Morgunblaðið - 12.04.2005, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 12.04.2005, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 12. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR LÁTI AF MISMUNUN Póst- og fjarskiptastofnun hefur úrskurðað að Og Vodafone beri að láta af mismunun í verðlagningu í heildsölu inn á farsímanet fyrirtæk- isins. Er fyrirtækinu gefinn 30 daga frestur þar til gripið verður til „við- eigandi ráðstafana“, að því er fram kemur í úrskurðinum. Sharon óttast borgarastríð Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, hét því á fundi sínum með George W. Bush Bandaríkjaforseta í gær að rífa allmargar landtöku- byggðir. Sharon sagði svo eldfimt ástand ríkja í Ísrael vegna deilna um brottflutninginn frá Gaza að líkja mætti við aðdraganda borgarastríðs og sér hefði verið hótað lífláti. Opinber heimsókn forseta Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, og Dorrit Moussaieff for- setafrú eru í opinberri heimsókn á Akureyri. Þau heimsóttu m.a. skóla í bænum, borðuðu með heimilisfólki á Dvalarheimilinu Hlíð og tóku þátt í málþingi um nýsköpun í gær. Í dag munu forsetahjónin heimsækja Eyjafjarðarsveit. Samið um landamæri Kínverjar og Indverjar sögðust í gær hafa komist að samkomulagi um lausn á landamæradeilum ríkjanna. Kínverjar réðust inn í Indland 1962 og lögðu undir sig nokkur svæði. FL Group kaupir flugvélar Stjórn FL Group, áður Flugleiðir, hefur samþykkt að semja við Boeing verksmiðjurnar um kaup á fimm Boeing 737-800-þotum til viðbótar við þær 10 sem samið var um í febr- úar. Heildarverðmæti vélanna er um 20 milljarðar króna. Y f i r l i t Í dag Fréttaskýring 8 Umræðan 28/30 Úr verinu 12 Bréf 30 Viðskipti 14/15 Minningar 31/36 Erlent 16/17 Dagbók 38/40 Minn staður 18 Myndasögur 38 Austurland 19 Víkverji 38 Akureyri 20 Velvakandi 39 Suðurnes 21 Staður og stund 40 Landið 21 Bíó 46/49 Daglegt líf 22/24 Af listum 46 Menning 25, 41/49 Ljósvakamiðlar 50 Forystugrein 26 Veður 51 Viðhorf 28 Staksteinar 51 * * * Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Agnes Bragadóttir, fréttastjóri, agnes@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi, orri@mbl.is Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Guðlaug Sigurðardóttir, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkju- starf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is                                 ! " #            $         %&' ( )***                        AÐILAR vinnumarkaðarins hafa óskað eftir fundi með forsætisráðherra til að fara yfir hvaða mögu- leikar eru á að stjórnvöld komi að lausn á vanda líf- eyriskerfisins á almennum vinnumarkaði. Vonir eru bundnar við að af fundinum geti orðið innan skamms, en viðfangsefnið snýr einkum að verka- skiptingu lífeyrissjóðanna og stjórnvalda hvað ör- orkulífeyri snertir. Í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar, sem gefin var í tengslum við kjarasamningana fyrir ári, lýsti stjórnin sig reiðubúna að taka upp viðræður við sér- staka lífeyrisnefnd aðila vinnumarkaðarins um hugsanlega aðkomu stjórnvalda að tilteknum þátt- um sem sú nefnd myndi taka til meðferðar, meðal annars að því er varðaði verkaskiptingu milli lífeyr- issjóða og almannatrygginga. Lífeyrisnefnd aðila vinnumarkaðarins hefur starfað frá því að kjarasamningarnir voru gerðir fyrir rúmu ári. Hefur hún farið yfir stöðu lífeyr- iskerfisins á almennum vinnumarkaði, sem stendur frammi fyrir vanda vegna aukinnar ævilengdar og vaxandi örorkubyrði sjóðanna. Hefur nefndin með- al annars náð samkomulagi um að stefna að því að breyta ávinnslu réttinda í lífeyrissjóðum úr jafnri ávinnslu réttinda í aldurstengda, en það gerir það að verkum í stórum dráttum að eignir sjóðanna endurspegla skuldbindingar þeirra á hverjum tíma. Samstaða um aldurstengingu Ari Edwald, framkvæmdastjóri Samtaka at- vinnulífsins, sagði að það fyrsta sem koma þyrfti sér niður á varðandi viðræður við stjórnvöld væri hvaða form yrði á þeim viðræðum, þar sem viðfangsefnið væri mjög flókið. Mjög víðtæk samstaða hefði náðst um breytta réttindaávinnslu sjóðanna. Nokkrir sjóðir hefðu þegar breytt um ávinnslu, aðrir myndu gera það um mitt þetta ár og vonir stæðu til þess að allir sjóðirnir á samningssviði SA og ASÍ næðu að gera það ekki síðar en um næstu áramót. „Þá eru eftir þessi kerfislægu vandamál sem er við að glíma í lífeyriskerfinu, einkum vegna örorku- byrði, sem er þó misjafnlega skipt á milli sjóðanna,“ sagði Ari. Fram hefur komið að útgjöld lífeyrissjóðanna vegna örorku nema um fimm milljörðum króna ár- lega og hafa þau útgjöld farið ört vaxandi á und- anförnum misserum vegna mjög aukinnar tíðni ör- orku, einkum í lífeyrissjóðum verkafólks og sjó- manna. Ari sagði að velta mætti því fyrir sér hvort líf- eyrir vegna örorku væri ekki í mörgum tilvikum fremur viðfangsefni almannatryggingakerfisins en lífeyrissjóðanna. „Það er auðvitað eitt af því sem þarf að ræða hvernig verði unnið úr þessari sérstöku umfram- örorkubyrði tiltekinna sjóða og ég held að það sé al- veg ljóst að það verður ekki til lykta leitt eingöngu innan lífeyrissjóðakerfisins. Þar þarf að koma til yf- irferð með ríkisvaldinu um samspil fleiri bóta- kerfa,“ sagði Ari einnig. Aðilar vinnumarkaðarins vilja fund með forsætisráðherra um lífeyriskerfið Verkaskipting vegna ör- orkulífeyris til umræðu Eftir Hjálmar Jónsson hjalmar@mbl.is Morgunblaðið/RAX Vorhreingerningar í slippnum Það er ekki nóg að þvo og mála skipið að innan, það þarf líka að hreinsa botninn. UMTALSVERÐAR breytingar verða gerðar á málfari Biblíunnar í nýrri þýðingu sem gert er ráð fyrir að komi út á næsta ári. Hið íslenska biblíufélag stendur fyrir hinni nýju þýðingu á Biblíunni, sem kemur út samtímis 900 ára afmæli biskupsstóls á Hólum, en hann var stofnaður árið 1106. Meðal þeirra breytinga sem gerðar verða eru endurskoðun á niðrandi orðum sem hafa verið tengd samkynhneigð, en í ljósi sögunnar er þar, að mati fræðimanna, frekar ver- ið að ræða um ofbeldi gagnvart börn- um en ást fullvaxinna karlmanna. Þannig víkur nú meðal annars orð- ið „kynvillingur“ sem hefur þótt niðr- andi og óviðeigandi fyrir réttari þýð- ingu í sögulegu samhengi. Guðrún Kvaran, prófessor í íslensku við HÍ, hefur unnið með Biblíufélaginu að hinni nýju þýðingu. Segir hún búið að þýða Gamla testamentið og það sé að mestu leyti tilbúið. „Nýja testament- ið var sent út til umsagnar og við eig- um von á því að fá aftur athugasemd- ir fólks um miðjan apríl,“ segir Guðrún. „Þar var víða gefinn fleiri en einn möguleiki á texta. Bæði prestar og leikmenn hafa fengið heftið til að gagnrýna og þegar við fáum heftin til baka með gagnrýninni setjumst við endanlega yfir textann og göngum frá honum. Textinn verður þá von- andi til um mitt sumar.“ Nota meira málfar beggja kynja Aðrar meiriháttar breytingar á texta Biblíunnar eru m.a. þær að tek- ið er í auknum mæli tillit til málfars beggja kynja. „Í frumtextanum og þýðingum fram til þessa hefur karl- kynið verið ríkjandi, en reynt hefur verið að tryggja að bæði kynin njóti sannmælis,“ segir Guðrún. „Annað sem er mjög mikilvægt prinsipp- atriði er að nú verður að miklu leyti tekinn út munurinn á tvítölu og fleir- tölu. Þannig falla burt orð eins og vor, oss og þér og notuð orð eins og við, þið og ykkur í staðinn, nema þar sem um er að ræða bænir, sálma og hátíðlega texta, eins og t.d. ræður Jesú og Faðirvorið.“ Hér fer á eftir dæmi um breytingu á texta, fyrst er textinn úr þýðing- unni frá 1981: 1. Korintubréf 6.9 „Vitið þér ekki, að ranglátir munu ekki Guðs ríki erfa? Villist ekki! Hvorki munu saurlífismenn né skurðgoðadýrkendur, hórkarlar né kynvillingar, þjófar né ásælnir, drykkjumenn, lastmálir né ræn- ingjar Guðs ríki erfa. Og þetta voruð þér, sumir yðar. En þér létuð laug- ast, þér eruð helgaðir, þér eruð rétt- lættir fyrir nafn Drottins Jesú Krists og fyrir anda vors Guðs.“ Tillaga þýðingarnefndar um sama texta: „Vitið þér ekki að ranglátir munu ekki erfa Guðs ríki? Villist ekki! Hvorki munu saurlífismenn né skurðgoðadýrkendur, hórkarlar né þeir sem leita á drengi eða eru í slag- togi við þá, þjófar né ásælnir, drykkjumenn, lastmálir né ræn- ingjar erfa Guðs ríki. Og þetta voruð þér, sum yðar. En þér létuð laugast og Guð helgaði yður og lét Drottin Jesú Krist og anda sinn gera yður réttlát.“ Breytingar á textum Biblíunnar í þýðingu sem kemur út að ári Orðið kynvillingur ekki notað Eftir Svavar Knút Kristinsson svavar@mbl.is SAMTÖK atvinnulífsins fagna hug- myndum um breytingar á skipulagi samkeppnisyfirvalda í umsögn til Al- þingis um frumvarp til samkeppnis- laga. Samtökin telja það hins vegar áhyggjuefni að samkeppnislögin skuli ekki hafa verið endurskoðuð í heild með tilliti til þarfa fyrir ný úrræði í ís- lenskum samkeppnisrétti. Ari Ed- wald, framkvæmdastjóri SA, segir samtökin m.a. gera ákveðnar athuga- semdir varðandi ákvæði sem varða uppbrot fyrirtækja, en þar sé um mjög afgerandi úrræði að ræða, sem sé vandmeðfarið. Húsleit og um morðrannsókn Í umsögn samtakanna kemur fram að þau telja tímabært að tekið sé til endurskoðunar „hvort virkilega eigi sömu sjónarmið við um húsleit í sam- keppnismálum og um morðrannsókn- ir eða fíkniefnaleit.“ Samtökin gera m.a. athugasemdir við heimildir Samkeppniseftirlits til skipulagsbreytinga skv. 16. gr., eink- anlega að því er varðar heimild til uppskiptingar fyrirtækja. Gera verði þær kröfur að gerð sé ítarleg úttekt á mögulegum áhrifum á íslenskt við- skiptaumhverfi áður en úrræði sem þetta verði tekið upp í íslenskan rétt. Því er vísað á bug að þörf sé á að innleiða slíkt úrræði vegna nýrrar skipunar að EES-rétti. „Svo er ekki, allra síst hvað varðar brot á íslenskum samkeppnisreglum sem aðeins hafa áhrif á íslenskum markaði. Engin ís- lensk einkafyrirtæki hafa ítrekað far- ið í bága við samkeppnislög og ýtrustu og áhrifamestu úrræðum samkeppn- isyfirvalda, sektunum, hefur aðeins verið beitt í örfáum tilfellum, enda úr- ræðaskortur aldrei verið talinn standa íslenskum samkeppnisyfirvöldum fyr- ir þrifum,“ segir m.a. í umsögn SA. Vara við úr- ræði um upp- skiptingu fyrirtækja STARFSMAÐUR Sorpu hlaut al- varlega áverka á hrygg þegar hann féll aftur fyrir sig niður tröppur við fjölbýlishús við Hlíðarhjalla í Kópa- vogi skömmu fyrir hádegi í gær. Að sögn lögreglunnar í Kópavogi var maðurinn að draga sorpker á eftir sér þegar hann missti jafnvægið og féll aftur fyrir sig. Slasaðist alvar- lega á hrygg ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.