Morgunblaðið - 12.04.2005, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 12.04.2005, Blaðsíða 36
36 ÞRIÐJUDAGUR 12. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Atvinnuauglýsingar Bókhald & afgreiðsla Óskum eftir starfskrafti, 30 ára eða eldri, í sér- verslun með kvenfatnað. Starfið felur í sér bók- hald (TOK-kerfi)og aðstoð við afgreiðslu eða annað skemmtilegt sem til fellur. Vinnut. kl. 14:00-18:00 virka daga og einhverja laugard. Áhugasamir sendi umsókn til augld. Mbl. eða í box@mbl.is fyrir 15.4., merkta: „TOK - 05." Laus störf í Seljaskóla Kennari í ensku og dönsku á unglingastigi tímabundið út skólaárið. Skólaliði, staðan laus nú þegar. Upplýsingar veitir skólastjóri í símum 557 7411 og 664 8330. Raðauglýsingar 569 1111 Félagsstarf Sjálfstæðisfélag Grindavíkur Aðalfundur Aðalfundur Sjálfstæðisfélags Grindavíkur verð- ur haldinn á Stamphólsvegi 2 (Salthúsinu) þriðjudaginn 19. apríl 2005 kl. 20.00. Dagskrá. 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Ávörp gesta. 3. Önnur mál. Kaffiveitingar. Gestir fundarins verða þingmenn sjálfstæðis- manna í Suðurkjördæmi. Stjórnin. Fundir/Mannfagnaðir Ársfundur Ársfundur Lífeyrissjóðs bankamanna verður haldinn í dag, þriðjud. 12. apríl, kl. 17.15. Fundurinn verður haldinn á Hótel Loftleiðum, Þingsal 1. Dagskrá: 1. Venjuleg störf sjóðfélagafundar skv. 6. gr. samþykkta sjóðsins. 2. Fyrirliggjandi tillögur til breytinga á samþykktum sjóðsins. Tillögur til breytinga á samþykktum Lífeyr- issjóðs bankamanna liggja frammi á skrifstofu sjóðsins, Suðurlandsbraut 24, sími 569 0900. Einnig má nálgast tillögurnar á vefsíðu sjóðs- ins www.lifbank.is . Stjórn Lífeyrissjóðs bankamanna. Félagslíf  HLÍN 6005041219 IV/V  FJÖLNIR 6005041219 I  EDDA 6005041219 III I.O.O.F. Rb. 1  1534127- sími 569 1100Raðauglýsingar R RÁÐSTEFNAN Úr hlekkjum til frelsis er haldin í dag í fyrirlestrarsal Kennaraháskóla Íslands við Stakka- hlíð frá kl. 9–16. Af því tilefni ritaði Hjördís H. Guðlaugsdóttir, formað- ur samtakanna Styrkur – Úr hlekkj- um til frelsis, grein í Morgunblaðið í gær. Þar fjallaði hún um ofbeldi gagnvart börnum og unglingum. Ráðstefnunni er ætlað að opna augu almennings gagnvart þessu vandamáli og fá umræðuna upp á yfirborðið. LEIÐRÉTTT Umræða um ofbeldi FÉLAG um tafllist kvenna, í sam- starfi við Skáksambandið og Skák- skóla Íslands, er að hrinda af stað nýrri röð skáknámskeiða fyrir konur á öllum aldri. Fyrsta fimm vikna námskeiðið hefst 18. apríl og verður kennt á mánudögum kl. 19.30–21.30 í Skákskóla Íslands, Faxafeni 12. Námskeiðin eru sérstaklega ætluð konum sem tefla sjaldan og eru að eigin mati byrjendur í skák en vilja læra meira. Á námskeiðinu verður farið í gegnum grundvallarlögmál skáklistarinnar og skákiðkun kvenna í aldanna rás o.fl. Kennari verður Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, forseti Skáksam- bands Íslands og alþjóðlegur skák- meistari kvenna. Námskeiðsgjald verður 5.000 kr. fyrir hvert fimm vikna námskeið. Skráning hjá Eyrúnu Ingadóttur, formanni Félags um tafllist kvenna (eyruni@heima.is, s. 698 2468), og/ eða hjá Skáksambandi Íslands (siks@simnet.is, s. 568 9141). Skáknámskeið fyrir konur VAKA, félag lýðræðissinnaðra stúd- enta, fagnar frumvarpi ríkisstjórn- arinnar um afnám einkaleyfisgjalds á Happdrætti Háskóla Íslands. „Vaka hefur lengi barist fyrir af- námi gjaldsins enda óréttlátt að Happdrætti Háskóla Íslands skuli vera eina happdrætti landsins sem gert er að greiða sérstakt einkaleyf- isgjald. Vaka fagnar þeirri umræðu sem orðin er um málefni happdrættis Há- skóla Íslands og skorar á Alþingis- menn að afnema einkaleyfisgjaldið.“ Fagna frum- varpi um happdrætti BÓKIN „Á ferð um Ísland“ er komin út fimm- tánda árið í röð og er 224 bls. Bókin kemur út hjá Útgáfufélag- inu Heimi og er gefin út á þrem- ur tungumálum; íslensku, ensku og þýsku og er dreift í 90.000 eintökum á alla helstu ferðamannastaði landsins sem eru um fimm hundruð talsins. Í bókinni er umfjöllun um hvern landshluta ásamt kortum þar sem gististaðir, tjaldsvæði og sundlaug- ar eru númeraðar á svæðum utan þéttbýlis. Sambærileg kort eru einnig frá helstu þéttbýlisstöðum landsins. Þá er einnig að finna há- lendiskafla með hálendiskorti og þjónustulistum í bókinni. Fremst í bókinni er fróðleikur um land og þjóð, það helsta sem er á döfinni í sumar, afþreyingu o.fl. Fjöldi ljósmynda eftir Pál Stef- ánsson ljósmyndara Heims skreyta bækurnar og er hægt að kaupa myndirnar á www.heimur.is. Bók- inni er dreift ókeypis en auk þess eru bækurnar einnig birtar í vef- útgáfu á www.heimur.is/world. Ritstjóri bókanna er María Guð- mundsdóttir. „Á ferð um Ísland“ er komin út STJÓRN Hvatar, félags sjálfstæðis- kvenna í Reykjavík, samþykkti álykt- un vegna skipulagningar háskóla- svæðis í Vatnsmýrinni, en í henni furðar félagið sig á þeirri ákvörðun R-listans að bjóða Háskóla Reykja- víkur eitt dýrmætasta útivistarsvæði Reykjavíkurborgar, Vatnsmýrina, undir byggingu nýs húsnæðis HR, eins og komist er að orði. „Þetta útspil borgarstjórnar ber keim af fljótfærni og ólýðræðislegum vinnubrögðum. Hvöt hvetur til að Vatnsmýrin verði nýtt sem útivistarsvæði fyrir borgarbúa, líkt og núverandi skipulag gerir ráð fyrir. 80% kvenna í Reykja- vík eru fylgjandi hugmyndum um úti- vistarsvæði í Vatnsmýrinni, sam- kvæmt skoðanakönnun sem Gallup framkvæmdi í mars síðastliðnum. Því samræmist þetta útspil borgarstjórn- ar ekki vilja kvenna í Reykjavík. Hvöt leggur þó áherslu á að Háskólinn í Reykjavík verði staðsettur í borginni og hvetur því borgarstjórn til að bjóða HR annað svæði í Reykjavík.“ Vatnsmýrin verði útivistar- svæði MINNINGAR ✝ Sigurður Jónssonfæddist í Fagra- skógi á Árskógsstönd í Eyjafirði 2. nóvem- ber 1938. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi hinn 29. mars síðastliðinn. Foreldrar hans voru Jón Trausti Sigurðs- son, f. 10. júlí 1915, d. 6. maí 1990, og Guð- rún Sumarrós Krist- insdóttir, f. á Kleif í Eyjafirði 18. júní 1920, d. 3. desember 1998. Sigurður var elsta barn þeirra en hin eru Kristín Sigurbjörg Jónsdóttir, Bryndís Jónsdóttir, látin, Friðbjörn Páll Jónsson, Stefán Þór Jónsson, Pétur Hallur Jónsson, látinn, Sigurbjörg Jónsdóttir, Sturla Jónsson, Héðinn Jónsson, Rósa Jónsdóttir, Gestur Heiðar Jónsson, og Sigfús Ólafur Jónsson. Sigurður átti tvö hálf- systkin samfeðra: Sverri Trausta- son og Erlu Traustadóttur. Sigurður kvæntist Sigríði Magn- úsdóttur 1960 og átti með henni eina dóttur, Gunnhildi, f. 1960. maki Tommy Frank, f. 1959. Eiga þau eina dóttur, Írisi Christine, f. 1995. Þau eru búsett í Danmörku. Sigurður og Sigríður skildu 1970. Seinni kona Sigurðar var Ásdís Hoffritz og áttu þau tvær dætur. Þær eru: 1) Guðbjörg Hulda, búsett á Sel- fossi, f. 1976, maki Ari Már Ólafsson, f. 1974. Sonur þeirra Sigurð Hrafn, f. 2001. 2) Kolbrún Inga, búsett í Mikla- holtshelli í Hraun- gerðishreppi, f. 1979, maki Bjarni Einars- son, f. 1978. Sigurður og Ásdís skildu 1985. Sigurður ólst upp í Kleif í Þorvaldsdal, í Steinskoti á Árskógsströnd og á Akureyri. Þar vann hann við almenn verka- mannastörf og akstur vörubif- reiða. Sigurður flutti að Laugar- bökkum í Ölfusi árið 1963, síðar flutti hann á Selfoss. Sigurður starfaði hjá Höfn hf. við akstur vörubifreiða. Keyrði hann á milli Reykjavíkur og Selfoss með vörur, fluttist hann svo síðar yfir á gripa- bíl Hafnar hf., keyrði hann þar þar til hann lét af störfum. Sigurður stundaði hestamennsku og fjárbú- skap til æviloka. Sigurður var jarðsunginn frá Selfosskirkju 6. apríl – í kyrrþey að ósk hins látna. Elsku pabbi, afi og tengdafaðir. Þá opnast heimar vorra duldu drauma, er dagsins storma lægir, raddir þagna. Þá heyra þeir á bökkum blárra strauma hinn blíða nið, sem einverunni fagna. Við rætur fjalla rísa gamlir bæir, og roða slær á tind og ísar þiðna, en djúpir álar verða gegnumglæir, og geislar himins milda allt hið liðna. Í sálir vorar streymir óðins andi frá æðri heimum, þjóð og föðurlandi. (Davíð Stef.) Nú er samvistum okkar hér á jörð- inni lokið. Við áttum kannski ekki margar samverustundir en símtölin milli landa voru ófá. Þú færðir mér fréttir að heiman af systrum mínum og fleira fólki. Íris litla mun sakna þess að geta ekki lengur æft sig í ís- lenskunni við afa sinn í símann. Þegar við vorum hér heima fannst okkur gaman að hittast og skoða hesta og kindur með þér. Nú hvílir þú við ána sem þú bjóst við, elsku pabbi minn. Í austri stígur ungur dagur upp frá sínum mjúka beði. Yfir fjöll og ása varpa eldar vorsins nýrri gleði. Fagurt leikur fossins harpa fjallasönginn, morgunljóðið, vekur landið, vekur stóðið. Upp er risið, sprett úr spori, spyrnt við hóf mót nýju vori. (Davíð Stef.) Kærar kveðjur. Þín Gunnhildur, Íris Christine og Tommy Frank. Í nótt er gott að gista Eyjafjörð og guðafriður yfir strönd og vogum. Í skini sólar skarta haf og jörð og skýjabólstrar slegnir rauðum logum. Það veit hver sál, að sumar fer í hönd, en samt er þögn og kyrrð um mó og dranga, og hvorki brotnar bára upp við strönd né bærist strá í grænum hlíðarvanga. Svo ljúft er allt í þessum heiða hyl, svo hátt til lofts og mjúkur barmur jarðar, að víst er engin veröld fegri til en vornótt björt í hlíðum Eyjafjarðar. (Davíð Stef.) Allt hefur sinn endi. Nú hefur þú gengið þitt síðasta spor, og verður feginn að setjast nið- ur og fá hvíldina. Ég vil þakka þér margt frá liðnum árum. Við áttum saman leið á unga aldri, kannski of ung og óreynd til að höndla samband manns og konu. Ég þakka gjöfina sem þú gafst mér, dótturina Gunn- hildi og ömmubarnið Írisi Christine. Far þú í friði, friður guðs þig blessi. Sigríður Magnúsdóttir. Draumur margra hestamanna af gamla skólanum er að við Gullna hlið- ið bíði uppáhaldshesturinn þeirra og fagni húsbónda sínum á ný. Þetta kemur glöggt fram í kvæði Einars E. Sæmundsen um reiðhest vinar síns, Þórarins Egilssonar, Blesa. Í síðustu hendingu kvæðisins segir: Þegar okkur, Þórarinn, þrýtur ganga um veginn, máske Blesi minn og þinn, mæti hinum megin? Ég trúi þessu staðfastlega og vissu- lega er það falleg tilhugsun, að tengdafaðir minn skuli hafa öðlast sinn fyrri styrk og ríði nú uppáhalds- hesti sínum, Nasa. Sigurður Jónsson var af gamla skólanum. Hann var orðinn líkamlega þjakaður þegar ég kynntist honum. Varð ég því að láta mér nægja að heyra sögur annarra mætra hesta- manna af reiðmennsku hans. Voru menn sammála um að hrossin hjá Sigga hefðu alltaf verið vel upp sett og snyrtileg. Hann hafði gaman af börnum og átti margan trúnaðarvin í þeim krökkum sem í kringum hann voru. Gjafmildi hans og auðskilinn húmor réðu öðru fremur því hvað þau löð- uðust að honum. Einn uppáhaldsvin átti hann þó, nafna sinn Sigurð Hrafn. Samband þeirra var afar náið. Sigurður heitinn passaði mjög vel upp á nafna sinn, ferjaði hann til og frá leikskóla og fylgdist með út um bílgluggann þegar hann sá þann stutta úti að leika sér. Sigurður yngri saknar vinar í stað, en yljar sér við minningar um afa sinn og nafna og þeirra góðu samverustundir. En svona er lífið, gakktu áfram Siggi minn, þú ert aldrei einn á ferð. Að endingu langar mig að rifja upp nokkrar af hestavísum Einars E. Sæ- mundsen um hestinn Örn. Þær fjalla um samband manns og hests og eru þess vegna vel við hæfi. Hefir ekki hestaskál hug til ljóða vakið. En – eitthvað hressir anda og sál, Arnar – fótatakið. Ekki er að kvíða yfir því að hann mér ei dugi. Það er afl og þróttur í, þessu Arnar – flugi. Lipru sporin léttfetans ljúft er við að una. Gleyma skal ég göllum hans, gæðin lengur muna. Ari Már Ólafsson. SIGURÐUR JÓNSSON

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.