Morgunblaðið - 12.04.2005, Blaðsíða 46
46 ÞRIÐJUDAGUR 12. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ
Miðasala opnar kl. 15.003
Sýnd kl. 10. B.i. 14 ára.
Sýnd kl. 6 m. ísl. tali,
Sýnd kl. 6 m. ensku tali
K&F X-FM
ÓÖH DV
WWW.BORGARBIO.IS
ÓÖH DV
ÓÖH DV
Sýnd kl. 8 og 10.30. B.i. 14 ára.
Í fjölskyldu þar
sem enginn skilur
neinn mun hún
smellpassa í hópinn
Every family could use a little translation
Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. Sýnd kl. 8 og 10.45.
kl. 5.30, 8 og 10.30.
F R Á L E I K S T J Ó R A AS GOOD AS IT GETS
Sýnd kl. 4 og 6. m. ísl tali
Sýnd kl. 4 og 6. m. ensku tali
J.H.H. kvikmyndir.com
SV mblWill Smith er
Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30.Sýnd kl. 8.
S.K. DV
Frá leikstjóra American Pie
& About a Boy kemur
frábær ný gamanmynd.
Hann fær nýjan yfirmann óreyndan strák sem
dóttir hans fellur auk þess fyrir
B.B. Sjáðu Popptíví
Frá leikstjóra American Pie & About a Boy
kemur frábær ný gamanmynd.
Hann fær nýjan yfirmann óreyndan strák sem dóttir hans fellur auk þess fyrir
B.B. Sjáðu Popptíví
EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINSI I I
Sýnd kl. 8 og 10.10.
Sumarið nálgast nú óðflugaog skolar (vonandi) inn tilÍslandsstranda hlýju, birtu
og yl. Þó að þessir þættir séu
ávallt vafa undirorpnir hvað Ís-
land varðar er aftur á móti
öruggt að heilum átta stór-
tónleikum mun skola til landsins
þessa sumartíð. Eftir fremur
hæga byrjun það sem af er árs
(a.m.k. miðað við síðasta ár, sem
var algert metár í hljómsveitainn-
flutningi) ætlar að bresta á með
mikilli tónleikaholskeflu eins og
sjá má á meðfylgjandi töflu. Mik-
ið er um þungarokkstónleika, lík-
lega vegna gríðarlegrar aðsóknar
á Metallica-tónleikana í fyrra en
einnig vegna þeirrar merkilegu
staðreyndar að Íslendingar eru
mikil þungarokksþjóð, skemmst
er að minnast þess að Rammstein
fyllti Laugardalshöllina tvisvar
og sögðust meðlimir aldrei hafa
kynnst öðru eins, aðeins aðdá-
endur í hinum þekktu þunga-
rokksvígjum Mexíkó og Póllandi
voru jafnæstir og hér.
Robert Plant ætlar að þjóf-starta þessari sumarbylgju
með tónleikum í Laugardalsöll
eftir rétt rúmar tvær vikur. Plant
var að gefa út nýja plötu, Mighty
Rearranger, og má eiga að hann
er enn nokk leitandi í listinni.
Flestir eru þó líklega spenntastir
að heyra gömlu Zeppelin lögin
flutt af krafti í Höllinni sem verð-
ur lokað eftir þessa tónleika
vegna viðhalds og endurbóta.
Hinir tónleikarnir raðast niður á
Egilshöll og Kaplakrika eftir um-
fangi.
The Shadows eru á sínu loka-
tónleikaferðalagi (þar til annað
kemur í ljós!) og tónlistar-
áhugafólk ætti að varast að falla
í þá gildru að halda að þetta
verði einkasamkvæmi fyrir fólk á
fimmtugsaldri. Shadows er nefni-
lega stórmerk sveit og fengur að
fá þá hingað svo ég detti nú í
klisjurnar.
Áhugaverðustu tónleikarnir af
þessum átta eru þó tónleikar
Franz Ferdinand en þessi skoska
nýbylgjusveit er á hátindi ferils
síns um þessar mundir.
Iron Maiden er auðvitað all-
svakaleg kanóna í þungarokkinu
og hefur verið að trekkja betur á
tónleika í seinni tíð en nokkru
sinni á ferlinum. Það verður at-
hyglisvert að sjá hvort það sama
verði uppi á teningnum og á
Metallica, þegar afar, pabbar og
synir komu saman í hópum.
Eins verður athyglisvert að sjá
hvaða hópur flykkist á Duran
Duran, hvort þeir höfði til ann-
arra en fólks sem er nú á aldurs-
bilinu 30 til 40. Einhvern veginn
grunar mig að þetta verði ann-
aðhvort stórkostlegir tónleikar
eða ömurlegir en harðkjarna-
aðdáendum á svosem eftir að
standa á sama, a.m.k. munu þeir
sannfæra sig um að þetta hafi
verið stórkostlegir tónleikar
hvernig sem fer.
Fyrsta vikan í júlí verður afar
rokkuð, þá spila þrjár rokksveitir
sem eru allar langt yfir með-
alstærð. Foo Fighters og Queens
of the Stone Age saman í Egils-
höll er ansi þétt verður að segjast
og síðan Velvet Revolver tveimur
dögum síðar.
Svo er það sjokkrokkarinn
Alice Cooper í Kaplakrika í
ágúst, og enn verður maður að
grípa til orðsins „athyglisvert“.
Það verður ábyggilega flott að
sjá þessa goðsögn á sviði – en
getur karlinn rokkað?
Áherslan á þungarokkið erskiljanleg vegna hins
óslökkvandi rokkþorsta Íslend-
inga sem hefur skilað sér í hús-
fylli á hverja tónleikana á fætur
öðrum af þeim meiði. Samt finnst
greinarhöfundi sem blikur séu á
lofti. Þegar maður skimar yfir
þennan lista blasa við manni að
því er virðist afdankaðir þunga-
rokkarar í unnvörpum. Einu tón-
leikarnir sem eru verulega
spennandi eru tónleikarnir með
Franz Ferdinand.
Þetta leiðir mann þá að spurn-
ingunni um hverjir það eru sem
eru að sækja þessa „stór“-
tónleika? Svo virðist sem það séu
aðallega fjársterkir, fyrrum
rokkhundar eða þá ungt fólk sem
finnst fyrst og fremst gaman að
fara á tónleika, burtséð frá því
hvað í boði er. Þannig voru með
farsælli tónleikum í fyrra tón-
leikar Deep Purple og Beach
Boys, sem er alveg stórmerkilegt
finnst mér. Korn og Pink gerðu
þá góða hluti einnig.
Ég sakna þess að í ár hefur
ekki enn verið tilkynnt um ann-
aðhvort verulega heita sveit eða
þá verulega stóra sveit (Franz
Ferdinand er reyndar undantekn-
ing). U2, R.E.M., Rolling Stones,
Red Hot Chilli Peppers, Radio-
head t.d.
Ég væri líka til í að sjá virkari
innflutning á böndum eins og
White Stripes, Interpol, Mars
Volta; sjóðandi heitum böndum
sem fylla í mesta lagi Kaplakrika
en yrðu örugglega mun skemmti-
legari á enn minni stað. Svo virð-
ist sem enginn atvinnutónleika-
haldari hafi enn séð sér hag í því
að flytja reglubundið inn „litlar“
og spennandi sveitir, slíkt er
ávallt í höndunum á einverjum
áhugamanninum sem gerir þetta
með trukki og dýfu og viljann að
vopni. Airwaves-hátíðin hefur að
vísu sinnt þessu með sóma en ein
vika á ári er ekki nóg. Nú tala
menn um að það sé komin meiri
atvinnumennska í tónleikahald
hérlendis og finnst mér því tími
til kominn að fólk víkki sjóndeild-
arhringinn og smokri hausnum
um leið niður úr skýjunum.
Maður hefur nefnilega á til-finningunni að menn séu að
keppast innbyrðis við að hafa
þetta nú örugglega nógu stórt,
það sé eina leiðin til að koma
fólki á tónleika. Sumarið er vissu-
lega nokkuð „stórt“ en að sama
skapi ekki nógu spennandi. Mér
finnst undarlegt að það er eins
og fólk sé fast í þeirri hugsun að
maður eigi að vera þakklátur fyr-
ir það eitt að hljómsveitir nenni
yfir höfuð að heimsækja landið.
Það sé síðan nánast föðurlandsleg
skylda að mæta, úr því að verið
sé að hafa fyrir þessu.
Auðvitað fagnar maður lifandi
tónleikamenningu hér á landi en
forsendur – og gæði – þurfa auð-
vitað líka að vera í lagi.
Innflutningur hins þunga rokks
gekk sannarlega vel í fyrra og
það verður því „athyglisvert“ að
sjá hvort að eins verði eftir þetta
sumar. En í alvöru, á maður að
nenna að fara á Judas Priest,
Uriah Heep og [setjið inn sæmi-
lega þreytta þungarokksveit eftir
smekk] sumarið 2006?
Tónleikasumarið 2005
’Svo virðist semenginn atvinnutónleika-
haldari hafi enn séð sér
hag í því að flytja
reglubundið inn „litlar“
og spennandi sveitir.‘
AF LISTUM
Arnar Eggert Thoroddsen
! "
#
$
# %& ' '
(
(
)(
arnart@mbl.is
Velvet Revolver er m.a. skipuð þremur fyrrverandi meðlimum Guns’n’Ros-
es (þ.á m. Slash) og Scott Weiland, fyrrv. söngvara Stone Temple Pilots.
SKÁPAR gegna furðu stóru hlut-
verki í bandarískum hryllings-
myndum og -bókum. Boogeyman,
nýjasta afsprengi þessara „Skápa-
skrattamynda“, er í hópi fjölmargra,
snöggsoðinna B-mynda sem gerðar
eru út á fyrstu sýningarhelgina, sem
oftast dugar til að framleiðslan
standi undir sér og gott betur. Síðan
spyrst innhaldið út og þær hverfa
jafnsnöggt og þær komu.
Boogeyman gerist um þakk-
argjörðarhelgina. Tim (Watson),
ungur blaðamaður í borginni, er
skyndilega boðaður heim á bernsku-
slóðirnar, móðir hans er látin. Tim
þjáist af afskaplegri myrkfælni, eða
öllu frekar skápafælni, enda hefur
hann ástæðu til: Faðir hans hvarf í
hrammana á Skápaskratta þegar
Tim var lítill. Nú hyggst hann slá
tvær flugur í einu höggi, vera við út-
för móður sinnar og yfirbuga
fóbíuna. Gistir því á bernskuheim-
ilinu, sem er miður geðslegt Psycho-
setur úti á gresjunni, nóttina eftir
jarðarförina.
Leikstjórinn Kay hefur ekki upp á
annan ófögnuð að bjóða en ofskynj-
anir, drauma og síendurteknar og
háværar hljóðbrellur og ófriðlega
kvikmyndatöku. Myndin gerist því
óbærilega áreitin þegar á upphafs-
mínútunum og heldur því áfram allt
til loka. Ekkert frumlegt, engin um-
talsverð söguflétta né vottur af dul-
úð. Litlítill leikur og allsráðandi hug-
myndaleysi gerði það að verkum að
ungir húmoristar reyttu af sér fimm-
aurabrandara á meðan á myndinni
stóð. Þó daprir væru voru þeir ill-
skárri en það sem fram fór á tjaldinu.
Hvað skrattann í skápnum varðar
er tilvera hans, tilgangur og aftur-
koma jafn óljós í myndarlok, líkt og
flest annað í þreytandi framvindunni.
Barry Watson í hlutverki sínu, ein-
hverra hluta vegna alveg logandi
hræddur við ljóta karlinn.
Margt býr í
skápunum
KVIKMYNDIR
Sambíóin
Leikstjóri: Stephen Kay. Aðalleikendur:
Barry Watson, Emily Deschanel, Skye
McCole Bartusiak, Tory Mussett, Lucy
Lawless. 85 mín. Bandaríkin/Nýja-
Sjáland. 2005.
Ljóti kallinn (Boogeyman) Sæbjörn Valdimarsson