Morgunblaðið - 12.04.2005, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 12.04.2005, Blaðsíða 52
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 ÞRIÐJUDAGUR 12. APRÍL 2005 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. FRAMHALDSSKÓLANEMAR sem Morgunblaðið ræddi við í gær eru ekki sátt- ir við hugmyndir um styttingu náms til stúdentsprófs. Finnst þeim fram hjá sér gengið í allri vinnu og umræðu og hlusta mætti meir á raddir þeirra sem hafa hags- muna að gæta. Segja nemendurnir framhaldsskólatím- ann vera afar mikilvægan tíma í fé- lagsþroska ungs fólks, þann tíma sem fólk eignast vini fyrir lífstíð. Ennfremur bitni styttingin á frjálsu vali og fjölbreytni í skólastarfi. Þá segja nemendurnir kappnóg af valkostum vilji nemendur taka styttri leið að stúdentsprófi, m.a. að hraða ferð sinni gegnum grunnskóla og fara síðan í hrað- brautarframhaldsskóla. „Félagslífið dettur örugglega niður og verður meira brottfall á nemendum,“ segir Hafdís Svava Níelsdóttir, nemandi við Fjöl- brautaskólann í Breiðholti, um styttinguna. „Það verður líka minna af námi sem við fáum að velja sjálf. Fólk nennir ekki að hanga bara í kjarnafögum. Fólk vill fá að ráða hvað það fer að læra,“ segir Hafdís sem stundar nám á fjölmiðlabraut í FB. Framhalds- skólanemar vilja að á þá sé hlustað  Mikilvægt tímabil/Miðopna STJÓRN FL Group, sem hét áður Flugleiðir, samþykkti á fundi sínum í gær að undirrita samning við Boeing flugvélaverksmiðjurnar í Bandaríkjunum um kaup á fimm Boeing 737-800-flugvélum til við- bótar við þær 10 sem samið var um í febrúar. Félagið fékk kauprétt á þessum fimm viðbótarflugvélum sem hluta af samningnum sem undirritaður var í febrúar og hefur nú ákveðið að nýta þennan rétt. Heildarverðmæti leiðslu sína á næsta ári og því sé samningur um vélarnar mjög verð- mætur. Félagið telur sig eiga kost á að innleysa verulega dulda eign í þess- um flugvélum í gegnum fjármögnun þeirra og útleigu. Nú sé ljóst að þessi eign aukist verulega frá því sem áður var kynnt, en hagstætt kaupverð hafi fyrst og fremst ráðist af tímasetningu kaupanna og löngu og traustu sambandi félagsins við Boeing-verksmiðjurnar. nýta sér kaupréttinn á 5 flugvélum til viðbótar en vélarnar koma til af- hendingar á árinu 2007. Innleyst dulda eign Í tilkynningunni kemur fram að markaðssetning Boeing 737-800- flugvéla hafi gengið mun hraðar en áætlað var og horfur á útleigu og sölu annarra flugvéla, sem félagið hafi fest kaup á, séu mjög góðar því eftirspurn hafi farið vaxandi. Boeing hafi þegar selt alla fram- þessara flugvéla samkvæmt verðskrá er um 20 milljarðar króna. Fram kemur í tilkynningu frá FL Group að markmið félagsins sé að byggja upp flugvélaleigu og hafi fé- lagið samið við Boeing á grundvelli mjög hagstæðs kaupverðs um 10 flugvélar í febrúar. Samningar um útleigu fyrstu fimm flugvélanna, sem koma til félagsins á árinu 2006, séu á lokastigi. Sé það í ljósi þess hve vel hafi gengið við útleigu flug- véla að FL Group hafi ákveðið að FL Group kaupir fimm nýjar Boeing 737-800-flugvélar til viðbótar Heildarverðmæti um 20 milljarðar króna BÚIÐ er að jafna stóran hluta af gömlu Bæjarútgerðinni í Hafnarfirði við Norð- urbakka við jörðu, og reiknar verktakinn sem vinnur að niðurrifinu með að búið að vinna ef vélin verður olíulaus. Allur úr- gangur sem til fellur við niðurbrotið er flokkaður, steypuúrgangur mulinn, timbur kurlað og járnið fer í endurvinnslu. verði að rífa öll húsin um næstu mán- aðamót. Gröfumaðurinn gerði hlé á vinnu sinni til að bæta olíu á gröfuna þegar ljós- myndari átti leið framhjá, enda lítið hægt Morgunblaðið/RAX Bæjarútgerðin jöfnuð við jörðu EIGENDUR Flúðasveppa, þau Ragnar Kristinn Kristjánsson og kona hans Mildrid Steinberg, hafa gengið frá sölu fyrirtækisins til Georgs Ottóssonar, garðyrkjubónda á Flúðum og stjórnarformanns Sölu- félags garðyrkjumanna. Söluverð er trúnaðarmál en Ragnar segir rekst- ur Flúðasveppa alltaf hafa gengið ágætlega en nú starfi að jafnaði um 25 manns hjá fyrirtækinu. „Það má eiginlega segja það að ég hafi lítið hugsað um annað en svepparækt allt frá árinu 1981 þegar ég hóf að vinna að undirbúningi að stofnun Flúðasveppa. Nú erum við sem sagt búin að selja Flúðasveppi og allar eignir sem tengjast fyrir- tækinu.“ Ragnar segir Georg reka stóra garðyrkjustöð rétt hjá Flúðasvepp- um. Hann segist treysta Georg afar vel fyrir rekstrinum og fyrst sam- komulag hafi tekist um verð sé eðli- legt að selja. Eigenda- skipti að Flúða- sveppum  Flúðasveppir/14 ÁRNI Þór Sigtryggsson, landsliðsmaður í handknattleik, heldur í dag til Þýskalands en þýska meistaraliðið Flensburg bauð honum að koma út til reynslu með samning í huga. Árni, sem er tvítug vinstrihandarskytta, hef- ur spilað með Þór á Akureyri þar sem hann hefur slegið í gegn í vetur. Hann er einn af lykilmönnum í 21 árs landsliðinu, sem tryggt hefur sér keppnisréttinn á HM í Ungverja- landi í sumar og þá lék hann sinn fyrsta landsleik gegn Pólverjum á dögunum./C2 Árni Þór til skoðunar hjá Flensburg PÓST- og fjarskiptastofnun (PFS) kvað í gær upp þann úrskurð að Og fjarskipti hf. (Og Vodafone) hefðu ekki gætt jafnræðis í verðlagningu inn á farsímanet fyrirtækisins gagnvart Símanum. Um er að ræða verðlagningu á samtengingum, svo- nefndri fastanetsþjónustu á heild- sölustigi og er fyrirtækinu gefinn 30 daga frestur til að sýna fram á með fullnægjandi gögnum að fyr- irtækið hafi látið af þessari mis- munun í verðlagningu. Að öðrum kosti muni stofnunin grípa til við- eigandi ráðstafana. Sama gjald óháð því úr hvaða neti símtal er upprunnið Síminn kvartaði til stofnunarinn- ar í október 2003 og taldi Og fjar- skipti brotleg við fjarskiptalög þar sem fyrirtækið byði símtöl úr fasta- netssímum viðskiptamanna sinna í smásölu yfir í eigið farsímanet á lægra verði en Símanum stæði til boða. Að mati forsvarsmanna Símans er hér um tímamótaúrskurð að ræða, sem varði verulega hags- muni, skv. upplýsingum fyrirtæk- isins í gærkvöldi. Póst- og fjarskiptastofnun kemst að þeirri niðurstöðu að Og fjar- skipti hafi umtalsverða markaðs- hlutdeild á markaði fyrir farsíma- þjónustu og á því hvíli því sú skylda að gæta jafnræðis við svonefnda lúkningu símtala inn í farsímanet fyrirtækisins. Því sé skylt að taka sama gjald, óháð því úr hvaða neti símtalið er upprunnið. „Vodafone ber samkvæmt því að selja sínum eigin deildum lúkningu símtala í farsímaneti á sama verði og óskyldum aðilum,“ segir m.a. í ákvörðunarorðum PFS. Kemur spánskt fyrir sjónir Dóra Sif Tynes, lögfræðingur Og fjarskipta, segir að fyrirtækið sé að kynna sér niðurstöðu Póst- og fjar- skiptastofnunar og fara yfir hvert framhaldið verður. Hún bendir á að sú ákvörðun hafi verið tekin á sín- um tíma að Og Vodafone hefði um- talsverða markaðshlutdeild í far- símaþjónustu fyrirtækisins. Þessi ákvörðun hafi verið tekin í tíð eldri laga sem féllu úr gildi í júlí 2003 en skv. þeim var miðað við 25% mark- aðshlutdeild. „Þarna er því byggt á gamalli aðferðafræði sem felst ekki í nýju fjarskiptalögunum. Það kem- ur okkur því nokkuð spánskt fyrir sjónir að lagðar séu á okkur kvaðir samkvæmt þessum eldri lögum, þó- nokkuð löngu eftir að ný lög tóku gildi,“ segir hún. Dóra Sif bendir einnig á að skv. núgildandi lögum beri Póst- og fjar- skiptastofnun að framkvæma markaðsgreiningu sem eigi að leggja til grundvallar ef kvaðir eru lagðar á fyrirtæki. „Það er ekki að sjá neinn afrakstur af henni enn þá. Það hefði e.t.v. verið heppilegra að menn einbeittu sér að því að vinna eftir núgildandi lögum í stað þess að úrskurða samkvæmt eldri lög- um.“ Póst- og fjarskiptastofnun úrskurðar um verð samtengigjalda Og Vodafone Gert að láta af mismunun í verðlagningu til Símans Eftir Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Morgunblaðið/Brynjar Gauti ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.