Morgunblaðið - 12.04.2005, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 12.04.2005, Blaðsíða 18
Hólmavík | Nemendur úr grunnskólunum á Hólmavík og Drangsnesi og leikskólanum á Hólmavík fjölmenntu á tónleika hjá hljómsveitinni Hundi í óskil- um og skemmtu sér konung- lega. Hjörleifur Hjartarson og Eiríkur Steffensen eru þekktir fyrir skemmtilega sviðs- framkomu. Þeir sungu meðal annars í gegnum nælon- sokkabuxur en það reyndist svo erfitt að ekki var hægt að taka nema eitt með því laginu. Tónleikarnir eru liður í verk- efninu Tónlist fyrir alla. Hljóm- sveitin hélt einnig tónleika í Súðavík og á fleiri stöðum. Morgunblaðið/Kristín Sigurrós Einarsdóttir Sungið í gegnum nælonsokk Tónlist Akureyri | Suðurnes | Austurland | Landið Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Brjánn Jónasson, brjann@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri Margrét Þóra Þórsdóttir, maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, aust- urland@mbl.is, sími 669-1115. Árborgarsvæðið og Landið Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310 og Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund frett@mbl.is Ákveðið hefur verið að boða til opnunar Sjóminjasafnsins í Ósvör á þessu sumri á sumardaginn fyrsta, 21. apríl nk. Þá verð- ur m.a formlega tekið í notkun þjónustu- hús við safnið sem auk þess er ætlað að vera einskonar upplýsingastofa fyrir ferðamenn. Í Ósvör við Bolungarvík var árið 1988 endurreist forn verstöð og haf- inn rekstur á sjóminjasafni þar sem allt er sem líkast því sem var á tímum áraskip- anna í gamla daga. Safnið í Ósvör hefur allt frá því að starfsemi þess hófst vakið athygli ferðamanna auk þess sem það hef- ur vakið athygli í erlendum ferðaritum. Á sl. ári urðu þáttaskil í starfsemi safnsins þar sem Geir Guðmundsson sem gegnt hafði starfi safnvarðar frá upphafi þess lét af störfum. Geir sem ávallt tók á móti gestum í Ósvör íklæddur sjóklæðum fyrri alda, gaf safninu líf sem skóp því þá sterku mynd sem vakið hefur mikla athygli og vinsældir, ekki síst meðal erlendra ferða- manna. Í stað Geirs hefur Finnbogi Bernódusson verið ráðinn safnvörður.    Sveitarstjórnarmönnum er vandi á höndum þegar þeim er ætlað að úthluta verðmætum, þetta er meirihluti bæjar- stjórnar hér í bæ að reyna um þessar mundir. Í hlut Bolungarvíkurkaupstaðar kom 100 tonna byggðakvóti. Bæjarstjórn- armeirihlutinn samdi úthlutunarreglur sem samþykktar voru í bæjarstjórn í síð- asta mánuði. Minnihlutinn var með aðrar hugmyndir um úthlutun, en fékk ekki hljómgrunn. Auðvitað gerðist það að ekki urðu allir sáttir. Útgerðarmenn 15 smá- báta sendu sjávarútvegsmálaráðuneytinu hörð mótmæli þar sem þeir telja að út- gerðaraðilum sé mismunað. Ráðuneytið hefur nú óskað eftir því að bæjarstjórn geri grein fyrir afstöðu sinni til þessara mótmæla útgerðarmanna. Bæjarstjórn- armeirihlutinn vill hinsvegar fá að vita hvort einhverjir meinbugir séu á úthlut- unarreglum þeim sem ákveðið var að nota við úthlutunina. Nú er beðið eftir því hvort ráðuneytið leggi blessun sína yfir reglur bæjarstjórnar eða hvort tekið verður und- ir ábendingar útgerðarmannanna. Úr bæjarlífinu BOLUNGARVÍK EFTIR GUNNAR HALLSSON FRÉTTARITARA Ákveðið hefur veriðað stofna stuðn-ingshópinn Sunn- an 5 fyrir fólk á Suð- urnesjum sem hefur greinst með krabbamein. Stofnfundurinn verður haldinn í húsi Rauða krossins á Smiðjuvöllum 8 í Keflavík miðvikudaginn 13. apríl klukkan 17. Fram kemur í tilkynn- ingu að áhugafólk um stofnun félagsins hefur rætt um að stuðningshóp- urinn muni standa fyrir fræðslu- og rabbfundum þar sem fólk hittist og fær stuðning og styrk hvert frá öðru. Ætlunin er að félagið nái yfir sveitar- félögin fimm á Suður- nesjum, og vísar heiti þess til þess. Víða á landinu eru stað- bundnir stuðningshópar sem starfa í skjóli krabba- meinsfélaga á viðkom- andi stöðum og einnig eru starfandi landsfélög. Sunnan 5 Hátíðarguðsþjón-usta var í Hrepp-hólakirkju sl. sunnudag í tilefni þess að kirkjan hefur verið máluð að innan. Barnakór Flúðaskóla söng við at- höfnina undir stjórn Edit Molnár. Einnig sungu karlar úr kirkjukór Hrunaprestakalls. Hrepphólakirkja er annexía frá Hruna þar sem séra Eiríkur Jó- hannsson situr. Magnús Helgi Sigurðsson í Birt- ingaholti er formaður sóknarnefndar. Aðeins eru um 150 manns í Hrepphólasókn en sókn- arfólk hefur hugsað vel um kirkjuna og unnið stöðugt að endurbótum og viðhaldi. Hrepphólakirkja var byggð árið 1909 eftir að kirkja sem var byggð 1903 fauk í kirkjuveðrinu mikla 28. desember 1908. Vitað er um kirkju í Hrepphólum allt frá árinu 1377. Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson Vel hugsað um kirkjuna Davíð Hjálmar Har-aldsson var kom-inn í sumarskap þegar fór að snjóa: Svo kenjótt er vorið, það kemur og fer, það kallar og færir í stílinn og saklausa tælir, já svo fór nú hér: Ég sumardekk lét undir bílinn. Sigrún Haraldsdóttir seg- ist þó halda að vorið komi að lokum: Þó að vetrarveðrin ströng vorsins tefji ljóma. Heyri ég fagran fuglasöng í fjarlægðinni hljóma. Jón í Garði orti vorvísu sem kom út í Ljóðmælum árið 1954: Vorsins ómar ymja dátt árdagsgeislar skína. Himindjúpsins heiði blátt heillar sálu mína. Sveinbjörn Beinteinsson yrkir ferskeytlu í hátta- tali sínu, sem er frum- framhent, hálfhent: Sveimað heimahögum frá hef ég vors á degi, víða stríða þræddi þá þunga hraunavegi. Um vorið pebl@mbl.is Húsavík | Þriðja umferðin í WSA-mótaröð- inni í snocrossi fór fram í Meyjarskarði á Reykjaheiði, rétt ofan Húsavíkur, um síð- ustu helgi. Um framkvæmd mótsins sá Mót- orsportklúbbur Húsavíkur og tókst hún með ágætum. Keppt var í þrem flokkum, hart var barist í brautinni og mikil tilþrif sýnd á köflum. Í meistaraflokknum stóð heimamaðurinn Eyþór Hemmert Björnsson að lokum uppi sem sigurvegari. Hemmertinn stóð sig geysilega vel í lokaumferðinni sem hann vann með yfirburðum. Ólafsfirðingurinn Helgi Reynir Árnason varð annar og Stefán Örn Hreggviðsson úr Kópavogi þriðji. Þeir sjást hér á verðlaunapalli, Eyþór stendur á efsta palli, Helgi Reynir til vinstri og Stefán Örn til hægri. Í sportflokknum var baráttan enn og aft- ur á milli þeirra Fannars Magnússonar frá Egilsstöðum og Akureyringsins Gunnars Hákonarsonar og nú hafði Fannar betur. Í þriðja sæti varð Selfyssingurinn Baldvin Kristjánsson eftir að þeir Snorri Sturluson og Smári Sigurðarson sem höfðu átt í harðri baráttu um þriðja sætið lentu í samstuði í síðasta hring. Í verðlaunasætum í unglingaflokknum voru þeir Ásgeir Frímannsson frá Ólafsfirði sem sigraði, Akureyringurinn Aðalbjörn Tryggvason sem varð annar og Jónas Stef- áns-son úr Mývatnssveit þriðji. Fjórða um- ferð WSA-mótaraðarinnar fer svo fram á Egilsstöðum helgina 23.–24. apríl nk. Eyþór sigraði örugglega á heimavelli Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Ferðir falla niður | Allar áætlunarferðir Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs falla niður þriðjudaginn 19. apríl og miðviku- daginn 27. apríl næstkomandi vegna við- halds á vélbúnaði ferjunnar. Í fréttatilkynningu frá Samskipum kem- ur fram að allar nánari upplýsingar um ferðir Herjólfs megi finna á heimasíðu Herjólfs, www.herjolfur.is, undir sigl- ingaáætlun. ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.