Morgunblaðið - 12.04.2005, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 12.04.2005, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 12. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR GNÚPUR GK 11 kom í land í Grindavík í lok síðustu viku með góð- an afla. Heildarafli veiðiferðarinnar var 815 tonn, en þar af voru 240 tonn karfi, 230 tonn ýsa, 140 tonn þorsk- ur. Heildarverðmæti aflans eru rúm 101 milljón og stóð veiðiferðin í 33 daga. Skipstjóri á Gnúp GK er Gylfi Kjartansson. Gylfi segir á heimasíðu Þorbjarn- ar Fiskaness, að aflabrögð frá ára- mótum hafi verið einstaklega góð, mjög góð veiði hefur verið í öllum tegundum en þó sérstaklega í ýsu. Þetta sé bara með því besta í fjölda- mörg ár. Fiskurinn sé bæði vænn og vel á sig kominn. Það geri alla vinnslu um borð mun fljótlegri og þarf af leiðandi séu afurðirnar betri og verðmætari. Í þessari veiðiferð hafi verið byrj- að á Reykjanesgrunni og síðan far- inn hringurinn á Eldeyjarbanka, Melsek, Látragrunni og endað á Reykjanestánni. Aflinn í þessari veiðiferð hafi verið samtals um 18.500 ks að verðmæti liðlega 101 milljón, þrátt fyrir hrikalega lágt gengi gjaldmiðla því allar afurðir séu jú seldar í erlendum gjaldmiðlum. „Það hefði verið gaman að fá svona veiði ef dollarinn hefði verði í 80 kr. eða í 110 eins og þegar hann var hvað dýrastur.“ Gylfi fór aftur til veiða í gær eftir helgarferð með áhöfninni til Kaup- mannahafnar og sagði að þá mundu menn meta hvort eitthvað væri um að vera í úthafskarfanum, en útlitið í þeim efnum er ekki gott. Það hefur verið ákveðin 37% skerðing á kvót- anum þrátt fyrir að aðrar þjóðir sem þessar veiðar stunda hafi ekki sam- þykkt þá skerðingu. „Mér finnst líka ótækt að við þurf- um að taka helming okkar kvóta fyr- ir utan 240 mílur á sama tíma og er- lend skip eru að veiða við 200 mílna línuna. Þetta fyrirkomulag veldur okkur ýmiskonar vandræðum við að ná okkar kvóta og er heilmikill kostnaðarauki fyrir útgerðina. Mér finnst að gera þurfi bragarbót á slík- um ákvarðanatökum af hálfu hins opinbera,“ segir Gylfi á heimasíð- unni. Góður túr hjá Gnúpnum Mjög góð veiði hefur verið í öllum tegundum en þó sérstaklega í ýsu FERÐIR skólaskipsins Drafnar eru hafnar. Verkefnið verður starfrækt í um 30 daga á árinu 2005 og verða farnar 2–3 ferðir á dag – flestar frá Reykjavík, en einnig er stefnt að því að skipið fari hringferð um landið í nóv- ember. Sjóferðirnar eru ætlaðar nemendum 9. og 10. bekkja grunn- skóla og er markmið verkefnisins að veita þeim tækifæri til að fara í ferð með fullbúnu veiðiskipi og kynnast margvíslegum störfum um borð, siglingatækjum, veið- arfærum, rannsóknum á hafinu og lífríki þess og síðast en ekki síst sjávarlífverum og líffræði þeirra. Rekstur skólaskipsins Drafnar hófst árið 1998, á ári hafsins. Verkefnið er unnið í samstarfi sjávarútvegsráðuneytis, sem fjár- magnar verkefnið, Fiskifélags Ís- lands sem kynnir verkefnið og skipuleggur ferðir og Hafrann- sóknastofnunarinnar sem sér um fræðslu um borð. Þá er verkefnið einnig styrkt með beinni fjárveit- ingu af fjárlögum. Dröfn RE 35 var áður rannsóknaskip í eigu Hafrannsóknastofnunarinnar, en á dögunum var samið við nýja eig- endur um leigu á skipinu og að- komu skipstjóra og áhafnar að verkefninu. Skólaskipið Dröfn hef- ur notið mikilla vinsælda frá því verkefnið hófst og hafa nemendur sýnt lífríki hafsins og vinnunni um borð mikinn áhuga. Morgunblaðið/Muggur Á sjó Áhugasamir nemendur um borð í skólaskipinu Dröfn. Skólaskipið siglir á ný SAMHERJI hf. hefur gengið frá sölu- samningi á Margréti EA við útgerð- arfyrirtæki í Montevideo í Úrúgvæ. Samningurinn er með fyrirvara um skoðun kaupanda á botni skipsins. Gera má ráð fyrir, ef botnskoðun stenst, að skipið sigli frá Akureyri í næstu viku og að siglingin til Úrúgvæ taki um 30 daga. Margrét seld ÚR VERINU SIGRÍÐUR Anna Þórðardóttir um- hverfisráðherra er í fararbroddi ís- lenskrar viðskiptasendinefndar sem stödd er í Slóvakíu. Ellefu íslensk fyrirtæki í ýmsum geirum, þar á meðal fyrirtæki á sviði umhverfis- mála, svo sem jarðhita og endur- vinnslu, tóku þátt í ferðinni. Ferð viðskiptasendinefndarinnar er farin í tengslum við opinbera heimsókn um- hverfisráðherra, sem átti í gær fund með umhverfisráðherra Slóvakíu. Skipulagning og undirbúningur ferðarinnar var í höndum Útflutn- ingsráðs og var tilgangurinn að afla nýrra viðskiptatækifæra með því að kynna og markaðssetja íslenska tækni og þjónustu og að auki við- halda eldri viðskiptasamböndum. Á ráðstefnu viðskiptasendinefnd- arinnar flutti umhverfisráðherra ávarp um viðskipti Íslands og Slóv- akíu. Hún sagði þar meðal annars að ekki ætti að líta svo á að umhverf- ismál stæðu hagvexti fyrir þrifum. Ánægjulegt væri að sjá að nokkur ís- lensk fyrirtæki í þessari heimsókn störfuðu á sviði umhverfisvænnar tækni, jarðvarma og endurvinnslu. Samkvæmt upplýsingum frá Út- flutningsráði ávarpaði Laszló Mikl- ós, umhverfisráðherra Slóvakíu, einnig ráðstefnuna og sagði Íslend- inga leiðandi í nýtingu jarðvarma og sú þekking gæti nýst Slóvakíu. Ráð- herrann sýndi endurvinnslu einnig áhuga, en fyrirtæki á báðum þessum sviðum eiga fulltrúa í viðskiptasendi- nefndinni. Ráðherrann, sem kom í opinbera heimsókn til Íslands sl. haust og kynntist þá slíkri starfsemi, átti sérstakan fund með fulltrúum fyrirtækja í endurvinnslu og jarð- hitatækni að lokinni ráðstefnu við- skiptasendinefndarinnar í Brat- islava. Sigríður Anna átti í gær fund með Miklós en fundurinn var hluti af op- inberri heimsókn umhverfisráðherra til Slóvakíu. Ráðherrarnir ræddu meðal annars um endurnýjanlega orku og loftslagsbreytingar, nátt- úruvernd og vistvæna ferðaþjónustu og aðgerðir til að draga úr losun hættulegra efna í umhverfið. Umhverfisráðherra mun í ferð sinni í Slóvakíu m.a. kynna sér tvö verkefni á sviði jarðhitanýtingar sem íslensk fyrirtæki koma að, í borgun- um Galanta og Kosice. Umhverfisráðherra fer fyrir íslenskri viðskiptasendinefnd í Slóvakíu Umhverfismál standa hagvexti ekki fyrir þrifum László Miklós, umhverfisráðherra Slóvakíu, Sigríður Anna Þórðardóttir og Sveinn Björnsson sendiherra á viðskiptaráðstefnunni. ALLAR líkur eru á því samstarfi tíu borga í Evrópu um forvarnir gegn fíkniefnaneyslu ungmenna verði stýrt frá Íslandi, segir Dagur B. Eggertsson, borgarfulltrúi og fulltrúi í stjórn ECAD, Evrópskra borga gegn eiturlyfjum. Samstarfið mun m.a. byggjast á verkefninu Ís- land án eiturlyfja, sem Reykjavíkur- borg setti af stað árið 1997. Í því var m.a. lögð áhersla á að grasrótin tæki þátt í forvarnastarfinu, s.s. foreldr- ar, skólar og fleiri. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, verður sérstakur verndari evrópska verk- efnisins. Dagur gerir ráð fyrir því að verk- efnið verði samþykkt á fundi borg- arstjóra í Evrópu sem halda á í Ósló í lok maímánaðar. Jafnframt verði samþykkt nákvæm verkefnislýsing. Undirbúningsfundur verkefnisins var haldinn í Reykjavík fyrir helgi. Dagur segir að sá fundur hafi gengið gríðarlega vel. Fulltrúar margra borga hafi lýst áhuga á að taka þátt í verkefninu. Meðal þeirra borga eru Ósló, Stokkhólmur, Helsinki, Düss- eldorf, Varsjá og St. Pétursborg. Evrópsku forvarnaverk- efni stýrt frá Íslandi FORSÆTISRÁÐUNEYTIÐ greiddi Eiríki Tómassyni, lagapró- fessor við Háskóla Íslands, samtals 74.700 krónur fyrir lögfræðiálit sem hann vann fyrir ráðuneytið um lög- mæti ákvörðunar um að styðja taf- arlausa afvopnun Íraks. Þetta kemur fram í skriflegu svari forsætisráðherra, Halldórs Ás- grímssonar, við fyrirspurn Sigurjóns Þórðarsonar, þingmanns Frjáls- lynda flokksins. Svarinu hefur verið dreift á Alþingi. Eiríkur Tómasson komst að þeirri niðurstöðu að ekki væri um meiri- háttar ákvörðun að ræða og að ekki hafi verið nauðsynlegt að fá sam- þykki utanríkismálanefndar áður en hún var tekin. Stjórnarandstaðan hefur gagnrýnt ákvörðunina harð- lega. Þóknunin nam 74.700 ♦♦♦ KOLMUNNAVEIÐI íslenzkra fiski- skipa fer hægt af stað. Þau hafa aðeins aflað tæplega 10.000 tonn, en veiðin hef- ur að undanförnu verið innan lögsögu Færeyja. Erlend kolmunnaskip hafa leitað til Íslands til að landa afla sínum. Þau hafa alls landað ríflega 66.000 tonnum hér- lendis og því hafa íslenzku verksmiðj- urnar tekið á móti um 76.000 tonnum. Síldarvinnslan á Seyðisfirði hefur tekið á móti mestum afla, ríflega 19.000 tonn- um. Ísfélag Vestmannaeyja hefur tekið á móti 14.800 tonnum og Loðnuvinnslan á Fáskrúðsfirði er með 14.200 tonn. Næst kemur Síldarvinnslan í Neskaup- stað með 9.700 tonn, Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum er með 6.600 tonn, Fabrikkan á Djúpavogi með 6.400 tonn og Eskja á Eskifirði er með 5.400 tonn. Kolmunninn kemur í land ♦♦♦ Úr verinu  Sérblað um sjávarútveg á miðvikudögum á morgun

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.