Morgunblaðið - 12.04.2005, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 12.04.2005, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 12. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Þá var nú aðalpuntfjöðrin í svínaríinu skilin eftir á kajanum, „hin dreifða eignaraðild“. Eftirlitsnefnd meðmannanafnalög-um leggur til að gerðar verði breytingar á mannanafnalögum. Í ábendingum annars vegar mannanafnanefndar og hins vegar dómsmála- ráðuneytis og Þjóðskrár til eftirlitsnefndarinnar kom fram sú skoðun að mannanafnalögin væru orðin of rúm og „þau í raun leyfðu öll eiginnöfn að því tilskildu að hægt væri að bæta eignarfalls- endingu við nafnið“, eins og segir í lokaskýrslu eftirlits- nefndarinnar. Þá telur eftirlits- nefndin mikilvægt í vinnu við frumvarp til laga um breytingar á mannanafnalögum, til samræmis við framkomnar ábendingar, að skoða sérstaklega „hvort hægt sé að þrengja með einhverjum hætti ákvæði laganna varðandi ný eig- innöfn“. Í skýrslunni er rakin reynslan af framkvæmd mannanafnalaga frá 1997–2004. Fjórir aðilar koma einkum að framkvæmdinni: Þjóð- skrá, dómsmálaráðuneytið, mannanafnanefnd og prestar þjóðkirkjunnar og forstöðumenn skráðra trúfélaga. Helst reynir á mannanafnalög við nafngjafir, en einnig þegar lögráða einstakling- ar eða forsjármenn ólögráða ein- staklinga vilja breyta nafni. Samkvæmt mannanafnalögum á að gefa barni nafn innan sex mánaða frá fæðingu þess. Þjóð- skráin fær fæðingarskýrslur og tilkynningar um nafngjafir. Hún getur því fylgst með því að barni sé gefið nafn innan tilskilins tíma. Ef lögráða einstaklingur, eða for- sjármaður ólögráða einstaklings, óskar eftir breytingu á nafni kem- ur til kasta dómsmálaráðuneytis- ins og Þjóðskrár. Nafnbreytingar, sem lögin heimila, taka gildi þeg- ar þær eru færðar í Þjóðskrá. Skírnum fækkar Aflað var upplýsinga úr skrán- ingarkerfi Þjóðskrár um fram- kvæmd mannanafnalaga frá gild- istöku þeirra í ársbyrjun 1997 og til ársloka 2004. Þar kemur margt forvitnilegt fram. Á þessu tímabili var 37.585 börnum gefið nafn við skírn í þjóðkirkju, skírn eða nafn- gjöf í skráðu trúfélagi, við að nafngjöf var tilkynnt til Þjóðskrár eða barn var skírt eða gefið nafn erlendis. Flest börn voru skírð í þjóðkirkjunni, eða 74,6% barna á þessu tímabili. Sé hvert ár skoðað fyrir sig kemur í ljós að skírnum í þjóðkirkjunni hefur fækkað um u.þ.b. 10 prósentustig, eða úr 78,5% nafngjafa árið 1997 í 68,4% árið 2004. Þá fjölgaði skírnum og nafngjöfum í skráðum trúfélögum úr 4,1% í 5,1% en nafngjöfum, sem fólust einungis í tilkynningu til Þjóðskrár, fjölgaði úr 7,6% árið 1997 í 11,8% árið 2004. Þegar leitað er til prests eða forstöðumanns og óskað eftir skírn eða nafngjöf á að skýra hon- um frá nafni eða nöfnum sem barnið á að fá. Sé eiginnafn eða millinafn ekki á mannanafnaskrá á presturinn eða forstöðumaður- inn hvorki að samþykkja nafnið né gefa barninu það heldur bera málið undir mannanafnanefnd. Eins vísar Þjóðskrá til manna- nafnanefndar eiginnafni eða milli- nafni, sem ekki er á mannanafna- skrá og tilkynnt er um. Nefndinni ber að kveða upp úrskurð svo fljótt sem auðið verður og ekki síðar en fjórum vikum frá því að erindi berst. Þrátt fyrir skýlaus lagafyrir- mæli gerðist það 116 sinnum á þessu átta ára tímabili að prestar þjóðkirkjunnar eða forstöðumenn trúfélaga skírðu eða gáfu börnum nöfn sem ekki voru á manna- nafnaskrá. Þetta gerðist 29 sinn- um árið 1997 en það dró úr tíðni þessara tilvika með árunum og þau voru tíu árið 2004. Í mannanafnalögum frá 1996 var notkun millinafna leyfð í fyrsta sinn hér á landi. Notkun þeirra var hlutfallslega lítil frá 1997–2004, en millinöfnum fjölg- aði eftir því sem á leið. Þau voru gefin í 1,8% tilvika 1997 en í 2,7% tilvika 2004. Flest millinöfn voru gefin árið 2000 eða í 2,9% tilvika. Þegar litið var til tímabilsins í heild var algengast að ættarnafn náins skyldmennis væri gert að millinafni, eða í 44% tilvika. Ákveðnar nafnbreytingar eru heimilaðar í mannanafnalögum, með leyfi dómsmálaráðherra. M.a. er heimilað að breyta eig- innafni og/eða millinafni, þar með að taka nafn eða nöfn til viðbótar nafni sem einstaklingur ber. Einnig að fella niður nafn/nöfn sem hann ber. Þá er heimilað að kenna feðrað barn til stjúpfor- eldris og fósturbarn til fósturfor- eldris eða að taka upp nýtt kenni- nafn. Á tímabilinu 1997–2004 var gerð 901 eiginnafnsbreyting og 1.134 breytingar á millinöfnum skráðar í þjóðskrá. Talsvert er um að óskað sé breytinga á nafnritun, án þess að um eiginlega nafnbreytingu sé að ræða. Nærri lætur að Þjóðskrá fái hátt í þrjár slíkar breytingar til afgreiðslu á hverjum vinnudegi. Málum hjá mannanafnanefnd hefur fækkað frá því sem var meðan mannanafnalögin frá 1991 voru í gildi. Eins segir í skýrsl- unni að svo virðist sem nefndin samþykki fleiri erindi nú en áður. Fréttaskýring | Skýrsla um framkvæmd mannanafnalaga sem tóku gildi 1997 Málum vegna nafna fækkar Skoða þarf hvort hægt sé að þrengja ákvæði laga um ný eiginnöfn Barn má ekki heita hvað sem er. Fylgst með framkvæmd laganna 1997—2004  Eftirlitsnefnd með manna- nafnalögum var stofnuð 1996 til að fylgjast með framkvæmd mannanafnalaga, sem tóku gildi 1. janúar 1997. Nefndin skilaði áfangaskýrslu 1997, sem þáver- andi dómsmálaráðherra kynnti á Alþingi. Hlé var gert á störfum nefndarinnar þar til vorið 2003 að nefndin var kölluð til starfa á ný. Hún skilaði nýlega loka- skýrslu um starf sitt til dóms- málaráðherra. Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is OPIÐ hús var um helgina hjá Wal- dorf-skólanum Sólstöfum, sem starf- að hefur í Reykjavík frá árinu 1994. Þar fer fram kennsla á öllum aldurs- stigum grunnskólans í litlum bekkj- ardeildum. Skólinn byggist á upp- eldis- og aðferðafræði austurríska mannspekingsins Rudolfs Steiners. Segir í frétt frá skólanum að þar sé aðallega lögð áhersla á lifandi fram- setningu og skapandi útfærslu alls námsefnis, mannrækt og vistvernd. Morgunblaðið/Golli Kynntu Waldorf-skólann Sólstafi fyrir gestum GIGTARLYFIÐ Bextra hefur verið tekið af markaði bæði í Evrópu og Bandaríkjunum, en lyfið er talið hafa sambærilegar hættulegar aukaverk- anir og Vioxx sem tekið var af mark- aði síðastliðið haust. Að auki hafa al- varleg húðviðbrögð gert vart við sig hjá notendum lyfsins. Stjórnendur lyfjafyrirtækisins Pfizer ákváðu eftir viðræður við Lyfjastofnun Evrópu og Lyfja- og matvælastofnun Banda- ríkjanna (FDA) að taka Bextra (valdecoxib) af markaði í Evrópu og Bandaríkjunum þar til að lokaniður- stöður liggja fyrir í mati á COX-2- lyfjaflokknum. Á vef Lyfjastofnunar segir að Lyfjastofnun Evrópu sé nú að meta allan COX-2-lyfjaflokkinn með tilliti til öryggis lyfjanna en frábendingar og varnaðarorð vegna áhrifa á hjarta-og æðakerfi hafi verið kynnt læknum og sjúklingum í febrúar síð- astliðnum. Alvarleg húðviðbrögð Í desember gaf Lyfjastofnun Evr- ópu út yfirlýsingu um öryggi sjúk- linga sem nýlega höfðu gengist undir kransæðahjáveituaðgerð (CABG) þar sem slík aðgerð væri frábending á notkun Bextra. Einnig var í sömu yfirlýsingu bent á alvarleg húðvið- brögð sem orðið hafði vart hjá sjúk- lingum sem höfðu notað lyf sem til- heyra COX-2-lyfjaflokknum þ.á m. Bextra. Rannsóknum á lyfinu verður haldið áfram. „Þar til Lyfjastofnun Evrópu hef- ur lokið mati sínu á COX-2-lyfja- flokknum er læknum bent á að fylgj- ast vel með sjúklingum sem nú eru í meðferð með Bextra og ekki að hefja meðferð með Bextra hjá nýjum sjúk- lingum. Sjúklingar sem taka Bextra ættu að ræða við lækninn sinn um áframhaldandi meðferð,“ segir í fréttinni. Bextra tekið af markaði vegna aukaverkana MAÐUR sem játaði að hafa stolið átta gróðurhúsalömpum í Hvera- gerði í félagi við annan mann, sagði við yfirheyrslur hjá lögreglu að hann hefði verið hvattur til innbrotsins af lánardrottni sínum og áttu lamparn- ir að ganga upp í skuld. Þetta kemur fram á vef lögreglunnar á Selfossi. Lögregla lagði hald á lampana og er skuldin því væntanlega enn óupp- gerð. Gróðurhúsalampar virðast tals- vert eftirsóttir af undirheimamönn- um. Áhugi þeirra skýrist af því að þeir sem taka þá ófrjálsri hendi nota þá til að rækta kanabisplöntur. Á fimmtudag var aftur brotist inn í gróðurhús í Hveragerði og þaðan stolið þremur lömpum. Það mál er enn í rannsókn. Stal jakka úr Sundhöllinni Á laugardag var jakka stolið úr Sundhöll Selfoss. Skömmu síðar fannst jakkinn á veitingahúsi á Sel- fossi og hafði þá GSM-sími og debet- kort verið tekið úr honum. Síðar sama dag kom í ljós að búið var að taka út á kortið á tveimur stöðum á Selfossi. Lögreglan á Selfossi fékk vísbendingar um hver þarna var að verki og verður hann kallaður til yfirheyrslu. Stal lömpum upp í skuld

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.