Morgunblaðið - 12.04.2005, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 12.04.2005, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. APRÍL 2005 19 MINNSTAÐUR Verið velkomin á fyrirlestur um „Framtíð ferðamennsku á friðlýstum svæðum“ hjá Umhverfisstofnun í dag, þriðjudaginn 12. apríl kl. 15-16 Aðgangur ókeypis Fyrirlesari: Sigþrúður Stella Jóhannsdóttir þjóðgarðsvörður í þjóðgarðinum Jökulsárgljúfrum. Fyrirlesturinn verður haldinn í matsal Umhverfisstofnunar á Suðurlandsbraut 24, 5. hæð. Upplýsingar á heimasíðu Umhverfisstofnunar www.ust.is Upplýsingar á heimasíðu Umhverfisstofnunar www.ust.is Malbiksframkvæmdir | Fyrir- hugað er að hefja malbiksfram- kvæmdir í Almannaskarðsgöngum í vikunni, ef veður leyfir. Á vefnum hornafjordur.is segir að Malar- vinnslan hf., sem er undirverktaki hjá Héraðsverki ehf., hafi nú sett upp malbiksstöð við syðri enda ganganna og sé allt til reiðu fyrir malbiksfram- leiðslu. Steinefni eru tekin í Fjarðará í Lóni. Í verkið fara um 2.500 tonn af malbiki og verður það lagt út í tveim- ur 5 cm lögum. Breidd malbiks er 6,3 m auk útskota. Ráðgert er að taka í einni færu alla breidd vegarins. Í tengslum við malbiksframkvæmd- irnar í göngunum hefur Sveitar- félagið Hornafjörður ákveðið að gera átak í gatnakerfi bæjarins og er fyr- irhugað að leggja alls um 15 þúsund fermetra af malbiki á Höfn. Þetta mun vera í fyrsta sinn sem malbik er notað í bænum, en fram til þessa hef- ur verið notuð olíumöl, klæðning og svokallað Ralumac. Malarvinnslan hf. mun einnig bjóða þeim Hornfirð- ingum malbik sem hafa áhuga á að malbika heimkeyrslur sínar. Reyna á að ljúka malbikun í júní.    Staðarholt endurbætt | Ágústa Þorkelsdóttir á Refstað í Vopnafirði segir á vefnum vopnafjordur.is að nú sé langt komið að endurbæta félags- heimili hreppsins, Staðarholt, að innan jafnt sem utan. Vinnu fari að ljúka í hliðarbyggingu þar sem eru snyrtingar, eldhús og fundarher- bergi. Vinnu við salinn er að mestu ólokið, að sögn Ágústu, en þar verð- ur eingöngu slípað og málað upp á nýtt í þessum áfanga. Nánast allt starf við endurbyggingu hefur verið unnið í sjálfboðavinnu og fjármagn- að með framlögum frá kvenfélaginu í Vopnafirði, sveitungum og öðrum velunnurum.    Starfsmannafjöldi | Um 1.300 starfsmenn eru á Kárahnjúkasvæð- inu um þessar mundir, þar af 270 Kínverjar. Segir á vefsvæðinu kara- hnjukar.is að ætla megi að starfs- mannafjöldinn verði allt að 1.600 manns þegar hæst stendur í sumar. Hlutfall erlendra starfsmanna er á bilinu 70–80% og 300–350 íslenskir starfsmenn við Kárahnjúka munu nálægt því sem flest hefur verið við virkjunarframkvæmdir á vegum Landsvirkjunar undanfarin 10 ár. Ekki er búist við að hlutfall Íslend- inga aukist að ráði fyrr en 2006 eða 2007 þegar framkvæmdirnar eru komnar vel á veg. Um 300 manns vinna erlendis að verkefnum sem tengjast virkjuninni.    Leikskóli | Nú er unnið að fram- kvæmdum við nýjan leikskóla á Djúpavogi og áætlað að taka hann í notkun í haust. Þar verður leikskóla- rými fyrir 37 börn, en nú er leik- skólabörnum kennt í gömlu íbúðar- húsi á Djúpavogi. Verktakinn Svart- hamar á Djúpavogi annast fram- kvæmdina, sem gert er ráð fyrir að muni kosta um sjötíu milljónir króna. Ályktað um reykleysi | Krabba- meinsfélag Austfjarða hefur sent frá sér ályktun þar sem lýst er fullum stuðningi við frumvarp Sivjar Frið- leifsdóttur, Ástu R. Jóhannesdóttur, Jónínu Bjartmarz og Þuríðar Back- man um að reykingar verði bann- aðar á veitinga- og skemmtistöðum. Með lagabreytingu þessari yrði starfsfólki veitinga og skemmtistaða tryggt reyklaust vinnurými sem er sú vinnuvernd sem allir eiga að hafa rétt á, segir í ályktuninni. Krabbameinsfélögin á Austur- landi reka þjónustumiðstöð að Búðareyri 7 á Reyðarfirði og er opið á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 15.00–17.00. Þangað getur fólk leitað eftir upplýsingum og fræðslu. Þjónustumiðstöðin hefur m.a. skipulagt samveru í samvinnu við Kraft nk. fimmtudag kl 20.00 í húsi Afls á Skólavegi 72 á Fáskrúðsfirði. Kynnt verður stafganga sem er góð leið til heilsubótar. Félagar og að- standendur eru velkomnir.    Reyðarfjörður | Valgerður Sverris- dóttir viðskipta- og iðnaðarráð- herra var á ferðinni eystra um helgina og auk þess að setja mál- þing á Seyðisfirði um verndun gamalla húsa skoðaði hún fram- kvæmdasvæði álvers Fjarðaáls Alcoa á Hrauni á Reyðarfirði. Andy Cameron, staðarstjóri Bechtel á framkvæmdasvæðinu var meðal þeirra sem sýndu Valgerði álver- slóðina og útskýrðu helstu áfanga verksins. Í dag hefst uppsteypa ál- versins, en undanfarið hafa farið fram tilraunasteypur til undirbún- ings verkinu. Litast um á álverslóð Neskaupstaður | Fegurðardrottn- ing Austurlands var krýnd í Egils- búð í Neskaupstað sl. laugardag. Tíu stúlkur tóku þátt í keppninni að þessu sinni sem er heldur meira en undanfarin ár. Valdís Lilja Andrésdóttir, menntaskólanemi á Egilsstöðum, var valin fegurst, en hún var jafn- framt valin netstúlka Símans. Í öðru sæti varð Fanney Ósk Rík- harðsdóttir, menntaskólamær á Egilsstöðum, sem var jafnframt valin sportstúlkan og í því þriðja varð Dröfn Svanbjörnsdóttir frá Neskaupstað. Ljósmyndafyrirsæta Austurlands var Anna Guðný Guð- mundsdóttir, Eva Björk Káradóttir var Oroblu-stúlkan og þá völdu stúlkurnar Fjólu Hrafnkelsdóttur vinsælustu stúlkuna úr sínum hópi. Valdís Lilja og Fanney Ósk verða fulltrúar Austurlands í keppninni um Ungfrú Ísland 2005. Alls voru um 190 gestir viðstaddir krýning- arkvöldið sem var hið veglegasta. Fegurst fljóða Valdís Lilja Andrésdóttir var um helgina valin fegursta stúlka Austurlands. Morgunblaðið/Kristín Ágústsdóttir Úrslitin ljós Fanney Ósk Ríkharðsdóttir varð í öðru sæti (lengst til vinstri), Valdís Lilja Andrésdóttir varð hins vegar sigurvegari keppninnar og í þriðja sæti lenti Dröfn Svanbjörnsdóttir. Valdís Lilja er fallegasta stúlkan á Austurlandi AUSTURLAND

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.