fótspor Ragnhildar segir hún að það sé ekki hægt. „En þetta verður afar spennandi verkefni og mjög gaman. Ég hlakka ofsalega til.“ Hildur Vala er sem fyrr segir að gera plötu með lögum eftir aðra. „Ég er rosalega ánægð með útkom- una,“ segir hún. Hún segir að lögin á plötunni séu eftirlætislög hennar og að lagavalið beri töluverðan keim af þátttökunni í Idol- Stjörnuleit. „Þetta er svo skemmti- legt. Það er svo mikill heiður að vinna með öllu þessu klára fólki. Þetta líf á mjög vel við mig, held ég.“ Spurð hvort plata með frum- sömdu efni sé á leiðinni segir hún ekkert ákveðið í þeim efnum. „En hún kemur einhvern tímann, það er alveg pottþétt.“ Ekki hægt að feta í fótspor Ragnhildar ivarpall@mbl.is STRÍÐSÁDEILAN Hotel Rwanda er enn ein áminningin um getu- og áhugaleysi Vesturlandabúa á harm- leikjum Þriðja heimsins. Hún er svo heil og sönn og ljót að flest sem sagt er um hana verður flatt og klisju- kennt. Myndin fjallar um ljótan kap- ítula í mannkynssögunni, þjóð- armorðið í Afríkuríkinu Rúanda fyrir röskum áratug. Tveir kynþætt- ir, Hútúar og Tútsar, búa í landinu og eru Hútúarnir mun fjölmennari. Þeir hugðu sér gott til glóð- arinnar og grípa til aðferða Þriðja ríkisins – losa sig við erkióvininn Tútsa í eitt skipti fyrir öll. Og stóðu sig bara býsna vel að eigin dómi, drápu um átta hundruð þúsund þeirra og limlestu aðrar hundrað þúsundir, þeir sem komið hafa til landsins eru vitni að því. Á stóran hluta íbúanna vantar einn eða fleiri útlimi, hræðilegar afleiðingar sveðjubrúks stríðsmanna Hútúanna. Hotel Rwanda mun vera byggð (að einhverju leyti a.m.k.), á sönnum atburðum um hetjuna og Hútúann Paul Rusesabagina (Cheadle), hót- elstjóra Sabena-flugfélagsins í Kig- ali. Hann forðaði fjölda Tútsa frá bráðum bana af klókindum sínum, áræði og visku meðan á ógnartím- anum stóð. Handritshöfundurinn og leikstjórinn, Terry George (Some Mother’s Sons), gerir síst of mikið úr hörmungunum og morðæðinu, heldur einblínir á átökin í og um- hverfis hótelið sem sýna við- urstyggðina í hnotskurn. Paul hætt- ir ekki aðeins sínu eigin lífi heldur einnig ástkærrar fjölskyldu sinnar til að skapa griðland mitt í brjálæði borgarastríðsins (fyrir 1960 fóru Tútsar með stjórn í landinu sem þá var nýlenda Belga og þóttu óvægnir í viðskiptum við Hútúa). Hotel Rwanda er ógleymanleg, hrikaleg upplifun, vel skrifuð og stjórnað og þau Cheadle sem hótelstjórinn hug- umstóri og Sophie Okonedo, sem leikur eiginkonu hans, eru bæði einkar trúverðug. Afskiptaleysi umheimsins er und- irstrikað og afhjúpað á svo einfaldan og áleitinn hátt að áhorfandinn skammast sín í sætinu. Við brugðumst nefnilega ná- kvæmlega við eins og einn frétta- maðurinn spáði þegar hann var spurður um hugsanleg viðbrögð við fréttunum af þjóðarmorðinu í hinum vestræna heimi: „Þegar fólk sér fréttina segir það sem svo: „Guð minn góður, þetta er hryllilegt!“ Síðan heldur það áfram að borða.“ Dæmin sanna að okkur miðar síst fram á við í þessum efnum, er ekki gráupplagt að kíkja á Hotel Rwanda fyrir kvöldmatinn? Don Cheadle sýnir stórleik í mynd sem er „ógleymanleg“ og „hrikaleg upplifun“. Hetjur og lyddur KVIKMYNDIR Regnboginn: IIFF Leikstjóri: Terry George. Aðalleikendur: Don Cheadle, Sophie Okonedo, Joaquin Phoenix, Nick Nolte, Jean Reno. 120 mín. Bandaríkin. 2004. Hótel Rúanda (Hotel Rwanda)  Sæbjörn Valdimarsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.