Morgunblaðið - 12.04.2005, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 12.04.2005, Blaðsíða 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 12. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Þ að var einhvern tíma í fyrra sem breskur rit- höfundur sem ég man ekki hvað heitir skrif- aði grein í bandarískt tímarit sem ég man heldur ekki hvað heitir, en fyrirsögnin á greininni gleymist ekki. Hún var svona: Hvers vegna ég er hrædd- ur við Bandaríkjamenn? Þessi fyrirsögn hitti áreið- anlega í mark hjá mörgum sem hafa einmitt fundið fyrir þessari óljósu tilfinningu gagnvart Bandaríkjunum – og jafnvel Bandaríkjamönnum, og þá á ég ekki bara við Bush forseta heldur ofur venjulega Bandaríkjamenn – sem helst minnir á ótta. Rithöfundurinn breski útskýrði í greininni að hann væri hræddur við Bandaríkjamenn vegna þess að þeir væru svo staðráðnir í því að þeir hafi rétt fyrir sér. Það er að segja, vegna þess að þeir væru haldnir réttlætiskennd ofstæk- ismannsins. Í næsta tölublaði voru birt nokkur bréf frá lesendum sem voru ekki allir allskostar sáttir við skrif þessa Breta. Eitt les- endabréfið er sérlega minnisstætt vegna þess að það endurspeglaði einmitt viðhorfið sem Bretinn sagðist óttast. Sá lesandi var hoppandi vondur út af grein Bret- ans og spurði hvernig hann vogaði sér að láta frá sér þessar aðdrótt- anir á sama tíma og „strákarnir okkar“ – það er að segja banda- rísku hermennirnir, ekki íslenska handboltalandsliðið – leggðu líf sitt í hættu til að frelsa fólk og vernda í fjarlægum heims- hornum. Það er einmitt út af þessu sem manni er órótt en um leið verður ekki hjá því komist að horfast í augu við mátt Bandaríkjanna og óhjákvæmilegt heimslöggu- hlutverk þeirra. Úr þessu verður togstreita þar sem maður virðist eiga tvo kosti og báða slæma. Annars vegar er sá kostur að hafna forræði Bandaríkjamanna, en þar með er eiginlega útlit fyrir að maður neiti að horfast í augu við veruleikann sem blasir við og er fólginn í því að hvort sem manni líkar betur eða verr eru Bandaríkin sterkasta og öflugasta landið í heiminum og þeir sem eiga í stríði taka einfaldlega ekki mark á neinum öðrum (samanber Ísraela og Palestínumenn) sama hvað Frakkar rembast. Hinn kosturinn virðist vera sá, að viðurkenna forræði Banda- ríkjamanna en á virðist um leið eins og óhjákvæmilegt sé að sam- þykkja að þeir séu í raun og veru með réttlætið sín megin og standi vörð um frelsið. Manni kann jafn- vel að finnast maður vera að selja sig undir stefnu og vilja Banda- ríkjamanna. Jafnvel hvarflar að manni að maður væri að afsala sér sjálfstæðri hugsun. Þessi togstreita – mætti kannski nefna þetta því fína nú- tímayrði „valkreppa“ – er reynd- ar ef nánar er að gáð óþörf. Mað- ur getur ósköp vel verið fullkomlega sáttur við hern- aðarforræði Bandaríkjanna í heiminum og um leið hafnað því afdráttarlaust að Bandaríkja- menn hafi siðferðislegt forræði í heiminum. Samþykki við A þarf ekki nauð- synlega að leiða til samþykkis við B. B er ekki óhjákvæmileg afleið- ing A. Gott og vel. En það sem gerir manni órótt þegar fylgst er með framgöngu Bandaríkjamanna í heimslögguhlutverkinu – sem maður undir niðri er afskaplega sáttur við að þeir gegni einfald- lega vegna þess að það er enginn annar sem hefur líkamlega burði (þ.e. hernaðarmátt) til þess – er sá grunur, sem læðist að manni, að Bandaríkjamenn sjálfir, og þá einkum og sér í lagi Bush forseti, hafi ekki áttað sig á þessum greinarmun. Sko, Bandaríkjamenn eru í lögguhlutverkinu fyrst og fremst af praktískum ástæðum. Vegna þess að þeir eru stærri og sterk- ari en aðrir. Ekki vegna þess að þeir séu réttlátari en aðrir. Þessi togstreita á milli mátt- arins og réttlætisins er ekkert nýtt, og það er heldur ekki nýtt að því sé haldið fram að þetta sé óhjákvæmilega samtvinnað – að ef maður samþykki annað komist maður ekki hjá því að samþykkja hitt. Í einni af þekktustu samræðum Platóns, Ríkinu, er persóna sem heitir því rökræðulega nafni Þrasímakkos, og aðalpersónan, Sókrates, rökræðir við hann um það hvað réttlæti sé. Þrasímakkos heldur því fram, að réttlæti sé í raun og veru ekki annað en það sem kemur hinum máttuga vel. Því reynir Sókrates að hafna, en sannleikurinn er sá, að lesandinn þarf eiginlega að vera fyrirfram á bandi Sókratesar til að rök hans hljómi sannfærandi. Lesandi sem les þessa samræðu fordómalaust og með gagnrýnu hugarfari kemst ekki hjá því að bera þann ugg í brjósti að Þrasímakkos hafi í raun á réttu að standa og Sókrates röngu. Þessi rökræða er því í rauninni enn ekki til lykta leidd. En hún varpar ljósi á kjarnann í óttanum við Bandaríkjamenn. Það verður ekki séð að þeir líti á eigið lögguhlutverk fyrst og fremst sem praktískt atriði. Oftar lítur helst út fyrir að þeir telji að líkamsmáttur (þ.e. hern- aðarmáttur) sinn sé einfaldlega ytri birtingarmynd innri stór- fengleika. Greinarmunurinn sem útskýrður var hér að ofan virðist alveg fara framhjá þeim. En það er engu skárri villa að halda að ef A sé hafnað þá þurfi nauðsynlega líka að hafna B. Ef maður heldur það – og telur sér nauðugan einn kost að hafna hernaðarforræði og löggu- hlutverki Bandaríkjanna af því að maður hafnar siðferðislegu for- ræði þeirra – þá veður maður eig- inlega í nákvæmlega sömu villu og Bush og félagar. Mátturinn og réttlætið Maður getur ósköp vel verið fullkom- lega sáttur við hernaðarforræði Banda- ríkjanna í heiminum og um leið hafnað því afdráttarlaust að Bandaríkjamenn hafi siðferðislegt forræði í heiminum. VIÐHORF Kristján G. Arngrímsson kga@mbl.is ÞAÐ er mikilvægt í lifandi og stórum flokki sem ætlar sér for- ystu í stjórnmálum að hugmynda- og stefnumótunarvinna fari sífellt fram og að gott fólk sé tilbúið til slíkrar þátttöku. Því stafi lýkur seint í síbreytilegum heimi og mikilvægt að ekki síst forystumenn velti því jafnan fyrir sér hvaða leiðir séu árangursríkastar. Það hlýtur hins vegar að vera mismunandi eftir því hver tilgangurinn er. Mér hefur fundist starfið á vegum fram- tíðarhóps Samfylking- arinnar árangursríkt og ríma vel við það erindisbréf sem flokksstjórnarfundur samþykkti á sínum tíma. Það hélt ég að Einari Karli þætti líka og rifja það upp, að á flokksstjórn- arfundi þar sem skilagreinar fyrstu sex hópanna voru kynntar sagði hann um plaggið sem lýsti tillögum hóps um varnarmál, að þar væri stefna sem gerði Sam- fylkingunni kleift að vera með í umræðunni um öryggismál. Ég var sammála því enda um margt ný sýn og tillögur. En þetta rifja ég upp að gefnu tilefni eftir að hafa lesið grein Einars Karls í fimmtudagsblaði Mogga. Ég skil að hann vilji lyfta þeim manni sem hann styður í for- mannskjöri Samfylkingarinnar. En mig undrar hvernig hann gerir það, hvaða aðferð hann velur. Það sem hann kallar framtíðarnefnd í grein sinni er framtíðarhópur Samfylkingarinnar sem samþykkt var að setja á fót og kosið var til á flokksstjórnarfundi Samfylking- arinnar vorið 2003. Sem kynnti starfsáætlun sína á landsfundi flokksins það haust og fékk þaðan veganesti. Sem hefur sett í gang málefnastarf í þrettán hópum hvar af sex hafa nú þegar skilað af sér og þess vænst að hin- ir sjö geri það nú í apríl. Sem hefur kynnt fyrri áfanga vinnunnar á flokks- stjórnarfundi og á fundum víða um land og fengið viðbrögð þar. Sem hefur á öll- um stigum gefið upp- lýsingar og leitað samráðs við flokks- menn bæði með fjölda funda sem sumir hafa verið afar fjölsóttir og með því að halda úti öflugum vef. Sem hefur reynt að kalla fram þá þekkingu í hverju máli sem talið er að gæti komið stefnumótunarstarfi innan Sam- fylkingarinnar að gagni. Sem hef- ur kallað til starfa tugi fólks víða að af landinu. Og sem á sam- kvæmt samþykkt að skila af sér til landsfundar 2005, sem nú er búið að flýta um nokkra mánuði. Arfur úr fortíð sem vonandi sér fyrir endann á Þetta margþætta starf á vegum framtíðarhópsins rímar reyndar ekki alveg við lýsingu Einars, en líklega telur hann að tilgangurinn helgi meðalið. Það finnst mér hins vegar ekki. Ef formannskosning í flokknum á að styrkja hann og hið beina lýðræði á að nýtast til upp- byggingar verða menn að vera heiðarlegir og stilla sig um að gera tortryggilegt það mikilvæga starf sem unnið er í þágu Sam- fylkingarinnar, hvort sem það er í tengslum við framtíðarhópinn eða eftir öðrum leiðum. Þegar Einar reynir að koma höggi á Ingibjörgu Sólrúnu með því að gera lítið úr þeirri vinnu sem fram hefur farið á vegum framtíðarhópsins hittir það nefnilega býsna marga fyrir sem una því ekki að starf þeirra í þágu flokksins og þátttaka sé af- greidd með þeim hætti sem hann kýs að gera. Einar er greinilega spinn- doktor Össurar Skarphéðinssonar, það sýnir atburðarás helgarinnar, því miður. Hér eru á ferðinni gamaldags leiðindavinnubrögð, arfur úr fortíð, sem vonandi sér fyrir endann á í Samfylkingunni. Þegar tilgangurinn er látinn helga meðalið Svanfríður Jónasdóttir gerir athugasemdir við grein Einars Karls Haraldssonar ’Ef formannskosning í flokknum á að styrkja hann og hið beina lýð- ræði á að nýtast til upp- byggingar verða menn að vera heiðarlegir og stilla sig um að gera tortryggilegt það mik- ilvæga starf sem unnið er í þágu Samfylking- arinnar.‘ Svanfríður Jónasdóttir Höfundur er fv. þingmaður Samfylk- ingarinnar sem nú tekur þátt í starfi framtíðarhóps flokksins. SANNIR sigurvegarar í stjórn- málum eru þeir sem með sigrum sínum koma mikilsverðum breyt- ingum til leiðar. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir var í forystu fyrir bandalagi þriggja stjórnmálaafla sem vann afgerandi sigur í borgarstjórnarkosn- ingum ekki aðeins einu sinni heldur þrisvar, 1994, 1998 og 2002. Þessir sigrar urðu til þess að veruleg um- skipti urðu á stjórnun Reykjavíkurborgar. Sjálfstæðisflokkurinn hafði um langt skeið rekið afturhaldssama stefnu í dagvistar- og leikskólamálum. Þessi stefna þrengdi mjög að barna- fjölskyldum, enda var hún gjör- samlega úr takti við veruleikann sem þær bjuggu við og var langt á eftir því sem tíðkaðist í þeim lönd- um sem við viljum bera okkur sam- an við. Ingibjörg og hennar fólk brettu upp ermar og tóku á þessum mikla „fortíðarvanda“ íhaldsins. Er nú svo komið að gjaldfrjáls leikskóli er handan hornsins, en slík þjón- usta við yngstu þegna þessa lands er jafn sjálfsögð og hún virtist óraunhæfur og órafjarlægur draumur fyrir okkur sem áttum ung börn á níunda og í byrjun tí- unda áratugar síðustu aldar. Mikill og varanlegur árangur Þetta er mikill og varanlegur ár- angur sem þrefaldur sigurvegarinn Ingibjörg og samherjar hennar hafa fært okkur. Fleira mætti nefna, eins og virka jafnréttisstefnu sem mótuð hefur verið og unnið eftir í Reykjavík, auk- ið gegnsæi í stjórnun borgarinnar og síðast en ekki síst þróun íbúalýðræðis. Ingi- björg Sólrún sýndi sem borgarstjóri að hún er góður lýðræð- islegur stjórnandi. Hún er varkár og vandvirk, undirbýr sig vel, er fljót að sjá að- alatriðin í flóknum veruleika og orðar hugsun sína skýrt og vel. Einnig er hún leikin við að sætta andstæð sjón- armið. Meginástæða þess er að henni er treyst enda hefur hún sýnt að hún er traustsins verð. Enginn efast um heiðarleika hennar og heldur ekki um einlægan vilja til að vinna vel í þágu heildarinnar. Stjórnmálamenn vinna ekki þvílíka sigra þrisvar í röð nema ljóst sé að þeir séu einstaklega trúverðugir. Ofurviðkvæmir íhaldsmenn Eftir að Ingibjörg Sólrún sneri sér að landsmálunum hefur ekki dregið úr trúverðugleika hennar. Þótt hún hafi haft heldur færri möguleika til að láta til sín taka en núverandi keppinautur hennar um formannsstólinn, Össur Skarphéð- insson, hafa áðurnefndir eiginleikar hennar komið skýrt fram þegar þau tækifæri hafa gefist. Dæmi um þetta er málflutningur hennar í deilum síðastliðins sumars um fjöl- miðlafrumvarpið. Þar sýndi hún bæði skynsemi og hófstillingu en einnig að hún talaði af rökfestu og þekkingu á málefninu. Því er ofur- viðkvæmni framámanna í Sjálf- stæðisflokknum við sumum orðum hennar í kosningabaráttunni 2003 mér óskiljaneg, nema að hún sýni einmitt að þeir óttast hana mest sem forystumann þess flokks sem getur hæglega orðið stærstur stjórnmálaflokka undir hennar stjórn. Sem kjósandi Samfylkingarinnar lít ég á framboð Ingibjargar Sól- rúnar Gísladóttur til formanns í flokknum sem sögulegt tækifæri. Reynslan sýnir að henni er betur treystandi en öðrum til að leiða flokkinn til sigurs og í framhaldi þess að breyta þeim sigri í sigur okkar allra. 1994 | 1998 | 2002: Þrjár góðar ástæður til að velja Ingibjörgu Sólrúnu Torfi H. Tulinius fjallar um for- mannskjör Samfylkingarinnar ’Stjórnmálamenn vinnaekki þvílíka sigra þrisv- ar í röð nema ljóst sé að þeir séu einstaklega trú- verðugir.‘ Torfi Tulinius Höfundur er prófessor við HÍ.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.