Morgunblaðið - 12.04.2005, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 12.04.2005, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. APRÍL 2005 27 maður átján itt ár.“ ason í r skipu- etta námi og fé- ur Það lja fögum. fall liðka g að kólana. gar fólk da nám- ái að safna alda og mjög m að a í raun- Sveins- sborg- lögum liggi ers kon- grunn- námið þau n. þetta ekið við mála og in afar ina sem yrsta slíf á u for- ds- mu braut er á og meig- tytta agsleg tillit til skoðana þeirra og hagsmuna dentsprófs Sæberg og Morgunblaðið/Árni Sæberg Framhaldsskólastigið er það skólastig þar sem fer að reyna á sjálfstæð vinnubrögð og fé- lagshæfni einstaklinga í meira mæli. Fólk úr ólíkum áttum kynnist vegna svipaðra lífs- viðhorfa og áhugasviða. - Morgunblaðið/Árni Sæberg „Af hverju að gera alla skólana eins?“ spyrja Sigrún Bjarnadóttir og Anna Samúelsdóttir en þær telja frelsi það sem ríkir nú til vals á leiðum að stúdentsprófi duga þeim vel sem á annað borð vilja ljúka fyrr námi. Morgunblaðið/Árni Sæberg „Fólk hittist sem er á sömu braut í lífinu og á sér sameiginlega stefnu, fólk á svipuðu plani.“ Helga Rut og Þorsteinn Skúli telja gríðarlega mikilvægt að sá námstími sem nemendur eru á eigin forsendum sé ekki skertur. VERKEFNISSTJÓRN um styttingu námstíma gerði í skýrslu sinni til menntamálaráðuneyt- isins tillögur um styttingu á námi til stúdentsprófs í framhaldsskólum. Þessar tillögur gera ráð fyrir um 20% fækkun kennslustunda og minnkandi vægis valfaga. Forsendur styttingar náms eru skv. skýrslunni m.a. þær að í nágrannalöndum Íslands séu nemendur tilbúnir til háskólanáms um 18 ára aldurinn. Einnig beri að líta til þess að sérhæft nám færist nú í auknum mæli yfir á háskólastig hér á landi sem annars staðar. Með því að stytta framhaldsskólanám megi flýta því að nemendur geti tekist á við markvissan starfs- undirbúning á háskólastigi. Samkvæmt tillögum verkefnisstjórnar verður prófadögum í framhaldsskóla fækkað um 5 á ári eða 2,5 á önn, og þeir dagar nýttir til kennslu í staðinn. Prófadagar yrðu þannig há- mark 25 dagar á ári í stað 30 daga núna. Þá verður skólaár framhaldsskólans lengt um 5 kennsludaga. Þessi breyting, ásamt breytingu á prófatíma, þýðir að kennsludagar á ári verða þá alls 155 í stað 145 núna og skólaárið 180 dagar í stað 175. Klukkustundum sem varið er til kennslu stúdentsnáms verði fækkað úr 2.707 í 2.170. Þetta þýðir fækkun upp á 537 klukkustundir, eða um 20% frá því sem nú er. Fækkun klukkustunda kallar á endurskoðun námskrár til stúdentsnáms þar sem haft skuli að leiðarljósi að draga úr sérhæfingu, þ.e.a.s. vali nemenda. Þá þarf að kanna nýtingu kennslutíma í grunnskóla og möguleika á að auka hlutfall kjarnagreina á kostnað valgreina í efstu bekkjum. Kjarninn vex en valið minnkar F innar standa okkur langt framar í kennaramenntun,“ segir í stuttri skýrslu sem Ragnar tók saman eftir að hann heimsótti finnska skóla í mars sl. ásamt þeim Þresti Guðmundssyni, aðstoðarskóla- stjóra Garðaskóla og Ögmundi Gunnarssyni, fagstjóra og kennara. Heimsóttu þeir sam- starfsskóla Garðaskóla í Finnlandi og sóttu einnig þriggja daga ráðstefnu Fræðsluráðs Finnlands og Háskólans í Helsinki um góðan árangur Finna í PISA-2003 rannsókninni. Ragnar bendir á að frá 1974 hafi Finnar gert strangar kröfur um menntun kennara. „Leikskólakennarar verða að hafa lokið „Bachelor“- námi úr háskóla. Til þess að kenna í forskóla og upp í 6. bekk (12 ára nem- endur) þarf viðkomandi að hafa masters- gráðu auk tveggja valgreina,“ segir í skýrsl- unni. Ragnar segir kennara, sem vilja kenna eldri en 12 ára börnum, verða að hafa lág- marki tvær meistaragráður til þess að geta kennt á unglingastigi. Þar liggi einn grund- vallarmunur á finnsku og íslensku mennta- kerfi. Þetta m.a. útskýri góðan árangur finnskra nemenda í PISA-2003 rannsókninni sem hef- ur vakið mikla athygli. Finnsk börn voru með einna bestan árangur allra þátttökuþjóða. Eiga margt sameiginlegt Ragnar bendir á að ljóst sé að Íslendingar og Finnar eigi margt sameiginlegt fyrir utan norrænan uppruna. Í könnun OECD komi berlega í ljós að þjóðirnar séu afar samstæð- ar þar sem minnstur munur sé á þjóðfélags- hópum, félagslega og efnhagslega. Að auki sé langminnstur munur á milli árangurs hæstu og lægstu skóla í þessum tveimur þjóðfélög- um. Ragnar telur Íslendinga geta mikið lært af Finnum hvað kennslu og skólastarf varðar. „Þeir leggja mikla áherslu á sjálfstæði kenn- ara,“ segir Ragnar og bætir því við að þeir finnsku skólamenn sem hann hafi rætt við telji sjálfstæðið vera lykilatriði í velgengni sinni. Þeir hafi síðasta orðið um val á kennslu- efni, yfirferð námsefnis, framsetningu verk- efna, um kennsluaðferðir og skipulagningu heimanáms. Allt innan marka aðalnámskrár. Ragnar bendir á að ólíkt Finnum standi Ís- lendingar einna verst í faggreinum kennara. Skortur sé á sérmenntuðum faggreinakenn- urum í efri bekkjum grunnskóla, einkum í náttúrufræði og raungreinum. Hann telur Ís- lendinga geta eflt kennaramenntun, lengt grunnnám og gefið starfandi kennurum rýmri tækifæri til símenntunar. Auk þess bendir hann á aðbúnaður barna í finnskum skólum sé betri en hérlendis. Þar fái t.d. öll skólabörn frá 6-18 ára aldurs ókeypis skólamáltíðir, en skólinn er ókeypis á alla lund. Hérlendis greiði foreldrar háar fjárhæðir fyrir skólamáltíðir. Hann segir að þrátt fyrir miklar og jákvæðar breytingar í þessum málum njóti ekki allir nemendur þeirra hlunninda að borða reglulega hollan og góðan mat. „Ég tel að ef nemendur almennt borðuðu staðgóðan morgunverð heima hjá sér og síðan staðgóða máltíð í skólanum mundi það auðvelda þeim að stunda réttar lífsvenjur,“ segir Ragnar. Rólyndi yfir finnskum börnum „Það sem mér þykir einna áhugaverðast er að þjóðfélagið gerir frá grunni ráð fyrir að börnin hafi ákveðið rólyndi,“ segir Ragnar. Hann bendir á að mæður í Finnlandi geta verið heima með börnin fram að þriggja ára aldri og haldið vinnunni sinni. Síðan fari börn- in í leikskóla og þurfi svo ekki að byrja í grunnskóla fyrr en sjö ára gömul. Þar á und- an sé forskóli fyrir sex ára gömul börn í fjóra tíma á dag, en það er ekki skylda. Barni sé jafnvel seinkað ef ljóst þyki að það hafi ekki náð skólaþroska. „Við erum í miðri um- ræðunni núna að fara hraða öllu og koma fimm ára börnum í skóla með þeim fyrirsjá- anlegu afleiðingum að þeir krakkar sem ekki hafa skólaþroska missa móðinn, einkum drengir,“ segir Ragnar og kveðst hafa áhyggjur af því. Ragnar bendir á margt fleira sem hann tel- ur vera til fyrirmyndar í finnskum skólum. Þar eru kennsludagarnir styttri, faggreina- kennarar hafa lægri kennsluskyldu sem veit- ir þeim aukinn undirbúningstíma, skóladag- arnir eru fleiri, skólaárinu skipt í lotur, sérkennsla markviss og engin samræmd próf, svo dæmi séu tekin. Ragnar segir vinnu- álag á finnska nemendur vera minna dag hvern. Hver kennslustund sé að vísu ívið lengri en hérlendis eða 45 mínútur en svo sé 15 mínútna hlé á milli. Hann segir tvöfaldar kennslustundir ekki tíðkast nema í list- og verkgreinum. Hann veltir því fyrir sér hvort íslenskir skólar sjái ekki sóknarfæri í því að leggja niður 80 mínútna kennslulotur og hvort vinnudagur íslenskra nemenda, a.m.k. þeirra yngri, sé ekki einfaldlega of langur. Kennsluárið í Finnlandi er 10 dögum lengra en hér á landi að sögn Ragnars. Finn- ar þjappa kennslunni nær jólum og páskum en ná engu að síður að bjóða upp á vetrar- leyfi. Auk þess skipta Finnar skólaárinu upp í fimm lotur sem hver er 6-7 vikna löng. Ragn- ar segir að hér á landi geti lotur verið mun lengri en það ráðist af því hvernig skóladaga- tal sé sett upp. Hann segist hafa komist að því að kennarar skipi ákveðinn virðingarsess í finnsku þjóð- félagi. „Það er eftirsóknarvert að vera kenn- ari,“ segir hann og bætir því við að aðeins um fjórðungur umsækjenda um kennaranám fái skólavist á ári hverju, sem segi sína sögu. Hann bendir á að Finnar geri nú tilraunir með forprófun á þeim sem sækja um kenn- aranám. Markmiðið sé að leiða þá sem best hæfa í kennarastarfið, sem Finnar telji að eigi eingöngu að vera skipað þeim sem ætla að gera það að ævistarfi. Vandi íslenska skólakerfisins Ragnar segir yfirvöld í Finnlandi ekki skipta sér af sjálfsmati og innra gæðamati grunnskóla. Slíkt sé alfarið í höndum hvers skóla fyrir sig. Í öllum skólum sé foreldraráð sem meðal annars samþykkir ráðningu kenn- ara sem skólastjóri mælir með, námskrána og tillögur skólastjóra um ráðstöfun fjárveit- inga. Ragnar segir hugsanlegt að hluti vanda ís- lenska skólakerfisins liggi ekki í öðru en að allir sem að því standa megi taka til í sínum ranni og sýna skólakerfinu þá virðingu og traust sem því ber. „Ekki síst mega ráða- menn, alþingismenn og forsvarsmenn for- eldrasamtaka taka sig á. Þaðan fær þjóðin oft á tíðum með hjálp ógagnrýnna fjölmiðla skilaboð sem ekki bera vott um virðingu fyrir því starfi sem unnið er í grunnskólum okkar. Þá verða ráðamenn að endurskoða viðhorf til „lausna“ sem boða aukna miðstýringu (eftirlit með sjálfsmati, samræmd próf),“ segir í loka- orðum skýrslunnar. Ragnar segir ljóst að Íslendingar geti mik- ið lært af Finnum. Þeir reki agað skólakerfi sem virðing sé borin fyrir. Síðast en ekki síst hafi nemendur þessa skólakerfis sýnt og sannað að kerfið nái tilsettum árangri. Sjálfstæði kenn- ara lykilatriði í velgengni þeirra Íslendingar geta mikið lært mikið af Finnum þegar kemur að skólamálum segir Ragnar Gíslason, skólastjóri í Garðaskóla í Garðabæ. Jón Pétur Jónsson ræddi við Ragnar og kynnti sér hvernig efla mætti skólastarfið hérlendis með hliðsjón af því sem gerist í Finnlandi. jonpetur@mbl.is Ragnar segir aðbúnað barna í finnskum skólum betri en hérlendis, börnin fái t.d. ókeypis máltíðir í skólanum til 18 ára aldurs.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.