Morgunblaðið - 12.04.2005, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 12.04.2005, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. APRÍL 2005 43 MENNING ÞAÐ ER ekkert lát á nýjum sýning- arstöðum finnst manni þessa dagana og frábær bjartsýni og starfsgleði í gangi í myndlistinni. Auk þessa er vegleg listahátíð framundan með fjölbreyttri dagskrá og myndlistina í forgrunni, fjölbreyttar sýningar um land allt, þetta er sannarlega frjó- samt ár og um að gera að njóta þess og nýta sér það. Gallery Terpentine er nýtt gallerí í bænum, alvöru gall- erí sem stendur undir nafni. Hér er komin kærkomin viðbót við i8 og Gallerí Fold sem hvort um sig hafa sína stefnu. Við fyrstu sýn virðist að- aláherslan hjá Gallery Terpentine vera á málaralistina en þó má líka sjá skúlptúra í kjallaranum þar sem nokkur fjöldi verka er til sýnis og sölu. Nafnið dregur hugann óhjá- kvæmilega að olíulitum og því sem er þeim meðfylgjandi. Húsakynnin við Ingólfsstræti 5 bjóða upp á góða möguleika, björt og rúmgóð, inn af sýningarrými er myndbandsrými og einnig rými þar sem forvörður starf- ar við viðgerðir verka. Já, þetta er flott viðbót við sýningarsali bæjarins og eykur á aðgengi almennings að samtímalist til sölu. Það er Halldór Ásgeirsson sem er annar í röðinni með sýningu hjá Gallery Terpentine, en Halldór er kunnur af verkum sínum unnum m.a. með bráðnu hrauni og með ýmsum gerðum af letri og táknum. Hann sýnir hér nokkurn fjölda verka unnin í ýmis efni. Fyrsta verk- ið sem við blasir er vatnsker þar sem hraunmolar hafa storknað og mynda fjölbreytileg form. Röð af hvítum diskum með svörtum táknum, unn- um með hraunglerungi. Stórar reyk- myndir eru unnar á ekki ósvipaðan hátt, listamaðurinn strekkir stórt klæði lárétt og skríður svo undir með kerti og teiknar með sótinu líf- rænt mynstur. Lífræn form skapast einnig þegar litur er látinn drjúpa í vatn í keri á myndvarpa, á veggnum lifnar myndin við og litur, ljós og vatn vinna saman. Tákn stafrófa heimsins eru síðan notuð til að skapa litríkt mynstur á hringlaga vegg- mynd. Halldór vinnur þannig aug- ljóslega og markvisst með samspil tilviljunar og táknmynda, lífrænt ferli og vitsmunalegt. Vinna hans er að vissu marki í anda stefna og strauma á öldinni sem leið. Notkun tákna í verkum hans minnir dálítið á Lettrismann frá því um miðja síð- ustu öld, en sú stefna, með Isidore Isou sem forsprakka, notaði ímynd leturs til að þekja verk sín á fjöl- breyttan hátt, verkin voru oft þrívíð, leturímynd þakti yfirborð t.d. ljós- mynda eða hluta. Leturímynd því ekki var notað raunverulegt, læsi- legt letur heldur leitast við að sýna fram á útlitslega hlið leturs og möguleikum leturs til að skapa merkingu var vantreyst. Einnig var áherslan á líkamstjáningu tekin fram yfir tæknilegar aðferðir mynd- sköpunar. Líkamstjáningin var líka í forgrunni hjá listamönnum á borð við Henri Michaux sem notuðu td. austurlenskt letur sem áhrifavald í verkum sínum og auðvitað hjá ex- pressionistum eins og Jackson Pollock sem einnig notaði ólæsileg leturtákn í upphafi ferils síns. Það er helst að list Halldórs mæti stefnum sem þessum í líkamstjáningunni í reykmyndunum og í krafti tilvilj- unarinnar í vatnslitamyndunum í kerinu og í storknun hraunmolanna. Halldór vinnur síðan á annan hátt með tákn þau sem hann notar, en hann notar raunverulegt letur, þó varla læsilegt nema þeim sem kann fleiri tungumál en flestir. Þetta sam- spil hins læsilega og óskiljanlega er áhugavert. Þannig verður táknmál Halldórs sem listamanns, hið raun- verulega „letur“ sem notað er til að vinna verkin, táknmál sem byggist á líkamlegri upplifun, tengingu við öfl náttúrunnar og vitrænum skilningi áhorfandans sem hluta af ákveðnu menningarsamfélagi. Lifandi vatns- litamyndirnar gæða sýninguna lífi í samræmi við vinnu Halldórs að öðru leyti og þær gera áhorfandanum mögulegt að upplifa hið skapandi augnablik af eigin raun. Morgunblaðið/Golli Frá sýningu Halldórs Ásgeirssonar í Gallery Terpentine. Skapandi augnablik MYNDLIST Gallery Terpentine, Ingólfsstræti 5 Til 15. apríl. Opið mánudaga til föstu- daga kl. 10–18 og 11–16 um helgar. Blönduð tækni, Halldór Ásgeirsson Ragna Sigurðardóttir ÞAÐ VAR vel mætt í FÍH-salinn þegar boðið var upp á íslensk dægurlög og tónlist eftir Kurt Weill og þarf engan að undra. Er ég hlustaði á þessa tónlist kom mér í huga grein eftir Jónas Sen í Lesbók Mbl. 2. þ.m. Þar velti höf- undur fyrir sér spurningunni um hvort ný tónlist væri leiðinleg, en Gísli Marteinn hafði afgreitt all- flest nútímatónskáld sér og öðru venjulegu fólki óskiljanleg í viðtali við Atla Heimi skömmu áður. Vanti laglínu í tónlist, söguþráð í skáldverk eða þekkjanlegan hlut í málverk hefur slíkt jafnan verið dæmt óskiljanlegt af gíslum allra tíma, sem hafa þá sjaldnast nennt að hlusta, lesa eða horfa á það sem fyrir þarf að hafa. Kannski er það ekki nema eðlilegt að gíslarnir nái ekki tónmáli seríalismans frekar en Jónas, hámenntaður tónlist- armaður, seið samasöngs Mari Boine sbr. umsögn hans um tón- leika hennar í Salnum í fyrra. Það sem honum fannst tilbreyting- arlaust söngl fannst mér marg- brotin túlkun tilfinninga. Það er nefnilega rétt sem Jónas segir að „rétt eins og börn þurfa að heyra nýtt mál talað í ákveðinn tíma til að læra það þarf að heyra nútíma- tónlist oftar en einu sinni. Sama gildir um flesta aðra tónlist“. En það var ekki rétt í grein Jónasar að „djassinn og önnur dæg- urtónlist hafi náð til fjöldans“. Djass er ekki dægurtónlist og hef- ur ekki náð til fjöldans eftir að heimsstyrjöldinni síðari lauk. Aft- ur á móti hefur tónlistin sem fimmmenningarnir fluttu í FÍH- salnum náð til fjöldans, söng- leikjalög Kurts Weills sem og ís- lensku dægurlögin. Þau íslensku runnu inn um annað eyrað og út um hitt og ekki hefðu þau borið uppi tónleika án Kurt Weill- tónsmíðanna. Þarna mátti heyra tangóa eftir Þóri Jónsson fiðlara, sem stjórnaði fyrstu alíslensku djasssveitinni á árunum áður en djassinn varð listtónlist, og Bjarna Böðvarsson. Fyrsta lag Guð- mundar Ingólfssonar píanista við ljóð móður hans Fríðu Sæmunds- dóttur, Ástaróð eftir Árna Ísleifs og Augun þín eftir Skúla Hall- dórsson sem hann taldi að útlensk- ir hefðu samið Dóminó upp úr. Þessi lög voru vel flutt þótt dálítið skorti á sveifluna í Ástaróðnum og ótrúlegt var að heyra hversu lit- laus Vorblómin anga hafa verið í hinni skrifuðu gerð miðað við túlk- un Guðmundar á laginu eftir að hann náði fullum listamanns- þroska. Fyrri hluti tónleikanna var helg- aður tónlist Kurts Weills og kenndi þar margra grasa. Buddy on the nightshift var upphafslagið, en þar skorti á sveiflugleðina hjá söngkonunum. Aftur á móti sungu þær Speak low einkar fallega sam- an og September song var einnig ágætlega túlkað. Bæði þessi lög eru löngu orðin klassík í djass- inum í túlkun helstu söngvara hans. Jóhanna söng með brecht- ískum stæl Surabaya-Johnny en hápunktur tónleikanna var túlkun Signýjar á tveimur Weill-söngvum sem ég hefi aldrei heyrt áður: Complainte de la Seine og Je ne t’aime pas við ljóð Maurice Magre. Henni tókst frábærlega að túlka sorg og óhugnað ljóðanna. Semsagt: Listamennirnir skil- uðu sínu með ágætum en dæg- urlagahluti tónleikanna sannaði að slík tónlist er ekki samin til að hlusta á í tónleikasal. TÓNLIST Salur FÍH Signý Sæmundsdóttir sópran, Jóhanna V. Þórhallsdóttir alt, Hjörleifur Valsson fiðlu, Gunnar Hrafnsson bassa og Bjarni Þór Jónatansson píanó. Laugardaginn 9.4. Íslensk dægurlög Signý Sæmundsdóttir Jóhanna V. Þórhallsdóttir Vernharður Linnet              Ingólfur G. Gissurarson, logg. fast. www.valholl.is Opið virka daga frá kl. 9-17:30. Sími 588 4477 Falleg 90 fm íbúð á jarðhæð/ kjallara í góðu steinhúsi. Sérinngangur. Frábær staðsetn- ing. Góður suðurgarður með timburpalli. Verð 15,9 millj. Allir velkomnir. Hraunteigur 20 - Opið hús kl. 17-21 „TÓNLISTIN er frá hjarta Mið- Evrópu – hljómfallið dansandi villt og laglínurnar tregablandnar. Tón- skáldin koma frá Slóvakíu, Ung- verjalandi, Rúmeníu og Tékklandi. Þau voru uppi á tímum þjóðlegrar vakningar og sóttu innblástur í fjölbreytta alþýðutónlist landa sinna.“ Þessi orð mátti lesa á heimasíðu Salarins í Kópavogi og voru um verkin sem Bryndís Halla Gylfadóttir sellóleikari og Edda Erlendsdóttir píanóleikari fluttu á tónleikum á sunnudaginn var. Þetta voru útgáfutónleikar í tilefni nýs geisladisks með sömu dagskrá og fengu áheyrendur fyrst að hlýða á forkunnarfagra tónsmíð eftir Leos Janacek, Ævintýri. Bara þessi tónlist – og sérstaklega síð- asti kaflinn – gerir diskinn þess virði að eignast hann. Síðasti kafl- inn er leikinn aftur og aftur í kvik- myndinni Óbærilegur léttleiki til- verunnar; hann er svo fallegur að orð fá því ekki lýst. Þær Bryndís og Edda spiluðu hana einstaklega vel; hver einasti tónn sellóleik- arans var markviss og alls konar litbrigði píanóraddarinnar voru smekklega útfærð. Svipaða sögu er að segja um annað á efnisskránni, Sónata nr. 2 op. 26 eftir Enescu var prýðilega flutt, dramatískar andstæður tón- listarinnar voru settar fram á sannfærandi máta. Tæknileg atriði voru á hreinu, t.d. var samspilið nákvæmt og styrkleikjafnvægið eins og það átti að vera. Kodaly sónatan op. 4 var líka glæsileg, full af alls konar tilfinningum og Til- brigði Martinus við slóvneskt stef voru margbrotin, stígandin í túlk- uninni snilldarlega byggð upp og hápunktarnir glæsilegir. Þetta voru frábærir tónleikar; geisla- diskurinn hlýtur að vera skemmti- legur! TÓNLIST Salurinn í Kópavogi Bryndís Halla Gylfadóttir sellóleikari og Edda Erlendsdóttir píanóleikari fluttu tónsmíðar eftir Janacek, Enescu, Kodálý og Martinu. Sunnudagur 10. apríl. Kammertónleikar Edda Erlendsdóttir Bryndís Halla Gylfadóttir Jónas Sen Falleg tónlist

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.