Morgunblaðið - 12.04.2005, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 12.04.2005, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. APRÍL 2005 21 MINNSTAÐUR SUÐURNES LANDIÐ Reykjanesbær | Mikill áhugi virðist vera fyrir því víða um land að nýta fornsögurnar til að byggja upp sögu- tengda ferðaþjónustu. Setur og sögu- slóðir sem tengjast hinum ýmsu Ís- lendingasögum eru í undirbúningi. Talið er að 20 til 30 aðilar séu með sögutengda ferðaþjónustu eða und- irbúi hana. Nú er unnið að því að koma upp samstarfsvettvangi þess- ara verkefna í framhaldi af Evrópu- verkefninu Destination Viking Saga- lands sem lýkur á þessu ári. Forsvarsmenn margra verkefnanna hittust á fundi í Keflavík síðastliðinn föstudag. Destination Viking Sagalands hef- ur starfað í tvö ár en byggist á eldri Evrópuverkefnum. Það er rekið hér á landi, af Byggðastofnun. Norður- slóðaáætlun Evrópusambandsins leggur eina milljón evra í verkefnið. Rögnvaldur Guðmundsson verkefnis- stjóri segir að því ljúki á þessu ári. Sautján verkefni eiga aðild að Evr- ópuverkefninu frá sjö löndum, Nor- egi, Svíþjóð, Færeyjum, Orkneyjum, Hjaltlandi og Grænlandi, auk Íslands, og nýlega bættist Kanada við. Þátt- takendur héðan eru Grettistak í Húnaþingi vestra, Gísla Súrssonar verkefnið á Vestfjörðum, Dalabyggð vegna Eiríksstaða og Leifsverkefnis- ins, Safnahúsið í Borgarnesi vegna sagnamennsku, Skeiða- og Gnúp- verjahreppur vegna Þjórsárdals og þjóðveldisbæjarins og Reykjanesbær vegna víkingaskipsins Íslendings. Tilgangur verkefnisins er að vekja athygli á Íslendingasögunum og gera þær sýnilegri fyrir ferðafólk. Einnig að gera sagnamennsku almennt hærra undir höfði. Rögnvaldur segir að í sumar verði gefin út bók um nið- urstöður vinnunnar og sögukort yfir allt svæðið. Þá sé unnið að því að koma upp farandsýningu og heima- síðu á Netinu. Þá er hver aðili fyrir sig að vinna á sínum vettvangi. Sem dæmi um það má nefna að Reykja- nesbær hefur gefið út bækling til kynningar á víkingaskipinu Íslend- ingi og komið upp merkingum sem tengjast honum, gamla húsmannsbýl- inu Stekkjarkoti og tóftum landnáms- skálans í Höfnum. Margir vilja nýta sér söguna Rögnvaldur segir að mikil gróska virðist vera á þessu sviði og margir sem vilji nýta sér fornsögurnar til að efla ferðaþjónustu á sínu sviði. Hann segir að áhugi sé á því að halda Evr- ópuverkefninu áfram í einhverri mynd og fá fleiri til samstarfs. Til þess að reyna að koma þeirri vinnu af stað var efnt til málþings um sögu- tengda ferðaþjónustu í Reykjanesbæ síðastliðinn föstudag. Þar voru kynnt ýmis verkefni sem tengjast Destina- tion Viking og eru utan þess og for- svarsmenn helstu verkefna komu saman til að ræða framhaldið. Rögn- valdur segir að áhugi sé á því að koma upp einhverskonar félagi eða sam- starfsvettvangi til að vinna sameigin- lega að markaðs- og kynningarmál- um. Vonast hann til þess að slíkur vettvangur geti orðið til í haust og unnt verði að undirbúa kynningu fyrir næsta sumar. Rögnvaldur segir ekki síður mikilvægt að þessir aðilar séu upplýstir um áform hver annars svo að verkefnin skarist sem minnst. Telur hann að 20 til 30 aðilar vinni að sögutengdri ferðaþjónustu í ein- hverri mynd. Mikilvægt sé að þeir hafi með sér visst samstarf þótt auð- vitað séu þeir einnig í samkeppni. Hvetur okkur til góðra verka Sigrún Ásta Jónsdóttir, forstöðu- maður Byggðasafns Reykjanesbæj- ar, er ánægð með ráðstefnuna sem hátt í 100 manns sóttu. Reykjanesbær leysti til sín víkingaskipið Íslending á sínum tíma og hefur áhuga á að gera hann að miðju í ferðamannasegli sem koma á upp við Njarðvíkina. Fyrir- hugað er að byggja safnhús fyrir skip- ið, Naust Íslendings, sem jafnframt myndi hýsa sýningu á grunni víkinga- sýningar Smithsonian-stofnunarinn- ar í Washington. Í framtíðinni er síð- an áhugi á að koma þar upp víkingagarði. Sigrún Ásta segir að málið sé enn í undirbúningi en menn séu vongóðir um að húsið komist upp. Hún segir mikilvægt að taka þátt í þessu Evrópuverkefni. Þar kynnist þátttakendurnir því sem verið er að gera annars staðar og geti aflað sér nýrra sambanda. Sigrún Ásta segir að með því að taka þátt í verkefni sem nær yfir jafnstórt svæði og Destina- tion Viking átti menn sig betur á því en áður að Norður-Atlantshafið sé í raun eitt sögusvæði og Ísland aðeins einn hluti af því. „Þátttaka í þessu hvetur okkur til góðra verka síðar meir,“ segir hún. Á þriðja tug aðila er með eða undirbýr verkefni um sögutengda ferðaþjónustu Áhugi á að vinna saman að kynningu Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Morgunblaðið/Jim Smart Víkingar Fjöldi erlendra gesta sækir Hafnfirðinga heim á árlegri sólstöðuhátíð víkinga sem Fjörukráin heldur. Þessir vösku og alvopnuðu víkingar tóku þátt í síðustu hátíð og sumir verða vafalaust með í júní. Ljósmynd/Dagný Gísladóttir Árabátur Eftirbáturinn sem Gunnar Marel Eggertsson hefur smíðað var kynntur á ráðstefnu um sögutengda ferðaþjónustu í Reykjanesbæ. Hér er Böðvar Suðurnesjavíkingur kominn um borð í bátinn. Mývatnssveit | Söngfélagið Sálubót úr Þingeyjarsveit hélt tónleika í Skjólbrekku nýlega. Stjórnandi kórsins og jafnframt aðalundirleik- ari er Jaan Alavere, einn þeirra tón- listarmanna frá Eistlandi sem halda merki tónlistarinnar hátt á loft í Þingeyjarsýslu þessi árin. Ein- söngvarar voru Dagný Pétursdóttir, Einar Ingi Hermannsson og Óskar Pétursson. Dagskráin var fjölbreytt og kórnum vel tekið. Á næstunni mun kórinn fara víðar um nágranna- byggðir og láta til sín heyra. Morgunblaðið/BFH Sálubót í Skjólbrekku

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.